Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 27 STÓRTÓNLEIKAR íslenzka ein- söngvaralandsliðsins í Tónlistarhúsi Kópavogs, sem fyrr var um fjallað á þessum ritvangi, hittu greinilega í mark, því þrítaka þurfti viðburðinn í Salnum vegna linnulausrar aðsóknar. Í millitíðinni átti Gunnar Guðbjörns- son tenór öðrum hnöppum að hneppa erlendis, og var raddbróðir hans Snorri Wium fenginn til að hlaupa í skarðið. Af því tilefni var undirritaður beðinn að mæta aftur til að fjalla um framlag Snorra, líkt og gerzt hefur við stærri hlutverkaskipti í Íslenzku óperunni. Ekki var annað að sjá á aðsókn að seinni endurtekningunni s.l. laugar- dag en að vel hefði mátt endurtaka tónleikana eina ferðina enn, því nán- ast hvert sæti var skipað og andrúms- loftið engu órafmagnaðra en á þeim fyrstu átta dögum áður. Verkefnaval- ið var óbreytt, nema hvað niður féll tenórarían úr Perluköfurunum, Je crois entendre encore, auk þess sem Snorri valdi sér annað aukalag en for- veri hans. Í staðinn voru uppklapps- atriðin ívið fleiri. Snorra Wium hefur afar sjaldan borið fyrir hlustir undirritaðs; seinna skiptið af tveim var þeg- ar hann kom fram með „Tenórunum þremur“ ásamt Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni og Jóni Rúnari Arasyni s.l. nóv- ember. Mætti af því einu halda að reynslu- ferillinn væri minni en fram kom af flytjenda- tali tónleikadagskrár, þar sem m.a. voru til- greind ýmis störf við óp- eruhús í Þýzkalandi. Enda kom fljótt á dag- inn, bæði í íslenzku lög- unum og síðar klassísku óperuviðfangsefnunum, að söngvarinn var fyllilega vandanum vaxinn. Gígja Sigfúsar Einarssonar glitraði göfugmannlega í meðförum hans, og með skýrari textaframburði en maður á að venjast. Textainntakið hefði kannski mátt vera blæbrigða- ríkara í túlkun Snorra á Í fögrum dal Emils Thoroddsen – sem raunar víðar – þó að fátt væri út á raddgæði að setja, allt frá neðsta til efsta tóns. Seinna lag Emils, Smalastúlkan, var hins vegar þróttmikið og fjaðurmagn- að við laufléttan meðleik Jónasar Ingimundarsonar. Þeir Snorri og Kristinn Sigmunds- son tóku dúett Bjarna Þorsteinsson- ar, Sólsetursljóð, af tiginni reisn, þar sem einungis dró úr gæsahúð hlust- andans (því miður einmitt við orðin „himneskan kvöldklukkuhljóm“) óvænt farsímatíst ofan af svölum, að vísu í réttri fortónteg- und og með „þey, þey“ hrynjandi. Í seinni dú- ett þeirra félaga, Au fond du temple saint úr Perluköfurunum (Biz- et), lét téður alifugla- effekt aftur á móti ekki á sér standa, enda ætl- aði allt um koll að keyra að atriði loknu. Ofurlítill þvingunar- vottur, jafnvel smá sig- hneigð, lá yfir fyrri hluta tenórsins í dúett- inum við Sigrúnu Hjálmtýsdóttur í Par- igi, o cara (La Traviata eftir Verdi). En seinni parturinn var í fínu lagi, og Che gelida manina Snorra í hlutverki Rodolfos úr La Bo- hème Puccinis var engu minni en glæsilegur, sem og hrífandi út- göngudúett hans með Sigrúnu, O soave fanciulla. Líkt og fyrri daginn var slett úr klaufum gáskans í uppklappsatriðum, og tók Snorri fyrst ófáar keilur hjá tónleikagestum með kostulegu ókynntu gamanlimrulagi, og síðast en ekki sízt með Þér kæra sendi kveðju (Þórarinn Guðmundsson). Var helzt út á blániðurlag tónleikanna að setja, því mynda hefði mátt miklu hæfilegri endapunkt með mögnuðum terzett fyrir allan söngvarahópinn en með gatslitnum Kattardúetti Rossinis. TÓNLIST Salurinn Íslenzk sönglög, erlendar aríur og dúett- ar. Snorri Wium tenór, Sigrún Hjálmtýs- dóttir sópran og Kristinn Sigmundsson bassi. Jónas Ingimundarson píanó. Laug- ardaginn 4. október kl. 14:30. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Snorri Wium Tenór í tenórs stað SÖNGKVARTETTINN Rúdolf er að gefa út nýjan geisladisk sem nefnist Allt annað og heldur af því tilefni útgáfutónleika í Saln- um kl. 20 í kvöld. Rúdolf hefur starfað frá 1992 og hefur alla tíð sérhæft sig í flutningi söngtónlistar án undir- leiks. Kvartettinn hefur flutt þekkt lög í nýjum útsetningum fyrir blandaðan kvartett og hefur Skarphéðinn Hjartarson, tenór- söngvari Rúdolfs, verið aðal- útsetjari kvartettsins. Í seinni tíð hafa viðfangsefni Rúdolfs aðal- lega verið innlend og erlend djass- og dægurlög fyrri tíma. Á tónleikunum verða flutt lög eftir ástsæla lagahöfunda Íslendinga eins og Sigfús Halldórsson, Jón Múla Árnason, Ólaf Gauk, Þóri Baldursson og Magnús Eiríksson auk laga eftir Evert Taube, George Gershwin og Charlie Chaplin. Söngkvartettinn Rúdolf skipa þau Sigrún Þorgeirsdóttir sópr- an, Soffía Stefánsdóttir alt, Skarphéðinn Hjartarson tenór og Þór Ásgeirsson bassi. Á tónleikunum mun Vignir Stefánsson leika á píanó í tveim- ur lögum. Söngkvartettinn Rúdolf fagnar nýrri plötu EVA Bergþóra Guð- bergsdóttur hefur ver- ið ráðin í starf kynning- arstjóra Listahátíðar Reykjavíkur og Ása Briem í starf verkefn- isstjóra. 71 umsókn barst um störfin, 39 um starf verkefnisstjóra og 32 um starf kynn- ingarstjóra. Eva Bergþóra er með BA-próf í ensku frá Háskóla Íslands með stjórnmálafræði sem aukagrein. Hún hefur unnið hjá Ríkis- sjónvarpinu sem dag- skrárgerðarmaður og fréttamaður, haft umsjón með ýms- um þáttum og heimildamyndum og þýtt úr ensku og spænsku fyrir sjón- varp. Eva Bergþóra starfar nú sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni. Ása Briem hefur lokið einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, MA-prófi í tónlist frá City University í London og var við nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands á liðnu ári. Hún hefur starfað í Salnum í Kópavogi, hjá Listahátíð, tónlistarhátíðinni í Reykholti og ver- ið verkefnisstjóri Grafarvogsdags- ins. Ása starfar nú á tónlistardeild RÚV. Kynningarstjóri tekur til starfa um miðjan október og verkefnis- stjóri um áramót. Nýir kynningar- og verkefnisstjórar Listahátíðar Eva Bergþóra Guðbergsdóttir Ása Briem LISTASAFN Íslands stendur fyrir námskeiði í tveimur hlutum, fimmtu- dagana 16. og 23. október kl. 17-19. Varðveisla málverka og pappírs- verka nefnist fyrra námskeiðið. Fjallað verður um efni og gerð listaverka. Áhrif umhverfisins á mál- verk og pappírsverk. Kynntar verða leiðir til að forðast ótímabært nið- urbrot og skemmdir. Farið verður í greiningu og mat skemmda og bent á úrræði sem lengja lífdaga verkanna. Síðara námskeiðið nefnist Ástand og uppruni málverka. Þar verður fjallað um atriði sem ber að hafa í huga við kaup á listaverkum. Hvern- ig greina má ástand þeirra og höf- undareinkenni. Hvað ber að varast og hvers ber að gæta með tilliti til al- þjóðlegra samþykkta er varða við- skipti með listaverk. Viktor Smári Sæmundsson for- vörður, deildarstjóri forvörsludeild- ar, og Rakel Pétursdóttir safnfræð- ingur, deildarstjóri fræðsludeildar, hafa umsjón með námskeiðinu. Námskeið um varð- veislu málverka LYDIA Frumkin, píanóleikari og prófessor í píanóleik við Oberlin- tónlistarháskólann í Ohio, heldur meistaranámskeið í píanóleik dag- ana 24.-25. október nk. Námskeiðið er haldið á vegum tónlistardeildar Listaháskóla Íslands og fer fram í Salnum í Kópavogi. Lydia Frumkin er fædd í austur- hluta gömlu Sovétríkjanna og stundaði nám við Tónlistarháskól- ann í Leníngrad. Hún lauk prófi í einleik og kammertónlist með hæstu einkunn 1971 og var strax ráðin kennari við skólann. Hún fékk fararleyfi ásamt eiginmanni sínum 1973 og hefur verið fastráðin við Oberlin-tónlistarskólann síðan 1974. Hún hefur komið fram á tónleikum um gjörvöll Bandaríkin, m.a. í New York, Cleveland, Chicago og Wash- ington D.C, og þykir leikur hennar sameina afburða tæknikunnáttu og einstaka tónlistargáfu. Hún er eft- irsóttur kennari á sumarnámskeið- um víða í Evrópu og hefur m.a. kennt í Hollandi og Sviss. Lydia Frumkin er einn virtasti píanó- kennari af rússneska skólanum sem starfar vestanhafs. Meistaranámskeið í píanóleik RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Rafhlö›ur VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar N‡jar hle›slurafhlö›ur í flest tæki og síma einnig vi›ger›ir og smí›i Endurlífgum rafhlö›ur w w w .d es ig n. is © 20 03 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. LINDIR -KÓPAVOGI Mér hefur verið falið að leita eftir 80-90 fm 3ja herb. íbúð í Lindunum í Kópavogi. Æskilegt er að eignin hafi þvottahús inn- an íbúðar, helst í góðu ástandi. Bílskýli væri kostur. Kaupandi óskar eftir afhend- ingu sem allra fyrst. Verðhugmynd 13-15 milljónir. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita allar nánari upplýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.