Morgunblaðið - 07.10.2003, Page 21

Morgunblaðið - 07.10.2003, Page 21
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 21 Kárahnjúkavirkjun | Heilbrigðiseft- irlit Austurlands (HAUST) fylgist nú grannt með úrbótum ítalska verk- takafyrirtækisins Impregilo á að- stöðu í búðum við Teigsbjarg, við Axará og í aðalbúðunum við Kára- hnjúka, Laugarási. HAUST veitti fyrirtækinu form- lega áminningu í septemberlok, þar sem frestir um úrbætur höfðu verið vanvirtir og var áminningin veitt til að knýja á um betri samvinnu og full- nægjandi upplýsingar. Í fundargerð HAUST frá 29. sept- ember sl. koma m.a. fram ítrekaðar athugasemdir vegna ástands vatns- veitu, mötuneytis, svefnskála, frá- veitu og meðferðar sorps í búðunum á Adit 1, Teigsbjargi og Adit 2, Ax- ará.Var gerð krafa um að mötuneyt- um þar yrði lokað ef skilyrði væru ekki uppfyllt. Í aðalbúðum, Laugarási, var fyr- irtækinu gert að lagfæra frágang siturlagna frá rotþróm innan tveggja vikna, ásamt því að leggja fram um- sókn og fullnægjandi gögn um vatns- vernd og innra eftirlit í vatnsveit- unni, sem tryggðu viðunandi gæði vatnsins. Á að loka mötuneytinu í Laugarási með innsigli hinn 15. októ- ber nk. ef fyrirtækið hefur ekki upp- fyllt þessi skilyrði og komið öðrum þáttum rekstrar á staðnum í það horf að vatnsveita, mötuneyti, svefn- skálar, fráveita og meðferð sorps uppfylli skilyrði laga og reglugerða, eins og segir í fundargerðinni. Unnið að úrbótum Helga Hreinsdóttir, fram- kvæmdastjóri HAUST, segir að unnið hafi verið að úrbótum síðustu dagana og telur þessi mál vera að færast í viðunandi horf. „Í síðustu viku fengum við viðtal og tvo fundi með æðstu yfirmönnum Impregilo,“ segir Helga. „Um helgina var unnið stíft að úrbótum, þannig að ég á von á að þetta sé að komast í lag.“ Hún segir um að ræða samlegð- aráhrif vegna vöntunar á úrbótum í mötuneyti, fráveitu og vatnsveitu. „Eitt af því sem stóð út af var að ljúka tengibyggingu milli klúbba- húss og matsalar þar sem hreinlæt- isaðstaða átti að vera og sömuleiðis að tengja eldhús við matvæla- geymslur og fá þar aðstöðu fyrir starfsmenn eldhúss. Í þessu er búið að vinna mjög stíft um helgina.“ Helga segir að álagið á Heilbrigð- iseftirlit Austurlands hafi verið gríð- arlegt. „Í okkar áætlunum var auð- vitað ekki gert ráð fyrir að fyrir- tækið (Impregilo) stæði sig ekki og þyrfti svo margar eftirfylgniferðir. Að því leyti til hefur þetta verið erfitt varðandi mannskap. En ég sé fram á betri tíma núna og það er að verða allt annað hljóð í fólki.“ Unnið að úrbótum vegna yfirvofandi lokana á eldhúsum Impregilo Aðstaðan sögð að færast í við- unandi horf Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sjá fram á bjartari tíma HEILBRIGÐISEFTIRLIT Austurlands ætlar að innsigla eldhús í búðum Impregilo við Teigsbjarg, Axará og í Laugarási ef skilyrði um úrbætur verða ekki uppfyllt. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir fyr- irtækið hafa tekið vel við sér og sér fram á bjartari tíma. Fjarðabyggð | Þorpið á Eskifirði blátt áfram fylltist af börnum um helgina, þegar þar var haldið kóra- mót 110 barna frá Egilsstöðum, Reyðarfirði og Eskifirði. Börnin höfðu aðstöðu í grunn- skólanum og voru við æfingar í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði daglangt. Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri Kársneskórsins, sem hefur verið viðloðandi kórastarf í áratugi, hélt ásamt Ástu Bryndísi Schram, kór- stjóra og framkvæmdastjóra Óperustúdíós Austurlands frá Eg- ilsstöðum og Davíð Baldurssyni, sóknarpresti Eskfirðinga og Reyð- firðinga, utan um mótið. Börnin sungu við tvær messur um helgina, í Eskifjarðarkirkju á sunnudagsmorgun og síðar um daginn í Reyðarfjarðarkirkju. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Barnakóramót: Kórsöngur 110 barna ómaði fagurlega í kirkjum Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Söngvararnir ungu eru frá Höfn, Egilsstöðum og Eskifirði. Hundrað og tíu börn í englasöng á Eskifirði Austfirskar gæsir að tygja sig Vopnafirði | Nú eru austfirskar gæsir sem óðast að tygja sig til brottfarar af landinu. Veiði hefur verið nokkuð misjöfn í fjórðungnum, en vopnfirskir veiðimenn kvarta ekki yfir gæsagæftum, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Þeir Jón Sigurðarson, fréttaritari blaðsins á Vopnafirði, Örvar Sveins- son og Hlynur Sigurgeirsson stilltu upp fengnum eftir tvær óvenjugóðar veiðiferðir. Í morgunflugi fengu þeir 83 fugla og 40 úr kvöldfluginu. Feng- urinn skiptist á þrjár fjölskyldur þar sem gæsasteikur eru eldaðar og snæddar af hjartans lyst. Morgunblaðið/JS Egilsstöðum | Fræðslu- og menn- ingarráð Austur-Héraðs leggur til að stofnuð verði leikskóladeild fyr- ir eins til tveggja ára gömul börn. Dagvistun þess aldurshóps hefur hingað til verið á höndum dag- mæðra, sem hafa lengi verið færri en svo að þær geti sinnt eftirspurn í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn Aust- ur-Héraðs tekur undir tillögu ráðs- ins. Álversforstjóri | Alcoa auglýsti á dögunum starf forstjóra álversins á Reyðarfirði og rennur umsókn- arfrestur út í dag. Fjöldi fyrirspurna hefur borist skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík og verður ráðið í stöð- una innan skamms. Gert er ráð fyrir að nýr forstjóri Alcoa hefji störf seint í október. Þá mun Alcoa fljót- lega ætla að opna starfsstöð á Reyð- arfirði og verður Bechtel, sem byggja mun álverið ásamt HRV- hópnum, þar einnig með skrifstofu. Í kjölfarið verður ráðið í stöðu skrif- stofustjóra og kynningarfulltrúa, með aðsetur á Reyðarfirði. Íbúaþing | Sveitarstjórn Austur- Héraðs gengst fyrir íbúaþingi 11. nóvember nk. Meðal mála sem verða þar til umfjöllunar er skóla- samfélagið, en nú er lögð mikil áhersla á að koma háskólanámssetri á Egilsstöðum í gang. Þá verður Haustþing ungs fólks á Austur- Héraði haldið 30. október nk. og er reiknað með að uppbygging menn- ingarhúss fyrir ungt fólk á svæðinu brenni heitast á þingmönnum. Austurbyggð | Ný sveitarstjórn Austurbyggðar, sameinaðs sveitar- félags Búða- og Stöðvarhrepps hef- ur kosið Guðmund Þorgrímsson oddvita sveitarfélagsins og Jónínu Óskarsdóttur sem varaoddvita. Guð- mundi var á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar falið að semja við Steinþór Pétursson, fráfarandi sveitarstjóra Búðahrepps, um starf sveitarstjóra í Austurbyggð. Jafnframt var einhljóða samþykkt að nota nafnið Austurbyggð á sveit- arfélagið. Vopni-Örn | Um helgina kom tog- ari Útgerðarfélags Akureyringa með slasaðan sjómann til Vopna- fjarðar. Björgunarsveitin Vopni-Örn flutti hann til Akureyrar. Björg- unarsveitin hafði í nógu að snúast því mikil hálka var á Hellisheiði á sunnudag og var ökumaður, sem misst hafði bifreið sína út af veg- inum á miðri heiðinni austanvert, að- stoðaður.          Morgunblaðið/Ásdís Vistun fyrir 1—2 ára   

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.