Morgunblaðið - 23.10.2003, Side 42

Morgunblaðið - 23.10.2003, Side 42
DAGBÓK 42 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Mánafoss vænt- anlegur. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 myndlist. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgistund, kl. 11 leik- fimi, kl. 13–16.30 smíð- ar og handavinna, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 bókband, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan opin, almenn handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað, hár- greiðslustofan og postulín, kl. 13 handa- vinna, kl. 9–16.30 pútt- völlurinn opinn þegar veður leyfir. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Í dag kl. 9 að- stoð við böðun, alm. handavinna, smíðar og útskurður. Kl. 13.30 boccia. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 bað og glerskurður, kl. 10–11 leikfimi, kl. 9–12 hárgreiðsla, kl. 13.30 sönghópurinn, kl. 15.15 dans. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hárgr., kl. 13 föndur og handav. Bingó kl. 15. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9.45 gler- bræðsla, kl. 13 málun, kl. 13.15 leikfimi karla og bútasaumur. Fé- lagsvist í Holtsbúð kl. 19.30 í boði Rot- aryklúbbsins Garða. Rúta frá Álftanesi, Hleinum og Kirkju- hvoli kl. 19. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 videó og kaffi. Pútt í hraunseli kl. 10–11.30. Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.20. Glerlist kl. 13, bingó kl. 13.30. Æfing Gaflarakórs kl. 17. Ferð í listasöfn í Reykjavík, rúta frá Hraunseli kl. 13.30. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids kl. 13. Framsögn kl. 16.15. Félagsvist kl. 20. Félagsstarf eldri borg- ara, Mosfellssveit. Op- ið kl. 13–16, bókband, kl. 13 tréskurður, kl. 13.30 lesklúbbur, kl. 17 starf kórs eldri borg- ara, Vorboða. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Sími 575 7720. Kl. 10.30 helgistund. Frá hádegi vinnustofur og spilasal- ur opinn. Á morgun kl. 10 „Gleðin léttir lim- ina“, létt ganga o.fl. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handavinna, kl. 9.05 og 9.55 leikfimi, kl. 9.30 glerlist og ker- amik, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 13 gler og postulín, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handav., brids kl. 13. Hraunbær 105. Kl. 9 handav., perlusaumur, kortagerð og hjúkr- unarfræðingur, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10–11 boccia, kl. 13–16 hannyrðir, kl. 13.30–16 félagsvist. Hársnyrting og fótaaðgerðir. Korpúlfar, Grafarvogi. Á morgun er sund- leikfimi í Grafarvogs- laug kl. 9.30. Norðurbrún 1. Opin vinnustofa kl. 9–16.45. Kl. 10–11 ganga, leir. Vesturgata. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hárgr., kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13– 16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, perlusaumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og brids. Eldri borgarar frá Eskifirði og Reyð- arfirði í Reykjavík og nágr. halda árlegt vetr- arkaffi sun. 26. október kl. 15 í félagsheimili eldri borgara, Gull- smára 13, Kóp. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar í fé- lagsheimilinu, Gull- smára 13, mánu- og fimmtud. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 19.30 tafl. Í dag er fimmtudagur 23. októ- ber, 296. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Ég er stiginn niður af himni, ekki til að gjöra vilja minn, heldur vilja þess, er sendi mig. (Jóh. 6,38.)     Bryndís Haraldsdóttirskrifaði um leik- skólamál á tikin.is í gær og setti spurningarmerki við hugtakið „starfs- dagur“ hjá leikskólum. Hún telur að foreldrar ættu að hafa eitthvað um frídaga barnanna að segja.     Bryndís segir: „Þegarég fór með dóttur mína í leikskólann í morgun blasti við mér á töflu áberandi stöfum „Foreldrar, munið starfs- daginn föstudaginn 24. okt.“     Frábært, hugsaði ég,æðislegt, mig langaði einmitt að taka langa helgi og kíkja upp í bú- stað.     Æðislegt, nema hvað aðþessi dagur hentar mér bara engan veginn. Þetta er mikill annatími í vinnunni. Ég er þegar búin að bóka nokkra fundi, það er afmæli í vinahópnum og svo mætti lengi telja.     Rök fagaðila um aðbörnin hafi gott af fríi af og til eiga vissu- lega rétt á sér en það að leikskólinn ákveði hve- nær foreldrar eigi að taka þetta frí er auðvitað fyrir neðan allar hellur.     Flest ungt fólk á nefni-lega ekki nema 24 daga í orlof og því sjálf- sagt að fólk fái að ráð- stafa þessu sjálft í sam- vinnu við atvinnurekanda án þess að leikskólinn þurfi að blanda sér inn í þá ráðagerð.     Hvað þýðir þetta orðstarfsdagur? Fyrir mér og eflaust mörgum foreldrum þýðir þetta reddingar og vesen.     Jafnmikilvæg þjónustu-fyrirtæki og leikskólar eiga ekki að loka nokkra daga á ári fyrir stefnu- mótunarvinnu og endur- menntun starfsmanna.     Það er einfaldlega for-kastanlegt og ég veit ekki til þess að þetta þekkist hjá öðrum fyr- irtækjum eða stofnunum, ef frá eru skildir skól- arnir.     Ég skora á foreldra aðláta rödd sína heyr- ast sem og á rekstr- araðila leikskóla, sem í mörgum tilfellum eru bæjarfélög, að bæta þjón- ustuna.     Ég skil vel að starfsfólkleikskóla þurfi á því að halda að skipuleggja starfið og sinna endur- menntun.     Til þess að svo verði áþó ekki að þurfa að loka leikskólunum,“ segir Bryndís að lokum í pistli sínum á tikin.is. STAKSTEINAR Starfsdagar hjá leikskólum Víkverji skrifar... VÍKVERJI átti erfitt með að setjasig í spor verkamanna á Kára- hnjúkum, þegar fyrst heyrðist af vanlíðan þeirra í haustkuldum. Þrátt fyrir að vandræði þeirra virðist tölu- verð, má ljóst vera að þetta er aðeins byrjunin. Fyrsti vetrardagur er 25. október og þeir hafa enn ekki kynnst alvöru vetri á Íslandi, þótt það hafi aðeins kólnað þarna upp frá. Vík- verji viðurkennir að fyrst fannst honum fyndið að heyra af blessuðum verkamönnunum í kuldanum uppi á hálendinu, en honum er löngu orðið ljóst að þetta er ekkert grín – jafnvel þótt Spaugstofumenn geti séð fyndnar hliðar á þessu öllu saman. Mikið fannst Víkverja líka gott hjá verkamönnunum að neita að fara út úr húsi fyrr en þeir fengju almenni- leg föt. Meira af kuldum. Það fer í taug- arnar á Víkverja hvað margir þátta- stjórnendur í útvarpi geta verið kjánalegir í tali sínu um veður. Segj- um sem svo að það sé spáð norðanátt með kulda og frosti, þá er það ótrú- leg tíska að upplýsa útvarpshlust- endur um það hvort það þurfi hugs- anlega að „skafa“ morguninn eftir. Það hvort nauðsyn sé að „skafa“ er sem sagt aðalógnin. Hvers konar of- vernduð borgarbörn erum við eig- inlega orðin? Oft fylgir líka hugleið- ing hjá útvarpsfólkinu um það hvað það sé leiðinlegt að „skafa“ í kuld- anum. Þetta er nú eitt, en annað er enn kjánalegra og það er að höfða eingöngu til þeirra sem eiga bíla og þurfa að „skafa“. Hvað með hina, alla unglingana og aldraða? Hvernig væri að víkja að þeim einhverjum varnaðarorðum, t.d. að brýna fyrir þeim að setja húfu á hausinn á köld- um vetrarmorgni, til að fyrirbyggja ofkælingu vegna hins gífurlega hita- taps sem á sér alltaf stað í gegnum höfuðið? Víkverji er ekkert að skálda þetta. Húfa á hausinn er ótrúlega mikið hjálpargagn í kulda. x x x EINU sinni heyrði Víkverji kenn-ingu um „brúnu fituna“. Þetta mun vera fita sem líkaminn ræktar upp sem einhvers konar kuldavörn. Þessi fita er ekki sjáanleg utan á lík- amanum og fæst með því að vera léttklæddur í kulda. Þætti mörgum án efa lítt eftirsóknarvert að herða sig með þessum hætti. Víkverja þyk- ir þessi kenning með eindæmum að- laðandi en hefur samt aldrei heyrt fagfólk tala um hana. Hvernig skyldi standa á því? Þeir tímar eru nú liðnir að þjóðin var blaut í fæturna mestallt árið og lifði á hungurmörkum. Víkverji leiddi hugann að lífi fólks fyrr á öld- um dag einn er hann gekk framhjá bæjarrústum í gömlu túni. Nútíma- fólk myndi ekki lifa af daginn ef því væri kippt aftur um 200 ár og sett niður á meðalkot. Morgunblaðið/RAX Senn kemur vetur. Upp með húf- urnar. Og gleymið ekki að „skafa“. TÖLUVERT fjaðrafok hef- ur myndast vegna ummæla útvarpsstjóra undanfarið. Það virðist lenska hjá vinstrisinnum að fjand- skapast út í Bandaríkja- menn og má þar einnig nefna Ísraela og skín það oft í gegn í umfjöllun þeirra um þessar þjóðir. Fyrrverandi fréttamað- ur lét hafa eftir sér hér um árið að hann teldi að 90% starfsmanna á ríkisfjöl- miðlunum væru vinstri- sinnaðir. Kannski hefur slagsíðan eitthvað breyst síðan. Mörgum er í fersku minni áróðurinn á gufunni hér áður fyrr. Var það sér- staklega áberandi fyrir al- þingiskosningar. Eftir að múrinn hrundi hefur sem betur fer mikið dregið úr þeirri óværu. Ég get ekki skilið að ríkisfjölmiðlarnir sem við erum skyldug til að borga af, hvort sem við not- um þá eða ekki, sé hafinn yfir gagnrýni. Sannleikan- um verður hver sárreiðast- ur. 211123-7619. Póstútibúin UNDANFARIÐ hafa mörg póstútibú verið lögð niður og verið færð í Nóa- túnsbúðir. Finnst mér að auglýsa mætti þessar breytingar og hvar útibúin eru núna. H.G. Ekkert hefur breyst Í ÞÆTTINUM Ísland í dag sl. þriðjudagskvöld töl- uðu þáttastjórnendur við tvær mæður barna sem þjást af sjaldgæfum sjúk- dómi. Lýstu þær baráttu sinni við kerfið, þ.e. Trygg- ingastofnun, við að fá barn- ið viðurkennt fatlað og að fá bætur samkvæmt því. Ég á sjálf fatlað barn, sem reyndar er orðið 18 ára, en það undraði mig að enn þá skuli foreldrar þurfa að berjast fyrir sjálfsögð- um réttindum barna sinna og að staðan skuli ekkert hafa breyst í 18 ár hvað þetta varðar. Móðir. Slæm þjónusta NÝLEGA þurfti ég að hafa samband við innheimtu Landssímans. Byrjaði ég að hringja tíu mínútur í tvö í þjónustunúmerið og var gefið samband, og beið ég og beið á línunni. Gerðist þetta þrisvar sinnum. Að lokum var mér bent á beint númer til að hringja í, fyrst hringdi út en að lokum náði ég sambandi. Tók þetta ferli um 35 mínútur. Finnst mér ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta og er ég orðlaus yfir þessari þjón- ustu. Hulda. Dýrahald Fress týndur í Hafnarfirði TÆPLEGA ársgamals fress, sem er búsettur ná- lægt miðbæ Hafnarfjarðar, að nafni Anakin, er sárt saknað. Hann er svartur með hvítan blett á nefi og loppum, ólarlaus og ómerktur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 565 2372. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Sannleikanum verður hver sárreiðastur Morgunblaðið/Kristinn LÁRÉTT 1 heimskingi, 8 sól, 9 fróð, 10 kusk, 11 lítið herbergi, 13 vætla, 15 höfuðfats, 18 lýkur, 21 ætt, 22 galla, 23 gnægð, 24 skömmustulega. LÓÐRÉTT 2 niðurfelling, 3 bik, 4 sí- valnings, 5 herkví, 6 sak- laus, 7 elska, 12 smávegis ýtni, 14 nautpeningur, 15 álít, 16 tornæmur nem- andi, 17 ljómuðu, 18 guð- lega veru, 19 hirð þjóð- höfðingja, 20 óbogin. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 strit, 4 snögg, 7 reiks, 8 rúlla, 9 smá, 11 kött, 13 atti, 14 umráð, 15 lærð, 17 alda, 20 inn, 22 gáfuð, 23 arkar, 24 renna, 25 gramm. Lóðrétt: 1 strok, 2 reimt, 3 Tass, 4 strá, 5 örlát, 6 glati, 10 mærin, 12 tuð, 13 aða, 15 lögur, 16 rófan, 18 lokka, 19 aurum, 20 iðja, 21 nagg. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.