Morgunblaðið - 24.10.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 24.10.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 288. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Mikilvægasta máltíð dagsins Vetnisknúinn Grandi-Vogar Gaman að verða vitni að framtíðinni | 22 Jamie Oliver um litlu dótturina og nýja sjónvarpsþáttinn | Fólkið 4 Koma Þorláks- höfn á kortið Körfuknattleikslið Þórs hefur komið mjög á óvart | Íþróttir 52 DANSKT fyrirtæki, Euromedicin, stefnir að því að rjúfa þann einkarétt, sem lyfja- verslanir hafa haft á sölu lyfseðilsskyldra lyfja. Verður ávallt leitað að ódýrasta lyfinu í Evrópu og það síðan sent neytandanum. Þannig megi lækka lyfjaverðið um allt að 30%. „Við teljum, að danskir neytendur eigi að fá að njóta allra kosta innri markaðar Evr- ópusambandsins og það er í þeirra þágu og alls samfélagsins að ná fram sparnaði á þessu sviði, hvort sem um er að ræða sam- heitalyf eða frumheitalyf,“ sagði Allan Raft læknir og stofnandi Euromedicin. Á hann nú í samningum við fjölda lyfjaverslana í öðrum ESB-ríkjum og mun í hverju tilfelli kaupa inn frá þeim, sem bjóða lægsta verð- ið. Gerir hann þetta í krafti ESB-reglna um frjálst flæði vöru og þjónustu. „Fagnaðarefni“ „Svo lengi sem alls öryggis er gætt, sjáum við ekkert athugavert við, að neyt- endur kaupi lyfin erlendis. Það gæti líka aukið samkeppnina á danska markaðnum og það væri fagnaðarefni,“ sagði Gitte Munk, talsmaður danska Neytendaráðsins, þegar þetta var borið undir hana. Sagði frá þessu í Jyllands-Posten í gær. Paul Bundgaard, formaður í sambandi lyfjaverslana, kvaðst hafa nokkrar efa- semdir um, að þessi fyrirhugaða lyfjasala stæðist lög um lyfjaverslun í Danmörku, en læknar eru almennt jákvæðir. Jørgen Las- sen, formaður í félagi starfandi lækna, sagði, að þetta gæti verið raunhæft fyrir óniðurgreidd lyf, til dæmis getnaðarvarn- arpillur, svefnpillur, róandi töflur af ýmsum gerðum, nikótíntyggjó og dýr fúkalyf. Hyggst rjúfa einkarétt lyfjaverslana BRESKUR ferðamaður, sem missti út úr sér gervitennurnar þegar hann var á sundi undan strönd grísku eyjunnar Krít, fékk þær aftur hálfum mánuði síðar eftir að þær fundust í neti grískra sjómanna, að sögn breska dagblaðsins The Times í gær. Don Masey, 59 ára Breti, fór í skrið- sund og kappið var svo mikið að hann blés tönnunum út úr sér. Þrátt fyrir ákafa leit með hjálp barna sinna tókst honum ekki að finna þær áður en hann hélt aftur til Bretlands. Nokkru síðar birtust þó tennurnar í neti grískra sjó- manna sem fóru með þær á bar og spurðu hvort einhver hefði týnt fölsku tönnunum sínum. Þeim var þá sagt að tannlaus Eng- lendingur hefði sést á staðnum. Sjómennirnir fóru með tennurnar á skrifstofu grísks fyrirtækis, sem veitir breskum ferðamönnum þjónustu, og það sendi tennurnar til breskrar ferðaskrif- stofu. „Ég fékk þær aftur á laugardaginn og sunnudagssteikin var besta máltíðin sem ég hef fengið á ævinni,“ sagði Masey. Veiddu gervi- tennurnar í net TÍMAMÓT hafa orðið í sakamála- rannsóknum hérlendis með því að margra ára hulu hefur verið svipt af Skeljungsráninu svokallaða frá árinu 1995. Lögreglan hefur fengið fram játningar að hluta til í yfir- heyrslum yfir nokkrum mönnum að undanförnu. Rannsókninni, sem tekið hefur nærri áratug, er því svo gott sem lokið og verður málið sent ákæruvaldi til ákvörðunar um op- inbera málshöfðun á hendur hinum grunuðu. Um er að ræða tvo karlmenn um fertugt sem grunaðir eru um rán á 5,2 milljónum króna að morgni 27. febrúar 1995 við Íslandsbanka í Lækjargötu. Beitt var ofbeldi í rán- inu, þegar einn starfsmaður Skelj- ungs var laminn með slökkvitæki. Ræningjarnir flúðu á stolnum bíl og tókst að leynast í áraraðir. Stefndi í að lögreglunni tækist ekki að leysa málið áður en 10 ára fyrningarfrest- ur rynni út, en í vetur bárust henni vísbendingar sem leiddu hana á sporið. „Niðurstaða rannsóknar okkar er sú að þrír karlmenn hafi framið ránið og hafa tveir grunaðir verið yfirheyrðir,“ segir Hörður Jó- hannesson yfirlögregluþjónn í Reykjavík, um málið. „Við lítum svo á að málið sé upplýst.“ Erfiðleikarnir sem lögreglan átti við að etja í upphafi rannsóknarinn- ar fólust einkum í því að hún hafði engar haldbærar vísbendingar til að fara eftir. Tókst að hylja slóð sína Rækilegur undirbúningur ræn- ingjanna hjálpaði þeim við að hylja slóð sína, auk þess sem ránið sjálft tók mjög stuttan tíma. Þá voru þarna á ferð aðilar sem voru nær óþekktir hjá lögreglunni. Gerði þetta rannsókn málsins erfiða, jafn- vel þótt hinir grunuðu hefðu haldið sig hérlendis til þessa dags. Ræningjarnir sátu fyrir tveimur starfsmönnum Skeljungs í Lækjar- götu, sem ætluðu að leggja helgar- uppgjör bensínstöðva félagsins í Ís- landsbanka. Ræningjarnir voru tveir á ferð, hettuklæddir og létu til skarar skríða er starfsmennirnir stigu út úr fyrirtækisbílnum um klukkan 10 að morgni. Þeir flúðu síðan á stolnum SAAB-bíl sem þriðji maðurinn ók. Gögn úr ráninu fundust sama dag í Hvalfirði og hafði verið kveikt í þeim. Lögregla hóf þegar viðamikla leit að ræningj- unum, en um var að ræða eina um- fangsmestu lögregluaðgerð seinni ára. Átta ára rannsókn lögreglunnar í Reykjavík er loks á enda Skeljungsránið í Lækj- argötu telst nú upplýst  Játning vegna…/6 KYNNT var nýtt spálíkan hagdeild- ar ASÍ um þróunina á næstu tveimur árum sem unnið er út frá mismun- andi forsendum. Að mati ASÍ skap- ast svigrúm fyrir kaupmáttaraukn- ingu á næstu árum en vaxandi verðbólguþrýstingur muni fylgja miklum framkvæmdum og Seðla- bankinn því grípa til vaxtahækkana. Skv. grunnspá ASÍ verður verð- bólga 3,7% á næsta ári og 5,7% 2005. Nafnvextir verða 5,9% á næsta ári og 9,2% árið 2005. Aukist samneysla um 4% á hvoru ári munu verðbólga og vextir aukast enn meira. Fram kom í máli forystumanna við umræðurnar í gær að hreyfingin stæði frammi fyrir mjög snúnum efnahagsaðstæðum þegar gengið verður að samningaborðinu. Fyrir fundinum liggja drög að uppleggi í kjaramálum þar sem segir að lagfæringar á velferðarkerfinu þurfi og eigi að hafa forgang fram yf- ir skattalækkanir. Lagt er til að hafnar verði formlegar viðræður milli aðila vinnumarkaðar og stjórn- valda um skýrari verkaskiptingu milli almannatrygginga og lífeyris- sjóða vegna lífeyris- og örorkubóta. Lögð er m.a. áhersla á að hafin verði skoðun á kostum þess að tengja at- vinnuleysisbætur við fyrri tekjur einstaklings og hækkun barnabóta. Rætt um breytingar í velferðarmálum og kjarasamninga á ársfundi ASÍ Morgunblaðið/Kristinn Halldór Björnsson, fráfarandi varaforseti ASÍ, og Grétar Þorsteins- son forseti hlýða á umræður á ársþingi ASÍ í gærdag. Samningsgerð á miklum óvissutímum  Áhersla/10 Miklar umræður fara fram um undirbúning kjarasamninga og efna- hagsþróunina á ársþingi ASÍ, sem hófst í gær. Fram kom að mikil óvissa ríki um hvernig hagkerfið muni bregðast við þeim óvenjulegu aðstæðum sem framundan eru vegna stórframkvæmda. Börn elska kryddjurtir ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.