Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hvernig getur nokkurri manneskju dottið í hug að við þessi myndarhjón brjótum stjórnar- skrána með sterkum brotavilja, Solla mín? Fyrirlestur um örnefni í nágrenni Hóla Geta sagt okk- ur heilmikið RÚNA K. Tetzschnerflytur fyrirlestur ávegum Nafnfræði- félagsins á morgun, laugar- dag, kl. 13.30 í stofu 106 í Odda, húsi Háskóla Ís- lands. Fyrirlesturinn, „Nytjar í nöfnum, örnefni í nágrenni Hóla í Hjaltadal,“ er byggður á samnefndri BA-ritgerð og rannsókn, sem Rúna vann við ís- lenskuskor í Háskóla Ís- lands og skilaði í vor. Rit- gerðin er 80 blaðsíður og upp á 10 einingar og hyggst Örnefnastofnun gefa hana út. Sem stendur fer fram viðamikil fornleifafræði- rannsókn á Hólum og ná- grenni og hefur Rúna tekið þátt í henni. Hún dvaldi þar í þrjá mánuði sumarið 2002 og tvo mánuði síðastliðið sumar. Hóla- rannsóknin stendur til 2007 og reiknar Rúna með að taka áfram þátt í henni. Fyrir vinnuna á vettvangi fór hún meðal annars gaumgæfilega í gegnum húsalýsingar Hólastaðar frá 17. og 18. öld sem fram að því höfðu legið óprentaðar á Þjóð- skjalasafni Íslands. Afrakstur þeirrar vinnu má sjá á heimasíðu rannsóknarinnar á vef Hólaskóla, www. holar.is. Örnefnafræðin er vaxandi fræði- grein á Íslandi, segir Rúna, sem segir örnefnalýsingar oft góðar heimildir og gefa upplýsingar um fornleifar. Hvað gera örnefnafræðingar? „Örnefnafræðingar eru svolítið að skrá það sama og fornleifafræð- ingar. Þetta skarast. Þetta kemur til þannig að mig langaði að sam- eina einhvern veginn íslenskuna og fornleifafræði. Þá var örnefna- fræðin sameiningargrundvöllur- inn. Örnefni geta sagt okkur heil- mikið. Það eru margar fræðigreinar sem skarast í ör- nefnafræðinni, ekki bara fornleifa- fræði og íslenska heldur líka landa- fræði, þjóðfræði, sagnfræði og ýmsar greinar.“ Hvað er sérstakt við örnefni? „Öll orð tungumáls eru nátengd merkingarmiðum sínum en örnefni þó meir en önnur. Til skilnings á þeim er mikilvægt að þekkja bak- grunninn, bæði sögu og umhverfi. Þegar örnefnum er safnað þarf að huga að ýmsu og oft á tíðum skrá örnefnafræðingar jafnframt forn- leifar. Lýsingar þeirra eru því mik- ilvægar heimildir áður en ráðist er í fornleifaskráningu. Stundum kemur jafnvel fyrir að búsetutengt örnefni sé skráð með fornleifum þótt engar minjar sjáist á yfir- borði.“ Hvaða bæjarheiti hefur þú rann- sakað? „Örnefni sem vísa til byggðar kallast búsetunöfn en í rannsókn- inni er með tilliti til uppruna fjallað um nokkur slík í nágrenni Hóla. Annars vegar eru heiti tveggja jarða sem verið hafa í ábúð frá fornum tímum: Kálfsstaðir og Nautabú, hins vegar fjögur nöfn sem orðuð hafa verið við byggð á síðari öldum: Geitagerði og Kollugerði, Traðar- hóll og Bygghóll. Nöfn- in eru skoðuð með samanburði við önnur sambærileg og orðin sem mynda fyrri og seinni liði greind.“ Hvað segja þessi nöfn okkur um bæi eins og Kálfsstaði? „Um staðina er fjallað með hlið- sjón af kenningum Svavars Sig- mundssonar sem telur að við upp- haf byggðar hér á landi og fram eftir 10. öld hafi seinni nafnliðurinn vísað sérstaklega til nytjaeininga stofnaðra út frá landnámsjörðum. Í íslensku stöðunum hafa hugsan- lega verið miðstöðvar skógarhöggs með tímabundinni búsetu. Vera má að þar hafi verið önnur hlunnindi líka en um það leyti sem gróður- eyðing fór að hafa tilfinnanleg áhrif hefur þó verið efnt til fastrar bú- setu.“ Nafnið Nautabú er sérstakt. „Í tengslum við Nautabú eru skoðuð dæmi um notkun orðanna bú og útbú í fornum textum en svo virðist sem stundum hafi verið rek- in sérhæfð bú fyrir nautgripa- og geitarækt frá stórum jörðum. Fáir bæir hafa verið stofnaðir á Íslandi undir slíkum nöfnum en á 13., 14. og 15. öld segir frá útbúarekstri frá biskupssetrunum tveimur, einkum Hólum.“ Segja örnefnin eitthvað um bú- skaparhætti? „Hugmyndir um býli með gerðis nöfnum eiga sér þó oft litla stoð og endurspegla ef til vill fremur minni um búsetu vegna sérhæfðrar árs- tíðabundinnar starfsemi. Upphaf- lega hafa gerðin hugsanlega tengst ræktunaraðferðum með tiltekinni reitaskiptingu og hringferli sem gerðu mönnum kleift að iðka báðar atvinnugreinar saman. Þá voru skepnurnar á beit í ósánum akur- tröðum meðan kornið óx í sánum akurreinum. Í tengslum við gerðin er því einnig fjallað um Traðarhól og Bygghól. Að lokum bendir ýmis- legt til að gerði hafi sér- staklega tengst þéttbýli eins og myndaðist kringum biskupssetrið á Hólum. Í Hjaltadal er gerði á nánast hverri jörð.“ Hafa nöfnin breyst mikið í gegn- um tíðina? „Öll þessi nöfn haldast óbreytt eða lítið breytt gegnum aldirnar. Þau eru gegnsæ og bergmála upp- hafið en starfsemin sem fram fer undir merkjum þeirra tekur breyt- ingu.“ Rúna K. Tetzschner  Rúna er fædd í Reykjavík 6. mars 1967. Hún stundaði nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í íslensku í HÍ. Hún tekur þátt í fornleifarannsókninni á Hólum í Hjaltadal. BA- ritgerðin hennar upp á 10 ein- ingar og 80 blaðsíður fjallar um örnefni í nágenni Hóla í Hjaltadal. Hefur Örnefna- stofnun hug á að gefa hana út. Rúna vinnur á Þjóðminjasafn- inu auk þess að starfrækja eig- ið fyrirtæki, Lítil ljós á jörð, sem hún stofnaði í minningu eiginmanns síns, Þorgeirs Rún- ars Kjartanssonar, sem lést eft- ir langvarandi veikindi í árslok 1998. Vaxandi fræðigrein á Íslandi ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 22 47 9 10 /2 00 3 Eig end avi ka Toy ota 20 03 ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR ERU BESTI MÆLIKVARÐINN á þjónustu fyrirtækis. Nýleg þjónustukönnun á meðal bílaumboða á Íslandi leiddi í ljós að ánægja er mest á meðal við skiptavina Toyota. Við erum staðráðin í að halda áfram á sömu braut. Við efnum til sérstakrar Eigendaviku og bjóðum ókeypis vetrarskoðun á Toyota bílum 20. - 24. okt. Opið verður alla dagana til kl. 19.00. Ilmandi heitt gæðakaffi á kaffibarnum á meðan við yfirförum bílinn fyrir veturinn. Komdu á Nýbýlaveginn, nánari upplýsingar í síma 570 5000 eða á www.toyota.is Ókeypis vetrarskoðun: - mælt frostþol í kælikerfi - smurðar læsingar og hurðir - ljósbúnaður athugaður - bætt á rúðuvökva - athuguð þurrkublöð - rafgeymir athugaður Gerum tilboð í alla réttinga- og málningarvinnu. 15% afsláttur af varahlutum. 15% afsláttur af vinnu. Óvæntar uppákomur á Nýbýlaveginum alla vikuna. 20. - 24. okt. GJÖRIÐ SVO VEL: OKKAR ER ÁNÆGJAN Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.