Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Fjölgun íbúa | Mikill hluti fjölgunar íbúa í Borgarbyggð er á Bifröst og svæðinu þar í kring. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hefur íbúum Borgarbyggðar fjölg- að um 56 á tímabilinu júlí til september. Í heild hefur íbúum Borgarbyggðar fjölg- að um 72 á þessu ári sem er tæplega 3% en mjög fá sveitarfélög geta státað af slíkri fólksfjölgun á árinu, segir á heimasíðu Borgarbyggðar. Á Vesturlandi hefur íbúum hins vegar fækkað um 123 á árinu 2003 en þeir voru 14.495 1. desember sl.    Engin bið | Í Mosfellsbæ er nú enginn bið- listi eftir plássum í leikskóla. Öll börn 2 ára (börn fædd 2001) og eldri hafa fengið tilboð um leikskólavist, segir á heimasíðu bæj- arins. Í októbermánuði voru 404 börn í leik- skólunum fjórum. Þar af voru 86% barna í heilsdagsvistun og er það 8% aukning milli ára, 14 % barna voru í hálfsdagsvistun fyrir hádegi og eftir hádegi.    MARGRÉT Tóm-asdóttir aðstoð-arskátahöfðingi hefur ákveðið að gefa kost á sér í emb- ætti skáta- höfðingja á næsta skáta- þingi Banda- lags íslenskra skáta, en Ólafur Ás- geirsson skátahöfðingi lýkur þá sínu síðasta kjörtímabili. Þetta kemur fram á heimsíðu Bandalags ís- lenskra skáta. Ef Margrét verður kjörin verður hún fyrsta konan til að gegna embætti Skátahöfðingja Íslands eftir að kven- skátar og drengjaskátar sameinuðust í Bandalag íslenskra skáta. Skátahöfðingi? Margrét Tómasdóttir SÍMASTÚLKUR Landsímans á Siglufirði og íFljótum eru hættar að tengja númerin með hand-afli, eins og gert var hér áður fyrr. Þessi fríði hóp- ur kom saman í fyrrakvöld til að minnast gömlu góðu daganna og var að sjálfsögðu um margt að tala. Á myndinn eru í aftari röð f.v.: Kristrún Halldórs- dóttir, Kristín Þorgeirsdóttir,Guðlaug Márusdóttir Sig- urbjörg Bjarnadóttir, Kristín Baldursdóttir, Björg Frið- riksdóttir, Brynja Stefánsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Sigurlína Káradóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Erla Ingimarsdóttir. Fremri röð: Sigurlína Gísladóttir, Svan- hildur Eggertsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Magðalena Hallsdóttir, Anna Snorradóttir, Gréta Jóhannsdóttir. Ljósmynd/Steingrímur Kristinsson Endurfundir símastúlkna VeitingastaðurinnRauða ljónið á Eið-istorgi verður opn- aður innan fárra vikna, að því er fram kemur í Nes- fréttum. Árni Björgvinsson veitingamaður hefur keypt staðinn og hefur unnið að endurbótum. Salurinn hef- ur verið stækkaður, m.a. með lifandi tónlistarflutn- ing í huga. Ljónið vaknar Í hagyrðingahorniAusturgluggansbirti Ágústa Ósk nokkrar vísur í síðasta tölublaði og segist vilja með því bjarga þeim frá gleymsku, en minna sé vitað um höfundinn. Nú fer að líða að árshátíðum og öðru líku, segir Ágústa Ósk, þá vakna sumir held- ur óhressir í líkingu við þetta: Á hann sækir þorstinn þrár, þurr er kverk og gómur. Maginn æpir illar spár, er með herkjum rómur. Þorstinn þrár VEIÐAFÆRI íslenzkra fiski- skipa verða sífellt þróaðri og hönnuð með það að markmiði að ná sem mestu af fiski. Flot- trollið og síldar- og loðnunótin eru stærstu veiðarfærin. Flot- troll eru nú nær eingöngu notuð til veiða á uppsjávarfiski, eins og síld, loðnu og kolmunna, en síld og loðna eru einnig veiddar í nótina. Flottrollið er einnig not- að á úthafskarfa, en botntroll á gullkarfa og við veiðar á öðrum botnfiski. Flottrollinn geta verið gríðarlega stór og eru stærstu möskvarnir fremst í trollinu margir tugir metra að lengd. Svo stór eru trollin að opin á þeim eru að flatarmáli eins og nokkrir fótboltavellir og far- þegaþota af stærstu gerð gæti auðveldlega komizt inn í trollið. Flækist trollið er því mikið verk að greiða úr flækjunni og getur jafnvel þurft að koma með það í land til að láta laga það. Munurinn á flottrolli og botn- trolli er sá, að hið síðarnefnda er dregið alveg niður við botn, en flottrollið er mun ofar í sjónum og er því oft notað við veiðar á síld og loðnu sem stendur of djúpt til nótaveiða. Morgunblaðið/Þorkell Greitt úr flækjunni Við höfnina Stykkishólmi | Það getur verið mikill að- stöðumunur að búa úti á landi í stað þess að vera á höfuðborgarsvæðinu og hafa versl- un og þjónustu í næsta nágrenni. Hár flutningskostnaður er einn þeirra þátta sem fer mjög fyrir brjósið á landsbyggð- arfólki. Sem dæmi má nefna að forráð- mönnum Tónlistarskólans brá í brún er þeir opnuðu pakka sem pantaður hafði ver- ið frá Reykjavík og litu á reikninginn. Um var að ræða 5 lítil hjól undir skrif- stofustól sem pöntuð voru frá Pennanum. Verð þeirra var samtals 1.330 kr. sem ef- laust er hagstætt verð. En það sem vakti athygli var að flutningskostnaður við pakk- ann, sem ekki var nú stór né þungur, frá verslun að flutningamiðstöð var 1.600 kr. Frá Reykjavík til Stykkishólms kostaði 400 kr að flytja pakkann. Kostuðu hjólin hingað kominn kr 3.330 og varð flutnings- kostnaðurinn á þessum litla pakka til þess að varan hækkaði um 148 %, sem er dágóð- ur landsbyggðartollur. Það er athyglisvert að fjórum sinnum meira er tekið fyrir að flytja pakkann innan höfuðborgarsvæðis- ins heldur en kostar að flytja hann 175 km leið frá Reykjavík til Stykkishólms. Dýrara að flytja en að kaupa pakkann Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Búðardal | Framkvæmdum er að ljúka við gamla „kaupfélagshúsið“ í Búðardal. Húsið á að gera að safnhúsi – safni Leifs Eiríks- sonar. Verktaki er Burkni ehf. Jón Ingi Hjálmarsson er framkvæmdarstjóri Burkna. Framkvæmdir á lokastigi Morgunblaðið/Helga H. Ágústsd. Borgarnesi | Hollvinasamtök Englendingavíkur voru formlega stofnuð ný- lega. Haldinn var stofnfundur á Hótel Borgarnesi í framhaldi af því að Borgarbyggð hefur eignast gömlu pakkhúsin tvö í Englendingavík og einnig hefur sveitarfélagið áhuga á að festa kaup á gömlu verslunarhús- unum á sama stað sem voru lengst af í eigu Kaupfélags Borgfirðinga. Markmið Hollvinasamtakanna er að stuðla að endurreisn þeirra í sam- ráði við eigendur og halda sögu svæðisins á lofti. Annað markmið samtak- anna er að vinna að verndun umhverfis og dýralífs í og við Englend- ingavík. Um fjörutíu manns voru á stofnfundinum og gerðust þeir félagar í samtökunum. Vilji kom fram hjá mörgum til þess að leggja fram vinnu við endurgerð húsanna í Englendingavík en eitt af verkefnum samtakanna verður að leita eftir fjármagni hjá fyrirtækjum, félögum, einstaklingum og opinberum stofnunum til að standa straum af kostnaði við endurbæturnar. Fyrstu stjórn Hollvinasamtakanna skipa Ingibjörg Hargrave, Finnbogi Rögnvaldsson og Gísli Einarsson. Varamenn í stjórn eru Finnur Torfi Hjör- leifsson og Þorkell Valdimarsson. Morgunblaðið/Guðrún Vala Hollvinir Englendingavíkur Sveitarstjórnarnámskeið | Ákveðið hefur verið að endurtaka námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn, en í febrúar sl. stóð Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir slíkum námskeiðum. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík 7. og 8. nóvember í framhaldi af fjármálaráðstefnu sambandsins sem verð- ur haldin 5.–6. nóv- ember. Þátttaka í fyrra námskeiðinu er þó ekki skilyrði. Smári Geirsson, bæjarfulltrúi í Fjarða- byggð, mun stjórna námskeiðinu. Hann var stjórnandi á tveimur námskeiðum í febrúar sl. og létu þátttakendur í ljós mikla ánægju með hans framlag til nám- skeiðanna, segir á heimasíðu Sambands ísl. sveitarfélaga. Smári mun halda fyr- irlestur, stjórna umræðum, fyrirspurnum og raunhæfum verkefnum. Sviðsstjórar sambandsins munu einnig flytja fyr- irlestra, taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Með á nótunum | Þátttakendur voru vel með á nótunum á námskeiði Jóns Böðv- arssonar í Svarfdælasögu á Rimum fyrir nokkru. Framfarafélag Dalvíkur gekkst fyrir námskeiðinu og sóttu það um 80 manns. Í Norðurslóð kemur fram að mikill áhugi sé fyrir sögum og þáttum þeim sem tengjast Svarfaðardal. Segir í blaðinu að Jón hafi haft á orði að námskeiðið hafi ekki síður verið lærdómsríkt fyrir sig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.