Morgunblaðið - 24.10.2003, Síða 28

Morgunblaðið - 24.10.2003, Síða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vegna mikillar eftirspurnar auglýsum við eftir raðhúsi eða parhúsi í Kópavogi. Æskileg staðsetning: Lindir, Smári eða Salarhverfi. Kjartan Hallgeirsson veitir nánari upplýsingar. Raðhús eða parhús í Kópavogi óskast MYNDLISTARHÚSIÐ á Miklatúniog Ferðafuða eru heitin á tveim-ur sýningum sem opnaðar verðaá Kjarvalsstöðum í dag. Ferða- fuða er farandsýning sem hófst í Slunkaríki á Ísafirði 2001, var síðan í Ketilhúsinu á Ak- ureyri ári seinna, fór þaðan til Hornafjarðar og síðan til Vestmannaeyja. „Ferðafuðan hefur verið að vaxa allan þenn- an tíma,“ segir Eiríkur Þorláksson, forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur, „og það eru 160 listamenn sem taka þátt í henni hér á Kjarvalsstöðum.“ Hvers konar sýning er Ferðafuða? „Þetta eru míniatúrar og öllum þátttak- endum voru sett þau mörk að verkin ættu að vera 15x15 cm.“ Sýningin er í miðrými Kjarvalsstaða og er óhætt að segja að hún sé fjölbreytt. Á henni eru málverk, skúlptúrar úr málmi og leir, kerti og ótalmargt annað. En hvað er Ferða- fuða? „Þetta er einhvers konar hringur eða sylgja – og það er örugglega hægt að eyða drjúgum tíma fyrir framan vegginn þar sem verkunum hefur verið komið fyrir.“ Síðan er það sýningin Myndlistarhúsið á Miklatúni – Kjarvalsstaðir í þrjátíu ár. Um hvað fjallar sú sýning? „Kjarvalsstaðir voru vígðir formlega 1973, þótt að vísu hefði stór norræn samsýning ver- ið sett þar upp ári áður. Okkur langaði til þess að minnast þessara tímamóta öðruvísi en með ræðuhöldum og hátíðleika. Því var það að hinn 23. mars síðastliðinn héldum við fjöl- skyldudag, þar sem boðið var upp á margt skemmtilegt, alls kyns leiki eins og listrænan leitarleik. Þetta var mjög skemmtilegur dagur og aðsóknin mjög góð. Á fimmta hundrað sýninga í húsinu Síðan vildum við fagna tímamótunum með sýningu sem væri ekki hefðbundin listsýning, heldur stiklur úr sögu Kjarvalsstaða, því það er ekki fyrr en maður fer að líta yfir úr- klippusafnið sem maður gerir sér grein fyrir því hvað þetta hefur verið gífurlega mikið starf. Hér hafa verið vel á fimmta hundrað sýninga, auk fjölda annarra viðburða, svo sem leiksýninga, tónleika, danssýninga, borg- arafunda, alþjóðlegra ráðstefna, kosninga – osfrv. Lengst af sínum tíma, og vonandi enn í dag, má líta á Kjarvalsstaði sem fjölþætta menningarmiðstöð en ekki bara listasafn.“ Hefur starfsemin tekið afgerandi breyt- ingum í gegnum tíðina? „Já. Fyrstu tvo áratugina má segja að Kjar- valsstaðir hafi fremur verið reknir sem sýn- ingarhús en safn og því fylgdu kostir og gallar, því þá gátu listamenn fengið húsið leigt til að sýna. Sum árin voru allt að þrjátíu sýningar í húsinu. Á sama tíma gat það gerst að hingað komu innlendir gestir og erlendir sem gátu aldrei séð Kjarvalsmynd. Þótt hér væru ein til tvær Kjarvalssýningar á ári, þá hittist einfald- lega svona á tíma. Það má segja að tvær stórar breytingar hafi orðið á starfseminni sem gerðu Kjarvalsstaði að safni fremur en sýningarhúsi eingöngu. Fyrri breytingin átti sér stað 1992 þegar menningarmálanefnd Reykjavíkur ákvað að hætta að leigja húsið út og að allar sýningar yrðu á ábyrgð húsráðanda. Eftir það hefur sýningum fækkað og – vonandi – orðið vand- aðri og viðameiri hver fyrir sig. Alltaf hægt að ganga að verkum Kjarvals Seinni breyting var svo árið 2000 þegar sett var upp föst sýning á verkum Kjarvals í aust- ursal hússins. Þó að sú sýning hafi þróast nokkuð síðan, þá geta gestir nú alltaf gengið að verkum Kjarvals hér á Kjarvalsstöðum, rétt eins og hægt er að ganga að verkum ann- arra meistara í stórum söfnum erlendis. Það er þessi saga sem verið er að sýna og með því að leggja fram úrklippusafn hússins geta gestir flett í gegnum deilur og aðra at- burði í sögu safnsins. Það er líka gleðilegt að á þessum tímamótum erum við að opna lítinn sal á Kjarvalsstöðum þar sem áður var skrifstofa forstöðumanns. Þar er núna sýningaröðin List án landamæra, sem er sýning á verkum eftir fatlaða listamenn og er haldin í tilefni af Evr- ópuári málefna fatlaðra. Það er því stöðugt verið að þróa starfið áfram. Á næsta ári von- umst við svo til að fyrirlestra- og fundasalur hússins verði kominn í gagnið sem slíkur. Núna eru Kjarvalsstaðir orðnir hluti af stærri heild, Listasafni Reykjavíkur, þar sem fara saman Hafnarhúsið, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn, auk útilistaverka borgarinnar. Það er mikill styrkur að geta unnið sameig- inlega að skipulagi og rekstri þessara lista- stofnana, til dæmi valið rými fyrir sýningar eftir því hvað hentar hverju sinni, í stað þess að vera bundinn við ákveðinn sal.“ Upprifjun og kynning Hvað verður fleira á sýningunni en úr- klippusafnið? „Við leggjum fram allar sýningarskrár og bæklinga og þar getur fólk séð hvað hefur ver- ið mikið gefið út. Við verðum einnig með viðtöl á myndböndum við þá forstöðumenn sem hér hafa verið í gegnum tíðina, þar sem þeir segja álit sitt á þróun Kjarvalsstaða. Ég fékk Aðalstein Ingólfsson til að vinna sýninguna með okkur. Það hefur verið mjög gjöfult samstarf, því hann hefur fylgst með starfsemi hússins frá upphafi. Síðan skrifar Bragi Ásgeirsson grein í sýningarskrá. Við vonum að sýningin verði upprifjun á sögunni fyrir þá sem hafa fylgst með henni frá upphafi og kynning fyrir þá sem ekki þekkja hana en geta hér á einum stað kynnt sér sögu og þróun safnsins síðastliðin þrjátíu ár.“ Fjölþætt menn- ingarmiðstöð Kjarvalsstaðir halda upp á þrjátíu ára starfsemi húss- ins með sýningunni Myndlistarhúsið á Miklatúni, auk þess sem sýningin Ferðafuða verður opnuð í húsinu um helgina. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Eirík Þor- láksson, forstöðumann Listasafns Reykjavíkur, um sýninguna og helstu breytingarnar sem orðið hafa á starfsemi Kjarvalsstaða á þremur áratugum. Verk á sýningunni Ferðafuða. Myndlistarhúsið á Miklatúni. Kjarvalsstaðir voru vígðir formlega árið 1973. GUÐRÚN Jóhanna Ólafsdóttir er ung og efnileg söngkona sem nýlokið hefur námi við óperudeildina í Guild- hall-skólanum í London og hélt sína debut-tónleika í Gerðubergi sl. sunnudag fyrir sneisafullum sal. Með henni var skólasystir hennar frá London, Inese Klotiña píanóleik- ari. Guðrún helgaði tónleikana minningu Þorgerðar Sigurðardóttur myndlistarkonu sem yfirgaf þennan heim nýlega langt fyrir aldur fram. Þær Guðrún og Inese fluttu fyrst þrjú íslensk lög, Hjá lygnri móðu eftir Jón Ásgeirsson við texta Hall- dórs Laxness, Brúðkaup úr kvæða- flokknum Helena in fagra, lag Jóns Laxdals við texta Guðmundar Guð- mundssonar, og Vöggukvæðið úr Pilti og stúlku Jóns Thoroddsens, Litfríð og ljóshærð, við lag Emils Thoroddsens. Öll lögin voru flutt af smekkvísi þar sem hin fallega og hlýja mezzósópranrödd Guðrúnar naut sín vel við öruggan en hógvær- an meðleik Inese. Næst komu þrjú lög úr Spænsku söngljóðabókinni sem Hugo Wolf samdi 1889–90. Ljóðin 44 voru öll úr Spænskri ljóðabók útg. 1852 í þýskri þýðingu Pauls Heyse og Emman- uels von Geibel. In dem Schatten meiner Locken (Í skugga lokka minna) í þýskri þýðingu Heyse var mjög lifandi en píanó- ið kanski fullhógvært. Síðan Bedeckt mich mit Blumen (Hyljið mig með blómum) og Mögen alle bösen Zungen (Megi allar illar tungur) í þýskri þýðingu von Geibel sem voru vel flutt, sérlega það síðara þar sem þær fóru báðar á kostum. Alban Berg var Vínarbúi líkt og Wolf en þó 25 árum yngri. Hann komst ungur í kynni við Arnold Schönberg, gerðist nemandi hans og einn af frumkvöðlum rað- tónlistarinnar eða 12 tóna tækninn- ar. Eftir Berg söng Guðrún lögin Nacht (Nótt) og Die Nachtigall (Næturgalinn), bæði lögin gera miklar kröfur til flytjenda og tókst Guðrúnu vel upp í því fyrra en missti röddina aðeins úr fókus í sterkum söng á háa sviðinu í því síðara, en veiki söngurinn var gullfallegur. Pí- anóleikurinn var góður í báðum lög- unum. Eftir hlé var komið að verki sem gjarnan mætti heyrast oftar, en það er lagaflokkurinn Haugtussa (Stúlkan á fjallinu). Grieg samdi tón- listina op. 67 sumarið 1895 við kvæðaflokk Arnes Garborg og er flokkurinn oft talinn eitt fremsta tónverk hans, ekki vegna tónsmíða- tækni eða frumleika. Tæknilega séð er verkið mjög einföld tónsmíð í strófísku formi. Stíllinn er hreinn Grieg en þó er allt einfaldað og í ein- faldleikanum nær tón- listin slíku sambandi við textann að ljóðskáldið sagði að með tónlistinni tækist Grieg að ná fram öllu því sem honum tókst ekki að tjá í orðum. Flokkurinn er saman- settur úr átta ljóðum sem fjalla um vonir, drauma, ást og von- brigði ungrar stúlku sem býr á fjallinu eða í selinu. Þessi tónlist féll vel að rödd Guðrúnar og sýndi að hún hefur yfir að ráða töluverðri fjölbreytni í radd- beitingu og túlkun þar sem í sumum ljóðunum er mikil dramatík, í öðrum gáski og gleði og í enn örðum sorg og vonbrigði sem Guðrún náði í öll- um tilfellum að koma vel til skila. Guðrún hefur mjög fallega og heilsteypta mezzósópranrödd sem hún hefur þegar náð nokkuð góðu valdi á og beitir af smekkvísi og það sem á vantar kemur með auknum þroska og reynslu með árunum. Miðað við það sem hún sýndi hér væri gaman að sjá hana spreyta sig á óperusviðinu. Inese Klotiña er fantagóður píanóleikari, var stund- um fullhógvær en átti oft fantagóða spretti. Falleg og hlý rödd TÓNLIST Gerðuberg Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Inese Klotiña píanóleikari. Einsöngs- lög eftir Jón Ásgeirsson, Jón Laxdal, Emil Thoroddsen, Hugo Wolf, Alban Berg og Edvard Grieg. Sunnudaginn 19. október kl. 17. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir RÉTTINDASTOFA Eddu hefur gengið frá samningum um sölu á skáldsögunni Nafnlausir vegir eftir Einar Má Guðmundsson til Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Mál og menning gaf bókina út árið 2002 og er þar haldið áfram að rekja sögu litríkrar fjölskyldu sem lesendur þekkja úr bókunum Fótspor á himnum og Draumar á jörðu. Hernám og kjarabarátta Útgáfuréttur á fyrri bókunum í þessum flokki hefur áður verið seldur til sjö landa og Englar al- heimsins, sem Einar Már hlaut Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir, hafa ratað til tutt- ugu landa. Sögusvið bók- arinnar er Ís- land á áratug- um hernáms og kjarabar- áttu. Úr hinum stóra systkina- hópi eru þeir fyrirferðar- mestir; Ívar, náttúrulækn- ingafrömuður, sem auðgast og verður sjálfstæð lánastofnun, og svo baráttumaðurinn Ragnar, kommúnisti og Spánarfari. Sem fyrr fléttar Einar Már saman sögu einstaklinga og sam- félags. Nafnlausir vegir til þriggja landa Einar Már Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.