Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 30
LISTIR
30 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HEIMSKUNNUR píanisti og píanó-kennari, Lydia Frumkin, er stödd hérá landi og heldur „masterklassa“ fyrirpíanónemendur á vegum tónlist-
ardeildar Listaháskóla Íslands í Salnum í Kópa-
vogi í dag og á morgun.
Þegar Lydia Frumkin var á barnsaldri var faðir
hennar veðurfræðingur í rússneska hernum í Síb-
eríu, á slóðum þar sem engin píanó voru til. Hún
komst yfir harmónikku sem hún lærði á til fjórtán
ára aldurs, þegar fjölskyldan flutti aftur í borg-
arsamfélagið. Eftir aðeins örfá ár í píanónámi var
hún komin inn í Leníngrad-konservatoríið, þar
sem hún lauk prófi í einleik og kammertónlist með
hæstu einkunn 1971 og var strax ráðin kennari við
skólann. Hún fékk fararleyfi ásamt eiginmanni
sínum 1973 og hefur verið fastráðin við Oberlin-
tónlistarskólann í Ohio í Bandaríkjunum frá 1974.
Píanóleikur hennar þykir sameina afburða tækni-
kunnáttu og einstaka tónlistargáfu, – hún er einn
virtasti píanókennari af rússneska skólanum sem
starfar vestanhafs. Frumkin kemur hingað fyrir
tilstilli fyrrverandi nemanda síns frá Oberlin,
Árna Heimis Ingólfssonar, kennara við Listahá-
skólann.
Lydia Frumkin segir erfitt að lýsa því í fáum
orðum hver sérkenni rússneska píanóskólans séu,
– og hvað greini hann frá píanóleik annarra þjóða.
„Í Rússlandi eru ýmsir straumar í gangi og erfitt
að tala um eitthvert eitt sameiginlegt kennileiti.
Þó er hægt að segja, að það hvernig píanóið hljóm-
ar sé atriði sem alls staðar er lögð áhersla á í rúss-
neskum píanóleik. Píanóið þarf að syngja, og það
þarf að hugsa um píanóið sem sönghljóðfæri. Ef
þú veist hvað það er sem gerir söng fagran, þá er
hægt að yfirfæra þann skilning yfir á píanóið. Sjálf
met ég mikils það sem píanóleikarar alls staðar
gera, til að leita sannleikans í tónlistinni, og það
skiptir meira máli fyrir mig en hvert þjóðernið er.“
Það ræðst af hverjum nemanda fyrir sig, hvaða
áherslur verða í kennslunni að sögn Lydiu Frumk-
in. Hún segist ekki þröngva skoðunum sínum upp
á nemandann, heldur reyna að leiða honum fyrir
sjónir það sem hún heyrir og upplifir í píanóleik
hans. „Mín skoðun er sú að til grundvallar tónlist-
inni liggi alltaf ákveðin tilfinning tónskáldsins,
hugsun og hugmynd, – það sem varð til þess að
tónskáldið samdi það. Mitt verkefni er að opna
augu nemandans fyrir því sem liggur að baki nót-
unum sem hann spilar, og draga fram þetta bak-
svið hvers verk. Svo fer það eftir hæfileikum og
næmi hvers nemanda fyrir sig, hvar við mætumst í
þessum þönkum. Ég vona í það minnsta að ég geti
opnað augu einhverra þeirra fyrir ólíkum leiðum
að túlkun tónlistarinnar.“
Tækni er hjálpartæki píanóleikarans að sögn
Lydiu Frumkin, og góð tækni auðveldar píanóleik-
aranum að takast á við tónlistina. „En það þarf
fleira til, músíkalskt innsæi, skilning á hend-
ingamótun og fleiru sem hjálpar til við að raða nót-
unum saman til þess að landslag tónlistarinnar
verði músíkalskt og nái til þeirra sem hlusta. Sum-
ir nemendur hafa djúpan skilning á tilfinningunni í
tónlistinni og eru fljótir að átta sig á hvernig má
laða hana fram. En að mínu mati er hægt að finna
ýmis lögmál til að hjálpa nemendum að átta sig á
því hvernig tengja má eina nótu við aðra á mús-
íkalskan hátt.“
Lydia Frumkin segist hafa átt því láni að fagna
að umgangast alls konar tónlistarfólk á námsárum
sínum í Rússlandi, ekki bara píanóleikara, heldur
líka kennara í kammertónlist og söng. „Ég sótti
tíma hjá þessu fólki, – líka í söngnum, því mig
langaði að skilja hvernig tónlistin hljómar svo eðli-
lega og náttúrulega í söng. Hjá píanóleikaranum
er flæðið ekki það sama, – hreyfingin er upp og
niður við það að slá á nóturnar. Mig langaði að
finna betur út hvernig píanóið gæti verið lagrænt
hljóðfæri fremur en eins konar ásláttarhljóðfæri.
Auðvitað er til ýmis píanótónlist sem krefst þess
að hljóma meir í ætt við slagverk, en það heillaði
mig alltaf að geta náð góðum tökum á því lagræna
í píanóleiknum. Það var einstakt fyrir mig að alast
upp í umhverfi sem var byggt á svo sterkri tónlist-
arhefð.“
Lydia Frumkin segir löngun sína til að læra á
píanóið hafa verið mikla, og að það hafi haft bæði
galla og kosti að geta ekki byrjað formlegt píanó-
nám fyrr en fjórtán ára gömul. „Það var mitt lán
hvað ég fékk góða kennara strax í upphafi, og þeir
hjálpuðu mér að yfirvinna það sem á vantaði við
það að hefja námið svo seint. Ég hefði viljað byrja
fimm ára, þegar hæfileikinn til að taka á móti og
læra er svo mikill. En í staðinn lærði ég að taka á
svo um munaði til að vinna upp þetta forskot. Það
hefur hver sína aðferð og hver sitt lag á að nálgast
tónlistina og læra.“
Það hefur fyrir löngu verið viðurkennt hve gott
nemendur í tónlistarnámi hafa af því að kynnast
nýjum kennurum og fá álit annarra á því sem þeir
eru að gera. Vinsældir masterklassa eru líka mikl-
ar, og Lydia Frumkin hefur farið víða í þeim er-
indagjörðum að kenna á slíkum námskeiðum. En
hvað getur kennarinn lært af þeim?
„Ég læri alltaf mikið af nemendum mínum. Það
skerpir skilning manns á tónlistinni á ýmsan hátt.
Stundum gerist það líka að maður sér nemendur
koma með lausnir sem manni hefði sjálfum ekki
dottið í hug. Það er altaf ánægjulegt. En kennslan
kennir manni þó ekki síst þolinmæði. Rússar eru
fremur óþolinmóðir, og þegar ég kom til Ameríku
var ég fremur óþolinmóð. Ég lærði að nemandinn
skilur ekki allt jafn hratt og þú gerir, og nemendur
eru misjafnir. Nú spyr ég, ef einhver skilur ekki í
fyrstu tilraun, hvort ég sjálf hafi ef til vill ekki út-
skýrt nógu vel. Þá þarf maður að leita annarra
leiða. Að þessu leyti er kennarinn líka alltaf að
læra.“
Sem fyrr segir fer kennslan fram í Salnum í
Kópavogi; í dag milli kl. 10 og 17 og á morgun frá
kl. 14 til 18.
Áheyrendur eru velkomnir.
Kennarinn er alltaf að læra
Morgunblaðið/Kristinn
Lydia Frumkin píanóleikari frá Rússlandi: „Það
er hægt að finna ýmis lögmál til að hjálpa nem-
endum að átta sig á því hvernig tengja má eina
nótu við aðra á músíkalskan hátt.“
RÁÐSTEFNA um rými verður
haldin í ráðstefnusal Orkuveitunnar
að Bæjarhálsi 1 kl. 9–16.30 á morg-
un, laugardag. Yfirskriftin er Verð-
andi rými: Hugmyndafræði, sköpun
& ívera í manngerðu umhverfi. Meg-
in þemað er „atburða-rými“ eða list-
rýmið: rými í list og list í rými. Ráð-
stefnan er „blönduð“ með fyrirlestr-
um og gjörningum. Fyrirlestrarnir
fjalla um það rými sem finna má í
listaverkum og það rými sem listin
skapar (og öfugt). Umfjöllunin er
bæði á fræðilegum og hagnýtum nót-
um. Þátttakendur eru myndlistar-
menn, listfræðingar og arkitektar.
Þeir síðastnefndu hafa allir reynslu
af því að vinna við listrýmið, gallerí
eða söfn og í því.
Ráðstefnan er m.a. haldin til að
veita fræðilegri orðræðu um hugtak-
ið rými inn í íslenska menningarum-
ræðu. Þessum markmiðum verður
fylgt eftir með útgáfu fyrirlestranna
á Atviksbók, vorið 2004. Ráðstefnan
er haldin á vegum Atvika-Reykjavík-
urAkademíunnar og Nýlistasafns-
ins. Ráðstefnan fer fram á ensku.
Hvar á
listin sér
stað?
Einar Garibaldi
Eiríksson
Anna
Hallin
Í SAFNI, Laugavegi 23, verða fimm
nýjar teiknimyndir eftir bandaríska
listamanninn Lawrence Weiner
sýndar hver á
fætur annarri
fram í marsmán-
uð næsta árs.
Lawrence Weiner
er heimsþekktur
fyrir verk sín sem
eru iðulega sam-
spil texta og um-
hverfis. Í mynd-
unum, sem taka
um fimm til 20
mín. í flutningi, má sjá sampil texta,
teikninga, talaðs máls, leikins efnis
og hljóðs. Myndirnar heita Blue
Moon Over, 2001, Wild Blue Yonder,
2002, Deep Blue Sky, 2002, Light
Blue Sky, 2002 og Sink or Swim,
2003. Sýningin er í samstarfi við
kvikmyndafyrirtækið Moved Pict-
ures og Lawrence Weiner.
Framundan í Safni er sýning
breska listamannsins, Adam Bark-
er-Mill og kynning á verkum Hreins
Friðfinnssonar. Nánari upplýsingar
eru á vefsíðu, www.safn.is.
Aðgangur að Safni er ókeypis. Op-
ið miðvikudaga til föstudaga kl. 14-
18. Laugardaga og sunnudaga kl. 14-
17. Leiðsögn um sýningarnar er alla
laugardaga kl. 14.
Teiknimyndir
eftir Weiner
Lawrence Weiner
SÝNINGUM á leikriti Kristínar
Ómarsdóttur, Vinur minn heimsend-
ir, sem sýnt er í Hafnarfjarðarleik-
húsinu, fer að ljúka. Þrjár sýningnar
eru eftir, í kvöld, sunnudags- og
fimmtudagskvöld. Leikstjóri er
Kristín Eysteinsdóttir og með helstu
hlutverk fara Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir,
Elma Lísa Gunnarsdóttir og Guð-
mundur Ingi Þorvaldsson.
Leikritið er framleitt af Mink-leik-
húsinu í samvinnu við Hafnarfjarð-
arleikhúsið.
Vinur minn
heimsendir
á förum
Í TÓNLEIKASYRPU 15:15 á Nýja
sviði Borgarleikhússins í vetur verða
alls 13 tónleikar. Þar kennir ýmissa
grasa. Caput-hópurinn verður nokk-
uð áberandi í vetur auk Ferðalaga,
en meðal nýrra þátttakenda í tón-
leikahaldinu eru Voces Thules, Cam-
erarctica og Tilraunaeldhúsið. Á efn-
isskrám í vetur má finna Kvartett
fyrir endalok tímans eftir Messiaen,
Ljóðaflokka Mussorgskis og 4
Grand duo eftir Atla Heimi Sveins-
son. Frumflutt verða ný verk eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur, Þuríði
Jónsdóttur, Hafdísi Bjarnadóttur,
Hafliða Hallgrímsson, Þórólf Eiríks-
son, Atla Ingólfsson, Harald Svein-
björnsson og Svein Lúðvík Björns-
son.
Á morgun frumflytur Tilraunaeld-
húsið örverkið Pleace make my
space noisy.
Fjölmörg ný
verk í 15:15-
syrpunni
Í TILEFNI útkomu þriðju Vinjettu-
bókar Ármanns Reynissonar verður
útgáfuhátíð í Galleríi Vélarsal í Vest-
mannaeyjum í dag kl. 18. Ármann
sagði að í tilefni af 30 ára gosloka-
afmæli fyrr á árinu hafi hann ákveðið
að kynna bókina fyrst í Vestmanna-
eyjum enda er einn kafli hennar
helgaður goslokunum. Ármann mun
afhenda Bergi Ágústssyni, bæjar-
stjóra í Vestmannaeyjum, fyrsta ein-
takið. Hann mun lesa úr bókinni við
undirleik Sigurmundar Einarssonar
á gítar og Védísar Guðmundsdóttur
á þverflautu.
Einnig opnar Þórður Svansson,
myndhöggvari frá Vestmannaeyj-
um, sýningu á verkum sínum.
Vinjettur kynnt-
ar í Eyjum
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
TÓNLEIKAR í tónleikaröðinni
15:15, sem haldnir voru sl. laugardag
í Borgarleikhúsinu, hófust á verki
eftir Hafdísi Bjarnadóttur sem hún
nefnir Á milli svefns og vöku. Verkið
er samið fyrir rafgítar og söngkvart-
ett en texti „fyrirfinnst“ enginn.
Tónferlið byggist á þrástefjun og
framvinda verksins hefst á því að
þrástefjunum er fjölgað, þ.e. tón-
bálkurinn hleðst smám saman upp í
fulla hljómskipan. Þrástefjun er
gömul aðferð sem birtist í tónverk-
um frá ýmsum tímum og tilheyrir að
nokkru formskipan passakalíunnar.
Þrástefjun varð sérlega vinsæl á
Vesturlöndum eftir tónleika gamel-
an-hljómsveitar frá Balí á heimssýn-
ingunni í París 1889, en þessi tón-
smíðaaðferð er aðaleinkenni
gamelan-tónlistar.
Aðferðina má nota til að skapa
kyrrstöðu, á sama hátt og orgel-
punkt, en heldur er það einföld lausn
að nota þessar aðferðir eingöngu,
ekki aðeins í mótun tónferlis heldur
og sem formskipan, eins og átti sér
stað í öllum verkum Hafdísar sem
flutt voru á þessum tónleikum. Því
miður hefur þessi tónsmíðaaðferð
verið í fyrirrúmi í tónsmíðakennslu
hér á landi um langan tíma og kveður
svo rammt að þessu, að ætla má, að
tónsmíðanemum sé ekki kennd önn-
ur aðferð. Þrátt fyrir þetta var hug-
þekkur blær yfir sumum verkunum,
sem nefndust Kyrrð, Dropi í hafið,
Fjallganga, Festa og lokaverkið
Landslag, þar sem fitjað var upp á
ýmsum óhefðbundnum tónmyndun-
araðferðum með því að notast við
glamur úr steinflögum, slátt með
bambusvöndlum og kassa með sandi,
sem troðinn var, en með í þessum
hljóðtilraunaleik var leikið þrástefj-
að á þrjá gítara og trompet. Að frá-
dreginni þrástefjuninni var ýmislegt
áferðarfallegt og vonandi tekst Haf-
dísi að losa sig úr viðjum þrástefj-
unarinnar, því margt í verkum henn-
ar er beinlínis fallega mótað og
umfram allt er hér um að ræða til-
raun til að nálgast hljóðheim dagsins
í dag á persónulegan máta, þótt
„experimental“ tónmyndunaraðferð-
irnar frá 1950 séu nú kallaðar gamlar
og hafi fyrir löngu verið aflagðar.
Segja má að tónleikarnir hafi verið
eins konar nútíma endurreisn, því á
móti nútímalegum tónverkum Haf-
dísar söng Voces Thules endurreisn-
arsöngva eftir Clement Janequin
(1485–1558), franskan prest er samdi
ríflega 250 „chansons“ (franski
madrígalinn), sem nutu mikilla vin-
sælda fyrir leikræna meðferð text-
ans og teljast því vera hermitónlist
og merkilegt framlag, sem jafnvel er
talið hafa haft áhrif á þróun óper-
unnar. Meðal frægustu verka Jane-
quins eru Veiðiferðin, Orrustan við
Marignano (1515) og Heyrið hróp
Parísar. Síðustu verkin eftir Jane-
quin eru tónsetningar við Davíðs-
sálma og Orðskviði Salómons. Vand-
inn við að syngja kansónurnar hans
Janequins er framburður textans,
því hraður framburður hans dregur
mjög úr hljómgun raddarinnar og til
að útkoman verði bæði söngur og tal
þurfa söngvararnir að hafa gengið í
gegnum sérstaka þjálfun, sem ekki
er til að dreifa hjá félögunum í Voces
Thules, að undanteknum einum, þótt
þeir séu allir annars vel menntaðir
tónlistarmenn. Fyrir bragðið var
söngurinn í heild sérlega hljómvana,
allt að því neyðarlega hljómlítill og
vesæll, og gildir þetta um öll lögin
eftir Janequin, sem voru sex talsins.
Endurreisn í nútímanum
TÓNLIST
Nýja sviðið í Borgarleikhúsinu
Flutt voru söng- og kammerverk eftir
Janequin og Hafdísi Bjarnadóttur.
Flytjendur Voces Thules, Hafdís
Bjarnadóttir og félagar. Laugardagurinn
18. október.
SÖNGUR OG KAMMERTÓNLIST
Hafdís Bjarnadóttir: Hugþekkur blær yfir sumum verkunum.
Jón Ásgeirsson
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦