Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 31 ÖLL eru vinnubrögð íslenzku ráð- stjórnarinnar í málefnum öryrkja með ólíkindum. Raunar slík forsmán að engu er saman jafn- andi. Árum saman hafa öryrkjar þurft að reka hagsmunamál sín fyr- ir dómstólum, og lík- legt, eins og nú standa sakir, að aldr- aðir og sjúkir þurfi að feta í fótspor þeirra á næstunni. Meðan orrahríð öryrkja hefir staðið yfir hafa ofstjórnarmennirnir unnið kappsamlega að því að mylja lungann úr Íslandsauði undir örfáa vildarvini – og styrkveitendur í kosningum. Saga öryrkjamálsins svokallaða verður ekki rifjuð upp í þessu grein- arkorni, en aldrei hafa íslenzkir for- ystumenn í stjórnmálum lagzt lægra. Óðara og dómur féll í málinu hófust þeir handa við að setja saman laga- frumvarp til að hnekkja honum eða a.m.k. að draga mjög úr þeim hags- bótum öryrkjum til handa, sem dóm- urinn hafði úrskurðað þeim. Fræg eru að endemum þau vinnu- brögð herranna, þegar þeir rifu for- seta Alþingis á rassinum veikan upp úr rúminu að undirrita bréf forsætisráð- herra til Hæstaréttar, þar sem beðið var um útlistun dómsins sem hæfði vinnubrögðunum. Frumvarp ofríkismannanna þá var með öllu óþinglegt, enda nýr dómur fallinn, sem úrskurðar lögin brot á stjórnarskránni. Á þetta var margbent meðan málið var til umfjöllunar í Al- þingi, en auðvitað skelltu þeir skolla- eyrum við. Hin fólska geðbrigðafrekja varð að hafa sinn gang, eins og lands- menn hafa oftsinnis mátt reyna hin síðari árin. Og enn og aftur mega öryrkjar sitja undir því að fjármunir, sem þeir eiga rétt á samkvæmt dómi, séu kallaðar ölmusur til handa hinum betur settu í hópi öryrkja. Í þeim kór syngja hæst aðalritari og kórdrengur hans, Pétur Blöndal þingmaður. Það þarf kannski engan að undra, þar sem Pétur hefir áður fullyrt að fátækt mætti í öllu falli rekja til amlóðaháttar og óreglu. Og foringinn sjálfur sér í biðröðum Mæðrastyrksnefndar pakksadda pen- ingamenn að sníkja sér í soðið. Hversu lengi ætlar íslenzk þjóð að hafa þolinmæði með þrælmennskunni og mannfyrirlitningunni, sem þessum mönnum þóknast að sýna í ráðs- mennsku sinni? Spyrja má: Er mönnunum sjálfrátt? Er þeim sjálfrátt þegar þeir fullyrða að með núgengnum dómi Hæstaréttar sannist að þeir hafi haft rétt fyrir sér við setningu laganna á sínum tíma? Jafnvel þótt fyrir liggi óyggjandi að með þeirri lagasetningu var brotið gegn eignarréttarákvæði sjálfrar stjórnarskrárinnar? Hvað kemur næst? Á hverju geta menn átt von? Og svo eru til menn, sem halda því fram að á Íslandi ríki þingræði og lýð- ræði! Það er ekki þar fyrir að slíku hefir verið haldið fram fyrr. Stalín gamli sagði á sínum tíma að svoleiðis háttaði til hjá sér líka. Forsmán Eftir Sverri Hermannsson Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins. I Í morgunþætti Stöðvar 2 Ísland í bítið 20. okt. var til umfjöllunar nýlegur héraðsdómur í sakamáli sem höfðað var gegn manni fyrir kynferð- isbrot. Honum var gefið að sök að hafa þröngvað 14 ára frænku sinni til kyn- ferðisathafna og að hafa notfært sér ölvun hennar. Maðurinn neitaði sak- argiftum en á grundvelli framburðar stúlkunnar og vitna var talið sannað að kynferðislegar athafnir hefðu átt sér stað, en þar sem ekki þótti sannað að stúlkan hefði verið beitt þvingun var maðurinn sýkn- aður. II Þar sem stúlkan var orðin 14 ára þegar atburðurinn átti sér stað var ekki hægt að ákæra manninn fyrir kynferðismök við barn, en kynferðislegur lögaldur á Íslandi er 14 ár. Af þessu leiðir að kynferðismök við 14 ára barn, með vilja þess og samþykki og án þess að hægt sé að sýna fram á að það hafi verið tælt til þeirra, er refsilaus verknaður. Enginn fyrirvari er gerður um aldur þess sem kynferðismökin hefur við barnið. Það getur því verið annað barn, ungmenni eða fullorðinn einstaklingur. Séu höfð kynferðismök við barn sem er yngra en 14 ára getur það varðað allt að 12 ára fangelsisrefsingu. Rétt er að benda á að í ís- lenskum hegningarlögum er að finna sérákvæði sem vernda börn fyrir kynferðislegri misnotkun ættmenna í beinan legg og eins fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu kjörforeldra, stjúpforeldra, fósturforeldra, sam- búðarforeldra eða annarra fullorðinna sem hefur ver- ið trúað fyrir barni til kennslu eða uppeldis. Þar nær refsiverndin ýmist til 16 eða 18 ára aldurs. Þá er einn- ig að finna ákvæði sem leggur refsingu við því að greiða barni sem er yngra en 18 ára fyrir kynlífsþjón- ustu. III Í skýrslu sem ég vann árið 2000 að ósk þáverandi dómsmálaráðherra Sólveigar Pétursdóttur, og lögð var fram á Alþingi, var borin saman löggjöf á Íslandi annars vegar og á öðrum Norðurlöndum hins vegar varðandi klám, vændi og fleira. Eitt af því sem skýrsl- an tekur á er svonefndur kynferðislegur lögaldur. Í ljós kom að hér á landi er hann lægstur. Í Danmörku og Svíþjóð er hann 15 ár, en 16 ár í Noregi og Finn- landi. Í lok skýrslunnar er varpað fram þeirri hug- mynd hvort ekki væri rétt að hækka þessi aldursmörk hér á landi til samræmis við önnur Norðurlönd. Tvisv- ar sinnum hefur kynferðiskafla hegningarlaganna verið breytt eftir að skýrslan var unnin, en í hvorugt skiptið var talin ástæða til þess að hrófla við þessum aldursmörkum. IV Í ljósi þess að kynferðislegur lögaldur er lægstur á Ís- landi miðað við önnur Norðurlönd má velta því fyrir sér hvort rétt væri að hækka hann. Erfitt er að finna rök sem mæla með þessari sérstöðu Íslands. Hækkun aldursmarka stuðlar að vernd þessara ungu ein- staklinga, sem hvorki eru fullþroskaðir til líkama né sálar, fyrir þeim oft á tíðum alvarlegu afleiðingum, andlegum sem líkamlegum, sem ótímabært kynlíf get- ur leitt af sér. Þá hefur tíðarandinn verið sá und- anfarin ár að sífellt er verið að auka og bæta vernd barna og ungmenna sem ekki hafa náð 18 ára aldri. Má í því sambandi benda á að árið 1998 var sjálfræð- isaldur hækkaður úr 16 árum í 18 ár. V Eins og löggjöf á Íslandi er háttað og fyrrnefndur dómur sýnir, geta fullorðnir stundað kynlíf með 14 og 15 ára börnum sér að refsilausu, svo framarlega sem það er gert með vilja barnanna og samþykki. Með því að hækka aldursmörkin er ekki verið að ná til jafn- aldra sem farnir eru að þreifa sig áfram í kynlífi og hafa jafnvel stofnað til fasts sambands. Tilgangurinn væri einmitt sá að ná til tilvika þar sem fullorðið fólk misnotar börn. Dómurinn er gott dæmi um slíkt tilvik. Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður fær 14 ára gamla ölvaða frænku sína til þess að hafa munnmök við sig. Í niðurstöðum dómsins kemur fram að ákærði hafi beitt yfirburðum sínum í krafti aldurs og stöðu sem eldri frændi og trúnaðarvinur stúlkunnar og einn- ig vegna ölvunarástands hennar. Er þetta nokkuð ann- að en kynferðisleg misnotkun á stúlkubarni? VI Bent er á að á árinu 2000 var nýju ákvæði bætt við hegningarlögin, sem leggur refsingu við innflutningi og vörslum efnis sem sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Af lögskýringargögnum er ljóst að þegar talað eru um barn er miðað við skilgreiningu barnaverndarlaga, sem var á þeim tíma miðuð við 16 ár, en er nú 18 ár. Samkvæmt þessu er efni sem sýnir 14 ára ungmenni í kynferðismökum barnaklám. Hér er því um nokkurt misræmi að ræða þar sem t.d. vörslur á myndum af hugsanlega fullkomlega löglegu athæfi eru refsiverðar. Ákvæðið um barnaklám var tekið upp í hegningarlögin í samræmi við alþjóðlegar samþykktir sem miða að því að vinna gegn þessum þætti klámiðnaðar í heiminum í þeirri von að hægt sé að koma í veg fyrir kynferðislega misnotkun barna í tengslum við gerð klámefnis og til að halda fram þeim siðgæðisviðhorfum að börn og kynlíf eigi ekki saman. VII Í lokin er áréttuð sú spurning sem sett var fram í fyrr- nefndri skýrslu hvort ekki sé rétt að halda áfram að feta þá braut að börn og kynlíf fari ekki saman og hækka kynferðislegan lögaldur í 16 ár. Með því móti má að minnsta kosti draga fullorðna til ábyrgðar sem stunda kynlíf með 14 og 15 ára gömlum börnum, enda hafa slíkar kynferðisathafnir ávallt á sér svipmót mis- notkunar. Lögaldur til að stunda kynlíf Eftir Svölu Ólafsdóttur Höfundur er lögfræðingur og kennari við Háskólann í Reykjavík.                      !  ! "    !           # $ %  %&  ' #(#     )##  %&
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.