Morgunblaðið - 24.10.2003, Síða 33

Morgunblaðið - 24.10.2003, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 33 U MRÆÐA um fiskeldi á Aust- fjörðum er enn á ný í brenni- depli eftir að fram hefur komið að eldislax af norskum uppruna er farinn að veiðast í ám aust- anlands. Ljóst er að tugir ef ekki hundruð eld- islaxa hafa gengið í Hofsá, Selá og Breiðdalsá og jafnvel víðar nú í haust. Það kom fáum á óvart sem til málsins þekkja enda margbúið að benda á þær hættur sem umræddu eldi fylgja. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur gert lítið úr þeirri hættu sem íslenski laxastofninn býr nú við og blásið á allar gagn- rýnisraddir. Ummæli hans upp á síðkastið hafa verið með slíkum hætti að ekki er lengur hægt að sitja undir slíkum málflutningi. Reynsla Norðmanna Nú er málum svo komið hjá Norðmönnum að ekki verður aftur snúið. Fjölmargar lax- veiðiár eru með öllu laxlausar og gífurleg erfðablöndun hefur mjög svo dregið úr göng- um í fjölda áa sem enn ala af sér náttúrulegan lax. Á tímabilinu frá 1994–1999 bárust norskum yfirvöldum yfir 200 tilkynningar um að eld- islax hefði sloppið úr eldisstöðvum. Ef miðað er við fjölda laxa sem sleppa úr kvíum er óveður stærsti tjónvaldurinn. Næst þar á eftir kemur tjón í kvíum þegar verið er að vinna við þær svo og mannleg mistök við meðhöndl- un á fiskinum eins og gerðist í Norðfirði á dögunum. Samkvæmt skrá norskra trygginga- félaga sluppu í hverju tjóni árið 1994 um 6.500 laxar en sú tala var komin í 16.000 laxa árið 1998. Takmark opinberra aðila í Noregi er nú að missa ekki fleiri en 400.000 laxa úr kvíum árlega. Opinberar tölur frá Noregi benda til að mun færri laxar sleppi nú úr sjókvíum en sluppu á fyrstu árum fiskeldis eða tveir laxar af hverju framleiddu tonni í stað tíu í upphafi laxeldis. Ekki ber mönnum þó saman um þessar tölur þar sem hlutfall kvíalaxa í sjáv- arveiði hefur haldist óbreytt á tímabilinu. Það bendir eindregið til þess að hlutfall laxa sem sleppa sé mun hærra en fiskeldismenn gefa upp til opinberra aðila enda er það yfirlýst stefna laxeldisiðnaðarins að bæta ímynd sína með tilliti til náttúruspjalla. Víða er ástandið svo slæmt að helmingur þess lax sem hrygnir í norskum laxveiðiám kemur úr eldi. Var þetta staðfest m.a. í ánni Vosso 1996. Sama var einnig upp á teningnum í ánni Magaquadavic í Kanada. Þar voru 55% riðsvæða eignuð kvía- laxi árið 1993. Við haustveiðar á klakfiski í Noregi fór hlutfallið hæst í 97%. Kvíalax blandast auðveldlega við nátt- úrulega laxastofna. Í því sambandi má benda á áþreifanlegt dæmi frá Írlandi. Árið 1992 sluppu 29.000 kvíalaxar í írskum firði. Hlutfall seiða af eldisuppruna í tveimur nærliggjandi ám fór í 18% ári síðar. Svona er ástatt hjá grannþjóðum okkar. Íslensku laxveiðiánna bíða sömu örlög verði 30.000 tonna laxeldi að veruleika. Fiskeldi á Íslandi Engar rannsóknir liggja fyrir um atferli kvíalaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum hér við land, svo einfalt er það. Eigi að síður sjá ákveðnir aðilar ekkert athugavert við það að hefja hér sjókvíaeldi á tugþúsundum tonna af laxi. Eina reynsla Íslendinga af laxi sem sloppið hefur úr kvíum var árið 1988 við Faxa- flóa en þá sluppu þúsundir kvíalaxa en vel að merkja AF ÍSLENSKUM UPPRUNA. Flestir laxveiðimenn muna eftir sumrinu 1988. Það ár voru bókstaflega allar ár fullar af fiski. Vissulega var um að ræða afburðagott ár og skiluðu flestar ár sterkum náttúrulegum göngum. Í laxveiðiám á suðvesturhorni lands- ins gekk þó mikið magn af eldislaxi. Hæst fór hlutfallið í 60% í Botnsá og 12,4% netaveiddra laxa í Hvíta í Borgarfirði reyndust vera með uppruna úr eldi. Fiskifræðingar eru sammála um að víða hafi hlutfall kvíalax í heildarveiði verið stórlega vanmetið, sérstaklega á suð- vesturhorni landsins. Má í því sambandi nefna ótrúlegar veiðitölur í Laxá í Kjós en þar veiddust 3.800 laxar. Leikur enginn vafi á því að þar var hlutfall kvíalax í heildarafla mjög áberandi, mun hærra en menn vildu við- urkenna á þeim tíma. Á þessum árum var öll- um ljóst að hver á á sinn stofn og hugsuðu til þess með hryllingi hver áhrif langvarandi stofnblöndun við eldislax kynni að hafa. Elliðaárlax var notaður á 6. áratugnum í ræktun víða um land en á þeim tíma vissu menn ekki betur. Þó að einungis hafi verið um að ræða blöndun á náttúrulegum íslenskum stofni milli landshluta mátti fljótlega merkja stofnbreytingar í þeim ám þar sem lax af Elliðaárstofni var notaður til ræktunar. Voru áhrifin hvað skýrust í þeim ám þar sem fyrir var sterkur stórlaxastofn. Hlutfall stórlaxa í göngum minnkaði og við það jókst hlutfall eins árs lax að sama skapi. Sem betur fer stóð laxeldisævintýrið, hið fyrra, stutt yfir og létti mönnum mjög þegar eldislaxinn hvarf úr ánum. Eftir sátu fiskeld- ismenn með sárt ennið sem og fjárfestar sem töpuðu milljörðum. Að læra af reynslunni Mikil kreppa hefur ríkt í laxeldi síðustu ár- in. Gífurlegt framboð á norskættuðum eld- islaxi frá Chile ásamt mikilli framleiðslugetu Norðmanna hefur orsakað verðfall á mörk- uðum. Í gjaldþrotum og nauðasamningum töp- uðu norskar fiskeldisstöðvar 40 milljörðum á síðasta ári. Ímynd Noregs sem laxveiðilands er því sem næst ónýt. Einu árnar sem hafa að mestu sloppið við stofnblöndun og þá fiski- sjúkdóma sem eldinu fylgja eru þær sem liggja nyrst á norsku strandlengjunni en þar eru umsvif laxeldis einnig minnst. Það vekur furðu sérstaklega með reynslu Norðmanna í huga sem og annarra þjóða sem hafa horft upp á árnar sínar verða fyrir óbæt- anlegu tjóni eða deyja út sem laxveiðiár að þá ætlum við Íslendingar enn á ný að tefla á tvær hættur. Hér er fyrirhugað eldi á tugþús- undum tonna af norskum eldislaxi sem hefur verið kynbættur í þrjá áratugi með það eitt í huga að ná hvað hröðustum vexti. Hann er kominn eins langt frá sínum náttúrulega norska uppruna og hugsast getur. Þegar hefur verið gefið leyfi fyrir 22.000 tonna eldi, sem er gífurlegt magn. Einnig hefur verið sótt um til viðbótar leyfi fyrir 8.000 tonna eldi í Seyð- isfirði. Samanlagt samsvarar þetta magn sex milljónum fimm kílóa laxa eða ríflega hundr- aðfaldri stofnstærð íslenska laxastofnsins. Hlutfall þess lax sem sleppur fer aldrei undir 1%, það eru 60.000 eldislaxar. Það jafngildir stofnstærð íslenska laxastofnsins í meðalári. Ef laxeldi af þessari stærðargráðu verður að veruleika þarf ekki að spyrja að leiks- lokum. Við munum uppskera eins og Norð- menn. Það er álíka fásinna að halda því fram að enginn lax muni sleppa úr kvíum hér við land og að koma fram með hugmyndir um ósökkvandi fiskiskipaflota fyrir þjóðina eða slysalaust vegakerfi. Þetta er útópía. Það er ekki til held kví og verður aldrei. Allt eldi á Íslandi í dag er byggt upp að norskri fyrirmynd enda segir í úttekt Sam- herja um mat á umhverfisáhrifum vegna lax- eldisstöðvar í Reyðarfirði: „Við hönnun bún- aðarins hefur verið leitast við að nota þá þekkingu sem byggð hefur verið upp í Noregi um langt árabil. Samskonar búnaður hefur verið tekinn í notkun í Mjóafirði.“ Draumur Guðna Ósk Guðna Ágústssonar um að allur kvíalax sem sleppi muni ganga til Færeyja og deyja þar eða verði ósjálfbjarga í hafinu líkt og Keiko mun ekki rætast. Það er ekki ýkja langt síðan Guðni hélt því fram að lax af eldisupp- runa gengi ekki einu sinni milli fjarða við Austurland en nú vonar hann að laxinn stími 400 km leið til Færeyja. Hvar fékk ráð- herrann þessar hugmyndir? Það er með ólík- indum að hlusta á slíkan málflutning í jafn- alvarlegu máli og raun ber vitni. Í ljósi þeirra ummæla sem Guðni hefur látið falla um þetta mál drögum við í efa hæfni ráðherrans til að fara með þennan málaflokk. Framtíð villta stofnsins Í uppsiglingu er mesta umhverfis- slys í sögu þjóðarinnar. Tugþús- undir laxa munu sleppa úr kvíum, það verður ekki umflúið í eldi af þeirri stærðargráðu sem í bígerð er. Við búum við mun verri veð- urfarsleg skilyrði en Norðmenn og mannleg mistök verða ekki umflúin. Allur sá lax sem mun sleppa úr kví- um eða tapast með öðrum hætti mun ganga upp í árnar þegar hann nær kynþroska. Þar mun hann blandast íslenska laxastofninum sem mun síðan smám saman glata einkennum sínum, veikjast og við það glata þeirri náttúruherðingu sem honum er nauðsynleg til að komast af í óblíðri náttúru Íslands. Ísland er á mörkum hins byggi- lega heims fyrir laxfiska. Það sést best á miklum sveiflum í stofn- stærð, sérstaklega í ám norðan- og austanlands þar sem eldinu hefur verið valinn staður. Í ánum sem liggja nyrst eru laxaseiði allt að fimm ár að ná sjógöngustærð. Um er að ræða einhvern harðgerðasta laxastofn sem til er við Norður-Atlantshaf. Íslensk náttúra er ekki heimur fyrir afræktuð húsdýr, einhver aliandar-afbrigði af laxi sem er kominn svo langt frá uppruna sínum að hann á fátt annað sameiginlegt með villtum laxi en nafnið eitt. Ár fullar af norskum eldislaxi eru verðlausar og verða ekkert annað en dapurt minnismerki um vanhugsuð sjónarmið stundargróða og virðingarleysi manna fyrir umhverfi sínu. „Á er eilíf“ stendur einhvers staðar, sjálfbær auð- lind sem ber þeim sem umgangast hana vitni. Ímynd Íslands Íslendingar hafa staðið öðrum þjóðum fram- ar í laxverndarmálum. Miklu hefur verið til kostað til að tryggja sem besta nýtingu á auð- lindinni þar sem farið hafa saman sjónarmið laxverndar sem og skynsamleg nýting. Á Íslandi eru um áttatíu ár sem standa und- ir nafni sem laxveiðiár og árlega veiðast 30.000 til 40.000 laxar hér á landi. Við mat á laxveiðirétti ræður meðalveiði í hverri á mestu um verðgildi árinnar. Í Skotlandi er hver veiddur lax metinn á 10.000 pund. Það þýðir að á eða ársvæði sem gefur árlega að jafnaði 100 laxa má verðmeta á milljón pund. Ekki er fjarri lagi að meta hvern lax í veiði á eina milljón króna hér á landi. Verðmæti ís- lensks veiðiréttar liggur því á bilinu 30–40 milljarðar króna. Í viðtali við Óttar Yngvarsson hæstarétt- arlögmann, sem birtst í tímaritinu Veiðimann- inum árið 2002, víkur hann að hugsanlegum skaðabótakröfum á hendur eldismönnum vegna starfsemi þeirra. „Ef laxeldisfyrirtækin valda veiðiréttareigendum skaða með starf- semi sinni, ég tala nú ekki um ef starfsemin verður til þess að náttúrulegir laxastofnar hrynja, þá held ég að það sé ekki til það fyr- irtæki á Íslandi sem standa myndi undir því að greiða skaðabætur á framangreindum for- sendum.“ Það er því umhugsunarvert að lax- eldismönnum sé ekki skylt að afla sér ábyrgð- artrygginga til að bæta tjón sem starfsemi þeirra gæti haft í för með sér. Árleg velta í sölu veiðileyfa og þjónustu sem að henni snýr nemur þremur milljörðum. Rúmlega 1.800 jarðir hafa beinar tekjur af út- leigu á veiðirétti. Afkoma fjölmargra bænda byggist að verulegum hluta á þessum tekjum. Á tímum niðursveiflu í landbúnaði og fólks- flótta úr sveitum landsins er stangveiðin einn af fáum vaxtarbroddum hinna dreifðu byggða. Þjónustu við veiðimenn fylgja hundruð starfa, í leiðsögn, rekstri veiðihúsa, hótelgistingu og svo má lengi telja. Þúsundir einstaklinga hafa tekjur af veiðimönnum og hundruð ein- staklinga byggja afkomu sína á þjónustu við veiðimenn. Valið er okkar Ísland er eitt síðasta vígi Atlantshafslaxins. Þær skipta aðeins nokkrum tugum laxveiði- árnar í heiminum sem enn standa undir nafni. Engin þjóð á jafnmargar gjöfular ár og við Ís- lendingar. Við getum enn snúið við blaðinu. Fyrsta viðvörunin var í sumar. Við vonum í lengstu lög að ráðamenn snúi af þessari braut áður en það verður of seint. Þessi aðför að ís- lenskri náttúru flokkast undir hryðjuverk í umhverfismálum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er að gefa út dánarvottorð íslenska laxastofnsins. Dánarvottorð íslenska laxastofnsins Eftir Ingólf Ásgeirsson og Þórarin Sigþórsson Ingólfur Ásgeirsson og Þórarinn Sigþórsson. Höfundar eru stangveiðimenn og áhugamenn um vernd villtra laxastofna. líffræðilega þörf fyrir að eiga góð trúarbrögð. Kristnin verður almenningi meira aðlaðandi ef prestar hætta að segja „hjartanu að trúa því sem höfuðið er ekki með í“. Auðvitað mega bókstafstrúarmenn trúa sínu, en væri ekki betra ef „upp- risu-holdsins-prestar“ væru í sér- merktum kirkjum, svo að fólk sem aðhyllist frjálsa guðfræði villist ekki þangað inn? Betur færi á því að kirkjan væri kölluð fólkskirkja en þjóðkirkja, því þjóðkirkju-hugtakið felur það í sér að öll þjóðin sé þar undir, svo var reyndar 1874 en er alls ekki enn. Eitt barn af hverjum tíu börn- um (utan þjóðkirkju) er stórt, merkilegt og yndislegt barn sem á skilið sérstaka umhyggju fyrir að vera öðruvísi. Það er ljótt að segja fólki sem í nauð leitar til andalækna að það sé að stríða gegn Guði. Það er hægt að vera góður stjörnuspekingur og jafnframt elska sinn trúararf. Þá er það þessi monní-peninga- glás. Kirkjan eignaðist sinn mikla kvóta í landi á hámiðöldum og síð- miðöldum sem tóku það fólk af lífi fyrir villutrú sem kaus að hafa aðra trúartilfinningu en kirkjan. Kirkjan hafði þá einkarétt á trú í skjóli valdbeitingar og reyndar lengi enn. Kirkjujarðirnar hljóta því – eftir að einokun á tilfinninga- lífi og hugsun var aflétt – að til- heyra þjóðinni allri, líka þeim 10% sem vilja trúa öðru eða engu. Kirkjujarða-kvótinn mikli er arfur sem var gefinn trúnni sem var þá, sem var kaþólsk trú, erfingi alls þessa trúar-jarðarkvóta hlýtur því að vera trúin í öllum sínum mynd- um núna því varla fær Landakots- kirkja þær allar? Sem þó væri réttast. Þá fengjum við að tilbiðja móður Guðs í miklu stærra húsi og á fögrum jörðum. Kaþólskan var tekin af okkur með valdi, og skv. kristnirétti er bannað að beita fólk valdi við kristnun. Erum við þá ekki strang-lagalega séð enn kaþólsk? Íslenskt lýðveldi var byggt á sögulegri réttarkröfu Jóns Sigurðssonar, en er réttlátt að halda fram sögulegum rétti hluta íslenskrar kirkju til alls miðalda- jarðauðsins í dag? Getur lúterska kirkjan enn sagst eiga jarðir sem hún stal? Páfinn átti ekki þessar jarðir, hver staður átti sig sjálfur. Verður ekki eina endanlega sáttin sú að öll þjóðin eignist trúarlegar jarðir þjóðarinnar jafnt? Hversu lengi verður höfuðstóll kirkjujarðanna að eyðast upp í launagreiðslum ríkisins til kirkju- batterísins? Ég veit að jarðir kvenna, 90 jarðir kvennaklaustr- anna sem konungur skilaði 1918, seldi landbúnaðarráðuneytið fyrir lítinn pening. Það mætti kannski taka mið af því mati við jarðamat- ið sem framundan er í samninga- umræðum trúar og jarðar? Það getur verið erfitt að vera sagnfræðingur, heima með flensu, og geta ekki annað en skrifað svona bréf. Guð, María og Þór hjálpi mér fyrir að þora að vanda um við sjálfan biskupinn og hans menn fyrir opnum dyrum. „Sælir eru þeir sem trúnni blanda,“ söng Rúnar Júlíusson fyrir síðustu jól, og hitti naglann á höfuðið. Lifið heil, án togstreitu og sekt- arkenndar þótt tilfinning ykkar stríði gegn tilfinningu Kirkjuþings eða tilfinningu minna skoð- anabræðra og -systra. Guð gerir engan mun þótt sum- ar skjaldbökurnar komist aldrei í sjó. 1997 autakra- kipulagið Hvar er nógu vel íma sem og fjöl- s og það kt, bók- til að innar, og ra aftur m gæti r eins og m upp- ka fólk a!“ Eða: ið sam- eirra ðra!“ menn fullu fyr- er því ef satt i sér ein- rengir. nn í trú- rinnar á nokkru ngum síð- fur for- tar til að ekki er andatrú, nuspeki, ækna. lenskum gið að lifa nnað er í akk- mann, kri pri öld drei trú- íunni. g á en tíma- kristni- rangt að lofti og f í sömu g- unni á gði að þjóð um. ér vilja í tímann upprisu við tryð- i sem ómfrúr, á manninn daþvott r Róm- um … sama árið ast ef því að trú úr fælir er ein- er sorg- m telur fjun við n eru nýfund- r í gagn- ð höfum una? Höfundur er rithöfundur og sagnfræðingur. a árið n yfir tríðir i að á óun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.