Morgunblaðið - 24.10.2003, Side 47

Morgunblaðið - 24.10.2003, Side 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 47 Hádegisfundur Heimspekistofn- unar verður haldinn í dag, föstudag- inn 24. október kl. 12.05, í stofu 301 í Árnagarði. Fyrirlesari er Stefán Snævarr, prófessor í heimspeki við Háskólann í Lillehammer. Fyr- irlestur hans nefnist: „Nozick og mamma Bobba. Um lágmarksríki og réttlæti“. Í DAG Ráðstefna um einelti sem sam- félagsvandamál Á morgun, laug- ardaginn 25. október, kl. 10–15 verður haldin ráðstefna um einelti sem samfélagsvandamál í Lögbergi, stofu 101, í Háskóla Íslands. Ráð- stefnan er einstaklingsframtak Kristínar Vilhjálmsdóttur og Mar- grétar Birnu Auðunsdóttur en þær komu báðar fram í fjölmiðlum fyrir um 5 árum og sögðu frá reynslu sinni af einelti. Kynnir á ráðstefn- unni verður Jón Gnarr. Dansmót í samkvæmisdönsum verður haldið laugardaginn 25. október í Ými, tónlistarhúsi Karla- kórs Reykjavíkur í Skógarhlíð 20. Keppt verður í báðum greinum samkvæmisdansins, þ.e. stand- arddönsum og suður-amerískum dönsum. Þetta mót er nýjung hjá mótanefnd Dansíþróttasambands Íslands og er einungis fyrir þau pör sem lengst eru komin í dansinum og keppa í dansi með frjálsri aðferð. Skráning á mótið fer fram á staðn- um kl. 12.30–13.30 en mótið hefst kl. 14. Sjö íslenskir danskennarar munu dæma keppnina en að öðru leyti eru það félagar dansíþrótta- félaganna sem vinna við mótshaldið. Börn fædd árið 1997 eða síðar, fá frían aðgang að mótinu og 67 ára og eldri. Aðgangseyrir er 1.200 kr. fyr- ir aðra, segir í frétt frá Dansíþrótta- sambandi Íslands. Fyrirlestur á vegum Nafnfræði- félagsins Á morgun, laugardaginn 25. október, kl. 13.30 heldur Rúna K. Tetzschner, BA í íslensku, starfsmaður Þjóðminjasafns Ís- lands, fyrirlestur á vegum Nafn- fræðifélagsins, sem hún nefnir Nytjar í nöfnum. Nokkur örnefni í nágrenni Hóla í Hjaltadal. Fyr- irlesturinn verður í Odda, húsi Há- skóla Íslands, í stofu 106. Fyrirlest- urinn er ókeypis og öllum opinn. Líffræðifélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu í Norræna húsinu á morgun, laugardaginn 25. október, kl. 9.30–17. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Friðun“ og verður fjallað um hugtakið frá mörgum hliðum, bæði fræðilegum og hagnýtum. Meðal þess sem fjallað verður um eru sið- fræðilegar og hagfræðilegar for- sendur friðunar, friðun tegunda og friðun landsvæða. Ráðstefnunni lýk- ur með pallborðsumræðum og mót- töku. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en ókeypis er fyrir skuldlausa félaga Líffræðifélagsins. Námskeið í Zen-hugleiðslu fyrir byrjendur verður haldið í húsa- kynnum Zen á Íslandi í Skátaheim- ilinu við Gerðuberg, á morgun, laugardaginn 25. október, kl. 10.30. Þjálfunin fer aðallega fram í hug- leiðsluæfingum sem kallast zazen (sitjandi zen) og eru grunnurinn að zen-iðkun, þar sem áhersla er lögð á hópiðkun. Upplýsingar og skráning er hægt að nálgast á www.zen.is Félagsstarf SÁÁ heldur fé- lagsvist og dansleik á morgun, laugardaginn 25. október, í sal IOGT í Stangarhyl 4, Reykjavík. Félagsvist hefst kl. 20 og verða veitt verðlaun fyrir bestan árangur. Að félagsvist lokinni verður dans- leikur. Landsráðstefna Samtaka her- stöðvaandstæðinga 2003 verður haldin í sal Þjónustumiðstöðvar aldraðra, Vesturgötu 7 (á horni Vesturgötu og Garðastrætis), á morgun, laugardaginn 25. október, kl. 11. Þá hefst málþing kl. 13. Framsögumenn á málþinginu eru: Gunnar Karlsson, prófessor í sagn- fræði, Steingrímur Ólafsson, rit- stjóri vefritsins Frétta, og Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður og kennari. Að framsögum loknum verða almennar umræður. Á MORGUN HEKLA frumsýnir í dag og á morg- un nýjan Audi A3 í húsnæði fyrir- tækisins við Laugaveg. Í fréttatil- kynningu frá Heklu segir að nýi bíllinn sé stærri og rúmbetri en fyr- irrennarinn, en bíllinn verður fáan- legur á næsta ári. Þar segir einnig að Audi A3 sé talsvert breyttur og end- urbættur og töluvert frábrugðinn fyrirrennaranum í útliti, bæði sport- legri og stæðilegri. „Audi A3 er fáanlegur með öflugri fjögurra eða sex strokka vél með allt að 250 hestöflum. Bíllinn er fram- hjóladrifinn en einnig fáanlegur með sítengdu aldrifi eða quattro eins og Audi nefnir það. Beinskipti bíllinn er fáanlegur með nýjum og sjálfvirkum DSG-gírkassa, ýmist fimm eða sex gíra, auk hefðbundinnar fimm gíra gírskiptingar. Einnig er hægt að fá bílinn með tiptronic-sjálfskiptingu. Þessi sjálfskipting er nú sex gíra og þykir einstök í þessum flokki bíla,“ segir í fréttatilkynningu. Hekla frumsýnir Audi A3 Nýr Audi A3 frá Heklu. ÁRLEG merkjasala Björg- unarsveitarinnar Ársæls í Reykja- vík og á Seltjarnarnesi fer fram dagana 24. til 26. október. Þá munu sölubörn ganga í hús og bjóða merki björgunarsveitarinnar til sölu. Auk þess verða sölubörn við stærri verslanir. Merkið er í formi límmiða og kostar 350 kr. Merkjasalan er ein helsta fjár- öflun Björgunarsveitarinnar Ár- sæls. Björgunarsveitin er ein af 101 björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er allt starf björg- unarsveitarinnar unnið í sjálfboða- vinnu, segir í fréttatilkynningu. Merkjasala Ársæls

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.