Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 47 Hádegisfundur Heimspekistofn- unar verður haldinn í dag, föstudag- inn 24. október kl. 12.05, í stofu 301 í Árnagarði. Fyrirlesari er Stefán Snævarr, prófessor í heimspeki við Háskólann í Lillehammer. Fyr- irlestur hans nefnist: „Nozick og mamma Bobba. Um lágmarksríki og réttlæti“. Í DAG Ráðstefna um einelti sem sam- félagsvandamál Á morgun, laug- ardaginn 25. október, kl. 10–15 verður haldin ráðstefna um einelti sem samfélagsvandamál í Lögbergi, stofu 101, í Háskóla Íslands. Ráð- stefnan er einstaklingsframtak Kristínar Vilhjálmsdóttur og Mar- grétar Birnu Auðunsdóttur en þær komu báðar fram í fjölmiðlum fyrir um 5 árum og sögðu frá reynslu sinni af einelti. Kynnir á ráðstefn- unni verður Jón Gnarr. Dansmót í samkvæmisdönsum verður haldið laugardaginn 25. október í Ými, tónlistarhúsi Karla- kórs Reykjavíkur í Skógarhlíð 20. Keppt verður í báðum greinum samkvæmisdansins, þ.e. stand- arddönsum og suður-amerískum dönsum. Þetta mót er nýjung hjá mótanefnd Dansíþróttasambands Íslands og er einungis fyrir þau pör sem lengst eru komin í dansinum og keppa í dansi með frjálsri aðferð. Skráning á mótið fer fram á staðn- um kl. 12.30–13.30 en mótið hefst kl. 14. Sjö íslenskir danskennarar munu dæma keppnina en að öðru leyti eru það félagar dansíþrótta- félaganna sem vinna við mótshaldið. Börn fædd árið 1997 eða síðar, fá frían aðgang að mótinu og 67 ára og eldri. Aðgangseyrir er 1.200 kr. fyr- ir aðra, segir í frétt frá Dansíþrótta- sambandi Íslands. Fyrirlestur á vegum Nafnfræði- félagsins Á morgun, laugardaginn 25. október, kl. 13.30 heldur Rúna K. Tetzschner, BA í íslensku, starfsmaður Þjóðminjasafns Ís- lands, fyrirlestur á vegum Nafn- fræðifélagsins, sem hún nefnir Nytjar í nöfnum. Nokkur örnefni í nágrenni Hóla í Hjaltadal. Fyr- irlesturinn verður í Odda, húsi Há- skóla Íslands, í stofu 106. Fyrirlest- urinn er ókeypis og öllum opinn. Líffræðifélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu í Norræna húsinu á morgun, laugardaginn 25. október, kl. 9.30–17. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Friðun“ og verður fjallað um hugtakið frá mörgum hliðum, bæði fræðilegum og hagnýtum. Meðal þess sem fjallað verður um eru sið- fræðilegar og hagfræðilegar for- sendur friðunar, friðun tegunda og friðun landsvæða. Ráðstefnunni lýk- ur með pallborðsumræðum og mót- töku. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en ókeypis er fyrir skuldlausa félaga Líffræðifélagsins. Námskeið í Zen-hugleiðslu fyrir byrjendur verður haldið í húsa- kynnum Zen á Íslandi í Skátaheim- ilinu við Gerðuberg, á morgun, laugardaginn 25. október, kl. 10.30. Þjálfunin fer aðallega fram í hug- leiðsluæfingum sem kallast zazen (sitjandi zen) og eru grunnurinn að zen-iðkun, þar sem áhersla er lögð á hópiðkun. Upplýsingar og skráning er hægt að nálgast á www.zen.is Félagsstarf SÁÁ heldur fé- lagsvist og dansleik á morgun, laugardaginn 25. október, í sal IOGT í Stangarhyl 4, Reykjavík. Félagsvist hefst kl. 20 og verða veitt verðlaun fyrir bestan árangur. Að félagsvist lokinni verður dans- leikur. Landsráðstefna Samtaka her- stöðvaandstæðinga 2003 verður haldin í sal Þjónustumiðstöðvar aldraðra, Vesturgötu 7 (á horni Vesturgötu og Garðastrætis), á morgun, laugardaginn 25. október, kl. 11. Þá hefst málþing kl. 13. Framsögumenn á málþinginu eru: Gunnar Karlsson, prófessor í sagn- fræði, Steingrímur Ólafsson, rit- stjóri vefritsins Frétta, og Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður og kennari. Að framsögum loknum verða almennar umræður. Á MORGUN HEKLA frumsýnir í dag og á morg- un nýjan Audi A3 í húsnæði fyrir- tækisins við Laugaveg. Í fréttatil- kynningu frá Heklu segir að nýi bíllinn sé stærri og rúmbetri en fyr- irrennarinn, en bíllinn verður fáan- legur á næsta ári. Þar segir einnig að Audi A3 sé talsvert breyttur og end- urbættur og töluvert frábrugðinn fyrirrennaranum í útliti, bæði sport- legri og stæðilegri. „Audi A3 er fáanlegur með öflugri fjögurra eða sex strokka vél með allt að 250 hestöflum. Bíllinn er fram- hjóladrifinn en einnig fáanlegur með sítengdu aldrifi eða quattro eins og Audi nefnir það. Beinskipti bíllinn er fáanlegur með nýjum og sjálfvirkum DSG-gírkassa, ýmist fimm eða sex gíra, auk hefðbundinnar fimm gíra gírskiptingar. Einnig er hægt að fá bílinn með tiptronic-sjálfskiptingu. Þessi sjálfskipting er nú sex gíra og þykir einstök í þessum flokki bíla,“ segir í fréttatilkynningu. Hekla frumsýnir Audi A3 Nýr Audi A3 frá Heklu. ÁRLEG merkjasala Björg- unarsveitarinnar Ársæls í Reykja- vík og á Seltjarnarnesi fer fram dagana 24. til 26. október. Þá munu sölubörn ganga í hús og bjóða merki björgunarsveitarinnar til sölu. Auk þess verða sölubörn við stærri verslanir. Merkið er í formi límmiða og kostar 350 kr. Merkjasalan er ein helsta fjár- öflun Björgunarsveitarinnar Ár- sæls. Björgunarsveitin er ein af 101 björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er allt starf björg- unarsveitarinnar unnið í sjálfboða- vinnu, segir í fréttatilkynningu. Merkjasala Ársæls
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.