Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 49
Hallgrímskirkja. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgara starf. Bridsaðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Haustfagnaður í safnaðarheimilinu laugardaginn 25. okt. kl. 14. Bingó, kaffi og söngur með Þorvaldi. Neskirkja. Kóræfing laugardag kl. 11–13. Nýstofnaður kór sérstaklega fyrir þá sem hafa lengi langað til að syngja en aldrei þorað. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á Sléttunni, Uppsölum 3. Krakkar á aldrinum 8–12 ára vel- komnir. Keflavíkurkirkja. Dr. Sigurlína Dav- íðsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, fjallar um sjálfsímyndina og hvað verður um hana í kreppum og áföll- um á morgun, laugardag, kl. 10–12. Boðið verður upp á léttan hádegis- verð á eftir. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stjörnukórinn; barnakór fyrir 3 til 5 ára gömul börn æfir í kirkjunni laugardaginn 25. okt. kl. 14.15. Kennari Natalía Chow Hewlett og undirleikari Julian Mich- ael Hewlett. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið sam- veruna í Víkurskóla á morgun, laug- ardag, kl. 11.15. Rebbi refur fræðist meira um kristna trú. Söngur, sögur, biblíufræðsla og litastund. Sóknar- prestur og starfsfólk Kirkjuskólans. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11.00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20.00. Biblíufræðsla allan sólar- hringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas: Í kvöld er 10–12 ára starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir velkomnir. Nán- ari uppl. á www.kefas.is Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30 barnagospel fyrir krakka 4– 12 ára. Kl. 10–18 okkar vinsæli flóamarkaður opinn. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 49 Tvö námskeið hjá Biblíu- skólanum BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg býður upp á tvö námskeið laug- ardaginn 25. október 2003. Námskeiðið Smitandi trú fjallar um lifandi kirkju en umfjöllun um námskeiðið verður tengd spurning- unni að vera lifandi kirkja í nútíma- menningu. Námskeiðið Undraland (Promise land) er mjög athyglisvert efni til notkunar í barnastarfi sem notað er af söfnuðum og samtökum víða um heim. Bæði námskeiðin eru upprunnin hjá Willow Creek-kirkjunni í Bandaríkjunum sem náð hefur undraverðum árangri við að ná til fólks sem ekki venur komur sínar í kirkju eða á samkomur. Hjónin Turid og sr. Kåre Rune Hauge munu kenna þessi námskeið sem munu fara fram á norsku. Sr. Kåre Rune er framkvæmdastjóri kristilegu skólahreyfingarinnar í Noregi en einnig stjórnarformaður í Willow Creek-samtökunum þar í landi en slík samtök hafa verið stofnuð á Norðurlöndunum og víða um heim og hafa um 10.000 kirkjur og félög innan sinna vébanda. Námskeiðin verða haldin í húsi KFUM og KFUK Holtavegi 28, Reykjavík. Námskeiðið um Undraland verð- ur kl. 10–13. Námskeiðsgjald er 1.200 kr. og er léttur hádegisverður innifalinn. Námskeiðið um Smitandi trú verður kl. 10–15.30. Námskeiðs- gjald er 1.500 kr. og er léttur há- degismatur innifalinn. Skráning fer fram á skrifstofu skólans í síma 588 8899 og með raf- pósti á skrifstofa@krist.is. Vetri fagnað í Háteigskirkju Á MORGUN, laugardaginn 25. október, býður Háteigskirkja eldri borgara velkomna á vetrarfagnað í safnaðarheimili kirkjunnar. Dag- skráin hefst klukkan tvö með bingói þar sem spjaldið kostar 100 krónur. Að loknum veitingum sér Þorvald- ur Halldórsson um tónlistarstund. Eldri borgarar eru hvattir til að fjölmenna. Nánari upplýsingar gefur Þórdís Ásgeirsdóttir í síma 511 5405 en hún hefur umsjón með öllu eldri borgara starfi Háteigskirkju. „Vinir í vetrarfríi“ í Grafarvogskirkju DAGANA 30., 31. október og 3. nóv- ember verður vetrarfrí í Folda-, Hamra-, Rima-, Engja-, Víkur-, og Korpuskóla í Grafarvogi. Þessa daga býður Grafarvogs- kirkja öllum nemendum í þriðja bekk fyrrnefndra skóla (sem eru 8 ára á þessu ári) að taka þátt í nám- skeiði sem heitir: „Vinir í vetr- arfríi“. Námskeiðið stendur yfir í þrjá klukkutíma á dag í umrædda daga, frá kl. 9–12. Börnunum verður boðið upp á fræðslu, leiki og söng, og gestir munu koma í heimsókn. Þá mun íþróttakennari verða með í leið- beinendahópnum. Þetta námskeið er foreldrum að kostnaðarlausu. Hins vegar þarf að nesta börnin fyr- ir hvern dag. Börnin fá sérstaka boli að gjöf með merki námskeiðs- ins. Uppskeruhátíð „Vina í vetr- arfríi“ verður síðan mánudags- kvöldið 3. nóvember kl. 19.00. Þar munu börnin sýna fjölskyldum sín- um hvað þau hafa verið að gera á námskeiðinu. Viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku verða afhent. Uppskeruhátíðinni lýkur með „Pál- ínuboði“ þar sem fjölskyldurnar leggja eitthvað matarkyns á hlað- borð. Kirkjan sér um kaffi og djús. Skráning fer fram á skrifstofu Grafarvogskirkju 23., 24. og 27. október nk. kl. 09.00–12.00 í síma 587 9070. Ensk messa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 26. október nk. kl. 14.00 verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Hörður Bragason. Guðrún Finnbjarnardóttir mun leiða al- mennan safnaðarsöng. Krakkakór Grafarvogskirkju syngur við at- höfnina undir stjórn Oddnýjar J. Þorsteinsdóttur. Messukaffi að at- höfn lokinni. Annað árið í röð er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síð- asta sunnudag hvers mánaðar. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja). Sunday 26th of October at 2 pm. Holy Communion. The Nineteenth Sunday after Trinity. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Organist: Hörður Bragason. Leading singer: Guðrún Finnbjarnardóttir. The Childreńs Choir of Grafarvogskirkja. Conduc- tor: Oddný J. Thorsteinsdóttir. Refreshments after the Service. Haustmót Fíladelfíu DAGANA 23. til 26. október verður haldið „Haustmót Fíladelfíu“ að Hátúni 2 í Reykjavík. Sérstakur gestur mótsins verður Åge M. Åleskjær, forstöðumaður Oslo Kristne Senter í Noregi. Vakningasamkomur verða kl. 20.00 fimmtudag, föstudag og laug- ardag, og síðan mun Åge einnig tala á samkomu kl. 16.30 á sunnu- deginum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Morgunblaðið/Þorkell Örvar Kristjánsson heldur uppi Kanaríeyjarstemmningu föstudags- og laugardagskvöld ATH. aðeins þessi eina helgi Aðgangur ókeypis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.