Morgunblaðið - 24.10.2003, Síða 52

Morgunblaðið - 24.10.2003, Síða 52
RAYMOND Robins lék sér í knattspyrnu í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn og reyndi að snúa knettinum í markið frá enda- línu, hélt knettinum á lofti og hafði greinilega gaman af því að sparka í boltann – þrátt fyrir að hafa atvinnu af því að leika körfuknattleik. Raymond er 23 ára gamall, um tveir metrar á hæð, leikur í stöðu framherja og er lipur skytta. „Ísland og Þorlákshöfn er ekki svo frábrugðið því sem ég hef vanist. Ég kem frá smá- bæ, háskólinn sem ég útskrif- aðist úr sl. vor er einnig lítill – allir þekktu alla og þannig er það einnig hér. Ég kvarta ekki þrátt fyrir að bærinn sé fámenn- ur,“ segir Raymond en hann kemur frá Suður-Kaliforníu en lék með háskólaliði Princeton í körfuknattleik og blaki. „Það kom mér á óvart hve margir góðir leikmenn eru í deildinni. Það er leikið hratt, það er meiri snerting leyfð úti á vellinum hér og frjálsræðið er einnig meira. Hér fá menn frjálsræði sem ég var ekki van- ur að fá í Princeton. En ég get ekki sagt fyrir um hvar við stöndum gagnvart hinum lið- unum enda hef ég ekki séð neitt þeirra spila.“ Spurður um hvort hann hafi ávallt verið sá leikmaður sem hefur skorað mikið af stigum segir Raymond að svo hafi ekki verið. „Ég hef skorað 32 stig að meðaltali í deildinni hér, en í Bandaríkjunum var það ekki uppi á teningnum. Leikkerfin voru öðruvísi uppbyggð en ég er ekki að leita eftir því að skora sem mest. Það er mikilvægara að liðið vinni leikina.“ Raymond segir að hann líti á Ísland sem áskorun og viður- kennir fúslega að hann vonist til þess að fá tækifæri á meginlandi Evrópu á næstu misserum. „Ég öðlast reynslu með því að leika hér á landi og ef ég stend mig vel opnast aðrir möguleikar á öðrum vígstöðvum.“ Held með Manchester United Raymond segist vera mikill knattspyrnuáhugamaður og er Manchester United hans lið í ensku knattspyrnunni. „Ég get nú ekki neitt sjálfur í knatt- spyrnu en ég heillaðist af leikn- um á háskólaárum mínum og Manchester United er eina liðið sem við sjáum eða heyrum af vestanhafs – þannig að valið var ekki erfitt. Það er ótrúlega gaman að horfa á knattspyrnu- leiki og það er nóg af þeim í ís- lensku sjónvarpi,“ segir Ray- mond en hann vonast til þess að geta fengið vinnu fljótlega. „Til þess að láta tímann líða. Það er ekki hollt að sitja heima og bíða eftir æfingu á kvöldin. Ég hef verið að aðstoða við að þjálfa yngri flokka félagsins en von- andi get ég sameinað það að vera í vinnu og að leika körfu- knattleik.“ „Ísland er áskorun“ KÖRFUKNATTLEIKUR 52 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á rangur liðsins hefur ekki komið mér sér- staklega óvart. Ég vissi hvað ég hafði í höndun- um og það hefur kannski komið mörgum á óvart að við skyldum hafa unnið fyrstu tvo leiki okkar í deildinni. En ekki mér,“ sagði hinn 34 ára gamli Bandaríkja- maður, William Dreher, en segja má að hann sé með Þórsliðið í höndum sér enda er hann leikstjórnandi liðs- ins og að auki þjálfarinn. „Billy“, eins og William er kallað- ur, segir á heimasíðu liðsins að markmið hans sé að gera Þór að Ís- landsmeisturum en það voru ekki margir sammála honum þegar spá leikmanna og þjálfara Intersport- deildarinnar var birt fyrir keppnis- tímabilið. Nýliðunum er spáð 12. og neðsta sæti deildarinnar. „Heimavöllurinn sem við ráðum yfir hefur reynst mörgum erfiður. Það eru margir sem koma á leikina og styðja við bakið á okkur og þannig hefur það verið í mörg ár,“ segir Billy en hann var leikmaður og þjálf- ari Þórs á árunum 1998–2000 er liðið var í 1. deild en úrslitakeppnin reyndist liðinu erfið. „Við náðum ekki að höndla þá spennu og það um- hverfi sem fylgir úrslitakeppni. Liðið var skipað ungum leikmönnum á þeim tíma en ég tel að allir sem koma að Þórsliðinu hafi lært mikið á und- anförnum árum.“ Vissi að hverju ég gekk Billy fór til heimalands síns eftir að Þórsliðinu tókst ekki að komast í úrsvalsdeild árið 2000 og kenndi hann m.a. við menntaskóla ásamt því að þjálfa körfuknattleik við skólann en Billy var einnig tengdur liði sem leikur í USBL-deildinni vestanhafs. „Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þegar ég fékk símtal frá for- manni deildarinnar sl. vor um að taka að mér þjálfun liðsins. Það hentaði mér vel á þeim tímapunkti, auk þess sem ég vissi að hverju ég gengi. Hér er staðið vel að málum. Samfélagið er lítið, allir þekkja alla og ég kann vel við mig í Þorlákshöfn þrátt fyrir að flestir hafi áhyggjur yfir því að við skulum „þurfa“ að vera hér.“ Í fyrstu tveimur leikjum Þórsliðs- ins í Intersportdeildinni hefur liðið skorað að meðaltali tæp 102 stig í leik og skora erlendu leikmenn liðs- ins um ¾ hluta þeirra, en auk Billy leika þeir Leon Brisport og Ray- mond Robins með liðinu – en þeir eru frá Bandaríkjunum. Gunnlaugur Erlendsson, fyrrum leikmaður Hamars, hefur skorað 13 stig að meðaltali og í nóvember mun annar leikmaður frá Hamri, Svavar Birg- isson, bætast í hópinn og þá telur þjálfarinn að hjólin fari að snúast fyrir alvöru hjá liðinu. „Þegar allir verða á sínum stað verðum við með byrjunarlið þar sem allir leikmenn liðsins geta skorað meira en 20 stig í leik að meðaltali. Það verður erfitt fyrir öll lið að mæta okkur þegar við verðum farnir að ná betur saman. Ég tel að liðið eigi mjög mikið inni,“ segir Billy og bætir því við að yngri leikmenn liðsins séu efnilegir og hafi veigamiklu hlut- verki að gegna. „Við erum lið, við þurfum hver á öðrum að halda og það skilja allir hvaða hlutverk þeir hafa í þessu liði. Sumir þurfa að skora meira en aðrir, sumir taka fleiri fráköst en aðrir og sumir leggja áherslu á varnarleikinn.“ Um markmið vetrarins segir hinn yfirvegaði þjálfari að liðið ætli sér að komast í úrslitakeppni átta efstu liða. „Ég tel að við getum farið enn lengra ef við verðum heppnir, þ.e. sleppum við meiðsli og annað í þeim dúr. Það er mín trú að við getum komist í undanúrslit. Samt sem áður er úrslitakeppnin frábrugðin að því leyti að þar ertu að glíma við lið í hreinum úrslitaleikjum og sum lið henta okkur betur en önnur. Eins og ég segi þá getum við verið heppnir en það er best að láta verkin tala. Það er erfiður leikur Njarðvík á föstudag.“ Rígurinn er mikill Billy segir að það sé gríðarlegur áhugi á körfuknattleik í Þorlákshöfn, bæjarbúar styðja vel við bakið á lið- inu og er greinilegt að hann vill halda merki liðsins sem hæst. „Það eru ekki margir sem búa í Þorlákshöfn en við tökum þátt til þess að reyna okkur við bestu lið landsins. Vonandi náum við að koma Þorlákshöfn á kortið sem körfu- knattleiksbæ, og það skemmir ekki fyrir að það er úrvalsdeildarlið í næsta bæ – Hveragerði. Rígurinn er því mikill.“ Spurður um hvort ekki væri skyn- samlegt að sameina lið Hamars, Þórs og Selfoss – búa til enn sterk- ara lið var þjálfarinn fljótur að svara: „Það er skemmtilegra að hafa þetta svona, en maður veit ekki hvað fram- tíðin ber í skauti sér.“ Eftirtaldir leikmenn skipa leik- mannahóp Þórs frá Þorláks- höfn í Intersportdeildinni keppnistímabilið 2003–2004:  Ágúst Örn Grétarsson, 26 ára bakvörður.  Finnur Andrésson, 19 ára framherji.  Grétar I. Erlendsson, 19 ára framherji.  Gunnlaugur Erlendsson, 22 ára framherji.  Guðni Ingason, 18 ára bakvörður.  Leon Brisport, 26 ára miðherji.  Magnús Guðmundsson, 20 ára framherji.  Magnús Sigurðsson, 21 árs bakvörður.  Raymond Lee Robins, 23 ára framherji.  Rúnar Freyr Sævarsson, 32 ára framherji.  Rúnar Pálmason, 22 ára bakvörður.  Svavar Atli Birgisson, 23 ára framherji.  William Dreher, 33 ára bakvörður. Leikmanna- hópur William Dreher, körfuknattleiksþjálfari og leikmaður nýliða Þórs Lið Þórs frá Þorlákshöfn hefur komið verulega á óvart í fyrstu tveimur leikj- um vetrarins í úrvalsdeildinni, Inter- sportdeild karla, í körfuknattleik. Lið- ið hefur unnið báða leiki sína, en flestir hafa spáð því að vera liðsins í hópi bestu liða landsins yrði skammgóður vermir fyrir íbúa Þorlákshafnar. Enda var liðinu spáð 12. og neðsta sætinu í upphafi leiktíðar. Sigurður Elvar Þórólfsson tók hús á nýliðunum og leitaði skýringa á velgengni liðsins. seth@mbl.is „Eigum enn mikið inni“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.