Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 53
KÖRFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 53 Jú, það er rétt. Við höfum alltaffengið góðan stuðning í gegnum árin. Þrátt fyrir að hafa ekki áður verið í úrvalsdeild. Heimavöllur okk- ar er sterkur þar sem margir koma á leikina, rúmlega 300 manns, og að auki er stór hópur í okkar 1300 manna samfélagi sem fylgir okkur í útileikina,“ segir Kristinn og bætir því við að sveitarfélagið Ölfus muni gera samstarfssamning við deildina á næstu vikum. „Við kvittum undir þann samning þegar við fáum beina sjónvarpsútsendingu frá leik héðan, það er ekki langt í það. Sá samningur mun hjálpa okkur mikið og ég er þess fullviss að það eru ekki mörg sveitarfélög sem gera slíka samn- inga.“ Eins og sagt var frá á dögunum þurfa íslensk úrvalsdeildarlið að vinna eftir ákveðnu launaþaki hvað varðar sporslur og laun leikmanna og segir Kristinn að félagið sé nokk- uð nálægt efri mörkum þess – eða 500 þúsund kr. á mánuði. „Ég er mjög ánægður með að þetta skuli vera með þessum hætti en það eru samt sem áður margir óvissuþættir sem við vildum til að mynda fá svör við í haust en fengum ekki frá Körfuknattleikssamband- inu. Raymond Robins kom til að mynda seint til okkar og þá vorum við langt komnir með „kvótann“ en hann vildi frekar koma til Íslands og spila fyrir það sem við gátum boðið honum í stað þess að sitja heima í Bandaríkjunum og fá ekkert að gera.“ Laun í takt við árangur Kristinn brosir breitt þegar hann segir frá því að erlendu leikmenn liðsins fái greitt í takt við árangur liðsins og tveir sigurleikir í Inter- sportdeildinni hafi aukið útgjöld liðs- ins – og lítur Kristinn jákvætt á þau útgjöld. „Við settumst niður um daginn og reiknuðum það út hve marga leiki við mættum vinna á mánuði til þess að fara ekki yfir launaþakið. Það kom í ljós að við megum vinna 7 leiki á mánuði – annars förum við yfir mörkin,“ segir Kristinn og getur ekki leynt gleði sinni yfir því að Þór sé komið í hóp þeirra bestu og sé að standa sig á þeim vettvangi. Í næsta bæ er lið Hamars frá Hveragerði og hafa Þórsarar hug á því að skáka grönnum sínum í Int- ersportdeildinni. Nú þegar er búið að setja rauðan hring á dagatalið hvað varðar leikina við Hamar – sá fyrri verður síðasti leikur fyrir jólafrí í Hveragerði og sá síðari verð- ur síðasti deildarleikur ársins – í Þorlákshöfn. Hamar fellur í Þorlákshöfn Hamar lagði Þór í eftirminnileg- um undanúrslitaleikjum árið 1999 og náði Hamarsliðið alla leið það árið – en Þór sat eftir með sárt ennið eftir að hafa endað í efsta sæti í deildinni en Hamarsmenn í því fjórða. „Við fengum um 900 áhorfendur á leikinn hér heima á þeim tíma – ég býst við því að það verði enn fleiri í vor þegar þeir koma á ný og þá spái ég því að við tryggjum okkur sæti í úrslitakeppninni og líklega verður það hlutskipti Hamars að falla í 1. deild,“ segir Kristinn og hlær. „En það er bara óskhyggja, ef við lítum á heildarmyndina þá er betra að hafa tvö úrvalsdeildarlið á svæðinu – það er skemmtilegur rígur á milli þess- ara liða og hann mun ávallt vera til staðar.“ ÞAÐ fór ekki á milli mála að Leon Brisport, miðherji Þórs frá Þor- lákshöfn, var einn í lyftingasal íþróttahúss staðarins. Tónlistin var á hæsta styrk og af og til heyrðust háir hvellir er hann lét lóðin falla á trégólfið á annarri hæð hússins. Brisport getur tekið vel á lóðunum fram á sunnudag því hann var úr- skurðaður í eins leiks keppnisbann á þriðjudag eftir að hafa fengið tvær tæknivillur í síðari leik Þórs gegn Haukum í Hópbílabikar- keppni KKÍ. Brisport hristi höfuðið er hann var inntur eftir því hvað hann hefði sagt við dómarann í um- ræddum leik. „Ég átti fyrri tækni- villuna alveg skil- ið, sagði þá hluti sem ég hefði ekki átt að segja en sú síðari kom mér á óvart því þá sagði ég við dómarann að ég ætlaði mér ekki að tala við hann það sem eftir væri leiks. Það dugði til þess að mér var vísað af leikvelli og fæ leikbann,“ segir Brisport. Hann brosir þegar hann svarar hvað honum finnist um Þorláks- höfn. „Ég er frá Brooklyn í New York. Það ætti að segja alla sög- una, hér er lítið um að vera en við búum allir saman, Billy, Ray og ég. Félagsskapurinn er því góður.“ Brisport er 26 ára gamall og hef- ur leikið m.a. í Póllandi og víða í S- Ameríku en hann segist ekki verða ríkur á því að spila á Íslandi. „Ég lít á þetta sem ævintýri, ég fæ tækifæri til þess að ferðast um heiminn, kynnast öðru fólki og mér líður vel hérna. En þetta er alveg rosalega lítill bær,“ segir Brisport og skellihlær. Hann telur að Þórsliðið eigi ágæta möguleika og telur að félagi hans, Raymond, muni reynast flestum liðum erfiður ljár í þúfu. „Flest lið hafa bakvörð og mið- herja frá Bandaríkjunum en við höfum Ray að auki í stöðu fram- herja. Hann er fljótur, hávaxinn og góð skytta. Það verður erfitt að stöðva hann. Svo eru íslensku strákarnir mun betri en ég átti von á. Reyndar vissi ég ekki hverju ég ætti von á því ég vissi ekkert um landið áður en ég lenti í Keflavík í haust.“ Spurður um hvort hann hafi heillast af knattspyrnunni líkt og félagi hans, Raymond, bendir Brisport á skóna sína og segir. „Sjáðu. Þetta eru risastórir fætur og ekki skapaðir til þess að sparka í bolta. Ég er alltaf á hausnum ef ég reyni að sparka í boltann. Ég er betri í því að nota hendurnar þegar ég er með boltann.“ Brisport segir að liðið sé enn í mótun og hann er bjartsýnn á framhaldið. „Ef við vinnum rétt með þá leikmenn sem við höfum getum við gert margt gott í vetur.“ ’ Verðekki rík- ur á því að spila körfu- knatt- leik á Ís- landi. ‘ „Skemmtilegur rígur á milli Þórs og Hamars,“ segir Kristinn Guðjón Kristinsson „Megum vinna sjö leiki á mánuði“ FORMAÐUR körfuknattleiksdeildar Þórs, Kristinn Guðjón Krist- insson, var í óða önn að setja upp auglýsingaskilti í íþróttahúsið ásamt starfsmönnum þess er Morgunblaðið náði tali af honum. Sé miðað við þann fjölda af fyrirtækjum sem hafa lagt hönd á plóginn í auglýsingaskiltunum er ekki annað að sjá en að Þór eigi gott bak- land í Þorlákshöfn – bæði hvaða varðar stuðning áhorfenda og fyr- irtækja á staðnum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kristinn Guðjón Kristins- son, formaður körfuknatt- leiksdeildar Þórs. frá Þorlákshöfn, ætlar sér stóra hluti með liðið í úrvalsdeildinni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bandaríkjamennirnir þrír í liði Þórs frá Þorlákshöfn hafa látið mikið að sér kveða. Lengst til vinstri er framherjinn Raymond Robins, þjálfarinn William Dreher er við hlið hans og hinn hávaxni miðherji Leon Brisport situr á bryggjunni. „Svaka- lega lítill bær“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.