Morgunblaðið - 29.10.2003, Page 16

Morgunblaðið - 29.10.2003, Page 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Samsýning | Áhugaverð samsýning fimm- tán þingeyskra áhugamyndlistarmanna stendur í Safnahúsinu á Húsavík. Þar sýna félagar í Myndlist- arklúbbi Húsavík- ur 56 myndverk, ýmist máluð með olíu-, vatns- eða pastellitum auk blýants- og túss- teikninga auk þess sem Þórunn Krist- jánsdóttir er með glerverk á sýningunni. Þeir sem sýna auk Þórunnar, eru Gunn- hildur Ingólfsdóttir, Elsa S. Þorvaldsdóttir, Frímann Sveinsson, Guðrún Steingríms- dóttir, Húnbogi Valsson, Ólafur Guðmunds- son, Þorsteinn Einarsson, Björk Halldórs- dóttir, Úlfhildur Sigurðardóttir, Sigurður Hákonarson, Sighvatur Karlsson, Berglind Ólafsdóttir, Snæfríður Njálsdóttir og Höskuldur Goði Karlsson. Sýningin er til 2. nóvember og er margt myndefnið kunnuglegt heimamönnum eins og nöfn myndverkanna segja til um, t.d. Aldeyjarfoss, Mývatnssveit, Flateyj- ardalur, Vor við Skjálfanda og Sólarlag við Tjörnes.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Höskuldur Goði Karlsson við verk sitt Tilhugalíf. Fram og til baka | Bréf sem Selfyssingar senda innanbæjar í gegnum Íslandspóst eru send til Reykjavíkur í flokkun áður en þau eru send austur til viðtakanda á Sel- fossi á nýjan leik. Málsvari Íslandspósts segir í Dagskránni á Selfossi að þetta sé gert vegna hagræðingar í rekstri og aðhaldi eftir að fyrirtækið fjárfesti í dýrri flokk- unarvél, sem er á höfuðborgarsvæðinu. Þetta bitni þó ekki á þjónustunni, pósturinn eigi alltaf að komast til viðtakanda daginn eftir að hann var póstlagður.    Vilja tvo lækna | Sveitarstjórn Aust- urbyggðar samþykkti á fundi sínum nýverið að gera þá kröfu á yfirvöld heilbrigðismála að þau „... sjái til þess að í Austurbyggð sé ávallt staðsettur læknir. Eðlilegast væri að í Austurbyggð væru starfandi tveir læknar þar sem sveitarfélagið rekur dvalar- og hjúkrunarheimili og því hefur verksvið læknisins aukist verulega og þörfin á tveim- ur læknum því brýnni en áður“ segir í tillög- unni. Læknir er starfandi á Fáskrúðsfirði og er hann einn dag í viku á Stöðvarfirði, auk þess að sinna þar útköllum. Þorsteinn J. Vil-hjálmsson, BA íbókmenntafræði, frétta- og dagskrárgerð- armaður, er kennari á námskeiði í skapandi hugsun sem haldið verð- ur miðvikudaginn 5. nóv- ember nk. frá kl. 14 til 17. Þorsteinn J, veitir þátttakendum innsýn í skapandi hugsun og hvernig megi nota hana í viðskiptalífinu. Það er hæglega hægt að sækja sér innblástur í við- skiptum úr listum og ekki síst lífinu sjálfu. Það kostar ekkert að láta sér detta eitthvað í hug. Þetta þýðir að hægt er að stækka sjóndeild- arhringinn verulega með því einu að gefa sér tíma til að hugsa og fá hug- myndir segir í tilkynn- ingu um námskeiðið en það verður haldið í húsa- kynnum háskólans á Sól- borg, stofu K 106. Hugsun Náttfatadagur var íLeikskólanumKrílakoti í Ólafs- vík föstudaginn 24. októ- ber sl. Þegar leikskóla- krakkar bæjarins skriðu fram úr um morguninn var nóg að bursta tennurn- ar og síðan var farið beint í stígvélin og út í rigning- una. Engir hnappar, smell- ur, ermar eða skálmar töfðu fyrir morgunverkun- um. Í leikskólanum var slegið upp balli með til- heyrandi söng, dansi og skálum fullum af popp- korni. Í Krílakoti eru um 80 nemendur á aldrinum 2–6 ára. Nýr leikskóla- stjóri, Ingigerður Stefáns- dóttir, tók við í sumar sem leið, stuttu eftir að ný við- bygging var tekin í notkun við skólann. 20 starfsmenn starfa í Krílakoti og mættu allir í náttfötum í vinnuna þennan blauta náttfatadag í Ólafsvík. Á myndinni eru Súsana Sól og Þórhalla. Morgunblaðið/Elín Una Náttfataball í rigningunni Þegar Jón IngvarJónsson settist viðlimrusmíðar sótti hann yrkisefnið í Grettis- sögu. Lýsingin á rimmu Grettis og Gláms er með háskalegustu bardaga- lýsingum Íslendingasagn- anna: Hann Glámur sem oft yfir ám hékk og aldrei að mönnum á tám gekk varð öldungis bit og ört skipti lit er Grettir lá aleinn á glámbekk. Grettir og Glámur Hjálmar Frey-steinsson hefurlíka ort limru um Gretti, en hún var „geð- læknisfræðileg“ og Glám- ur kemur þar ekki við sögu. Hann tekur fram að ólmhuga sé íslenskun á orðinu manískur, – út- lenskan skiljist betur: Ungur var Grettir með gort við glímur og hverskonar sport, hann var ólmhuga og ör hann var útlægur gjör, það var allt fyrir Ritalínskort. Meira um Gretti Laxamýri | Heimagerðir sperðl- ar þykja mikið hnossgæti, enda hefð fyrir þeim víða í sveitum. Núorðið er ekki algengt að fólk noti ekta garnir til sperðla- gerðarinnar en það gerir Guðný J. Buch á Einarsstöðum í Reykjahverfi sem vill ekkert annað en kindagarnir sem hún hreinsar sjálf. Hún hakkar ekki hálsæðarnar sem hún notar sem sperðlaefni heldur brytjar hún eins og gert var fyrr á árum, salt- ar þær og sykrar örlítið. Síðan treður hún í þannig að úr verða langir sperðlar, sem hún svo reykir sjálf. Að fimm til sjö dög- um liðnum verður ilmandi sperðlalykt í reykhúsinu hjá henni, en það fer svolítið eftir veðri hve marga daga tekur að reykja. Þegar fréttaritari Morgun- blaðsins leit inn hjá Guðnýju um helgina var hún önnum kafin í haustmatargerð og tróð af kappi í garnirnar. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Hreinsar garnir og gerir sperðla Haustverk Hvammstanga | Kynningarfundur um at- vinnumál í Húnaþingi vestra var haldinn í Félagsheimili Hvammstanga hinn 27. október. Fundurinn var boðaður af sveit- arstjórn og er sá fyrsti í ferli, sem ráðgert er að standi í 3–4 mánuði. Leitað var til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stjórnun og er Ásgeir Jónsson hagfræð- ingur ráðinn verkefnisstjóri. Kom hann á fundinn ásamt Baldri Valgeirssyni frá Anvest og Snorra Birni Sigurðssyni frá Byggðastofnun, en þessir aðilar eru í stýri- hópi með sveitarstjórn og sveitarstjóra. Heimir Ágústsson oddviti sagði frá væntingum um árangur verkefnisins og hvatti fundarmenn til dáða. Ásgeir Jónsson sagði uppbyggingu verkefnisins skiptast í þrjá meginþætti; Húnaþing vestra í samanburði við önnur héruð, innra skipulag héraðsins og loks mótun framtíðarstefnu í atvinnumálum héraðsins. Lagt er upp með að skipa verk- efninu í fjögur svið. Búsetuhópur, sem hugar m.a. að orsökum búferlaflutninga til og frá héraðinu og hvað sé til ráða. Land- nýtingarhópur, sem skilgreinir fjölbreytt- ari nýtingu hinna miklu víðerna héraðsins í byggð og óbyggðum, m.a. frístundabyggð. Þekkingarhópur, sem skoðar menntunar- mál í víðum skilningi og atvinnuframboð sem krefst menntunar. Möguleikahópur, sem skoðar aukningu á því sem fyrir er og einnig hvers kyns nýsköpun. Jákvætt framtak Elín R. Líndal sagði mikilvægt að hér- aðsbúar skilgreindu sjálfir framtíðarsýn sína í búsetumálum, atvinnu, menntun og búsetu. Opna þyrfti augu stjórnvalda og fyrirtækja fyrir getu og gildi svæðisins. Margir tóku til máls og voru jákvæðir fyrir framtaki sveitarstjórnar að hrinda verk- efni sem þessu í framkvæmd. Atvinnu- og búsetumál í brennidepli Húnaþing vestra Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirs Ásgeir Jónsson ræðir verkefnið við fund- argesti í Félagsheimilinu, Hvammstanga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.