Morgunblaðið - 29.10.2003, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.10.2003, Qupperneq 21
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 21 Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is Dönsku Varde viðarofnarnir hafa hlotið sérstaka viðurkenningu í Danmörku, Svíþjóð og Þýska- landi fyrir fullkomna brennslu og lágmarksreykmengun. Smíðaðir úr þykku stáli, tvöfalt byrði og steypt hurð með barnaöryggi. Gæðavara á góðu verði, 34 gerðir fáanlegar. KAMÍNUR - VIÐAROFNAR Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is Dönsku Varde viðarofnarnir hafa hlotið sérstaka viðurkenningu í Danmörku, Svíþjóð og Þýska- landi fyrir fullkomna brennslu og lágmarksreykmengun. Smíðaðir úr þykku stáli, tvöfalt byrði og steypt hurð með barnaöryggi. Gæðavara á góðu verði, 34 gerðir fáanlegar. KAMÍNUR - VIÐAROFNAR Borgartúni 28,  520 7901 & 520 7900 www.ef.is LEIKSKÓLINN Iðavöllurá Akureyri hreppti nýver-ið þriðja sætið í keppnisem ber heitið „eLearn- ing Awards“ og er samvinnuverk- efni evrópska skólanetsins. Að keppninni standa 26 mennta- málaráðuneyti í Evrópu og mark- miðið með keppninni er að verð- launa upplýsinga- og samskipta- verkefni frá leikskólum, grunn- skólum og framhaldsskólum. Þegar verkefni eru send inn í keppnina þarf að fylgja með lýsing á verkefn- inu á ensku, til dæmis hver sé saga verkefnisins, markmið og fyrir hvaða aldur það er, en verkefnið sjálft mátti vera á íslensku. Í keppnina í ár bárust um 600 verkefni af öllum skólastigum. Af þeim voru hundrað valin til að halda áfram. Forstöðukona Iðavallar, Kristlaug Svavarsdóttir, segir að- standendur leikskólans að vonum hafa verið mjög ánægða þegar þeir fréttu að Iðavöllur væri í þeim hundrað verkefna hópi. „Okkur fannst það bara vel af sér vikið,“ segir hún, „en síðan héldu þau verkefni áfram í dómnefndir sem völdu tíu til úr- slita. Forvalið fór fram í þremur þrep- um og að því komu fimmtíu aðilar frá tuttugu löndum, þannig að það var nokkuð mikil sía sem við þurftum að fara í gegnum. Á lokastiginu, þegar verið var að raða tíu bestu verkefnunum niður, sátu fjórtán dómarar frá tólf löndum í dóm- nefndinni. Formaður hennar er pró- fessor frá Kanada.“ Tölvan í leikrýmum barnanna Um hvað snerist ykkar verkefni? „Við höfum verið að vinna með tölvur á leikskólanum frá 1998, þeg- ar við eignuðumst eina tölvu fyrir börnin til að leika sér að. Hún var staðsett í miðrými í skólanum. Síð- an bættust fleiri tölvur við. Við fluttum í nýtt húsnæði í mars 2001 og notuðum þá tækifærið til þess að bæta tölvukostinn. Í ljósi reynsl- unnar sem á var komin, héldum við áfram að hafa tölvurnar í leik- rýmum barnanna. Okkur til stuðnings notum við ákveðna hugmyndafræði dansks prófessors, Castens Jensen, sem hefur gert rannsóknir á notkun barna á tölvum og við erum mjög hrifin af hans hugmyndum, sem fjalla um það að ekki eigi að loka tölvuna af í sérstöku rými. Tölvan er notuð í tvíþættum tilgangi; hún er notuð sem leikfang og sem vinnutæki. Við erum komin með þó nokkra reynslu í að vinna með tölvuna. Í mars á þessu ári var haldin hér á Akureyri upplýsingaráðstefna þar sem við lýstum starfi okkar. Hjá okkur er deildarstjóri sem heitir Anna Elísa Hreiðarsdóttir. Hún komst á snoðir um keppnina þegar við vorum að taka saman heimasíð- una okkar og fékk þá hugmynd að við gengjum alla leið og settum verkefni barnanna inn á heimasíð- una og sendum vefinn inn til þátt- töku. Þetta var fyrst og fremst hugsað til að sýna hann. Anna Elísa settist niður, ásamt öðrum starfs- manni, Arnari Yngvarssyni og þau settu upp þennan vef. Arnar hannaði sjálfan vefinn og Anna Elísa bar ábyrgð á og sá um textann sem fór þarna inn. Þá var komin fram saga tölvunotkunar á Iðavelli, hugmyndafræðin sem við styðjumst við og svo verkefni barnanna. Þetta er hugsað sem verkefnabanki. Síðan er hugsuð til þess að halda utan um verkefni þeirra og á að vera í stöðugri þró- un.“ Keppnin tvíþætt „Við kölluðum síðuna „Það er leikur að læra“, sem er einkunn- arorð Iðavallar og notum það, með- al annars, til að leggja áherslu á að ung börn læri best í gegnum leik. Hún var síðan sett á vísindavefinn okkar og heitir á ensku „Learning Science through play“. Við sendum vefinn inn í keppn- ina, sem er tvíþætt, í maí. Annars vegar er um að ræða sýnisvef, þar sem skólar geta sent inn verkefni sín til þess að sýna þau, hins vegar er þátttaka í „eLarning awards“- keppninni. Að því búnu snerum við okkur að öðrum viðfangsefnum og fengum síðan upplýsingar um að búið væri að sía verkefnin og við værum í hópi þeirra sem hefðu ver- ið valin. Í byrjun september fengum við þau tíðindi að við værum í einu af tíu efstu sætunum. Með fylgdi að við værum boðin velkomin til Genf- ar hinn 9. október til að vera við- stödd hátíðarkvöldverð þar sem í ljós kæmi í hvaða sæti við höfn- uðum. Akureyrarbær var svo vin- samlegur að gera okkur þremur kleift að vera við athöfnina, auk þess sem við fengum stuðning frá menntamálaráðuneytinu. Ekki með formlega tölvukennslu Gleði okkar var mikil þegar við hrepptum þriðju verðlaun. Í fyrsta sæti var verkefni frá Írlandi, sem er unnið af grunnskólabörnum. Í öðru sæti var ítalskt verkefni sem fjallar um vatnið og var unnið af börnum á aldrinum 9–11 ára. Daginn eftir verðlaunaafhend- inguna hittust allir tíu aðilarnir og kynntu verkefni sín hver fyrir öðr- um og það var mjög gaman að sjá hvað aðrir voru að gera og hvaða hugmyndir lægju að baki þeim. Það vakti mjög mikla athygli að við skyldum vera með tölvurnar sem leikföng hjá svo ungum börnum.“ Hvernig fer tölvukennslan fram hjá ykkur? „Við erum ekki með neina form- lega tölvukennslu, heldur gildir það sama um tölvurnar og kubbana. Þær eru leikföng. Það er áhugi barnanna sem ræður.“  TÖLVUR | Leikskólinn Iðavöllur vann þriðju verðlaun í keppninni „eLearning Awards“ Það er leikur að læra Tölvuleikur: Sigrún Birna og Hrannar Ingi leika sér. Útileikur: Börnin una hag sínum vel jafnt úti sem inni. Sama gildir um tölvurnar og kubb- ana. Þær eru leik- föng. Það er áhugi barnanna sem ræður. Hönnuðirnir: Hjónin Arnar Yngvason og Anna Elísa Hreiðarsdóttir vef- hönnuðir ásamt Indíru, Alexi Daða og Heimi. Morgunblaðið/Kristján

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.