Morgunblaðið - 29.10.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 29.10.2003, Síða 22
DAGLEGT LÍF 22 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR NÝR bæklingur, Staðreyndir um HIV og alnæmi, er kominn út á veg- um sóttvarnalæknis hjá Landlækn- isembættinu. Hefur hann jafnframt verið þýddur á sex tungumál; ensku, pólsku, rússnesku, serbó- króatísku, tagalog og taílensku, og koma þeir bæklingar út bráðlega. Er þetta í fyrsta skipti sem Land- læknisembættið ræðst í útgáfu fræðsluefnis á svo mörgum tungu- málum. Þótt ekki hafi heyrst mikið talað um HIV/alnæmi hér á landi að und- anförnu er smitunartíðnin engan veginn í rénun. Um heim allan smit- ast fólk í gríðarlega miklum mæli og er svo komið að 1,2% mannkyns, 15 ára og eldri, er smitaður. Hér á landi hefur fjöldi smitaðra verið nokkuð jafn frá ári til árs, eða 6–12 manns, en þótt það sé ekki há tala megum við aldrei sofna á verðinum. Ísland er ekki lengur lítið eyland, langt út í hafi, vel varið frá hættum mannlífsins. Tæplega helmingur þeirra sem greinast með HIV/ alnæmi hér á landi smitast í útlönd- um. Íslendingar sem greinast er- lendis smitast mest í Evrópu og því næst í Asíu, en fólk kemur smitað frá nánast öllum heims- álfum. Við þurfum því greinilega að vera á varðbergi alls staðar. Sjúkdómurinn er ennþá ólækn- anlegur, lækning ekki í augsýn og bólusetning er heldur ekki í boði. Á Íslandi býðst HIV-smituðum lyfja- gjöf en inntaka lyfjanna getur reynst fólki erfið. Aukaverkanir geta orð- ið svo miklar að fólk kýs að hætta á lyfjunum. Auk þess get- ur fólk orðið ónæmt fyrir lyfjunum og sumir þola þau alls ekki. Þessi sjúkdómur getur einnig haft ýmsar félagslegar afleiðingar í för með sér, s.s. erfiðleika varðandi kynlíf og barneignir. Í dag er það oftast gagnkynhneigt fólk sem greinist með HIV/alnæmi hér á landi, eða í 69% tilvika frá árinu 1999, flest ungt fólk á aldrinum 25– 30 ára. Þótt smitunartíðnin sé hæst meðal ungs fólks, jafnt hér á landi sem í heiminum öllum, er mikilvægt að hafa hugfast að fólk smitast á öll- um aldri. Hér skiptir meginmáli ábyrgð og það öryggi sem við temj- um okkur í kynlífi. Smokkurinn er nú sem áður áhrifamesta vörnin gegn HIV, sé hann notaður rétt. Bæklingnum er dreift hjá heilsu- gæslunni, í skólum, apótekum og víðar. Einnig er hægt að nálgast hann á skrifstofu Landlæknisemb- ættisins eða á vefsetri þess. Sigurlaug Hauksdóttir, yfirfélagsráðsgjafi og verkefn- isstjóri á sóttvarnasviði, Land- læknisembættinu.  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU TENGLAR ............................................ www.landlaeknir.is Fjöldi smitaðra hér á landi hef- ur verið 6–12 manns á ári. Megum ekki sofna á verðinum ÁHYGGJUR karlmanna afhnignandi frjósemi hafagert það að verkum aðþeir hafa í vaxandi mæli látið frysta sæði sitt og geyma í þar til gerðum sæðisbönkum. Þetta gera þeir til vonar og vara, svo að hægt sé að grípa til sæðisins síðar, þegar betur stendur á hjá þeim í einkalífinu og þeir tilbúnir til að takast á herðar þá ábyrgð sem því fylgir að verða feður, eða þá ef eitt- hvað kemur upp á, sem dregur úr hæfileikum þeirra til að geta af sér heilbrigðan einstakling. Að tryggja frjósemina Í tímaritinu Style segir frá 45 ára gömlum lögfræðingi í Lundúnum, sem ákvað að láta frysta sæði úr sér eftir skilnað við konu sína, en þau voru barnlaus. Haft er eftir lög- fræðingnum að hann hafi neitað að trúa því að með skilnaðinum væri endi bundinn á vonir hans til að geta af sér afkomanda. Hann gerði sér hins vegar grein fyrir að hann var á byrjunarreit, átti eftir að finna sér nýjan maka og það gat tekið sinn tíma. „Ég las í blöðunum að ungir hermenn, sem voru á leið í Íraksstríðið, hefðu margir hverjir komið við í sæðisbanka og látið frysta sæði sitt ef svo illa færi að þeir myndu ör- kumlast eða verða fórnarlömb efnavopna, sem gerði þá ófrjóa. Þeir vildu sem sagt hafa vaðið fyrir neðan sig. Ég hugsaði með mér: Því skyldi ég ekki gera hið sama. Tryggja frjósemi mína, til vonar og vara. Hver veit hvað gerist í mínu lífi á næstu árum eða hversu gamall ég verð þegar ég hitti nýja konu? Fyrir mann á mínum aldri er sæð- isfrysting rökrétt og hughreystandi skref í þá átt að tryggja frjósem- ina,“ sagði lögfræðingurinn. Sú staðreynd að fjögur sýni af fullkomlega heilbrigðu sæði lög- fræðingsins eru nú í öruggri geymslu er vissulega hughreyst- andi fyrir hann, en er þetta rökrétt aðgerð? Það eru eflaust margar góðar ástæður fyrir menn að láta frysta sæði sitt þegar þeir lenda í aðstæðum sem ógna frjósemi þeirra, eins og til dæmis krabba- meinsmeðferð eða jafnvel áður en þeir gangast undir sáðgangsrof. En þarf fullkomnlega heil- brigður einstaklingur að hafa áhyggjur í þessum efnum? Minnkandi sæð- isframleiðsla Sönnur hafa verið færðar á að mengunarvaldar úr umhverfi nú- tímamanna hafa neikvæð áhrif á sæðisframleiðslu. Við það bætist svo nútíma lífsstíll, eins og áfeng- isneysla og reykingar. Neysla á unnum matvörum, sem skortir sindurefni (andoxunarefni), hefur einnig neikvæð áhrif í þessum efn- um svo ekki sé talað um stressið, sem plagar nútímamenn í ríkari mæli en forfeðurna. Spurningin er hins vegar hvort þetta hafi einhver afgerandi áhrif? Minnkandi sæð- isframleiðsla, það er minna en 20 milljón sæðisfrumur á millilítra, hefur engin sjúkdómseinkenni í sjálfu sér og ekki skaðleg áhrif á heilsuna almennt, eða kynferð- islega frammistöðu manna. Hins vegar er það viðurkennd staðreynd, að eiginleikar sæðis minnka með aldrinum. Rannsókn- araðilar við Kaliforníuháskóla í Berkeley sendu nýlega frá sér skýrslu þar sem því er haldið fram að eftir 55 ára aldur minnki sæð- isframleiðslan um 4,7% á ári og að um fimmtugsaldurinn sé hún orðin um 20% minni en þegar menn eru þrítugir. Í niðurstöðum rannókn- arinnar segir meðal annars: „Þeir sem seinka því að verða feður eru ef til vill að draga úr möguleikum sínum á að ná fullkomnum ár- angri.“ Þegar við bætast svo vís- bendingar um að lítið sæðismagn auki hættu á fósturláti og með- fæddum erfðafræðilegum vanda- málum, fer það að hljóma rökrétt að koma sér upp birgðum af „yngra og heilbrigðara“ sæði. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og þeir karlmenn, sem komnir eru yfir þrítugt og eru ekki enn búnir að koma sér upp vænlegum stofni af afkomendum, ættu því annað hvort að drífa í því hið fyrsta að festa ráð sitt, eða þá að koma sér upp góðri innistæðu í sæðisbanka.  HEILSA | Mengun í umhverfinu dregur úr sæðisframleiðslu Innistæða í sæðisbankanum Reuters Líkamshreysti: Frjósemi hnignar eftir að þrítugsaldrinum er náð. Eftir 55 ára aldur minnkar sæðis- framleiðslan um 4,7% á ári. svg@mbl.is KRISTÍN R. Sigurðardóttir sópran syngur við undirleik Antoníu Hevesi píanóleikara á hádegistónleikum í Hafnarborg kl. 12 á morgun, fimmtudag. Tónleikarnir hafa yf- irskriftina „Crazy – Á barmi örvænt- ingar“ og gefur að heyra verk eftir Donizetti, Boito, Puccini og Masc- agni. Þetta eru þriðju tónleikarnir í tónleikaröðinni sem er samstarfs- verkefni Hafnarborgar og Antoníu Hevesi. Kristín stundaði nám í óperusöng á Ítalíu hjá Rinu Malatrasi. Vorið 2001 lauk hún söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík þar sem hún naut leiðsagnar Þuríðar Páls- dóttur, Ólafs V. Albertssonar og Iwonu Aspar Jagla. Kristín hefur sungið á tónleikum víða á Ítalíu og annars staðar í Evrópu og hér heima. Antonía hefur haldið fjölda tón- leika í Ungverjalandi, Austurríki og Svíþjóð. Á Íslandi hefur hún haldið einleikstónleika og einnig leikið með öðrum tónlistarmönnum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Morgunblaðið/Þorkell Antonía Hevesi píanóleikari og Kristín R. Sigurðardóttir sópransöngkona. Á barmi örvæntingar Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- ræna húsinu í dag kl. 12.30 verða flutt verk eftir tvö bandarísk tónskáld frá 20. öld. Flytjendur eru Áshildur Haraldsdóttir flautuleik- ari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari. Tónskáldin eru Walter Piston (1894–1976) og Aaron Cop- land (1900–1990). Eftir Piston verð- ur flutt Sónata í þremur þáttum frá 1930 og tvö verk eftir Copland Voc- alise (1928/1972) og Duo (1970–71). Walter Piston og Aaron Copland voru samtímamenn og frumkvöðlar í tónlistarlífi Bandaríkjanna á 20. öld. Margt er einnig sameiginlegt í þeirra persónulega bakgrunni. Báð- ir voru t.a.m. synir evrópskra inn- flytjenda í fyrsta og annan ættlið: Piston átti ættir að rekja til Ítalíu og Copland til Rússlands. Tónlistin átti sterk ítök í báðum frá unga aldri. Bæði tónskáldin sinntu ritstörf- um og kennslu af mikilli elju. Þegar Piston tók sér hlé frá kennslustörf- um í Harvard leysti Copland hann af. Piston samdi nokkrar mikils- metnar fræðibækur á sviði hljóm- fræði, kontrapunkts og orkestrer- ingar. Eftir Copland liggja bækurnar: Hverju þarf að hlusta eftir í tónlist? og Nýja tónlistin okkar. Efni bókanna var samtvinn- að fyrirlestrum þeim er hann hélt víða í háskólum og í sjónvarpi. Piston og Copland hlutu fjölmargar viðurkenningar á ferli sínum, m.a. Pulitzer-verðlaunin eftirsóttu í tón- smíðum og heiðursdoktorsgráður víða um heim. Morgunblaðið/Golli Stöllurnar Áshildur Haraldsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir. Tvö bandarísk tónskáld á Háskólatónleikum Fischersund 3 kl. 20.30 Rannsókn- arkvöld Félags íslenskra fræða. Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur, heldur erindi sem hann nefnir „Þús- und ára barátta við eld og ís – Náttúruöflin í ís- lenskum sögu- skýringum.“ Í er- indinu verða færð rök fyrir því að ekki sé sjálfgefið að nátt- úruhamfarir eða umhverfisbreyt- ingar hafi áhrif á samfélag fólks, nefnd dæmi um hvernig túlka má ýmsar breytingar í Íslandssögunni á annan hátt en hefð er fyrir, og kallað eftir betri rökstuðningi fyrir um- hverfisskýringum í íslenskri menn- ingarsögu. Umræður að loknu erindi. Súfistinn, Laugavegi 18 kl. 20.30 Bjartur efnir til útgáfuhátíðar í tilefni af útkomu skáldsögunnar Snarkið í stjörnunum eftir Jón Kalman Stef- ánsson. Höfundur les upp úr verkinu, Magga Stína og félagar troða upp með söng og hljóðfæraslætti. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Orri Vésteinsson Allt annað! nefnist nýr geisladiskur Söngkvartettsins Rúdolfs. Lögin flokkast öll til klassíkra dægurlaga fyrri ára, bæði ís- lenskra og er- lendra. Rúdolf skipa: Sigrún Þor- geirsdóttir sópr- an, Soffía Stef- ánsdóttir alt, Skarphéðinn Hjartarson tenór og Þór Ásgeirsson bassi. Flest lögin eru án undirleiks þar sem raddirnar taka að sér hlutverk hljóðfæra og eru átta af 16 lögum sér- staklega útsett fyrir Rúdolf af Skarp- héðni Hjartarsyni. Af íslenskum lög- um má nefna Tondeleyó, Játningu og Í grænum mó eftir Sigfús Halldórsson, Spilverkslagið Icelandic cowboy, Vímuna eftir Magnús Eiríksson, Við heimtum aukavinnu eftir Jón Múla og Leyndarmál efir Þóri Baldursson í út- setningu Ríkarðar Arnar Pálssonar. Af erlendum lögum má nefna Saa skimr- ande var aldrig havet eftir Evert Taube og Ut i vaar hage, Smile, A Nightin- gale Sang in Berkley Square, Try to Remember og Love Walked In. Söngkvartettinn gefur út. Upptökur fóru fram í Salnum og í Hljóðsmiðj- unni. SONET sér um dreifingu. Dægurlög

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.