Morgunblaðið - 29.10.2003, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HUGMYNDIR Þórunnar Valdi-
marsdóttur sagnfræðings um
kirkjuþing og störf þess eru vægast
sagt undarlegar. Hún virðist líta á
það sem eins
konar presta-
stefnu aftan úr
miðöldum, en
staðreyndin er
sú að prestar
eru þar í minni-
hluta.
Árið 1997
samþykkti Al-
þingi Íslendinga
nýjan ramma um starfsemi þjóð-
kirkjunnar sem jafnan gengur und-
ir heitinu „þjóðkirkjulögin“. Þessi
lög komu í stað samansafns af ým-
iss konar lögum og reglum sem
giltu áður um margvíslega þætti í
starfsemi kirkjunnar. Þjóð-
kirkjulögin voru þó ekki bara ‘laga-
hreinsun’ af hálfu löggjafans heldur
í raun opinber yfirlýsing um sjálf-
ræði og sjálfstæði kirkjunnar.
Þannig má segja að fyrir gildistöku
laganna hafi Alþingi ráðið yfir söfn-
uðum kirkjunnar, en að með þjóð-
kirkjulögunum hafi kirkjan loks
orðið myndug og þótti þá ýmsum
kominn tími til! Þessum myndug-
leika fylgdi sú breyting að ábyrgð á
innri málum kirkjunnar fluttist frá
ríkinu og til kirkjunnar sjálfrar.
Frumkvæðið að þessu stóra skrefi í
átt til lýðræðis innan kirkjunnar
kom innan frá – frá kirkjufólkinu
sjálfu sem trúði því að með sjálf-
stæðinu myndi starf kirkjunnar efl-
ast til góðs fyrir þá sem kjósa að
nýta sér þjónustu hennar.
Stjórnskipulag
þjóðkirkjunnar
Til að sinna þessu sjálfstæði sínu
þurfti kirkjufólk að koma sér sam-
an um stjórnskipulag sem væri
heppilegast til að ná fram því sem
að var stefnt, nefnilega sem bestri
þjónustu við fólkið. Ákveðið var að
taka mið af þeirri stjórnskipan sem
við á Vesturlöndum erum hvað
stoltust af í okkar menningu þ.e.
lýðræðislegri stjórn. Öll stjórnun
kirkjunnar skyldi vera í höndum
fólksins sem henni tilheyrði og þeir
sem mynduðu yfirstjórnina skyldu
kosnir af fólkinu sjálfu. Að lýðræð-
islegri fyrirmynd var ákveðið að
kirkjuþing yrði æðsta vald í mál-
efnum kirkjunnar og að fulltrúar á
kirkjuþingi væru kosnir af fulltrú-
um frá öllu landinu sem myndar
kjördæmi, líkt og viðhaft er í Al-
þingiskosningum. Þá þurfti að taka
tillit til þess að kirkjan er saman
sett af bæði leikum og lærðum og
var ákveðið að vægi leikmanna yrði
meira en hinna lærðu, því þjóð-
kirkjufólk vildi ekki sjá kirkjuþing
endurspegla eingöngu „presta-
kirkju“ vegna þess að þjóðkirkjan
er saman sett af almenningi úr öll-
um áttum sem kýs að leggja kirkj-
unni lið, ýmist gegn þóknun eða
endurgjaldslaust.
Niðurstaðan um skipan æðstu
stjórnar þjóðkirkjunnar varð sem
sagt sú að lýðræðislega er kosið til
kirkjuþings á fjögurra ára fresti og
eru leikmenn í meirihluta eða 12 en
prestar 9. Forseti og varaforsetar
þingsins eru kosnir úr röðum leik-
manna. Aðrir hafa ekki atkvæð-
isrétt á þinginu en seturétt, til-
lögurétt og málfrelsi hafa biskup,
vígslubiskupar, fulltrúi kirkju-
málaráðherra og fulltrúi guð-
fræðideildar.
Fordómar sagnfræðings
Er þetta það kirkjuþing sem frú
Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræð-
ingur talar um í grein sinni í Morg-
unblaðinu hinn 24. október síðast-
liðinn? Það gustar um hvert orð í
skrifum Þórunnar og hún fer mik-
inn í fordæmingu sinni á kirkju-
þingi. For-dómur hlýtur það a.m.k.
að teljast þegar hún kastar því
fram að kirkjuþing sé „þéttsetið af-
komendum áhangenda þessarar
bókstafstrúarhreyfingar, prestum,
sóknarnefndarfólki og guð-
fræðikennurum sem spegla miklu
íhaldssamari trúartilfinningu en ís-
lenskur almenningur aðhy
Kirkjuþing er stolt af því a
virðist Þórunn telja okkur
urspegla almenning“ en við
að fá það ekki framan í okk
„M[m]eirihluti Kirkjuþing
spegli[ar] ekki trúartilfinn
meirihluta þjóðkirkjufólks
veit frú Þórunn um „trúart
ingar“ okkar sem höfum ko
leggja fram kraftana í þágu
unnar? Hvernig dettur virt
fræðimanni í hug að fleipra
finningar fólks og leggja m
í þá trú sem við, kirkjuþing
kunnum að upplifa innan v
kirkjunnar okkar? Hvenær
„Kirkjuþing […] fordæmt
alþýðan notar til að sefa til
líf sitt sem ekki er hrein-ki
legt …“? Og hvernig má þa
að sagnfræðingurinn telji „
þing eins og það er í dag í e
of danskt, bókstafstrúar og
samt til að sinna tilfinninga
arinnar …“ og hvaða gama
íhaldssemi birtist í því að k
þing eigi „að fara aftur und
veldi alþingis …“? Það má
lega gera athugasemdir við
þeirra spurninga sem nota
verið að undanförnu í skoð
anakönnunum um afstöðu
sambands ríkis og kirkju, e
sýna þær svo ekki verður u
og það er að fólk vill ekki a
isvaldið, Alþingi og ríkisstj
stjórni kirkjunni og skilgre
semi hennar.
Alvarlegar ásakani
tengslin við raunverul
Það er alvarlegt mál þeg
unn kastar því framan í okk
höfum verið kosin til ábyrg
arstarfa á kirkjuþingi, að v
„ … óbeina ábyrgð á því […
hverju ári fyrirfari sér einh
samkynhneigðir drengir.“
af þessu tagi ætti eflaust ek
svara, þau dæma sig vissul
en það er ótrúlega ósmekk
Morgunblaðinu að birta slí
óhróður.
Skrif Þórunnar voru birt
blaðinu á lokadegi kirkjuþi
í þann mund sem verið var
Skáldlegar hugmynd
um kirkjuþing
Eftir Huldu
Guðmundsdóttur
Svar til Þórunnar
Valdimarsdóttur
Í VIÐTALI við Hannes Pétursson,
sviðsstjóra geðsviðs LSH, sem birt-
ist í Mbl. 1. október sl. benti hann á
vanda 90 geð-
fatlaðra ein-
staklinga á spít-
alanum sem eru
á biðlista eftir
heimili. Í viðtal-
inu var dregið
fram enn eitt
dæmið um þjón-
ustu við sjúk-
linga í íslensku
heilbrigðiskerfi sem er veitt á of
háu stigi, með þeim afleiðingum að
þjónustan er bæði dýrari en nauð-
synlegt er og ekki í samræmi við
þarfir sjúklinganna.
Um fjórðungur sjúklinga LSH
á biðlista eftir heimili
Á Landspítala – háskólasjúkra-
húsi (LSH) eru um 940 sjúkrarúm.
Skv. nýlegum stjórnunarupplýs-
ingum spítalans bíða nú um 150
aldraðir einstaklingar eftir að út-
skrifast af sjúkrahúsinu í viðeig-
andi úrræði utan spítala, en grein-
ingu og meðferð þeirra á
sjúkrahúsinu er lokið. Af þeim eru
30 geðfatlaðir aldraðir ein-
staklingar sem eru inniliggjandi á
geðsviði LSH. Til viðbótar eru 60
yngri geðfatlaðir á geðdeildum
LSH, sem gætu verið utan sjúkra-
húsa ef næg úrræði væru fyrir
hendi. Alls eru þetta um 210 manns
eða tæplega fjórðungur inniliggj-
andi sjúklinga, en áætlaður kostn-
aður við rekstur spítalans er 26,3
milljarðar króna skv. frumvarpi til
fjárlaga fyrir árið 2004.
Svipt möguleikum
á meiri lífsgæðum
Vegna skorts á öðrum úrræðum
að sjúkrahúsvist lokinni eru þessir
einstaklingar sviptir möguleikum á
að njóta meiri lífsgæða við að-
stæður sem henta þeim betur og
eru þar að auki ódýrari fyrir sam-
félagið s.s. búseta á hjúkr-
unarheimilum, vistheimilum,
vernduðum heimilum og sam-
býlum. Á sama tíma eru margir á
biðlista eftir að komast í meðferð á
sjúkrahúsinu.
Það er samdóma álit sérfræðinga
að félagslegur stuðningur við geð-
fatlaða til sjálfstæðrar búsetu eyk-
ur sjálfstæði þeirra og vellíðan og
dregur úr tíðni innlagna á geðdeild-
ir. Þannig er það bæði hagkvæm-
ara þjónustuform og heppilegra frá
meðferðarlegu sjónarmiði en
sjúkrahúsvist, að því gefnu að sjúk-
dómurinn sé í því jafnvægi að við-
komandi geti verið utan sjúkra-
húsa.
Ólíkur kostnaður
Ég hef að undanförnu skoðað
kostnað á legurými á geðsviði LSH
og borið saman við kostnað við
þjónustu við geðfatlaða á s
býlum. Skv. stjórnunarupp
ingum LSH frá september
kostar legurými á geðdeild
að lágmarki 29 þúsund kró
dag eða 10,6 milljónir krón
Kostnaður við þá 90 geðfat
staklinga sem nú eru innili
á geðdeildum LSH og eru
eftir heimili er því a.m.k. 9
ónir króna á ári. Til saman
er kostnaður ríkisins um ei
króna á ári fyrir hvern geð
einstakling á sambýli með
hringsþjónustu og um 4,5 m
króna á ári á hjúkrunarhei
Í fyrrgreindu viðtali kom
af þeim 90 geðfötluðu ein-
staklingum á LSH sem eru
lista eftir heimili eru 30 ald
bið eftir að komast á hjúkr
unarheimili. 25 einstakling
sérhæfð búsetuúrræði með
stuðningi, sem ekki er fyrir
dag. 35 einstaklingar gætu
sambýlum eða á vernduðum
ilum.
Hægt að spara yf
700 milljónir
Með grófu mati og gefnu
sendum að kostnaður vegn
sérhæfðu búsetuúrræða se
eru fyrir hendi í dag sé 2–3
meiri en á sambýlum væri
veita þessum skjólstæðing
þjónustu sem bæði er hepp
hagkvæmari og veitir þeim
lífsgæði utan spítala fyrir u
245 milljónir króna á ári. S
aður fyrir heilbrigðiskerfið
um 710–735 milljónir krón
eingöngu horft til hinna 90
uðu einstaklinga á LSH, en
sama hætti má skoða þann
Allir tapa
Eftir Ástu Möller
ÓHJÁKVÆMILEG FÆKKUN
Varnarliðið á Keflavíkurflugvellihefur ákveðið að segja 90 íslenzk-um starfsmönnum upp störfum.
Það er u.þ.b. tíundi hluti þeirra Íslend-
inga, sem starfa í varnarstöðinni. Af þess-
um 90 eru um 70 búsettir á Suðurnesjum
og uppsagnirnar eru Suðurnesjamönnum
því talsvert áfall, enda hefur atvinnuleysi
verið nokkurt á Suðurnesjum að undan-
förnu. Það er skiljanlegt að mörgum sé
brugðið við þessar fregnir.
Um það er deilt, hvort varnarliðið hafi
farið að lögum um hópuppsagnir í þessu
máli og að sjálfsögðu hljóta menn að gera
þá kröfu til þess eins og annarra vinnu-
veitenda að það fari að lögum. En þótt í
ljós komi, að vantaði hafi upp á forms-
atriðin við uppsagnirnar, breytir það
varla nokkru nema í mesta lagi að gild-
istöku þeirra seinki eitthvað. Það verður
að horfa til annarra en varnarliðsins um
ný störf handa þeim, sem nú missa vinn-
una.
Við fækkun í starfsliði varnarliðsins
sem slíkri er aftur á móti ekkert að segja
og Íslendingar geta ekkert haft út á hana
að setja. Hún er þáttur í því að Banda-
ríkjamenn leitast nú við að lækka kostn-
að, hagræða og fækka starfsfólki í her-
stöðvum sínum um allan heim, jafnt
heima fyrir sem í fjarlægum löndum.
Af hálfu íslenzkra stjórnvalda hefur á
undanförnum árum verið leitazt við að
auðvelda Bandaríkjunum að lækka kostn-
að við rekstur varnarstöðvarinnar, m.a.
með útboðum á framkvæmdum og þjón-
ustusamningum. Bandarískum starfs-
mönnum í stöðinni hefur fækkað talsvert
og ekki er óeðlilegt að það leiði af sér
fækkun í innlendu starfsliði. Raunar er
það ein forsenda þess, að Bandaríkin sjái
sér áfram fært að hafa hér þann varnar-
búnað, sem nauðsynlegur er vegna varna
Íslands, að rekstur varnarstöðvarinnar
sé eins hagkvæmur og framast má verða.
Það eru hinir stóru, gagnkvæmu hags-
munir Íslands og Bandaríkjanna.
Það virðist stundum nauðsynlegt að
rifja upp að bandarískt varnarlið kom
ekki hingað til lands til að halda uppi at-
vinnu á Suðurnesjum eða annars staðar á
landinu. Það hefur aldrei verið markmiðið
að varnarliðið væri hér til að hjálpa ís-
lenzku efnahagslífi. Eini tilgangur þess
hér á landi er að verja landið gegn utan-
aðkomandi ógn og stuðla að sameiginleg-
um vörnum og öryggi vestrænna ríkja.
Íslendingar geta ekki með neinum rökum
amazt við því að það sé gert með sem hag-
kvæmustum hætti.
ÖFLUGT NORÐURLANDASAMSTARF
Hrakspár um að draga myndi úr sam-starfi Norðurlandanna og það
missa gildi sitt vegna aðildar Svía og
Finna að Evrópusambandinu hafa
reynst rangar. Fyrir áttu Danir aðild að
sambandinu og óttuðust margir að þegar
þrjú Norðurlandanna væru komin inn í
sambandið myndu þau kjósa að beina
sjónum sínum að meginlandi Evrópu í
stað Norðurlandanna.
Vissulega hefur Norðurlandasam-
starfið tekið breytingum. Þær breyting-
ar hafa hins vegar að mörgu leyti verið
til góðs. Lengi vel byggðist samstarfið
fyrst og fremst á menningarlegum
tengslum auk þess að standa vörð um
ýmiskonar sameiginleg réttindi Norður-
landabúa, t.d. varðandi búseturétt Norð-
urlandabúa annars staðar á Norðurlönd-
um og gagnkvæman aðgang að skólum,
félags- og heilbrigðiskerfi.
Samstarfið sneiddi hins vegar hjá
pólitískum spurningum enda höfðu
Norðurlöndin kosið að fara mjög ólíkar
leiðir, t.d. í öryggismálum.
Þróun síðustu ára hefur verið sú að
samstarf þessara vinaþjóða er orðið póli-
tískara en áður var og að mörgu leyti
hagnýtara. Það er ekki lengur feimnis-
mál að ræða pólitísk málefni og hefur
það leitt til þess að ríkin geta nú átt sam-
starf á fleiri sviðum en áður var og rætt
ýmis sameiginleg hagsmunamál á þeim
vettvangi sem Norðurlandaráð er.
Samstarfið er nú heldur ekki lengur
bundið við Norðurlöndin sem þröngt
skilgreinda landfræðilega og pólitíska
einingu heldur hefur verið nýtt til að efla
samstarf við nærsvæði á borð við
Eystrasalt og Norður-Atlantshafið,
jafnt til að gæta sameiginlegra hags-
muna t.d. varðandi umhverfismál sem og
stuðla að uppbyggingu nýfrjálsu
ríkjanna við Eystrasalt.
Þessar breyttu áherslur hafa komið
greinilega í ljós á því þingi Norðurlanda-
ráðs sem nú stendur yfir í Ósló. Þar hafa
ráðherrar og þingmenn Norðurlandanna
rætt fjölmörg málefni er tengjast jafnt
Norðurlöndunum sem tengslum þeirra
við Evrópu. Meðal annars fóru í gær
fram líflegar umræður um það hvernig
ríkisstjórnir á Norðurlöndum ættu að
bregðast við síauknum kröfum um lækk-
un á áfengisverði vegna þrýstings frá
Evrópusambandinu, jafnt beinum sem
óbeinum í gegnum tollfrjálsan innflutn-
ing ferðamanna. Þá má nefna að ákveðið
hefur verið að veita Eystrasaltsríkjun-
um aðild að Norræna fjárfestingabank-
anum. Samstarfið við Eystrasaltsríkin
er einhver mikilvægasti þáttur Norður-
landasamstarfsins nú um stundir og þar
eru mikil tækifæri, jafnt pólitísk sem
efnahagsleg.
Per Unckel, framkvæmdastjóri Nor-
rænu ráðherranefndarinnar, segir í
grein í Morgunblaðinu á mánudag að
norrænt samstarf hafi reynst árangurs-
ríkast þegar Norðurlöndin hafa valið að
láta samstarfið taka mið af þróuninni í
Evrópu í víðara samhengi.
Unckel segir einnig í grein sinni:
„Norðurlönd búa að svo líkri menningu,
sögu og samfélagssýn að sameiginleg af-
staða í evrópsku samhengi myndast oft
af sjálfu sér. Það er ástæða til að styrkja
leiðir til að mynda sameiginlega afstöðu
Norðurlandanna, svo að tillit verði tekið
til mikilvægra sameiginlegra hagsmuna
norðanverðrar Evrópu í samevrópskri
ákvarðanatöku. Norðurlöndin og
Eystrasaltslöndin saman mynda vænan
hluta ESB og ráða yfir umtalsverðu at-
kvæðavægi innan þess. Því ber að beita
þegar hagsmunirnir eru líkir.
Þetta þýðir ekki að löndin í Norður-
Evrópu geti ekki eða skuli eiga samstarf
við lönd í öðrum hlutum álfunnar. Það er
bæði eðlilegt og heillavænlegt. Án þess
að útiloka annars konar samstarf ætti
hið norræna og norræn-baltneska sam-
starf að verða eins konar „heimabæki-
stöð“ landa sem eiga mikið sameiginlegt.
Ekki nauðsynlega meira, en heldur ekki
minna.“
Mikilvægt framlag Íslendinga í hinu
norræna samstarfi er einmitt að tryggja
að samstarfið beinist einnig að öðrum
þáttum og svæðum í Norður-Evrópu. Til
þess gefst tækifæri á næsta ári er Ís-
lendingar taka við formennsku í ráðinu.
Í ræðu sem Davíð Oddsson forsætisráð-
herra flutti í Ósló á mánudag kom fram
að í formennskutíð Íslendinga verður
lögð áhersla á öflugra samstarf við ríki
við Norður-Atlantshaf. „Nauðsynlegt er
að vaka yfir vistkerfi hafsins og það
verður eingöngu gert í nánu samstarfi
þjóða. Við leggjum því ríka áherslu á að
efla norrænt samstarf við grannsvæði
við Norður-Atlantshaf um verndun hafs-
ins, sjálfbæra nýtingu og auðlinda-
stjórnun,“ sagði forsætisráðherra.