Morgunblaðið - 29.10.2003, Side 31

Morgunblaðið - 29.10.2003, Side 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 31 sálufélaga. Þú kenndir mér svo of- boðslega margt um hversu langt mað- ur nær með jákvæðu hugarfari, og hve styrkur þinn og kraftur hefur ekki bara fleytt þér langt, heldur okk- ur öllum hinum sem voru með þér í baráttunni. Þú ert algjör hetja. Ég kveð þig, elsku besta vinkona mín, með þakklæti fyrir að hafa feng- ið að njóta vináttu þinnar og kærleika. Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fagra, forna hljóma, finn um mig yl úr brjósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brosin þín mig að betri manni gjörðu. Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleðiveldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stef.) Far þú í friði, Helga mín, friður Guðs þig blessi. Þín vinkona, Unnur Halldórsdóttir. Það ríkti mikil eftirvænting í loft- inu haustið 2002, þegar hópur mynd- arlegra sex ára barna kom í Mýrar- húsaskóla í fyrsta sinn. Sonur minn var einn af þeim. Hann var mjög spenntur en samt örlítið kvíðinn, því hann hafði áhyggjur af því að hann yrði höfðinu stærri en all- ir hinir krakkarnir og myndi ekki falla inn í hópinn. En áhyggjur hans breyttust í mikla gleði þegar hann sá annan strák sem jafnvel var örlítið stærri en hann sjálfur, þar hitti hann Axel í fyrsta skiptið. Undrunin og gleðin varð jafnvel enn meiri þegar hann sá stelpu sem var svona hávaxin líka, þar hitti hann Lovísu Birtu. Upp frá þessari stundu urðu þeir tveir óað- skiljanlegir. En mikil eftirvænting var líka hjá mér sjálfri, ég var líka á leið í nýjan skóla og hafði líka áhyggjur af því að þekkja ekki marga. En áhyggjur mín- ar breyttust líka í mikla gleði þegar ég sá Helgu. Þá var hún líka að hefja nám í Háskólanum í Reykjavík. Því miður þurfti Helga að hætta námi vegna veikinda sinna en við héldum áfram að rækta vinskap okk- ar eftir það. Við fengum að fylgjast með baráttu Helgu í erfiðum veikind- um hennar. Hún sýndi þvílíkt hug- rekki og baráttu að erfitt er að lýsa því í orðum. Hún á yndislega fjöl- skyldu og vinahóp sem nú í dag mun kveðja þessa miklu baráttukonu. Elsku Sveinn, Atli Freyr, Axel minn og Lovísa Birta, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg ykkar. Katrín, Páll og Aron Dagur. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska og fráfall Helgu er mikill missir fyrir samfélagið okkar hér á Seltjarnar- nesi. Hún gerði bæinn okkar betri og skemmtilegri, meðal annars með öfl- ugu starfi sínu í þágu Gróttu. Við kynntumst Helgu þegar dreng- irnir okkar voru að stíga sín fyrstu spor á fótboltavellinum. Hún tók strax í upphafi að sér fjármál flokks- ins okkar og sá um þau þar til yfir lauk. Hún tók einnig að sér hvert verkefnið á fætur öðru og skilaði þeim af sér með miklum sóma. Hún var rosalega dugleg og áhugasöm og reyndi aldrei að koma verkefnum yfir á aðra, ekki einu sinni eftir að hún veiktist. Hún átti stóran þátt í því að efla foreldrastarfið og óhætt er að fullyrða, án þess að á nokkurn sé hall- að, að hún hafi verið aðaldrifkraftur- inn í því. Það var einkum í kringum polla- mótin í Eyjum og á Akureyri sem reyndi á skipulagshæfileikana og framtakssemina og Helga fór ævin- lega á undan okkur hinum til að ná í tjaldstæði og tryggja að allt væri klárt og allir gætu verið saman. Þann- ig var hún vakin og sofin í starfinu, bæði fyrir drengina og okkur foreldr- ana, enda áttum við öll ógleymanlegar stundir saman í þessum ferðum. Því miður komst hún ekki með okkur í síðustu ferðina vegna veikindanna og var hennar sárt saknað. Helga tókst á við erfið veikindi sín af ótrúlegu æðruleysi og ætlaði svo sannarlega að sigrast á þeim. Þær vonir eru nú að engu orðnar og er mikill harmur kveðinn að fjölskyldu hennar sem sér á eftir elskulegri eig- inkonu og einstakri móður sem fylgdi börnum sínum eftir í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Við og Birkir sendum Svenna, Atla, Axel og Lovísu, foreldrum Helgu og systkinum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Guðmundur Kristjánsson og Sonja B. Jónsdóttir. Enn einu sinni hefur það komið í ljós hversu tilvera okkar mannanna getur verið undarleg. Enn einu sinni skynjum við með jafn áþreifanlegum hætti og mögu- legt er, að lífið er oft ótrúlega ósann- gjarnt. Hvað er það annað en ósanngirni þegar eiginkona og móðir þriggja ungra barna deyr í blóma lífsins? Hvers vegna er henni falið það verk- efni að glíma við andstyggilegan, ólæknandi sjúkdóm um skeið og hún síðan hrifsuð á brott, eftir að hafa lagt sig alla fram í baráttunni? Hvernig á að útskýra það fyrir börnunum? Að þeir sem guðirnir elska, deyi ungir? Nei, það virkar ekki. Lífið býður einfaldlega ekki alltaf upp á sanngirni. Varla að maður átti sig á því á stundum hvers vegna þetta skrýtna orð var fundið upp. Þess vegna er svo dýrmætt að njóta þess að vera til, að njóta líðandi stundar; Helga Barðadóttir var einmitt gædd þeim eiginleika og kunni að deila gleðinni með öðrum. Fólki leið vel í návist hennar. Ég segi ekki að spé- kopparnir hafi verið smitandi, en það var auðvelt að vera í góðu skapi með Helgu. Það er líklega einkennilegt að telja dauðann sanngjarnari lífinu. Hann er vondur, auðvitað er hann vondur. Auðvitað er alltaf hryllilegt þegar dauðinn birtist, ekki síst þegar hann sækir ungt fólk. En hann bindur samt stundum enda á kvalir lífsins. Það er dapurlegra en tárum taki að horfa upp á ástkæra eiginkonu, elsku- lega móður, yndislega dóttur og syst- ur, kæran nágranna og vin, berjast við grimman, óbilgjarnan og ósigr- andi andstæðing misserum saman. Fá ekkert að gert. Er þá ekki hægt að líta á dauðann sem hinn sanngjarna, frelsandi engil sem kemur til hjálpar í stríðinu við lífið? Fyrst lífið vildi fara í stríð. Mér finnst ólíklegt að margir svari spurningunni játandi. Og þó; flest vilj- um við vera hraust og verða gömul, en sannleikurinn er einfaldlega sá að handritið er ekki þannig. Og það geta ekki allir fengið að leika lengstu hlut- verkin. En hvernig er valið? Því fylgir jafnan mikil gleði þegar tjald lífsins lyftist, við reynum að láta okkur líða vel á sviðinu enda eins gott því tíminn er naumur. Hundrað ár eru í sjálfu sér augabragð en fæstir ná þeim aldri. Þrjátíu og sex ár eru ein- ungis örskotsstund. Fyrsti þáttur. Forleikur að einhverju miklu meira. En svo fellur tjaldið stundum allt of snemma. Enginn fær rönd við reist. Dauðinn segir hingað og ekki lengra. Helga var glæsileg kona og skemmtileg. Hjartahlý, dugnaðar- forkur og fylgin sér hvert sem verk- efnið var. Falleg hvort sem hún var ljóshærð eða dökkhærð, síðhærð eða stuttklippt eða sköllótt. Það eru ekki nema rúmlega sex ár síðan ég sá henni fyrst bregða fyrir innan við gluggatjöldin á Miðbraut- inni. Þau Svenni og börnin nýflutt inn á jarðhæðina, ég og mitt fólk farin að njóta þess að vera til á miðhæðinni. Lífið gat ekki verið betra. Fallegir og góðir krakkar komnir í húsið, einmitt það sem dætur mínar höfðu þörf fyrir. Fallegir og góðir foreldrar líka; al- deilis enginn dónaselskapur þar á ferð. Það var gaman að spjalla við þessi ungu hjón, gott að sitja með þeim, brosa, hlæja eða gráta eftir at- vikum. Jafnvel slá lóðina og reyta arfa úr blómabeðunum með þeim. Nú stendur eftir fallegur faðir með fallegu börnin sín þrjú. Móðirin hefur verið tekin frá þeim, en falleg minn- ing um fallega konu er eign þeirra að eilífu. Dýrmæt eign sem enginn getur fjarlægt. Skapti Hallgrímsson.  Fleiri minningargreinar um Helgu Barðadóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR KRISTBJÖRG ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Lönguhlíð 3, sem lést sunnudaginn 19. október sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 30. október kl. 13.30. Jón Kristjánsson, Ólöf Jónsdóttir, Pétur Kristjánsson, Laila Schjetne, Arndís Kristjánsdóttir, Sveinn Blomsterberg, Sesselja Kristjánsdóttir, Magnús Óskarsson, Steinar Kristjánsson, Svandís Óskarsdóttir, Anna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN BERGUR KRISTJÁNSSON, Birkihvammi, Kópavogi, áður Smárahvammi, lést fimmtudaginn 23. október. Útförin verður gerð frá Digraneskirkju föstu- daginn 31. október kl. 13.30. Þórunn Garðarsdóttir, Edda Rúna Kristjánsdóttir, Rósant Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Egill Þórarinsson, Enea Rósantsdóttir. Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN GUÐMUNDSSON bifreiðastjóri, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 19. október. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir mín, GUÐBJÖRG MARÍA LILAA, andaðist á heimili sínu, sambýlinu Stuðlaseli 2, að kvöldi sunnudagsins 26. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðlaug Stefánsdóttir frá Syðri-Bakka. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, ERIK STIG HENRIKSEN, Nordborg, Danmörku, lést laugardaginn 25. október. Útför hans fer fram frá Klausturkirkjunni í Horse- ns í Danmörku föstudaginn 31. október. Sigríður Lárusdóttir Henriksen, Halldór Stig Henriksen, Stine Johansen, Agnes Henriksen, Lauritz Henriksen. Ástkæra sambýliskona mín, uppeldisdóttir, móðir, tengdamóðir og amma, HRAFNHILDUR ODDNÝ STURLUDÓTTIR (Odda), Krókamýri 12, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 28. október. Útförin auglýst síðar. Gunnar Snorrason, Árni Sigurjónsson, Sigurður Bjarni Rafnsson, Ingibjörg Ásta Sigurðardóttir, Ásta Krisín Sigurðardóttir, Sigurgísli Jónasson, Hermann Sigurðsson, Ósk Auðunsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, barnabörn, stjúpbörn og aðrir aðstandendur. Faðir okkar og ástvinur, GÍSLI ANGANTÝR MAGNÚSSON frá Langabotni, Geirþjófsfirði, sem lést laugardaginn 25. október, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 31. október kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Þórður Magni Eyfjörð Gíslason, Björg Guðrún Gísladóttir, Kolbrún Gísladóttir, Lilja Sigfinnsdóttir. Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför móður minnar, dóttur og systur, SÓLVEIGAR MÁLFRÍÐAR HARALDSDÓTTUR, sem lést fimmtudaginn 9. október og var jarðsungin í kyrrþey frá Garðakirkju miðviku- daginn 15. otkóber. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans fyrir einstaka hlýju og góða umönnun. Kristian Hansen, María Sigurðardóttir, Sigríður Haraldsdóttir, Þórlaug Haraldsdóttir, Sigurlaug Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.