Morgunblaðið - 29.10.2003, Page 38
DAGBÓK
38 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur. Opið
miðvikud. kl. 14–17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa og postulín,
kl. 13 postulín. Hár-
snyrting, fótaaðgerð.
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og handav., kl.
10.30–11.30 heilsu-
gæsla, kl. 13–16.30
smíðar og handav., kl.
13 spil. Kl. 13.30 keila í
Keiluhöllinni í Mjódd.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 bað, kl. 9–12 gler-
list, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10–10.30
bankinn, kl. 13–16.30
bridge/vist, kl. 13–16
glerlist.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað
og hárgreiðsla, kl. 10
leikfimi, kl. 14.30 bank-
inn, kl. 14.40 ferð í
Bónus, kl. 9–16.30 pútt-
völlurinn.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin, kl.
10–13 opin verslunin,
kl. 13.30 bankinn, kl.
11–11.30 leikfimi.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9 postu-
lín, kl. 13 trémálun, kl.
9–13 hárgreiðsla, kl. 9–
16.30 fótaaðgerð.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30
hjúkrunarfræðingur,
kl. 10 hársnyrting, kl.
10–12 verslunin opin,
kl. 13 föndur og handa-
vinna.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kl. 9.30,
10.20 og 11.15 leikfimi.
Kl. 13 handa-
vinnuhornið, kl. 13.30
trésmíði, nýtt og notað.
Bridsnámskeið er kl.
13 í Garðabergi.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Skrifstofan
er opin í dag frá kl. 10–
11.30, viðtalstími í Gjá-
bakka kl. 15–16
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Kl. 9
dagblöðin, rabb og
kaffi á könnunni.
Tréútskurður kl. 9,
myndmennt kl. 10 og
16. Línudans kl. 11.
Glerlist kl. 13, pílukast
og billjard kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Síðdegisdans
kl. 14.30. Sighvatur
Sveinsson stjórnar og
gestur er Þröstur Sig-
tryggsson. Söngfélag
FEB: kóræfing kl. 17.
Línudans fellur niður.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Sími
575 7720. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, m.a.
alm. handav. Kl. 10.30
gamlir íslenskir leikir
og dansar, frá hádegi
spilasalur opinn. Kór-
æfing fellur niður.
Veitingar í Kaffi Berg.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9–17 handavinna,
kl. 9.30 boccia, kl. 9.30
og kl. 13 glerlist, kl. 13
félagsvist, kl. 16 hring-
dansar, kl. 17. bobb.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 og 9.55 leikf., kl. 10
ganga, kl. 11 boccia.
Línudans kl. 17.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurður,
hárgreiðsla, fótaaðgerð
og banki, kl. 13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl.
9–15 handmennt, kl. 9–
10 og kl. 10–11 jóga, kl.
10.30–11.30 ganga, kl.
14.30 spænska, byrj-
endur, kl. 15–18 mynd-
list. Fótaað., hársn.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun, pútt á
Korpúlsstöðum kl. 10.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 vinnustofa, kl. 9–
16 fótaaðgerð, kl. 13–
13.30 bankinn, kl. 14 fé-
lagsvist, kaffi, verðl.
Vesturgata 7. Kl. 8.25–
10.30 sund, kl. 9–16
fótaaðg. og hárgr., kl.
12.15–14.30 versl-
unarferð, kl. 13–14
spurt og spjallað, kl.
13–16 tréskurður.
Vitatorg. Kl. 8.45
smiðja, kl. 10 búta-
saumur, bókband og
föndur kl. 13 kóræfing
og verslunarferð kl.
12.30.
Vinahjálp, brids á Hót-
el Sögu kl. 13.30.
Hafnargönguhóp-
urinn. Kvöldganga kl.
20 miðvikud. frá horni
Hafnarhússins norð-
anmegin.
Hana-nú Kópavogi.
Fundur í Bókmennta-
klúbbi Hana-nú kl. 20 á
Bókasafni Kópavogs.
Gestur er Pjétur Haf-
stein Lárusson skáld.
Kiwanisklúbburinn
Geysir, Mosfellsbæ.
Félagsvist fimmtu-
dagskvöld kl. 20.30 í
Kiwanishúsinu í Mosf.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Opið hús
fyrir félagsmenn og
gesti í Félagsmiðstöð-
inni Gullsmára, laug-
ard. 1. nóv. kl. 14. List-
dans, Kristján
Guðmundsson flytur
fróðleiksmola, kaffi,
spilað og spjallað með
Árna Norðfjörð.
Rangæingar – Skaft-
fellingar. Spilakvöld í
kvöld kl. 20 í Skaftfell-
ingabúð, Laugavegi
178. Kaffiveitingar.
Félag kennara á eft-
irlaunum. Bókmennta-
hópur félagsins kemur
saman í Kennarahús-
inu við Laufásveg
fimmtud. 30. okt.
Skemmti- og fræðslu-
fundur í Húnabúð,
Skeifunni 11, laugard.
1. nóv. kl. 13.30. Fé-
lagsvist, veislukaffi og
fræðslu- og skemmti-
efni.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12.
Félagsvist kl. 19.30.
Í dag er miðvikudagur 29. októ-
ber, 302. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Því hvar sem
fjársjóður yðar er, þar mun og
hjarta yðar vera.
(Lúk. 12, 34.)
Í ritstjórnargrein á vef-riti ungra jafn-
aðarmanna er sagt að
Samfylkingin yrði leið-
togalaus yrði Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir næsti
forseti Íslands. „Hennar
persónukraftar eru að
sjálfsögðu best geymdir í
pólitík og það yrði hrein
og bein martröð fyrir
vinstrimenn ef hún hyrfi á
Bessastaði,“ segir Dag-
björt Hákonardóttir í
pistlinum.
Tilefni skrifanna er
könnun Stöðvar tvö og
Plússins á því hver njóti
mestan stuðning til að
gegna embætti forseta Ís-
lands næsta kjörtímabil.
Eru fimm útvaldir og ljóst
að Ingibjörg Sólrún er ein
þeirra.
Dagbjört segir að einnmaður vilji greinilega
ólmur senda Ingibjörgu á
Álftanesið eins og fram
kom á Stöð tvö á mánu-
dag. „Glöggir menn þurfa
svo sem ekki að hugsa sig
tvisvar um til að sjá hver
sá maður er. Hann kemur
þó ekki úr röðum sjálf-
stæðismanna sem Ingi-
björgu tekst svo listilega
að ergja. Það virðist ekki
aðeins vera æðsti draum-
ur þeirra hægrimanna að
losna við hana úr pólitík,
því einn maður innan
Samfylkingarinnar vill sjá
hana sem forseta. Sá mað-
ur er Össur Skarphéð-
insson, formaður Sam-
fylkingarinnar.
Össur er greinilega ekkienn búinn að meðtaka
þá staðreynd að Ingibjörg
Sólrún, svilkona hans og
samherji, er svo gífurlega
dýrmæt Samfylkingunni
að færi hún í forseta-
framboð væri það póli-
tískt sjálfsmorð fyrir
flokkinn,“ segir á vefriti
ungra jafnaðarmanna.
„Annar eins bjargvættur
vinstri afla í íslenskri póli-
tík hafði ekki sést í ára-
raðir þegar hún tók við
borginni 1994 og sigrum
hennar er ekki lokið.
Undirritaðri blöskraði
heima í stofu þegar hinn
svokallaði formaður okk-
ar taldi upp kosti þess ef
hún færi í framboð og
sparaði ekki lofsyrðin;
hún yrði glæsilegur for-
seti og myndi sóma sér
stórkostlega í forseta-
embætti.“
Ekki er efast um ágætiIngibjargar til að
gegna forsetaembættinu
en það sagt dularfullt að
Össur tilkynni það í fjöl-
miðlum að þar eigi hún
heima. Allir stuðnings-
menn Ingibjargar séu á
því að pólitíkin sé hennar
vettvangur þó að formað-
ur Samfylkingarinnar
hafi ekki nefnt það. „Öss-
ur vill ef til vill að Ingi-
björg fari í framboð, þótt
það brjóti í bága við vilja
stuðningsmanna hennar.
Við getum ef til vill reikn-
að með því að Ingibjörg
fari í forsetaframboð á
þeim degi sem Össur
hættir að tala af sér, því
langt verður í það,“ segir
í ritstjórnargrein á poli-
tik.is, vefriti ungra jafn-
aðarmanna.
STAKSTEINAR
Brotthvarf Ingibjargar
yrði pólitískt sjálfsmorð
Samfylkingarinnar
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur að undanförnugert heiðarlegar tilraunir til að
selja fjölskyldubílinn. Áður en lagt
var af stað í þá gönguför var ríkjandi
mikil bjartsýni á heimilinu um að
bíllinn myndi rjúka út. Ökutækið er
vel með farið og það sem hefur gefið
sig hefur verið endurnýjað eins og til
dæmis staðalbúnaður sem fram-
ljósin eru. Bíllinn hefur reglulega
verið smurður, þveginn, bónaður og
þjónustuskoðaður og því hlotið allt
það viðhald sem við, mannfólkið,
klikkum stundum á að veita okkur.
Víkverji hefur uppi áform um að
skipta bílnum út fyrir annan stærri
og nýrri og vill því reyna að selja
hann beint og sleppa við að láta um-
boðið taka gripinn upp í. Uppítöku-
verð umboðanna er nefnilega tölu-
vert frábrugðið markaðsvirði, meira
en Víkverji hafði látið sér detta í
hug. Í söluskoðunum eru minnstu
áverkar og útlitsgallar verðlagðir á
tugi þúsunda króna og smásmugu-
legar aðfinnslur gerðar.
x x x
FYRST var bíllinn auglýstur í blöð-unum og fékk hann nokkra at-
hygli. Mikið var hringt, það vantaði
ekki, og alls konar spurningum
rigndi yfir Víkverja. Þannig hringdi
ung kona og spurði hvað vélin væri
stór í bílnum. „1.600,“ svaraði Vík-
verji og taldi sig vera nokkuð hreyk-
inn af þeirri stærð, hvað sem sú tala
þýðir nákvæmlega í hans huga. En
þetta dugði ekki konunni ungu. „Nú,
bara 1.600,“ sagði hún og var víst að
leita sér að 2.000-vél. Þar með lauk
því símtali, eins og svo mörgum án
þess að gefa meira af sér.
Karlmenn hafa að vísu oftast
hringt og sumir þeirra verið afar
áhugasamir. Reyndar voru tveir
komnir á fremsta hlunn með að
kaupa bílinn en á síðustu stundu
hættu þeir við. Víkverji fékk sterk-
lega á tilfinninguna að þar hefði
„rödd skynseminnar“ náð sínu fram,
því í gegnum símalínurnar heyrðist í
síspyrjandi kvenmannsröddum.
x x x
NÚ hefur för Víkverja endað hjáfagmönnum, öflugum bílasölum
sem ætla að gera sitt besta til að fjöl-
skyldubíllinn seljist. Þeir taka að
vísu sín laun fyrir en Víkverji láir
þeim það ekki. Hann hefur komist að
því að framboðið á markaðnum er
gríðarlegt og fjölbreytnin eftir því.
Eflaust gleðjast bílasalar í hvert
sinn sem sala tekst eftir „gamla lag-
inu“. Víkverji hefur nefnilega sterk-
an grun um að sönnum bíleigendum
hafi snarfækkað hér á landi síðustu
misserin. Endar þetta eflaust með
því að FÍB, Félag íslenskra bifreiða-
eigenda, verður annaðhvort að
skipta um nafn eða innlima fjármála-
fyrirtækin í félagið. Rifjast af þessu
tilefni upp ágæt saga af lands-
frægum poppara sem skoðaði glæ-
nýjan jeppa vinnufélaga síns, gekk í
kringum hann, sparkaði í dekkin og
spurði: „Glitnir eða Lýsing?“
Morgunblaðið/Kristinn
Erfiðara er en margur heldur að
selja bíl um þessar mundir.
Of feitar – þriðja
flokks konur?
ÉG er ein af þeim sem
þurfa meðferð glasafrjóvg-
unardeildar LSH til að
verða ófrísk, að ég hélt.
Er ég fór í viðtal til eins
af læknum deildarinnar var
mér tjáð að ég kæmist ekki
í meðferð vegna þess að ég
væri of feit, ég skyldi heim í
megrun og hafa svo sam-
band eftir að x mörg kíló
væru farin.
Aldrei áður hefur mér
verið hafnað í læknismeð-
ferð vegna þyngdar.
Mér er því spurn hvort
konur sem eru of þungar
séu orðnar þriðja flokks?
Hver ákveður hverjar
geta fengið meðferð og
hverjar ekki? Er verið að
búa til sérreglur fyrir feitar
konur sem hægt er að neita
um meðferðir? Ekki er
hlaupið að því að grennast
um 10–40 kg, jafnvel á
skömmum tíma. Eftir því
sem konan eldist minnka
líkur á árangri og vinnur
tíminn því gegn okkur.
Konan gæti þurft fleiri og
erfiðari meðferðir. Fyrsta
meðferð í glasafrjóvgun
kostar 137.000, fjárhæð
sem reynist flestum erfitt
að reiða fram.
Feitar konur hafa alla tíð
átt börn og hvers vegna
megum við það ekki líka
sem þurfum á aðstoð að
halda?
Barnlaus og feit.
Veitingastaður í
Bessastaðahreppi
NÝLEGA var ég á ferð í
Bessastaðahreppi en það er
gaman að fylgjast með
hvað byggð vex ört á þess-
um friðsæla stað.
Ég kom að lítilli verslun í
nýbyggðu húsi er kallast
Bess-inn en einnig er lítill
fallegur veitingastaður í
sama húsi.
Ég og kona mín ákváðum
að prufa þennan veitinga-
stað og síðan höfum við far-
ið fjórum sinnum í Bess-inn
aðeins til að borða og því-
líkur matur, algjört lostæti
á mjög góðu verði og við er-
um sammála um að við
munum halda áfram að
keyra á Álftanesið aðeins
til að borða ljúffengan mat.
Ég vil því vekja athygli á
þessum glæsilega litla veit-
ingastað.
Friðrik Ingi Óskarsson.
Hafið bláa – frábær
veitingastaður
GOTT fólk vildi gleðja mig
að gefnu tilefni er haldið
var upp á stórafmæli og
fyrir valinu varð Hafið bláa
sem er við ósa Ölfusár eða
réttara sagt spölkorn frá
Selfossi.
Hafið bláa er á hól við
veginn og góð bílastæði þar
í kring. Veitingasalurinn er
látlaus en huggulegur,
þjónusta frábær og bæði
kjötréttir og fiskréttir
mjög góðir. Setið er við
stóran glugga og hafið er
rétt hjá og öldurnar ekki
langt undan.
Mér fannst frábært að
koma þarna og ætla svo
sannarlega að bjóða þang-
að gestum sem heimsækja
mig.
En Vegagerðin og eig-
endur veitingastaðarins
ættu að koma upp áberandi
sjálflýsandi vegvísi sem
komið væri fyrir ekki langt
frá er farið er frá Selfossi,
það myndi örugglega koma
sér vel fyrir væntanlega
gesti.
Vilhjálmur K.
Sigurðsson,
Njálsgötu 48a, Rvík.
Tapað/fundið
GSM-sími í óskilum
GSM-sími fannst á bíla-
stæði við Ármúlaskóla 16.
okt. sl. Upplýsingar í síma
663 4855.
Gullhringur
týndist
BREIÐUR gullhringur
með ígreyptum rákum
týndist sl. laugardag, lík-
lega Kringlunni, Garðabæ
eða í miðbænum. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 899 6669.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
LÁRÉTT
1 tvöfaldan hnút, 8 býsn,
9 heitir, 10 gljúfur, 11
kroppa, 13 tautar, 15
óþokka, 18 svera, 21
leðja, 22 fatnaður, 23
gufa, 24 útdauð dýr.
LÓÐRÉTT
2 bál, 3 greiða, 4 heil-
næmt, 5 ósætti, 6 þekkt, 7
konur, 12 álít, 14 sætti
mig við, 15 fébætur, 16
forstöðumaður klausturs,
17 svala, 18 auðveld, 19
börðu, 20 nytjalanda.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 hemla, 4 þokki, 7 nakin, 8 örkin, 9 sól, 11 arra,
13 grun, 14 glæta, 15 haga, 17 trúr, 20 eta, 22 fúlar, 23
fælum, 24 sinnna, 25 afurð.
Lóðrétt: 1 henda, 2 mókir, 3 agns, 4 þjöl, 5 kækur, 6
innan, 10 ófætt, 12 aga, 13 gat, 15 hafís, 16 galin, 18
rellu, 19 rómuð, 20 erta, 21 afla.
Krossgáta
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16