Morgunblaðið - 29.10.2003, Page 44

Morgunblaðið - 29.10.2003, Page 44
KVIKMYNDIR 44 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VESTRAR eiga ekki upp á pall- borðið hjá bíógestum þessa dagana og spurning hvort þeir ná því marki í stafrænni brelluframtíð. Þessi deyj- andi kvikmyndagrein á veika von á meðan karlar, gamlir í hettunni eins og Eastwood og Costner, eru á meðal vor. Costner skráði nafn sitt í kvik- myndasöguna með Dönsum við úlfa (Dances With Wolves) (’90), síðan hefur gengi hans farið smám saman fallandi. Eftir margvíslega tilrauna- starfsemi á síðari árum snýr Costner nokkuð brattur til baka með vestra á sígildu nótunum. Hér eru góðir menn og vondir, víðáttan mikla, kvenkostur sem finnur ástina í þann mund sem piparinn er að verða hennar megin- krydd í tilveruna, skuggaleg fortíð sem plagar garpinn, óhrjálegur land- nemabær, blóði drifinn lokabardagi, reið inn í sólsetrið. Hráefnið er til staðar líkt og þekking á vinnubrögð- um Johns Ford, Sergios Leone, o.fl. meistara formsins. Menn víðáttunnar eru Boss Spear- man (Robert Duvall), roskinn kúa- bóndi sem elur hjörð sína á beitilönd- um villta vestursins með aðstoð félaga síns, Charley Waite (Kevin Costner), og kúasmalanna Button (Dirgo Luna) og Mose (Abraham Benrubi). Komið er fram á ofanverða 19. öld. Vestrið að breytast, voldugir landeigendur og kúabændur þola illa beitarmenn sem Spearman og í myndarbyrjun lendir hann í útistöð- um við Baxter (Michael Gambon), sem ríkir yfir landinu þar sem hjörð farandbóndans heldur sig. Mose er sendur erinda í landnemaþorpið þar sem hann er barinn til óbóta. Baxter, sem ræður yfir bænum og löggæsl- unni, er að kenna þeim lexíu. Þegar Spearman og Waite finna Mose í fangelsinu er þeim tjáð af Baxter að hlutirnir fari enn verr ef þeir hypji sig ekki á brott með sitt stóð. Þannig hefjast átök góðs og ills á gamalkunnan máta. Baxter grunar ekki, í skjóli valds, auðs og spilltrar löggæslu, að hann hefur kallað yfir sig réttláta reiði óbilgjarnra heiðurs- manna sem líða engum átroðning. Aukinheldur kemur ástin til sögunn- ar og blandast inn í grimmilegt upp- gjör beitarmanna og óaldarlýðs Baxt- ers. Lokabardaginn minnir frekar á vestrana hans Leones, blóði drifinn og heiftarlegur. Að öðru leyti heldur leikstjórinn Costner sig í hjólförum Fords, Stevens auk annarra landa sinna og ratar slóðina ásættanlega lengst af. Í lokin tapar hann þó áttum, eða öllu frekar handritshöfundurinn, sem íþyngir áhorfandanum með lang- dreginni og ósannfærandi rómantík. Costner hefur fengið til liðs við sig hæfileikaríkan kvikmyndatökumann sem bætir Menn víðáttunnar til muna, en hún er tekin á óspilltum víð- áttum norður í Kanada. Sviðsmyndir eru hráar og trúverðugar. Duvall er hjarta myndarinnar, uppstökkur og sérsinna en öðlingur undir hrjúfu yf- irborðinu. Á sama hátt er Gambon í essinu sínu sem fantur og hörkutól undir enn groddalegri skráp. Allir þessir þættir gera Menn víðáttunnar mikilúðlega fyrir augað. Bening get- ur ekki mikið gert fyrir vanskrifað hlutverk en Michael Jeter (The Green Mile), skilar með ágætum smáhlutverki stallarans. Costner er ábúðarmikill en skelfi- lega húmorslaus og í sannleika sagt eru þau ekki upplífgandi hjónaefni að sjá, hann og Bening. Costner á þó þakkir skildar fyrir að halda lífinu í vestranum. Öðlingar og morðingjar MENN VÍÐÁTTUNNAR / OPEN RANGE Regnboginn Leikstjóri: Kevin Costner. Handrit: Craig Storper, byggt á bókinni „The Open Range Men“ eftir Lauran Paine. Kvik- myndatökustjóri: James Muro. Tónlist: Michael Kamen. Aðalleikendur: Robert Duvall, Kevin Costner, Annette Bening, Michael Gambon, Michael Jeter, Diego Luna, James Russo, Abraham Berubi, Dean McDermott. 135 mínútur. Touch- stone Pictures 2003.  Sæbjörn Valdimarsson ¡Viva España! Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri ::: Philippe Entremont Einsöngvari ::: Ginesa Ortega FIMMTUDAGINN 6. NÓVEMBER KL. 19:30 Kvikmyndatónleikar Hljómsveitarstjóri ::: Rick Benjamin Edwin S. Porter ::: Lestarránið mikla Buster Keaton ::: Hershöfðinginn LAUGARDAGINN 8. NÓVEMBER KL. 15:00 Kvikmyndatónleikar Hljómsveitarstjóri ::: Rick Benjamin Amerískar gamanmyndir eftir Charlie Chaplin, Harold Lloyd og Buster Keaton TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI FIMMTUDAGINN 30. OKTÓBER KL. 19:30 Juan Arriaga ::: Sinfónía í d-moll E. Granados/Guimovart ::: Goyescas svíta Jesús Guridi ::: Diez melodías vascas Manuel De Falla ::: El amor brujo Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 1/11 kl 14 - UPPSELT, Su 2/11 kl 11 - UPPSELT Su 2/11 kl 14 - UPPSELT, Lau 8/11 kl 14 - UPPSELT, Su 9/11 kl 14 - UPPSELT, Lau 15/11 kl 14 - UPPSELT Su 16/11 kl 14 - UPPSELT, Lau 22/11 kl 14, - UPPSELT Su 23/11 kl 14- UPPSELT, Lau 29/11 kl 14 - UPPSELT, Lau 29/11 kl 17 - AUKASÝNING, Su 30/11 kl 14 - UPPSELT, Lau 6/12 kl 14, Lau 6/12 kl 17 - AUKASÝNING Su 7/12 kl 14 - UPPSELT Lau 13/12 kl 14, Su 14/12 kl 14, Lau 27/12 kl 14, Su 28/12 kl 14 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 NÝJUNG - GLEÐISTUND Í FORSALNUM Forsalurinn opnar klukkutíma fyrir kvöldsýningu Girnileg smábrauð og léttar veitingar á tilboðsverði Njótið þess að gefa ykkur góðan tíma í leikhúsinu ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: THE MATCH eftir Lonneke Van Leth -heimsfrums. SYMBIOSIS eftir Itzik Galili PARTY eftir Guðmund Helgason 4. sýn fi 30/10 kl 20 - græn kort 5. sýn su 2/11 kl 20 - blá kort Fö 7/11 kl 20, Su 16/11 kl 20 COMMONNONSENSE e. CommonNonsense byggt á myndlist Ilmar Stefánsdóttur Frumsýning fi 6/11 kl 20, Su 9/11 kl 20, Mi 12/11 kl 20, Fi 13/11 kl 20, Lau 15/11 kl 20 ATH. Takmarkaður sýnngafjöldi KVETCH e. Steven Berkoff í samstarfi við á SENUNNI Fi 30/10 kl 20- UPPSELT, Fö 31/10 kl 20 - UPPSELT Su 2/11 kl 20- UPPSELT, Fö 7/11 kl 20, Lau 8/11kl 20-UPPSELT, Fö 14/11 kl 20, Su 16/11 kl 20 Ath: Aðeins örfáar sýningar 15:15 TÓNLEIKAR - Mussorgski Barnaherbergið - Söngvar og dansar um dauðann Lau 1/11 kl 15:15 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! HÆTTULEG KYNNI byggt á sögu Laclos í samstarfi við DANSLEIKHÚS MEÐ EKKA Fö 31/10 kl 20, Lau 1/11 kl 20 Aðeins þessar sýningar PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Lau 1/11 kl 20, Su 9/11 kl 20, Lau 15/11 kl 20 Síðustu sýningar ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 31/10 kl 20, Lau 8/11 kl 20, Fö 14/11 kl 20 Lau 22/11 kl 20 Tónleikar laugardagskvöldið 1. nóvember 2003 kl. 20 eftir Kristínu Ómarsdóttur sýn. fim. 30. okt Lokasýning Örfá sæti Sýningin hefst klukkan 20. „Fólk hættir ekki að hugsa um þetta leikrit eftir að ljósin kvikna....;“ Ármann Jakobsson á murinn.is Miðasala í 555 2222 eða á theater@vortex.is Mink leikhús erling Fös 31.10. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Lau 08.11. kl. 20 LAUS SÆTI Fös 14.11 kl. 20 LAUS SÆTI Lau 22.11. kl. 20 LAUS SÆTI Fös 28.11. kl. 20 LAUS SÆTI Ósóttar pantanir seldar daglega Miðasala í síma 552 3000 Miðasala opin 15-18 virka daga Ósóttar pantanir seldar daglega loftkastalinn@simnet.is Einnig sýnt í Freyvangi Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45. Tenórinn Sýn. sunnud. 2. nóv. kl. 20.00. Sýn. laugard. 8. nóv. kl. 20.00. Sýn. sunnud. 16. nóv. kl. 20.00. Sýn. laugard. 22. nóv. kl. 20.00. Sýn. sunnud. 29. nóv. kl. 20.00. Sýn. laugard. 2. des. kl. 20.00. Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda 150 sýning Fim. 30. okt. kl. 21.00. UPPSELT Fös. 31. okt. kl. 21.00. UPPSELT Félagsheimilið Hvolur, Hvolsvelli. Lau. 01. nóv.kl. 21.00. UPPSELT Kiwanishúsið Vestmannaeyjum. Fös. 07. nóv. og 8 nóv. kl. 21.00. WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Ólafía Sýn. mið. 29. okt. kl. 20.00. UPPSELT Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is MIÐVIKUDAGINN 29/10 - KL. 19 UPPSELT MIÐVIKUDAGINN 5/11 - KL. 19 LAUS SÆTI FIMMTUDAGINN 6/11 - kl. 19 LAUS SÆTI ATH! SÝNINGUM FER FÆKKANDI - ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.