Morgunblaðið - 29.10.2003, Page 48
THE STROKES – Room on Fire
Ókei, kannski engin
bylting hér á ferð,
heldur meira af því
sama. En þetta
sama er bara svo
fjandi gott, eigin-
lega alveg frábært, í
öllum sínum ófrumleika, kæruleysi og
töffaraskap. Julian Casablanca er
gjörsamlega fyrirmunað að semja lag
sem ekki er grípandi. MUSE – Absolution
Matt Bellamy er
séní. Það sýndi
hann fyrst á síðustu
plötu Origin of
Simmetry og sann-
ar hér á Absolution,
rökréttu framhaldi.
Enn skellir hann
skollaeyrum við öllu tali um tilgerð og
mikilmennskubrjálæði. Hin hliðin á
þeim peningi er líka metnaður og
hugrekki – sem hann á nóg af.
Herslumuninn vantar þó upp á að hér
sé á ferð jafnoki meistaraverksins síð-
asta. DIDO – Life For Rent
Alltaf dúkka upp metsöluplöturnar
sem hafa að geyma tvo til þrjá flotta
og fræga smelli en restina rækilega
skelli. Þessi önnur plata Dido kemst
þó óþægilega nálægt því að komast í
þann flokkinn. Frábær fyrsta smá-
skífan, „White
Flag“. Restin
hættulega óspenn-
andi en meinlaus þó
ef hún er mjög lágt
stillt, spiluð í bak-
grunni í háværum
saumaklúbbi. ELBOW – Cast of Thousands
Hljómaði satt best að segja ekki vel
við fyrstu hlustun –
enda þunglamanleg
í meira lagi. En líkt
og fyrsta platan
vinnur hún gletti-
lega vel á enda
vandaðir tónlistar-
menn með afbrigðum. Breytir þó því
ekki að þeir mættu nú aðeins fara að
létta lundina því einstaka lög verða
hreint og beint leiðinleg í allri sinni
eymd. STING – Sacred Love
Hvað sumum getur
förlast! Að hugsa
sér að þetta sé tón-
list eftir mann sem
var í The Police og
sendi frá sér
prýðissólóplötur á
við Dream of the Blue Turtle og
Nothing Like the Sun. Ekkert að því
að hafa það náðugt og róast með
árunum en það þýðir ekki að maður-
inn þurfi að verða svona leiðinlegur.
Eina glætan er fínt upphafslag, „In-
side“. Skarphéðinn Guðmundsson
Erlendar plötur
Hvað ertu að
hlusta á um
þessar mund-
ir?
Í gærkvöldi var
ég að hlusta á
Hana nú með Vilhjálmi Vil-
hjálmssyni. Hann er bestur.
Uppáhaldsplata?
Fisherman’s Blues með The
Waterboys. Hún minnir mig á
fallegt sumar í suður-frönsku
klaustri og hjólreiðatúra með-
fram sólblómaökrum.
Hvaða plötu setur þú á á
laugardagskvöldi?
In Search of ... með N*E*R*D
eða Ten með Pearl Jam.
Hvaða plötu setur þú á á
sunnudagsmorgni?
Long Gone Before Daylight með
The Cardigans, Sea Change
með Beck eða Vestmanna-
eyjadiskinn með Sextett Ólafs
Gauks. Ég þarf að læra textann
við „Villta strengi“.
Hver er fyrsta platan sem
þú keyptir þér?
Hún er með öllum bestu lögum
Jimi Hendrix.
Gerður Kristný
rithöfundur og ritstjóri Mannlífs
Þetta vil
ég heyra
48 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SG DV
Empire
Kvikmyndir.is
SV MBL
Ævintýraleg spenna, grín og hasari l , í
KRINGLAN
Kl. 5.50, 8 og 10.10.
Með hinum hressa Seann William Scott
úr “American Pie” myndunum og harðjaxlinum
The Rock úr “Mummy
“The Scorpion King.”
e hinu hressa Seann illia Sc tt
úr “ erican ie” yn unu har jaxlinu
The ck úr “ u y
“The Sc r i n in .”
Beint á
toppin
n
í USA
ROGER EBERT
KVIKMYNDIR.IS
SG DV
HJ MBL
Ævintýraleg spenna, grín og hasari l í
The Rundown
er mikil
rússíbanareið
og hún nær
þeim
ævintýrablæ
og húmor sem
einkennir m.a.
Indiana Jones
myndirnar.
H.K. DV.
Heimsfr
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.Sýnd kl. 10. B.i. 16.Sýnd kl. 6. B.i. 14.
6 Edduverðlaunl
SG DV
Empire
Kvikmyndir.is
SV MBL
„Fyndnasta barátta
kynjanna á tjaldinu
um langa hríð“
ATH!AUKASÝNINGKL. 9.05
Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 5.45 og 8.15.
Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni.
Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að.
Sýnd kl. 5.50, 8, 9.05 og 10.15.
SV MBL
Tvímælalaust ein albesta mynd ársins
sem slegið hefur rækilega í gegn í USA
Stórmynd sem engin má missa af.
M.a. Besta mynd ársins
Heimsfrumsýning
5. nóv.
ÞAÐ þótti sæta tíðindum er ungt írskt
söngvaskáld, Damien Rice, hreppti banda-
rísku Mercury-verðlaunin (Shortlist Music
Prize) og sló þar með fólki eins og Yeah Yeah
Yeahs, Interpol, Cat Power og The Streets
við. Ekki það að hann hafi ekki átt verðlaunin
skilið en fyrsta plata hans, O, hefur vakið
lærða sem leika upp til vitneskju um þennan
unga Íra. Blæðandi einlægni hans á téðri
plötu er að sönnu heillandi og merkilegt að
um fyrstu plötu listamanns sé að ræða.
Kom út fyrir einu og hálfu ári
Rice óls upp í Kildare-sveit, sem liggur rétt
utan við Dyflinni. Ungur hneigðist hann til
lista; fór að mála og glamra á gítar. Hann
setti svo saman band sem kallaðist Juniper og
lék það fremur hefbundið nýbylgjurokk.
Þeim auðnaðist þó að komast að hjá Polydor
árið 1997 eftir sex ára barning og gáfu út
tvær smáskífur þar sem fengu ágætis spilun í
írska útvarpinu. Rice hætti svo árið 1999, fór
í bakpokaferðalag um Evrópu í ár og hressti
sig við (félagar hans héldu áfram undir öðru
nafni, Bell X1, og eru enn starfandi). Rice
sneri svo aftur innan árs og náði að nurla
saman peningum til að taka upp prufuupp-
tökur. Þær rötuðu m.a. til David Arnold,
dans- og kvikmyndatónlistargerðarmanns
sem varð þegar yfir sig hrifinn (og sér m.a.
um strengjaútsetningu í einu laginu). Arnold
tók upp fyrstu smáskífu Rice, „The Blower’s
Daughter“, og gaf út haustið 2001. Platan O
kom svo út í febrúar 2002 í Írlandi þannig að
það er ljóst að hún er búin að vera til í um eitt
og hálft ár! Líkt og með David Gray og White
Ladder þá er O búin að vera nettur svefn-
gengill en er núna heldur betur glaðvöknuð.
Næsta plata?
Það sem er einkennandi fyrir O eru stríp-
aðar útsetningar en oft eru það bara Rice og
kassagítarinn sem eru á ferðinni. Þá er það
tilfinningaþrunginn flutningur Rice sem hitt-
ir menn beint í hjartað. Heildarpakkinn er
einnig afar aðlaðandi en í umbúðum eru
myndir eftir Rice, ljóð og síðan ljósmyndir af
vinum og félögum.
Nú hafa verið gefnar út fjórar smáskífur af
plötunni, áðurnefnt lag, „The Blower’s
Daughter“, en einnig „Cannonball“,
„Volcano“ og stuttskífan Woman like a Man.
Myndbandið við „Volcano“ hefur verið sýnt í
sjónvarpi hér á landi, þar sem sellóleikarinn
Vyvienne Long kemur einnig fram. Þá syng-
ur söngkonan Lisa Hannigan einnig með hon-
um á plötunni og á tónleikum nýtur hann að-
stoðar þeirra tveggja og hljómsveitar.
Og nú er þegar farið að tala um næstu
plötu. Menn vilja bóka hljóðverstíma, eitt-
hvað sem er fáránlegt að mati Rice sjálfs.
Hann segist ekki hafa hugmynd um hvenær
og hvort hann vilji hljóðrita meira.
„Að bóka hljóðver er eins og að bóka tíma á
salernið,“ segir hann, harðákveðinn í hafa
báða fætur á jörðinni.
Damien Rice hittir í hjartastað
Viðkvæma eldfjallið
Damien Rice hefur verið hylltur mjög fyrir frumburð sinn, O.
O er komin út.
www.damienrice.com
arnart@mbl.is
SAFNPLATAN 30#1 Hits – sem
inniheldur 30 lög sem rokkkóng-
urinn kom á topp vinsældalista –
hefur selst í 9
milljónum ein-
taka síðan hún
kom út í fyrra og
fór á toppinn í 26
löndum. Því þarf
vart að koma á
óvart að út sé komið hálfgert fram-
hald hennar.
Nýja safnplatan heitir Elvis 2nd
To None og inniheldur sem fyrr 30
af vinsælustu lögum Presleys,
nokkur af þeim sem ekki komust
fyrir á forveranum vinsæla. Og til
að fara algjörlega að sigurform-
úlunni frá í fyrra – þegar hið
óþekkta „A Little Less Conversa-
tion“ var fært í nýjan búning og sló
í gegn – hefur plötusnúður verið
fenginn til að krukka í gamlan slag-
ara, í þeim meinta tilgangi að „nú-
tímavæða“ hann. Bretinn Paul
Oakenfold valdi að eiga við hið lítt
þekkta „Rubberneckin’“ sem þegar
er farið að njóta töluverðra vin-
sælda og hefur vermt efstu sæti
sölulista í Bandaríkjunum og víðar.
Nýja safnplatan spannar
breiðara svið en sú fyrri, sýnir fleiri
hliðar á söngvara sem segja má að
farið hafi um víðan völl á tveggja
áratuga löngum ferli; var ekki ein-
asta í gamla rokkinu, heldur daðr-
aði einnig við kántrí, sálartónlist,
danstónlist, gospel og rokkabillí
svo eitthvað sé nefnt. Þannig eru
ekki einasta topplög af vinsælda-
listum á safnplötunni heldur einnig
lög sem minnisstæð eru fyrir ann-
arra hluta sakir, eftirlætislög aðdá-
enda, lög sem t.a.m. hafa hlotið
uppreisn æru mörgum árum eftir
að þau komu fyrst út.
Fyrir gallharða Presley-nagla er
gripurinn hvað eftirsóknarverð-
astur fyrir tveggja hluta sakir. All-
ar hljóðritanir sem finna má á plöt-
unni hafa verið teknar til
rækilegrar endurnýjunar, hreins-
aðar upp og trúlega aldrei hljómað
betur. Allra merkilegast þykir þó
trúlegast áður óútgefið lag, „I’m A
Roustabout“, sem upphaflega var
samið fyrir Presley-myndina
Roustabout frá 1964 af Presley-
höfundunum Winfield Scott og Otis
Blackwell en var aldrei notað. Lag-
ið kom í leitirnar eftir að Scott gat
þess í viðtali sem hann veitti fyrr á
árinu. Þetta barst til eyrna umsjón-
armanna nýju safnútgáfunnar sem
ólmir vildu hafa uppi á því og svo
heppilega vildi til að Scott átti upp-
tökurnar í kjallara heimilis síns.
Ný Elvis Presley-safnplata komin út
Enginn annar
Elvis 2nd to None kom út 7.
október.