Morgunblaðið - 01.11.2003, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 01.11.2003, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 11 Mikið úrval af jólafötum Markmið námskeiðsins er að gefa konum tækifæri til að ræða mál sín og fá uppörvun til að ganga gegnum erfiðar tilfinningar inn í frelsi og gleði nýrra möguleika. Námskeiðið er 4 mánudagskvöld frá kl. 17.30-19 og byrjar 3. nóv. Innritun á staðnum. Kvennakirkjan • Laugavegi 59 • s. 551 3934 Lífið eftir skilnað skerðingu sína á bótum til atvinnu- lausra.“ Össur fór einnig inn á efnahags- málin og sagði að samstaða sem náðst hefði um „stórframkvæmdir fyrir austan og víðar gæti skapað hófstillt og töluvert langvinnt hag- sældarskeið,“ þ.e. ef vel tækist til með hagstjórn. Hann sagði að það væri fyrst og fremst í hendi stjórn- valda að vinna úr þessum aðstæðum en aðhald og eftirlit sterkrar stjórn- arandstöðu skipti einnig máli. „Sam- fylkingin hefur því ábyrgðarfullu hlutverki að gegna við þróun efna- hagslífsins. Það þýðir ekki að við þurfum að slá af hugsjónum okkar og sterkum umbótavilja. Það þýðir ekki að við munum ekki setja fram kröfur um að ávinningum velsæld- arskeiðsins verði deilt með rétt- látum hætti til þeirra, sem minnst mega sín og mest þurfa á liðsinni að halda. Það þýðir hins vegar að við munum haga okkur eins og ábyrgt landsstjórnarafl, eins og flokkur sem ætlar, og mun, setjast í rík- isstjórn við fyrsta tækifæri.“ Svigrúm fyrir fernt Össur sagði að allar umbætur Samfylkingarinnar og umbóta- hugmyndir þyrfti að tímasetja með tilliti til þess hvernig hægt væri að beita hagstjórninni „til að ná sem mestu út úr þeim einstöku tækifær- um sem nú eru framundan í efna- hagslífinu,“ eins og hann orðaði það. „Takist það, þá á að skapast á næstu árum drjúgt svigrúm fyrir fernt: Í fyrsta lagi hóflegar skattalækkanir eins og Samfylkingi hefur boðað. Í öðru lagi til að hrinda í framkvæmd drjúgum hluta af þeim umbótum í velferðarmálum sem Alþýðu- samband Íslands hefur rökstutt svo vel. Í þriðja lagi að rétta hlut sveit- arfélaganna og undirbúa frekari til- færslur á verkefnum til þeirra. Og í fjórða lagi að ráðast í það sem Sam- fylkingin telur úrslitaatriði um vel- sæld framtíðarinnar, en það er að stórefla fjárfestingar í menntun.“ Össur sagði að þetta allt gæti orðið ávinningurinn ef ólíkum öflum á vinnumarkaði og á stjórnmálasvið- inu tækist að stilla saman strengi. „Samfylkingin vill taka þátt í slíku þjóðarátaki.“ EES ekki til frambúðar Össur vék einnig að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. „EES-samningurinn gengur nú í gegnum hverjar hremmingarnar á fætur öðrum. Nú síðast hafa Liech- tenstein-búar tekið samninginn í gíslingu vegna óskiljanlegrar eigna- þrætu við Tékka og Slóvaka. Upp- bygging samningsins er þannig að 25 þúsund manna ríkið Liechten- stein getur haldið markaðsaðgengi og þar með afkomu Íslands og Nor- egs í fullkominni óvissu vegna óskylds máls. Við það óröyggi er ákaflega erfitt að búa. Þetta undir- strikar veikleika EES-samnings- ins.“ Össur sagði að þetta skýrði betur en flest annað að við gætum ekki byggt á EES-samningnum til fram- búðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Um 700 þingfulltrúar höfðu skráð sig á landsfund Samfylkingarinnar og var setið í hverju sæti í íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum í gær. Að lokinni setningarhátíð og ræðu formanns voru fjölmennar umræður í fjórum málstofum. STJÓRN Félags íslenskra leikara hefur sent frá sér eftirfarandi opið bréf til fulltrúa á landsfundi Sam- fylkingarinnar: „Ágæti Samfylkingarfélagi. Eins og kunnugt er hefur Leik- félag Reykjavíkur átt við gífurlegan fjárhagsvanda að etja. Stöðugildum leikara hefur fækkað úr 28 fastráðn- um leikurum niður í 13. Lausráðnir leikarar höfðu u.þ.b. 15 stöðugildi á ári en hafa nú 10. Fastráðnir leik- mynda- og búningahöfundar finnast ekki lengur. Fjöldi annarra starfs- manna leikhúsins hefur misst vinn- una. Þetta er gífurleg blóðtaka fyrir leikhúslistamenn á Íslandi sem hing- að til hafa ekki haft of mikið starfs- öryggi. Núverandi ráðamenn borg- arinnar hafa kosið að loka augum sínum fyrir því mikilvæga hlutverki sem Borgarleikhúsið gegnir sem annar stærsti vinnuveitandi lista- manna á Íslandi. Borgarleikhúsið er glæsilegasta og best búna leikhús landsins og þrátt fyrir að síðasta leikár hafi tek- ist afar vel og áhorfendur á leiksýn- ingar og aðra viðburði í Borgarleik- húsinu hafi verið á annað hundrað þúsund manns þá dugar það ekki til. Samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar er til ársins 2012 og hafa stjórnendur LR gert sem í þeirra valdi stendur til að upp- fylla samninginn, en allt kemur fyrir ekki, borgaryfirvöld eru ekki til við- tals um lagfæringu á framlagi borg- arinnar. Við segjum lagfæringu því framlagið er of lágt. Í tíð fyrrum borgarstjóra ríkti gagnkvæmur skilningur og þegar sá mikli vandi sem við blasti var ljós þá fékk þáverandi borgarstjóri sam- þykki borgarráðs fyrir aukafjárveit- ingu og vildi í framhaldi af því skoða málið og finna viðunandi lausn því að samningurinn væri greinilega óhag- stæður Leikfélagi Reykjavíkur. Ef sú aukafjárveiting sem var veitt af fyrrum borgarstjóra fengist til fram- búðar væru störf fjölda listamanna tryggð, sem og öflugt listrænt starf í Borgarleikhúsi. Borgarleikhúsið er einn af þremur vinnuveitendum leikhúslistamanna sem greiðir laun skv. kjarasamn- ingum. Ef leiklist á að þrífast á Ís- landi er nauðsynleg að viðhalda öfl- ugu Borgarleikhúsi. Við skorum á þig, kæri samfylk- ingarfélagi, að þrýsta á fulltrúa þína hjá R-listanum svo að borgaryfirvöld hefji alvöru viðræður við stjórnendur Leikfélags Reykjavíkur með það að takmarki að tryggja áframhaldandi rekstur öflugs leikhúss og listastofn- unar í Borgarleikhúsi. Með fyrirfram þökk og ósk um góðan landsfund, stjórn Félags íslenskra leikara, Randver Þorláksson, Edda Arnljótsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Helga I. Stefánsdóttir.“ Opið bréf til fulltrúa á landsfundi Samfylkingarinnar Borgaryfirvöld hefji alvöru við- ræður við LR fjölmiðla er upplýsa um mál er varða almannahagsmuni. Lagt er til að tekið verði upp í stjórnarskrána ákvæði um að stjórnmálaflokkarnir taki þátt í skoðanamyndun þjóðarinnar, séu lýðræðislega skipulagðir og gæti lýðræðis innan sinna vébanda. Jafn- framt að í stjórnarskrá verði kveðið á um skyldu þeirra til að gera grein fyrir fjárreiðum sínum. Baráttumál Samfylkingarinnar er að tryggja stórauknar fjárfestingar í menntun, jöfn tækifæri til mennt- unar alla ævi og markvissar umbæt- ur á öllum skólastigum. Fjölbreytt og traust menntun sé grundvöllur velferðar þjóðarinnar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Í þessu ljósi, segir í drögum um mennta- og menningarmál, vill landsfundur að skólavist fimm ára barna verði gjaldfrjáls með sama hætti og grunnskólinn. Nýta skuli betur fyrstu ár grunnskólans með auknum áherslum á upplýsinga- tækni, raungreinar, tungumál og sköpun. Þá segir að útskriftaraldur úr framhaldsskóla verði lækkaður og kannaðir verði kostir þess og gallar að börn hefji grunnskólanám einu ári fyrr en nú sé. Afnema ábyrgðar- mannakerfi LÍN Styrkja á stöðu pilta í skólakerf- inu og efla stoðkerfi allra skólastiga vegna fatlaðra nemenda og nem- enda með sérþarfir eins og lestr- arerfiðleika. Gera á sérstakt átak, samkvæmt drögunum, til að tryggja eðlilega námsframvindu þeirra barna sem ekki hafa íslensku sem fyrsta mál og íslenskra barna sem lengi hafa búið erlendis. Hafnað er skólagjöldum í öllu námi í grunn- og framhaldsskólum og í háskólum hins opinbera. Þá seg- ir að endurskoða verði framfærslu- grunn námsmanna sem liggi að baki útreikningi námslánaþarfar. Af- nema verði ábyrgðarmannakerfi námslána í því skyni að tryggja fullt jafnræði allra til að taka námslán, óháð aðstæðum aðstandenda náms- manna. Landsfundur Samfylkingar vill verja vaxandi hlutfalli af landsfram- leiðslu til menntamála samkvæmt drögum að ályktun og fjárfest verði í víðtæku menntaátaki. Listnám og nýsköpun verði aukin með því að hlúa að skapandi starfi í grunn- og framhaldsskólum, m.a. með skipu- lögðu samstarfi við frumkvöðla, lista- og vísindamenn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Margrét Frímannsdóttir, Jóna Dóra Karlsdóttir og eiginmaður hennar Guðmundur Árni Stefánsson á landsfundi Samfylkingarinnar í gær. Össur Skarphéðinsson gerði að- búnað og kjör verkamanna við Kárahnjúka að umtalsefni í ræðu sinni á landsfundi Samfylking- arinnar. Hann sagði að baráttan við Kárahnjúka væri baráttan fyrir grundvallarréttindum. „Við förum ekki í grafgötur með að tapist hún mun það leiða til gagngerra breyt- inga á vinnumarkaði. Erlendar starfsmannaleigur munu þá í stórum stíl flytja inn fátækt verka- fólk til að vinna erfiðustu störfin á lágmarkstöxtum við lágmarks- aðbúnað.“ Össur sagði að Samfylk- ingin hefði sett málefni starfs- mannaleigna og farandverkafólks á dagskrá hjá EFTA. „Við höfum tek- ið málið upp við systurflokka okkar á Norðurlöndunum og ég flyt ykkur nú þær fregnir að við munum taka málið upp á vettvangi mannrétt- indanefndar Evrópuráðsins í næsta mánuði.“ Kárahnjúkadeil- an til mannrétt- indanefndar LÚÐVÍK Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði í ávarpi sínu við upphaf landsfundar Samfylking- arinnar í Hafnarfirði í gær að „rík- isstjórn íhalds og framsóknar stæði höllum fæti og hefði aldrei á sínum ferli mætt veikari til þings en nú á þessu hausti.“ Sagði hann að þá stöðu yrði Samfylkingin að nýta sem kostur væri. Lúðvík sagði ennfremur að krafa um samfylkingu jafnaðar- og fé- lagshyggjufólks hefði alla tíð verið skýr í hugum þjóðarinnar. „Sá lang- þráði draumur er orðinn staðreynd og sú staðreynd er ekki aðeins okk- ar styrkur, heldur felur hún í sér ríka skyldu gagnvart þjóðinni og samfélaginu.“ Hann sagði að staða og styrkur Samfylkingarinnar væri meiri en margir gerðu sér grein fyrir. „Við höfum á að skipa öflugri og samhentari sveit þingmanna en nokkru sinni fyrr. Við eigum jafn- framt fjölmennari hóp sveit- arstjórnarmanna en jafnan áður, og kröftugt bakland félaga og stuðn- ingsmanna um land allt. Þennan styrk verðum við að nýta sem kost- ur er.“ Lúðvík Geirsson Ríkisstjórnin stendur höllum fæti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.