Morgunblaðið - 01.11.2003, Side 16
ERLENT
16 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LÍKLEGA hefur aldrei áðurstaðið jafnmikill styr umVladímír Pútín, forsetaRússlands, en margir ala
þann ugg í brjósti, að nýtt alræði sé í
uppsiglingu í landinu. Um síðustu
helgi var auðjöfurinn Míkhaíl Kho-
dorkovskí handtekinn, sakaður um
skattsvik og annað misferli, í fyrra-
dag lögðu saksóknarar hald á meiri-
hluta hlutafjár í fyrirtæki hans, olíu-
félaginu Yukos, og nú hefur verið
staðfest, að Alexander Voloshín,
skrifstofustjóri Pútíns, hafi sagt af
sér. Hafa þessi tíðindi valdið titringi á
rússneskum fjármálamarkaði og
miklu verðfalli í tvígang.
Rússneskir fjármálamenn hafa til
þessa verið einn helsti bakhjarl Pút-
íns en þeir litu líka á Voloshín sem
sinn mann meðal æðstu ráðamanna í
Kreml. Hefur hann verið skrifstofu-
stjóri Pútíns í hálft fimmta ár en var
einnig valdamikill í tíð Borísar Jelts-
íns þegar svokallaðir „ólígarkar“
auðguðust mjög á einkavæðingu rík-
isfyrirtækja. Eru fréttaskýrendur
sammála um, að með með brotthvarfi
hans hafi orðið vatnaskil í Kreml. Þar
sé kominn til valda nýr hópur, það er
að segja fyrrverandi samstarfsmenn
Pútíns innan rússnesku leyniþjónust-
unnar, KGB.
Þessi breyttu valdahlutföll hafa
kynt undir þeim áhyggjum, að í for-
setatíð Pútíns sé verið að snúa þróun-
inni í Rússlandi við. Síðustu óháðu
sjónvarpsstöðinni var lokað í júní og
greinilegt er, að lýðræðið á undir
högg að sækja. Sýndi það sig í kosn-
ingunum í Tétsníu og í St. Pétursborg
en þar voru sigurvegararnir, fram-
bjóðendur hollir Pútín, sakaðir um
margvíslegt misferli, hótanir og fals-
anir.
Andrej Píontkovskí, óháður stjórn-
málaskýrandi, segir, að með brott-
hvarfi Voloshíns sé aðeins einn valda-
hópur í Kreml, KGB-mennnirnir
fyrrverandi sem einnig eru kallaðir
„Tsjekistar“.
„Tsjekistarnir vilja
verða ríkir“
„Uppbygging alræðiskerfisins er
komin vel á veg. Efnahagslífið mun
þróast mjög hægt en einkaeignarrétt-
urinn verður ekki afnuminn vegna
þess, að Tsjekistarnir vilja líka verða
ríkir,“ segir Píontkovskí og hann spá-
ir því, að áhersla Pútíns á náin sam-
skipti við Bandaríkin og Vesturlönd
muni minnka „vegna þess, að það var
Voloshín og hópurinn kringum hann,
sem barðist fyrir henni“.
Pútín hefur þegar skipað Dmítrí
Medvedev sem eftirmann Voloshíns
en Medvedev stundaði nám við sama
háskóla og Pútín og er einn úr þeim
stóra hópi, sem Pútín kom með til
Moskvu frá St. Pétursborg.
Áður en aðförin að Khodorkovskí
hófst var hann að mati Forbes-tíma-
ritsins ríkasti maður Rússlands og
einkaauður hans metinn á rúmlega
600 milljarða ísl. kr. Fréttir voru um,
að hann ætlaði að selja Mobil Exxon
og Chevron Texaco hlut í Yukos og
talað var um, að hann hygðist leggja
olíuleiðslu til Kína. Ýmsar kenningar
eru uppi um hvers vegna hann var
handtekinn en flest bendir til, að
ástæðan sé stuðningur hans við tvo
stjórnarandstöðuflokka.
Sagt er, að þegar Pútín kom til
valda fyrir þremur árum, hafi hann
boðið „ólígörkunum“ upp á þennan
samning: Skiptið ykkur ekki af pólitík
og við munum gleyma ykkar gömlu
syndum.
Khodorkovskí hélt ekki samning-
inn. Hann studdi opinberlega tvo
stjórnarandstöðuflokka og ekki bætti
úr skák fyrir honum, að farið var að
Áhyggjur af vaxandi
alræði í Rússlandi
AP
Tvær skúringakonur spjalla saman við mynd af Míkhaíl Khodorkovskí, að-
aleiganda olíufélagsins Yukos, í höfuðstöðvum þess í Moskvu.
Margir telja, að aðför rússneskra stjórn-
valda að auðjöfrinum Míkhaíl Khodorkovskí
sé til marks um aukna einræðistilburði og
sýni vel áhrif hins nýja valdahóps í Kreml,
KGB-mannanna fyrrverandi. Sagt er, að
þeir ætli sér ekki aðeins að endurheimta
auðinn, sem útdeilt var í forsetatíð Jeltsíns,
heldur einnig að vinda ofan af áherslunni á
náin samskipti við Vesturlönd.
DR. Howard Tolley er prófessor í
stjórnmálafræði og aðjúnkt í lög-
fræði við háskólann í Cincinnati í
Bandaríkjunum, en er þetta miss-
erið gestaprófessor á vegum Ful-
bright-stofnunarinnar við háskólann
í Nijmegen í Hollandi. Yfirskrift fyr-
irlesturs Tolleys var „Pax Americ-
ana and Human Rights: U.S. Secu-
rity Strategy and the Rule of Law“,
en hann var haldinn á vegum félags-
vísindadeildar Háskóla Íslands,
Mannréttindaskrifstofu Íslands og
Stofnunar stjórnsýslufræða og
stjórnmála.
Í fyrirlestrinum gerði Tolley
greiningu á þjóðaröryggisstefnu
Bandaríkjanna eins og hún birtist í
þar að lútandi plaggi sem ríkisstjórn
George W. Bush Bandaríkjaforseta
kynnti í september 2002, en hún var
unnin í kjölfar hryðjuverkanna 11.
september 2001. Tolley athugaði
hvernig nýja þjóðaröryggisstefnan
rímaði við nokkrar grundvallar-
reglur alþjóðlegrar mannréttinda-
löggjafar, þ.á m. réttinn til lífs og
friðar, réttinn til sjálfsákvörðunar
og réttinn til íhlutunar í mannúðar-
skyni.
Í þjóðaröryggisstefnunni – eða
Bush-kenningunni eins og hún er
gjarnan kölluð – eru grundvallar-
atriði stofnsáttmála Sameinuðu
þjóðanna viðurkennd, en skýrt kveð-
ið á um að Bandaríkin áskilji sér rétt
til einhliða, fyrirbyggjandi aðgerða,
jafnvel hernaðaríhlutunar, þegar
bandarísk stjórnvöld telja að þeirra
sé þörf eða öryggi Bandaríkjanna
ógnað. Eins og fundarstjórinn Lilja
Hjartardóttir stjórnmálafræðingur
tók fram sköpuðust við lok kalda
stríðsins tækifæri til að endurskoða
og taka á vanmætti hins alþjóðlega
lagakerfis til að varðveita frið og
mannréttindi, en vert sé að spyrja
hvernig þau hafi nýtzt.
Tolley rakti hvernig viðurkennt
var að hryðjuverkaárásirnar 11.
september 2001 hefðu verið glæpir
gegn mannkyni, skv. skilgreiningu
alþjóðalaga. Aðgerðirnar sem
Bandaríkjamenn gripu til, í banda-
lagi við aðrar þjóðir, í Afganistan,
hefðu samkvæmt þessu verið lög-
mætar að alþjóðalögum. Hitt væri
eins skýrt, að hernaðaríhlutunin í
Írak hefði ekki samræmzt alþjóða-
lögum, þar sem fyrir þeim hefði ekki
legið ótvírætt samþykki öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna – og reyndar
heldur ekki Bandaríkjaþings. Spurð-
ur nánar út í þetta sagði Tolley að
rök mætti færa fyrir því að með nýju
ályktuninni um Íraksmálin, sem
samþykkt var í öryggisráði SÞ á
dögunum, hefði alþjóðasamfélagið
lagt eftiráblessun yfir aðgerðirnar,
sem breytti þó engu um ólögmæti
þeirra í upphafi.
Tolley lýsti efasemdum um hygg-
indi þess til lengri tíma litið að
Bandaríkjastjórn taki sér rétt til að
breyta þeim reglum sem viðtekin al-
þjóðalög kveða á um, að því er varð-
ar „fyrirbyggjandi“ hernaðarað-
gerðir gegn öðru ríki. Einu tilfellin
þar sem slíkar aðgerðir hafa haft til-
kall til þess að teljast lögmætar sam-
kvæmt hefðbundnum þjóðarétti er
ef ógnin sé mikil og yfirvofandi. Nú
hafi Bandaríkjastjórn skapað for-
dæmi, sem gæti komið þeim í koll
þegar fram í sækir og grafið undan
agandi virkni alþjóðalöggjafar á
„Bush-kenningin“
getur komið Banda-
ríkjamönnum í koll
Bandaríski stjórnmála- og lögfræðingurinn
Howard Tolley, sérfræðingur í mannréttinda-
málum, hélt erindi um öryggisstefnu Bandaríkj-
anna í ljósi alþjóðalaga í Norræna húsinu á
fimmtudag. Auðunn Arnórsson ræddi við hann.
BANDARÍSK fyrirtæki, sem hafa
fengið samninga að andvirði millj-
arða dollara vegna uppbyggingar-
innar í Írak og Afganistan, lögðu
verulegt fé í kosningasjóð George W.
Bush Bandaríkjaforseta fyrir for-
setakosningarnar árið 2000. Margir
af þessum samningum voru gerðir
án útboðs.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
óopinberrar stofnunar, Center for
Public Integrity, sem rannsakar
fjárhagsleg tengsl fyrirtækja og
stjórnmálamanna. Stofnunin komst
að þeirri niðurstöðu að tugir fyrir-
tækja, sem fengu samninga vegna
uppbyggingarinnar, hefðu reitt fram
fé í kosningasjóði í Bandaríkjunum
og að George W. Bush hefði fengið
meira af þessu fé en nokkur annar
frambjóðandi frá 1990 – um hálfa
milljón dollara (38 millj. kr.).
Fyrirtækin sem fengu tíu stærstu
samningana í Írak og Afganistan
höfðu lagt fram um milljón dollara
(76 millj. kr.) á ári í sjóði stjórnmála-
flokka, frambjóðenda og pólitískra
hreyfinga frá 1990.
Stofnunin rakti slík fjárframlög að
andvirði alls 49 milljóna dollara (3,7
milljarða kr.) til meira en 70 fyrir-
tækja sem hafa fengið samninga að
andvirði átta milljarða dollara (608
milljarða kr.) vegna uppbyggingar-
innar í Írak og Afganistan á árunum
2002–2003. Repúblikanar fengu 12,7
milljónir dollara og demókratar 7,1
milljón.
Skýrsluhöfundarnir fjalla m.a. um
olíufyrirtækið Halliburton, sem Dick
Cheney varaforseti veitti áður for-
stöðu. Fyrirtækið fékk samninga í
Írak að andvirði rúma 1,7 milljarða
dollara (130 milljarða kr.) og gert er
ráð fyrir því það fái hundruð milljóna
dollara til viðbótar vegna samnings
sem herinn hyggst gera án útboðs.
Tveir þingmenn demókrata,
Henry Waxman og John Dingell,
hafa sakað Halliburton um að hafa
sett upp alltof hátt verð fyrir bensín
sem fyrirtækið hefur flutt frá Kúveit
til Íraks. Þeir segja að Bandaríkja-
stjórn hafi greitt 2,65 dollara að
meðaltali fyrir gallonið (3,785 l) en
sérfræðingar hafi sagt þinginu að
það ætti að kosta um það bil dollar.
Reuters
Bíll bandarískra hermanna skreyttur leikfangakrókódíl í íraska þorpinu Awja, nálægt borginni Tikrit.
Fjárframlög verktaka í Írak til stjórnmálamanna
Fyrirtækin voru
örlátust við Bush
Washington. The Washington Post, AFP.