Morgunblaðið - 01.11.2003, Side 17

Morgunblaðið - 01.11.2003, Side 17
tala um hann sem hugsanlegan for- seta Rússlands 2008. Sama ástæða virðist vera fyrir aðförinni að tveimur öðrum „ólígörkum“, þeim Vladímír Gúsínskí og Borís Berezovskí, sem báðir eru í útlegð. Gúsínskí átti sjónvarpsstöðina NTV, sem flutti oft fréttir óhagstæð- ar stjórnvöldum, og Berezovskí var líka umsvifamikill í fjölmiðlaheimin- um. Báðir sýndu þeir áhuga á stjórn- málum. Aðrir auðjöfrar eins og þeir Vladímír Potanín, Míkhaíl Friedman og Roman Abramovítsj, eigandi knattspyrnufélagsins Chelsea, hafa gætt sín betur og verið látnir í friði, hingað til að minnsta kosti. Sú ástæða er raunar líka nefnd fyr- ir handtöku Khodorkovskís, að hann hafi ætlað að selja bandarískum olíu- félögum hlut í Yukos og þar að auki innleitt vestrænar stjórnunaraðferðir í fyrirtæki sínu með aukinni upplýs- ingagjöf og gegnsæi. Áhrif ráða- mannanna í Kreml byggjast hins veg- ar á því að farið sé eftir gömlu, rússnesku leikreglunum, sem byggja á leynd og baktjaldamakki. Khodorkovskí og tveir nánir sam- starfsmenn hans, Platon Lebedev og Vasílí Shakhnovskí, eru sakaðir um að hafa svikið ríkið um 76 milljarða kr. í skatta og saksóknarar segja, að meirihluti hlutafjár í Yukos hafi verið frystur til að tryggja hagsmuni rík- isins verði þeir fundnir sekir. Um leið er öllum hluthöfum bannað að selja sín bréf en talsmaður Yukos, Alex- ander Shadrín, segir, að það sé ekkert annað en gróft lögbrot. Á fimmtudag tilkynnti Shadrín, að hluthöfum í fyrirtækinu yrðu greiddir 152 milljarðar kr. í arð og er hlutur Khodorkovskís af þeim áætlaður 55,5 milljarðar kr. Spáir fjármagnsflótta Þessir atburðir hafa ekki aðeins valdið ótta á rússneska fjármála- markaðinum, heldur einnig meðal er- lendra fjárfesta. Financial Times seg- ir, að franska matvælafyrirtækið Danone hafi frestað yfirtöku á rúss- neska matvælafyrirtækinu Wim-Bill- Dan og Jevgení Jasín, efnahagsmála- ráðherra í tíð Jeltsíns, segist óttast fjármagnsflótta frá Rússlandi. „Frysting hlutabréfanna í Yukos verður notuð sem átylla fyrir því að selja þau og koma þeim aftur í hendur þeirra, sem upphaflega stóðu að út- deilingunni,“ sagði Jasín í viðtali við Interfax-fréttastofuna. „Röðin mun koma að öðrum en ekki strax. Úlf- urinn þarf tíma til að melta fyrsta fórnarlambið.“ Júlía Latínína, pólitískur frétta- skýrandi við Echo, útvarpsstöð í Moskvu, segir, að Pútín sé nú í gísl- ingu KGB-mannanna. Með því sé hann í raun að taka sína eigin gröf, jafnvel þótt almenningur hati auðjöfr- ana og styðji aðförina að þeim. „Þegar olíuverðið lækkar og fjár- magnsflóttinn hefst fyrir alvöru, er ekki víst, að stuðningurinn við hann verði mikill. Auðjöfrarnir hljóta að vera búnir að átta sig á, að það að vera þægur og góður þýðir bara, að þeir verði étnir síðast.“ ’ Röðin mun komaað öðrum en ekki strax. Úlfurinn þarf tíma til að melta fyrsta fórnarlamb- ið. ‘ ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 17 LENGRI sumur valda því, að Norð- uríshafshellan þynnist og minnkar, og er þetta alvarleg ógn við ís- bjarnastofninn, að því er vís- indamenn greindu frá í gær. Þetta var í annað sinn á innan við viku sem varað var við þeirri ógn er steðjar að íshellunni á norðurhjar- anum. Breskir vísindamenn könnuðu gögn sem safnað var með tveim gervihnöttum og mátu þykkt íshell- unnar sem þekur norðurheim- skautssvæðið á átta ára tímabili. Var niðurstaða þeirra sú, að þótt ís- inn hafi í heild þynnst um 40% síðan á sjöunda áratugnum geti þykktin verið mjög breytileg á einu ári og einnig frá einu ári til annars. Meðalþykkt íshellunnar á vet- urna á tímabilinu 1993-2001 var rétt tæplega þrír metrar, en á til- teknu tímabili gat þykktin verið allt að 25 sm meiri eða minni. Á einu ári getur þykktin verið breytileg um allt að 16 prósent. Þetta er um 50% meiri breytileiki en fyrri tölvulíkön hafa sýnt. Við gerð þeirra hefur jafnan ver- ið gengið út frá því, að breytingar á hafstraumum og vindum valdi álagi á ísinn og séu þannig orsakir breytileikans. En samkvæmt nýju rannsókninni vega þessir þættir ekki nærri eins þungt og hækkun hitastigs í andrúmslofti jarðar. Niðurstöður nýju rannsóknar- innar sýndu, að breytileg lengd sumarhláku, sem orsakast af hærra hitastigi sjávar frá apríl til septem- ber, endurspeglar breytileikann í þykkt íshellunnar. Einnig kemur fram, að til lengri tíma litið hefur hlákutíðin smám saman verið að lengjast, jafnhliða þynningu íshell- unnar. Styttist veturinn getur það haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir ís- birni, sem reiða sig á íshelluna til að geta veitt sel sér til viðurværis, segir í niðurstöðum rannsóknar- innar. Fari ísinn að brotna upp fyrr geta birnirnir ekki veitt sel eins stóran hluta ársins og þeir hafa get- að. Niðurstöðurnar birtust í vísinda- ritinu Nature í gær, en aðalhöfund- ur rannsóknarinnar er Seymor Laxon við Miðstöð heimskautaeftir- lits og líkanasmíðar við University College í London. Fyrir viku birti bandaríska geim- vísindastofnunin, NASA, gervi- tunglamyndir sem sýna, að íshellan á norðurskautssvæðinu hefur minnkað um 10% á hverjum áratug undanfarinn aldarfjórðung. Einnig greindi stofnunin frá því, að sá hluti íshafsins sem er frosinn árið um kring hefði aldrei verið minni en í ár og í fyrra. Í niðurstöðum NASA er orsökin sögð vera hækkun hitastigs í and- rúmslofti jarðar, og tekið er fram, að Norður-Íshafið og landið um- hverfis það hafi hitnað að meðaltali um eina gráðu á undanförnum ára- tug. Auk þeirra áhrifa sem bráðnun íshellunnar hefur á dýralíf getur hún haft áhrif á hafstrauma, og samkvæmt sumum kenningum gæti hún til dæmis dregið úr styrk Golf- straumsins. En bráðnunin mun ekki hafa áhrif á hæð yfirborðs sjávar því að íshellan á norðurskautssvæð- inu er hafís, það er að segja, flýtur á sjónum og tekur því sama særými og væri hann fljótandi. Þetta á aftur á móti ekki við um ísinn á Suðurskautinu. Hann liggur að mestu á landi – og er auk þess margfalt þykkri en ísinn á norður- skautssvæðinu – og ef hann bráðn- ar myndu milljarðar tonna af vatni bætast í sjóinn og þá myndi hætta steðja að láglendi. Tvær rannsóknir sýna þynningu norðurskautsíshellunnar Hlýnun andrúmsloftsins talin helsta ástæðan                            !"#$%&& %' & & & &( &) &* &&  %  (     (             !"#$ # + & & & &( &) &* &&  %  (     (  ( ( (* ) )( * *              '       + , -# . #/ . / $1                   !"   #              $    2  0  ###   / 0  $"# -" / #-## # #/ / $   0 #     3 4    5 6  París. AFP. þessu sviði og þar með undan frið- vænleika í heiminum. Meðhöndlun Guantanamo- fanga brot á Genfarsáttmála Tolley staðfesti einnig aðspurður að meðhöndlun bandarískra yfir- valda á föngunum úr stríðinu í Afganistan, sem haldið er í Guantan- amo-búðunum á Kúbu, sé skýlaust brot á Genfarsáttmálanum um stríðsfanga. Ljóst sé að fangana beri að skilgreina sem stríðsfanga og til- raun bandarískra stjórnvalda til að skilgreina þá einhvern veginn öðru vísi, til að ákvæði alþjóðalaga eigi ekki við um meðhöndlun þeirra, geti og muni líklega koma Bandaríkja- mönnum í koll, fyrr eða síðar. Að ætlast til að aðrir fari eftir reglum sem sá sterkasti telur sig ekki þurfa að virða sé ábyrgðarhlutur. „Dramb er falli næst,“ segir Tol- ley um viðleitni núverandi valdhafa í Washington til að neyta þeirrar yfir- burða valdastöðu sem Bandaríkin njóta um þessar mundir í heiminum til að fara aðeins eftir alþjóðalögum þegar það hentar þeim. „Hver ný kynslóð verður upp á nýtt að svara spurningunni: helga markmiðin meðölin?“ segir dr. Howard Tolley. Morgunblaðið/Kristinn Dr. Howard Tolley í ræðustól í Norræna húsinu, með dæmi um áróður bandarískra gagnrýnenda „Bush-kenningarinnar“ í bakgrunni. FYRRVERANDI fjármálaráðherra Bretlands, Kenneth Clarke, sagðist í gær ekki ætla að keppa við Michael Howard um leiðtogahlutverkið í Íhaldsflokknum, að því er breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Clarke gaf úr þessa yfirlýsingu fyrir utan heimili sitt í Lundúnum í gær- morgun. Hann og Howard áttu fund í þinghúsinu í fyrrakvöld, og búist er við að þeir fundi á ný. Clarke er Evrópusinni og talinn þungavigtarmaður í Íhaldsflokkn- um. Vantraust var samþykkt á frá- farandi flokksleiðtoga, Iain Duncan Smith, á miðvikudaginn. Frestur til að tilkynna framboð vegna leiðtoga- kjörsins rennur út á fimmtudaginn í næstu viku og komi fram fleiri fram- boð en eitt verður fyrsta umferð kjörsins meðal þingmanna þriðju- daginn 11. nóvember. Michael Portillo, fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur lýst yfir því að hann bjóði sig ekki fram og sagst styðja Howard. Spáði Portillo því í viðtali við BBC-útvarpið að eng- inn færi fram gegn Clarke. Nánir samverkamenn Johns Redwoods, sem bauð sig fram gegn John Major á sínum tíma, segja að hann fari ekki fram heldur. Þá hefur Theresa May einnig útilokað framboð, hún segir að sem flokksformaður vilji hún halda hlutleysi. Clarke ekki fram Reuters Clarke setur upp hattinn eftir að hafa rætt við fréttamenn í gær. NORSKUR prófessor í nær- ingarfræði, Kaare R. Norum, vill að bannað verði að selja pylsur og sælgæti á bensín- stöðvum, að sögn Aftenposten. Norum er sagður hafa haldið fyrirlestur á offituráðstefnu í Ósló á miðvikudag og varpað þar fram hugmynd sinni. „Það er búið að breyta bens- ínstöðvum í stöðvar fyrir heilsuspillandi mat,“ segir Nor- um. Hann segist vita ofur vel að hugmyndin um bann sé fárán- leg en hann viðri hana til að ýta undir umræður. „Það er ekkert að því að fá sér öðru hverju pylsu. En sala á óhollum mat hefur aukist gríðarlega.“ Fulltrúar olíufélaganna vísa hugmynd Norums á bug og segja út í hött að taka upp neyslustýringu af þessu tagi. Vill banna pylsurnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.