Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 21 Allir krakkar sem koma í Jólalandið í Sigtúni á laugardag og sunnudag fá íspinna frá Emmess jólalandi› opna‹ 490 kr. Skrautseríur 690 kr. Heilsársseríur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 26 93 10 /2 00 3 Ótrúlegt verð Miðborg | Kanadíski rithöfund- urinn Martha Brooks kynnir verk sín og les upp í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu, á sunnudag klukk- an tvö. Martha er af íslenskum ættum og býr í Winnipeg í Kanada. Martha er hér á landi í boði Vin- áttufélags Íslands og Kanada og Þjóðræknifélags Íslendinga. Martha er bæði djasssöngkona og rithöfundur og mun hún einnig koma fram á djassshátíð Reykja- víkur og í Deiglunni á Akureyri. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenn- inga fyrir bækur sínar, meðal ann- ars hin kanadísku Governor Gene- ral’s Literary Award árið 2002 fyrir unglingabókina True Confes- sions of a Heartless Girl. Hún skrifar aðallega fyrir unglinga og ungt fólk, leik- rit, skáldsögur og smásögur. Verk hennar höfða þó allt eins til fullorðinna og hefur hún hlotið athygli fyrir að rjúfa mörkin milli unglinga- og fullorðinsbókmennta. Á dag- skránni í Borgarbókasafni mun Martha ræða um þessa nálgun sína og einnig fjalla um landslag í skrifum sínum og hvernig það hef- ur áhrif á það sem hún skrifar og á sýn hennar sem listamanns. Hún mun einnig lesa úr fyrrnefndri bók sem nú er verið að þýða á nokkur tungumál, m.a. dönsku, ítölsku, þýsku og japönsku. Martha Brooks með upplestur ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 Makaskipti | Mosfellsbær og IAV undirrituðu á dögunum makaskipta- samning þar sem um er að ræða skipti á annars vegar um sjö hektara landi Mosfellsbæjar, sem samkvæmt aðalskipulagi er skilgreint sem svæði fyrir blandaða byggð og hins vegar um fjörutíu og átta hektara landi, Blikastaðanesi, sem skilgreint er sem almennt útivistarsvæði og golfvöllur. Þetta kemur fram á fréttavef Mosfellsbæjar. Jafnframt mun ÍAV við gerð deili- skipulags á landi Blikastaða gera ráð fyrir allt að hundrað og fjörutíu bílastæðum sem tengjast fyrirhug- uðum golfvelli og golfskála og láta af hendi land án endurgjalds undir þau auk akstursvegar innan svæðis fyrir íbúðabyggð.Hinar afsöluðu eignir eru að öllu leyti endurgjald, hver fyrir aðra og kemur ekki til frekar greiðslna á milli aðila. Blika- staðanesið er hugsað sem útivist- arsvæði og á svæðinu verða göngu- leiðir, reiðstígar og golfvöllur. Fyrirhugaður golfvöllur verður í tengslum við Hlíðarvöll þannig að úr verður átján holu golfvöllur og mun ÍAV sjá um að leggja brautir fyr- irhugaðs golfvallar í samræmi við endanlega hönnun og skila braut- unum grófjöfnuðum endurgjalds- laust. Blikastaðanesið, í eigu Mos- fellsbæjar, festir í sessi þá sátt sem ríkt hefur um að strandlengjan við Leiruvog verði almennt útivist- arsvæði. Morgunblaðið/Kristinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.