Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 27
MATARKISTAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 27 1 msk. hvítlauksolía 1 msk. maltextrakt 4 dl spelt 6 dl sigtað spelt 1 msk. þurrger Hellið volgu vatninu í hnoðunar- skálina. Setjið salt, sólþurrkaða tómata, tómatþykkni, olíu og mal- textrakt út í. Bætið við spelti og sigtuðu spelti. Gætið þess að setja þurrgerið í síðast. Veljið viðeigandi kerfi. Leiðbeiningar fyrir ofnbakstur: Stillið á hnoðunarprógrammið og hnoðið deigið. Takið deigið úr vélinni, hnoðið léttilega, mótið í kúlu og látið það lyfta sér í 30 mín- útur. Bakið við 180 gráður í 30 mín- útur. Kælið brauðið á bökunarrist. Kryddbrauð með sýrðum rjóma 1½ dl vatn (37 gráður) 1½ dl sýrður rjómi (37 gráður) 2 msk. olía 1 msk. hunang 1½ tsk. salt ½ tsk. kanill ¼ tsk. engifer hnífsoddur múskat 4 dl spelt 6 dl sigtað spelt 1 msk. þurrger Velgið vatn og sýrðan rjóma saman og hellið í hnoðunarskálina. Setjið olíu, hunang, salt, kanil, engi- fer, múskat, spelti og sigtað spelti út í. Setjið gerið síðast. Veljið það kerfi á vélinni sem við á. Bakað í ofni: Stillið á hnoðunarprógrammið og hnoðið deigið. Takið deigið úr vélinni, hnoðið léttilega, setjið í kringlótt form og látið hefast í 30 mínútur. Bakið næstneðst í ofnið BAKAÐ í brauðvél er yf-irskriftin á nýrri bók eftirFríðu Sophiu Böðv- arsdóttur, áhugakonu um mat- semdir. Í bókinni eru um 100 upp- skriftir af brauði, kökum og öðru góðgæti, eins og það er orðað, og segir Fríða að nú sé lag fyrir fólk að draga brauðvélina fram og dusta af henni rykið. Kveðst Fríða hafa tekið eftir því að uppskriftir fyrir brauðvélar hafi skort og tekur dæmi af manni sem til hennar leitaði þar sem hann átti bara eina uppskrift. Virðist sem margir hafi lagt brauðvélina sína til hliðar af þeim sökum. „Ég hef bakað í fjölda áratuga og hefði aldrei trúað því hversu þægi- legt er að nota brauðvél,“ segir hún. Hægt er að láta vélina baka að nóttu til svo heimilisfólk fái nýtt brauð að morgni dags, eða á daginn ef halda á matarboð um kvöldið. Ekki samlokubrauð „Ég kem oft heim seint á kvöldin og nota brauðvélina því mikið. Við þróun uppskrifta beiti ég einfald- lega hugarfluginu, stundum er út- koman góð, stundum ekki. Ég geng út frá því sem mér þykir gott á bragðið og prófa mig áfram. Maður þarf að vera kaldur og ég hvet fólk til þess að gera tilraunir. Aðstand- endur hafa verið óhræddir við að láta mig vita hvað bragðast æð- islega vel og hvað er vont og dreng- irnir mínir tveir, sem ég hef bakað brauð ofan í alla tíð, líta einfaldlega ekki við hefðbundu samloku- brauði,“ segir hún. Hráefnið í uppskriftunum er líf- rænt ræktað og segir Fríða það koma vel út. „En það er líka hægt að nota það sem til er í skápunum. Ég hvet fólk samt sem áður til þess að prófa sig áfram, brauð gert úr lífrænt rækt- uðu hráefni er einfaldlega betra á bragðið og saðsamara og virðist fara vel í maga.“ Aðspurð segir Fríða yngri kyn- slóðina hrifna af speltbrauði og ávaxtabrauði og því sem hún kallar venjulegt heilhveitibrauð. „Börnum finnst hunangsbragð líka gott og drengirnir mínir eru mjög hrifnir af brauði með sól- þurrkuðum tómötum,“ segir hún. Uppáhaldsbrauð Fríðu sjálfrar eru hins vegar kryddbrauð og fyrr- greint tómatabrauð. „Súpa og brauð eru með betri máltíðum og ekkert jafnast á við villisveppasúpuna, en hún er eð- alréttur sem dregur bragðlaukana alveg út að eyrum,“ segir hún. Fríða mælir með kryddbrauði með villisveppasúpunni og að brauð með sólþurrkuðum tómötum sé borið fram með ostum. Speltbrauð með sólþurrkuðum tómötum 3 dl volgt vatn (37 gráður) 1½ tsk. salt 1 dl sólþurrkaðir tómatar, smátt saxaðir 2 msk. tómatþykkni við 180 gráður í 30 mínútur. Kælið brauðið á bökunarrist. Eðalvillisveppasúpa 1 rauðlaukur, smátt saxaður 1 msk. smjör 1 msk. olía 3 hvítlauksrif, smátt söxuð 3 dl villisveppir, smátt saxaðir 8 dl vatn 2 msk. jurtakraftur ½ tsk. fáfnisgras (estragon) ¼ tsk. hvítur pipar 100 g gráðaostur 2 dl matreiðslurjómi eða sojarjómi ½ tsk. balsamedik 1 msk. maizenamjöl Leggið villisveppina í bleyti í 20 mínútur, saxið þá smátt og leggið til hliðar. Léttsteikið lauk í olíu og smjöri þar til laukurinn er mjúkur. Bætið sveppum, hvítlauk, vatni og tilheyrandi kryddi út í. Látið sjóða í 15 mínútur við vægan hita. Bætið þá matreiðslurjóma og osti saman við og sjóðið þar til osturinn er bráðnaður. Þykkið súpuna með maizenamjöli.  BAKSTUR Rykið dustað af brauðvélinni Eðalsveppasúpa að hætti Fríðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.