Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í MORGUNBLAÐINU miðviku- daginn 29. október er á bls. 17. fjallað um fjölmennan fund foreldra á Seltjarnarnesi mánudagskvöldið 27. október. Ein millifyrirsögn blaðs- ins ber heitið „Póli- tískur áróður í fréttabréfi“ og er þar vísað til fullyrð- ingar Jónmundar Guðmarssonar, bæjarstjóra, á þá leið að fréttabréf annars skólans (Mýrarhúsaskóla) sé notað til að flytja „einhliða pólitísk- an áróður.“ Sem skólastjóri Mýrarhúsaskóla ber ég óumdeilanlega ábyrgð á því sem fram kemur í netfréttabréfi skólans þótt ég sé ekki ritstjóri og hafi ekki skrifað fréttabréfið sem birtist á heimasíðu skólans nú í október. Mér þykir nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum atriðum er mál þetta varða. Í fréttabréfinu koma fram vanga- veltur starfsmanna undir fyrirsögn- inni „Óvissa um skólastarf“. Þar er lýst viðhorfum starfsmanna skólans til ákvörðunar meirihluta bæj- arstjórnar um sameiningu skólanna tveggja á Seltjarnarnesi og koma þar m.a. fram ályktanir sem sam- þykktar voru á tveimur fundum starfsfólks, annars vegar starfsfólks Mýrarhúsaskóla og hins vegar starfsfólks skólanna beggja, Mýr- arhúsaskóla og Valhúsaskóla. Ályktanirnar endurspegla viðhorf starfsmanna til einhliða ákvörðunar meirihluta bæjarstjórnar Seltjarn- arness til máls er varðar störf þeirra og starfsumhverfi. Þessi við- horf eru vissulega „einhliða“ þ.e. þau endurspegla sjónarmið meiri- hluta starfsmanna eins og við var að búast en alls ekki einhverra ann- arra t.d. meirihluta kjörinna bæj- arfulltrúa eða bæjarbúa. Ákvörðun um að fjalla um sjón- armið starfsmanna í fréttabréfinu með þeim hætti sem gert var er ef til vill umdeilanleg en hún var m.a. tekin vegna fjölda fyrirspurna frá foreldrum. Foreldrar höfðu sýnt málinu mikinn áhuga og lýst áhyggjum sínum allt frá því að vitn- aðist um ákvörðum bæjarstjórn- armeirihlutans og ítrekað innt kennara og annað starfslið skólans eftir sjónarmiðum starfsmanna í þessu viðkæma máli. Starfsmenn voru einfaldlega að leitast við að mæta óskum foreldra um að þeir skýrðu málstað sinn og gerðu grein fyrir sjónarmiðum sín- um. Ég leyfi mér að fullyrða að starfsfólk hefur eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að þessi umdeilda ákvörðun hefði áhrif á skólastarfið, en nemendur hafa gjarnan viljað ræða þessi mál og leitað eftir skýringum. Þeim hefur verið bent á að ræða málin við for- eldra sína því að starfsfólk hefur viljað forðast að láta skoðanir sínar lita umfjöllunina. Varla getur þó nokkrum komið á óvart, að hin óvænta ákvörðun um sameiningu skólanna hafi komið illa við starfs- fólk skólanna sem hefur unað hag sínum vel og glaðst yfir að góður starfsandi og árangur skólastarfs- ins á undanförnum árum hefur ver- ið vel metinn af foreldrum og nem- endum. Starfsmenn hafa vissulega reynt að fá skýringar eða rök er gætu sannfært þá um ágæti þess að sam- eina skólana tvo. Skýringar sem gefnar hafa verið hafa alls ekki upp- fyllt þær kröfur sem starfsfólk gerir í jafn veigamiklu máli sem þessu. Undrun vegna alls málatilbúnaðar hefur því ekki horfið úr hugum starfsmanna þótt nokkuð sé nú liðið frá því að ákvörðun var tekin. Mik- ilvægri spurningu hefur alls ekki verið svarað. Hún snýst um það hvaða ástæður geti legið að baki þegar meirihluti bæjarstjórnar tek- ur jafn mikla áhættu og þá sem breytt yfirstjórn skóla getur haft í för með sér. Bæjarstjórnarmenn virðast ekki hafa búist við því að frá starfsfólki skólanna kæmu nein viðbrögð. Þau komu hins vegar fram og end- urspegla vonbrigði starfsmanna bæði með það sem ákvörðunin snýst um og ekki síður málsmeðferðna. Það er að mínum dómi undarlegt að bæjarstjóri skuli telja að and- stöðu við ákvarðanir meirihlutans sem hann leiðir sé hægt að flokka undir „pólitískan áróður.“ Ég er sannfærð um að flestir sem vilja setja sig í spor starfsmanna hljóti að sjá að auðvitað er málið óravegu frá því sem bæjarstjóri vill meina. Hér er um vinnustaðarmál að ræða. Ályktanir starfsmanna eru að sjálf- sögðu ekki byggðar á neinni flokks- pólitík heldur einfaldlega sannfær- ingu um að verið sé að taka óskynsamlegar ákvarðanir og not- aðar séu óskynsamlegar aðferðir. Ég leyfi mér að mótmæla aðdrótt- unum um að í fréttabréfi Mýr- arhúsaskóla sé að finna „pólitískan áróður.“ Í ályktunum starfsfólks sem þar birtast koma fram sjón- armið starfsmanna og gagnrýni sem er nokkuð hörð. Við því mátti ein- faldlega búast. Athugasemd frá skólastjóra Mýrarhúsaskóla Eftir Regínu Höskuldsdóttur Höfundur er skólastjóri Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. MENN hafa gert að umtalsefni að undanförnu stöðu Þjóðkirkjunnar og margt borið á góma. Hér verður orð lagt í belg um ýmis- legt af því sem þar greinir. Margt er það rætt af umhyggju fyrir henni og af löngun til þess að hún fái staðið sem frjálsust í þjóðfélag- inu en að Þjóðkirkjunni er einnig sótt í ýmsum skrifum, jafnvel nafni henn- ar sem þó þýðir það fyrst og fremst að hún telur sig eiga erindi við þjóð- ina alla og vill þjóna henni eftir því sem henni er unnt og fólkið æskir. En það merkir hins vegar ekki að trú hennar sé þjóðtrú í þeim skilningi að það samsafn trúarhugmynda sem fyrirfinnst í hjörtum og hugum með- lima hennar sé játning hennar eins og meir en örlar á í skrifum Þór- unnar Valdimarsdóttur sagnfræð- ings og rithöfundar. Þjóðkirkjan stendur nefnilega á evangelísk-lútherskum játninga- grundvelli. Það merkir að prestarnir hafa ekki leyfi til að fara með sínar sérlegu trúarhugmyndir í stólinn, heldur eru þeir bundnir af játningum hins lútherska kirkjusamfélags í ver- öldinni og reyndar eru þrjár helstu játningar þess samhljóða í gjörvallri kristninni og aðrar af þeim leiddar. Þar er reyndar sérlegt við lúther- dóm og hið anglikanska kirkjusam- félag og vert að halda því til haga í þessu samhengi að þar gildir að mað- urinn sem heyrir Guðs orð er fyrst og fremst bundinn af samvisku sinni um það er hann heyrir. Það verður ekki sett upp neitt trúareftirlit með þegn- um Þjóðkirkjunnar þó að því beri hins vegar að gá hvernig boðað er. Vegna þessa er prestum og biskupum Þjóðkirkjunnar uppálagt að boða Guðs orð og vara við því sem þeir telja að það kenni til uppbygg- ingar og varnaðar, hvort sem það snertir upprisu dáinna þeim til hugg- unar eða alvöru myrkraaflanna og draugatrú. Fólkið ber síðan ábyrgð á því sjálft hvað það gerir með slíkar leiðbeiningar og varnaðarorð en get- ur aftur á móti ekki neitað okkur um réttinn til að bera þau fram. Guðs orð er þannig kjölfesta boðunar kirkj- unnar. Aðgreining ríkis og kirkju Margt hefur og verið rætt um samband ríkis og kirkju. Það verður ávallt um að ræða samband ríkis og kirkju og aðskilnaður þeirra er jafn ómögulegur og aðskilnaður ríkis og þjóðar. Hitt er annað mál að lengi hefur verið í gangi aðgreining mál- efna ríkis og kirkju og á eftir að ganga lengra og þarf í ljósi umræð- unnar að gera það. Forystumenn trúfélaga hafa gripið þar penna og lýst skoðunum sem krefjast við- bragða. Vafa verður að eyða um það og gera til þess ráðstafanir að ekki verði með neinum sanni sagt að Þjóðkirkj- unni sé hyglað á kostnað annarra trúfélaga. Helst er þar rætt um fjár- hagsmálefni. Í því samkomulagi sem gert var um fornar eignir kirkjunnar 1997 er merkilegt ákvæði sem felur í sér viturlega sáttargjörð. Þar kemur fram að af höfuðstóli eignanna skuli ríkið greiða um 160 prestum og kirkjulegum embættismönnum laun. Við bætist og af nemur einn prest fyrir hver 5000 sem fjölgar eða fækk- ar í Þjóðkirkjunni. Þetta felur í sér þann skilning að þjóðin eigi með kirkjunni þessar eignir sem ráð- stafað var til uppihalds kirkjulegrar þjónustu í landinu og hafi léð kirkj- unni þær í því skyni. Þess skuli hún njóta meðan fólkið vill tilheyra henni. Farið það úr röðum hennar tekur það með sér eignirnar eftir þessari reglu. Það verður þá ríkisins að ráð- stafa þeim ef til þess kæmi. Aðrir fjármunir sem kirkjan fær um ríkssjóð með reglum sem Alþingi hefir sett eftir vilja sínum og skyn- semi eru sóknargjöldin sem og fram- lög í tvo sjóði, Jöfnunarsjóð sókna og Kirkjumálasjóð, og nema um 30% af sóknargjöldum sem greidd eru úr ríkissjóð ofan á þau. Heppilegast væri að á sóknargjöldin væri litið sem meðlimagjald sem ríkið inn- heimti og skilaði til hvers trúfélags og ekki þyrfti að hækka þau um háa upphæð til þess að greiðslur til sjóð- anna gætu verið fólgnar í þeim. Þannig sætu öll trúfélög við sama borð fjárhagslega og væru ekki að þiggja fé til rekstrar síns úr rík- issjóði beinlínis. En gætum fyrst og fremst eins í þessu sambandi. Höldum fast við sóknargjöldin. Þau renna til allra trúfélaga og birta þann skilning að á vegum þeirra er unnið starf sem þjóðin metur þess maklegt að fá rekstrarfé, auk þess sem þetta tryggir það að ekki verði farið að gera út á sálirnar í hagnaðarskyni, tryggir sem sagt frið og öryggi. Þeir sem ekki greiða til trúfélaga þurfa ekki að sleppa við að kosta fé til mannúðarmála af þessu tagi sem aðrir og greiða því í einhvern sjóð sem sækja má í í þessu skyni, nú Há- skólasjóð. Að þessu búnu væri fátt eftir sem hægt væri að aðgreina nema veit- ingavald embættanna í kirkjunni sem fáum finnist eðlilegt að liggi hjá ríkisvaldinu. Stjórnarskráákvæðið um að byggt skuli á játningagrundvelli evang- elísk-lútherskrar kirkju er stærra mál því með því er greint upphaf laga vorra, á hvaða gildum lögin eru byggð. Í þess stað þyrftum við að ákveða hvaða grundvallargildi við vildum hafa fyrir þjóðríki okkar og ef til vill hefðum við gott af því að taka umræðu um það. Tökum umræðu um þessi mál í vetur þau eru á dagskrá Alþingis og okkur er hollt að skoða hug okkar um þetta en brýnast þó að upplýsa um- ræðuna svo á hreinu sé hvernig þessu öllu er varið. Reyndar hvet ég fjölmiðla til þess að vinna ítarlegar fréttaskýringar um málefni Þjóð- kirkjunnar og trúfélaga í landinu því óvist er hvort tekið verður mark á okkur sem teljumst eiga hagsmuni í málinu. Því einu er svo við að bæta að fréttamiðlarnir gæti sín á því að gera ekki röddum fárra einstakra hærra undir höfði en skoðunum fjöldans og gera almenningi svo lágt undir höfði að segja hann ekki hafa vit á því að velja hvar hann vill standa. Fjöldinn er í Þjóðkirkjunni af því að hann vill ekki fremur vera annars staðar en þar. Enn um ríki og kirkju Eftir Jakob Ágúst Hjálmarsson Höfundur er sóknarprestur í Dómkirkjunni í Reykjavík. É g er að hugsa um að setja upp minn eigin Bachelor, eða öllu heldur Bachelo- rette, þátt. Setja sjálfa mig í sömu stöðu og Andrew Firestone er nú kominn í á Skjá einum. Allt væri eins og í sjón- varpsþáttunum, nema þetta með sjónvarpið. Þetta væri sumsé ekki raunveruleikasjónvarp heldur blá- kaldur raunveruleiki. Engar sjón- varpsvélar og engir áhorfendur. Bara ég og þeir. Ég ein og tuttugu og fimm karl- menn. Þetta gæti verið gaman. Ég kannski býð bara til mín um helgina tuttugu og fimm álitlegum ungum karl- mönnum (ábendingar vel þegnar). Þegar líður á kvöldið sendi ég þá tíu sem mér líkar síst við beinustu leið heim. Helgina eftir ætla ég svo að bjóða þessum fimmtán sem eftir standa í mat. Áður en kemur að eftirréttinum vísa ég fimm hinna álitlegu matargesta á dyr og býð góða nótt. Eftirlegukindurnar tíu fá að fylgja mér í bíó helgina þar á eftir en í hléinu fækka ég þeim niður í sex. Þá ætti loks að geta dregið til tíðinda. Við sjömenningarnir skellum okkur á Hótel Örk helgina eftir bíóið en ég sendi tvo heim eftir salíbunu í hót- elsundlauginni. Hinir fjórir fræknu fá svo að bítast um mig þar til yfir lýkur. Í lok helgarinnar stendur einn þeirra uppi sem sig- urvegari. Hlýtur að launum prins- essuna (mig) og hálft kon- ungdæmið. Þetta barasta gengur upp. Lífið gæti verið svo einfalt, ég bara skipulegg helgarnar ekki nógu vel. Stefnulaust pöbbarölt er bara tímaeyðsla. Oh … bara ef raun- veruleikinn væri líkari raunveru- leikasjónvarpi. Svona raunveru- leikasjónvarpsraunveruleiki þar sem hlutirnir ganga upp. Þessar áætlanir mínar fyrir næstu helgar eru sannarlega góðra gjalda verðar, en ég er þó ekki sannfærð um að þær gangi upp. Engu að síður sit ég límd við skjáinn hvert einasta fimmtudags- kvöld til að fylgjast með því hvaða yngismeyjar hljóta rós frá And- rew Firestone, piparsveininum föngulega í samnefndum þáttum, og hverjar eru sendar sárar heim. Vissulega falla ótal tár í hverjum þætti og hin mannskemmandi áhrif þáttanna á þátttakendur (sem þó eru þarna af fúsum og frjálsum vilja) eru augljós. En þetta er bara svo skemmtilegt að það er ekki hægt annað en að fylgjast með. Þegar hér er komið sögu eru þrjár eftir í örmum Andrews og virðast allar tilbúnar að kveðja heimaslóðir sínar og flytjast nærri vínekrum Firestonanna í Kali- forníu. Þó að ég skilji ekki ná- kvæmlega hvað allar þessar stúlk- ur sjá við hinn fremur nördalega pabbastrák Andrew þá skil ég mætavel hvað það er sem drífur þær áfram í þáttunum. Sjálfur piparsveinninn er nefnilega al- gjört aukaatriði. Keppnin er að sjálfsögðu aðalatriðið. Hvort gaurinn er í lagi eða ekki verður bara að koma í ljós. Piltarnir tuttugu og fimm sem fengju það hlutverk að bítast um mig hefðu ekki að eins miklu að keppa og ungu konurnar í Bache- lor-þáttunum. Þær eru nefnilega ekki einungis að keppa um athygli Andrews heldur um athyglina sem sjónvarpsvélarnar veita þeim. Sú keppni er eiginlega miklu harðari. Athyglin fær stúlkurnar til að sýna sínar bestu hliðar. Í stað þess að „leika“ sjálfar sig reyna keppendurnir að túlka þá persónu sem þær vilja vera. Raun- veruleikinn sem þættirnir eiga að sýna verður því heldur yfirborðs- kenndur og óraunverulegur. Ég mun reyndar ekki verða vitni að þessari keppni næstu helgar, ef ég ákveð að yfirfæra Bachelor- hugmyndina á mitt einkalíf, þar sem strákarnir mínir fá ekki neitt sviðsljós til að baða sig í. En ég er samt ekki viss um að áætlanir mínar um að færa raun- veruleikasjónvarpsþátt yfir á raunveruleika myndu virka. Þriðja keppnin sem stúlkurnar sem bítast um Andrew taka þátt í er nefnilega ástarkeppnin. Til- gangur þáttanna er auðvitað sá að koma Andrew út. Til þess að það megi verða þarf hann að verða ástfanginn. Auðvitað sækja ungu konurnar tuttugu og fimm um að komast í þættina með það fyrir augum að verða ástfangnar. Að finna fyrir tilfinningum í garð pip- arsveinsins verður keppikefli í sjálfu sér, burtséð frá því hver hann er og hvað hann hefur fram að bjóða. Einmitt þetta óttast ég að geti gerst hjá mínu strákastóði. Tak- mark hvers og eins í hópnum yrði (vonandi) að hreppa kóngsdótt- urina, að sigra. Sigur fæst ekki í svona keppni nema prinsessan verði ástfangin líka. Þótt ég eigi ekki marga hektara af vínekrum er ég sannfærð um að ást- arkeppnin yrði með svipuðum hætti hjá mínum hópi og hjá And- rew Firestone. Hver og einn hinna fjögurra fræknu myndi leggja ým- islegt á sig til að sannfæra mig til að ég velji rétt. Burtséð frá því hvort ég er sú rétta eða ekki. Pilt- arnir myndu að sjálfsögðu sýna mér sínar bestu hliðar og reyna hvað þeir gætu til að sannfæra sjálfa sig um að það væri nú svona sirka í lagi með mig. Ef ekki þá væri það bara seinni tíma vanda- mál. Meðan ástarkeppnin stendur yfir kemst ekkert annað að en sig- ur. Ég held að Andrew Firestone sé ekkert sérlega öfundsverður. Þrjár stúlkur vilja ólmar giftast honum, og reyndar voru miklu fleiri til í það, en hann náði að þrengja hópinn. Þótt valið sé hon- um kannski erfitt þá hef ég það á tilfinningunni að þarna séu á ferð- inni raunverulegar tilfinningar. Í sumu á bara ekki að keppa. Og ég er hætt við að bjóða tuttugu og fimm vöskum sveinum til mín um helgina (ábendingar engu að síður vel þegnar). Frekar kyssi ég nokkra froska í viðbót. Á hverju fimmtudagskvöldi sit ég límd við skjáinn og fylgist með því hvaða yng- ismeyjar hljóta rós frá piparsveininum Andrew Firestone. Líklega er þó ekki ráðlegt að yfirfæra sjónvarpsveruleik- ann á alvöru raunveruleikann. VIÐHORF Eftir Eyrúnu Magnúsdóttur eyrun@mbl.is Óráðlegur raunveruleiki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.