Morgunblaðið - 01.11.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 01.11.2003, Qupperneq 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 41 Kyrrðarstund sunnudaginn 2. nóv. kl. 21. Minnst látinna. Grenivíkurkirkja. Kirkju- skóli laugardag kl. 14. LJÓSAVATNSPRESTAKALL. Þórodds- staðakirkja: Guðsþjónusta sunnudaginn 2. nóv. kl. 14. Minnst látinna og geta kirkjugestir kveikt á kerti í minningu ást- vina. Aðalsafnaðarfundur Þórodds- staðasóknar að lokinni messu. Ljósavatnskirkja : Guðsþjónusta sunnudaginn 2. nóv. kl. 16. Minnst lát- inna og geta kirkjugestir kveikt á kerti í minningu ástvina. Kyrrðarstund mánudag kl. 20. NORÐFJARÐARKIRKJA: Barnastarf kirkj- unnar sunnudag kl. 11. Öll börn velkomin. Allra heilagra messa og kirkjudagur kven- félagsins Nönnu. Messa í Norðfjarð- arkirkju kl. 14. Ræðumaður Svanhildur Blöndal guðfræðingur. Sóknarprestur ásamt sr. Auði Ingu Einarsdóttur þjóna fyr- ir altari. Altarisganga. Kaffisala Kven- félagsins í safnaðarheimilinu eftir messu. Allir velkomnir. Fermingarbörn og foreldrar minnt á kirkjusókn. Sóknarpestur. ÁSSÓKN Í FELLUM: Sunnudagaskóli í Kirkjuselinu kl. 11:00. Sunnudaga- skólabörn frá Seyðisfirði koma í heim- sókn. Áskirkja í Fellum. Guðsþjónusta kl. 14:00. Sóknarpresturinn sr. Lára G. Oddsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Fermingarbörn lesa ritningartexta. Barn borið til skírnar. Kór Áskirkju syngur undir stjórn organistans Kristjáns Giss- urarsonar. Mömmumorgnar eru alla þriðjudaga kl. 10–12 í Kirkjuselinu. Sókn- arprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Kyrrðarstund mánudag kl. 18. Sóknarprestur. KIRKJUBÆJARKLAUSTURSPRESTA- KALL: Minningarkapella séra Jóns Stein- grímssonar: Sunnudagskóli kl. 11:00. Sagan um örkina hans Nóa sögð – hvað komust mörg dýr í örkina? Prests- bakkakirkja: Messa (altarisganga) verður í á allra sálna messu sunnudaginn 2. nóv- ember kl. 14:00. Þessi sunnudagur er sérstaklega helgaður minningu látinna vina og ástvina og taka prédikun og sálm- ar mið af því. Væntanleg fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött til þátttöku. Sr. Bryndís Malla Elídóttir. VÍKURKIRKJA í Mýrdal: Guðsþjónusta í tilefni Allra heilagra messu snnudag kl. 11. Ath. breyttan tíma. Umræðuefni: Er aðskilnaður ríkis og kirkju mögulegur? Lát- inna minnst með bæn og lofgjörð. Vænt- anleg fermingarbörn og forráðamenn sér- staklega hvött til að mæta, auk allra annarra sóknarbarna. Ánægjulegt væri að sjá sem flesta gefa sér tíma til kirkju- göngu á helgum degi þegar kirkjan minnist með þakklæti og virðingu þeirra sem farn- ir eru á undan okkur. Sóknarprestur. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Allra heilagra messa er sunnudaginn 2. nóvember. Þá verður guðsþjónusta í báðum kirkjum prestakallsins. Kl. 11.00 verður messað í Stóra-Núpskirkju og kl. 14:00 verður messað í Ólafsvallakirkju á Skeiðum. Þar verður einnig barn borið til skírnar. Allra heilagra messa er minningardagur kirkj- unnar um þá sem dánir eru og vitn- isburður hennar um lífið í Kristi og lífið eft- ir dauðann. Sérstaklega verður þeirra minnst sem látist hafa í prestakallinu síð- astliðið ár og ennfremur látinna ástvina þeirra sem í sóknunum búa. Við kveikjum sem fyrr á kertum við altarið. Ennfremur verða til sölu í kirkjunum „friðarljós“ Hjálp- arstarfs kirkjunnar, kr. 400. Ég vil hvetja sóknarbörn til að koma til mín þeim nöfn- um sem óskað er eftir að nefnd séu upp- hátt eða í hjóði við altarið og í fyrirbæn- inni. Bið ég þess að þau séu símuð til mín, sími 486 6057, með tölvupósti, ax- el.arnason@kirkjan.is, eða komið til mín á annan hátt. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Guðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 14. Stúlknakór- inn Hekla syngur. Organisti Nína Morávek. Sr. Skírnir Garðarsson. HRAUNGERÐISKIRKJA: Messa sunnudag kl. 13.30. Allra sálna messa. Látinna minnst. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Vænst er þátttöku fermingarbarna og að- standenda þeirra. Kristinn Ág. Friðfinns- son. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 14. Allra heilagra messa. Látinna verður minnst og kveikt á kertaljósum í minningu þeirra. Skálholtskórinn og Barnakór Biskupstungna syngja. Ungt fólk aðstoðar við helgihaldið. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Herra Ólafur Skúlason biskup prédikar. Léttur hádegisverður að athöfn lokinni. Fjársöfnun fermingarbarna til hjálp- arstarfs þjóðkirkjunnar þriðjudaginn 4. nóvember kl. 18–20. Safnaðarfólk er beð- ið að taka vel á móti börnunum. Morg- untíð þriðjudaga til föstudaga kl. 10. Kaffi- sopi á eftir. Foreldrasamvera í safnaðar- heimilinu á miðvikudögum kl. 11. Kirkju- skóli í Vallaskóla, útistofu 6, á fimmtu- dögum kl. 14. Sr. Gunnar Björnsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Minning látinna. Alt- arissakramenti. Foreldramorgnar eru alla þriðjudaga kl. 10 í Hveragerðiskirkju. Jón Ragnarsson. Af kirkjutröppum Norðfjarðarkirkju SENN líður að Allra heilagra messu og Allra sálna messu, sem er að þessu sinni 1. og 2. nóv- ember. Þá er gott að fara og vitja leiðis látins ástvinar og kveikja þar á kerti og eiga hljóða stund. Sú venja er nú komin á í kirkj- unni hér að helga þennan dag Kvenfélaginu Nönnu, en þeirra samstarf við kirkjuna hefur hald- ist bæði gott og gjöfult um langa tíð. Þykir því ágætt tilefni til að minna þannig á hljóðlátt en mik- ilvægt starf sem konurnar vinna í nafni sinna samtaka og stuðla að ýmsum líknar- og framfaramálum. Því verður kaffisala að messu lok- inni. Á kirkjudegi kvenfélagsins hafa konur stórt hlutverk. Að þessu sinni flytur Svanhildur Blöndal guðfræðingur prédikun og í mess- unni mun sr. Auður Inga Ein- arsdóttir aðstoða við þjónustu í at- höfn og altarisgöngu. Þær koma úr Reykjavík og áttu samleið með mér í guðfræðideild og býð ég þær hjartanlega velkomnar. Ég vona svo sannarlega að söfn- uðurinn kunni að meta þessa heim- sókn. Einnig vona ég að sem flestir komi til altaris í þessari athöfn. Samfélag við borð Drottins er hluti af samkennd stundarinnar í einingu friðar og kærleika. Kaffisalan að messu lokinni verður í Safnaðarheimilinu til fjár- öflunar fyrir Kvenfélagið Nönnu og vona ég að sem flestir geti not- ið þess að koma í kaffið eftir mess- una. Kvenfélagskonur hafa útbúið kaffi og meðlæti í þessu skyni. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir, hvort sem þeir hafa mætt í kirkj- una eða ekki. Ég hvet alla til að styrkja gott málefni og gera sér dagamun. Með von um að sem flestir komi til kirkjunnar á Allra heilagra messu og njóti þess samfélags sem þar er að starfi í nafni kvenfélags og kirkju. Lifið heil. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur. Minning látinna í Hjallakirkju SUNNUDAGINN 2. nóvember er allra sálna messa í kirkjum lands- ins þar sem látinna er minnst. Í Hjallakirkju, Kópavogi, verður tónlistarguðsþjónusta kl. 11 og verður þá vígður og tekinn í notk- un nýr ljósa- og bænastjaki, gjöf til minningar um sr. Kristján Einar Þorvarðarson, fyrrum sóknarprest í Hjallaprestakalli. Börn sr. Krist- jáns Einars aðstoða við guðsþjón- ustuna með lestri ritningagreina, hljóðfæraleik ofl. Að guðsþjónustu lokinni verður viðstöddum boðið að þiggja veit- ingar í safnaðarsal. Síðar um dag- inn, kl. 17, verða minning- artónleikar Kórs Hjallakirkju en á efnisskrá eru verk eftir ýmis tón- skáld, s.s. Pál Ísólfsson, Dvorák, Grieg, Schubert, Chopin ofl. Allir eru hjartanlega velkomnir. Bænaljós tendruð í Fella- og Hólakirkju Á ALLRA heilagra messu, sunnu- daginn 2. nóvember, er messað í Fella-og Hólakirkju kl. 11:00. Í upphafi messunnar er kirkjugest- um boðið að tendra bænaljós og leggja á kross til hliðar við altarið til minningar um látna ástvini. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson pre- dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Svavari Stefánssyni og Lilju G. Hallgrímsdóttur, djákna. Gengið verður til altaris og barn verður borið til skírnar. Organisti kirkjunnar: Lenka Mátéová leikur á orgelið og kór kirkjunnar syngur undir stjórn hennar. Höskuldur Jónsson les ritningartexta. Sunnudagaskóli verður í safn- aðarheimilinu á sama tíma í um- sjón Elínar Elísabetar Jóhanns- dóttur. Boðið nverður upp á kaffi og svaladrykk í safnaðarheimilinu eftir messu. Rúta ekur um hverfið í lokin. MESSA helguð minningu þeirra sem við okkur hafa skilist og haldið heim til guðs verður sunnudaginn 2. nóvember kl. 11. Messan er þakkargjörð fyrir líf þeirra og þá huggun sem við höf- um haft hjálp af í sorginni. Við göngum til altaris og tendrum um leið ljós í minningu hinna látnu. Sr. Hjálmar Jónsson mun pré- dika og sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson þjóna fyrir altari, Dómkór- inn syngur og Marteinn H. Friðriksson leikur á orgelið. Eftir messuna er boðið upp á veitingar í Safnaðarheimilinu og þar verður sr. Jakob með erindi um sorg- arviðbrögð og ritningar sem túlka þau.Prestarnir senda með þessum orðum kveðjur þeim sem þeir hafa þjónað í sorg þeirra og bjóða þeim að koma sem og þeim sem líta á Dómkirkjuna sem sína kirkju í þessu samhengi og hafa kvatt ást- vini sína þar. Fjórar messur og líknarkaffi í Grafarvogskirkju NÆSTKOMANDI sunnudag á allra heilagra messu fara fram fjórar messur í Grafarvogskirkju. Barna- og fjölskylduguðsþjónustur eru kl. 11:00 í kirkjunni og Borgarholts- skóla. Kl. 14:00 er hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni og eftir messuna er kaffisala fyrir líknarsjóð kirkj- unnar. Öll framlög renna í Líkn- arsjóð Grafarvogskirkju. Kl. 16:15 er guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir. Messurnar eru nánar auglýstar í messuauglýsingu blaðsins. Í Grafarvogskirkju eru þessa dagana til sýnis verk eftir Þorgerði Sigurðardóttur myndlistarmann er lést fyrir aldur fram þann 14. okt. síðastliðinn. Verkin vann hún á ár- unum 1995 og 1997. Þau eru röð af tréristum eftir refilsaumuðu, ís- lensku altarisklæði frá um 1400– 1500. Lýsa þær eins og klæðið at- vikum úr ævi dýrlingsins Marteins frá Tours með myndasögu í 12 at- riðum. Grafarvogskirkja. Tónlistardagskrá í Fossvogskirkju FYRSTU dagarnir í nóvember hafa um aldir verið tileinkaðir minningu allra heilagra, píslarvotta trú- arinnar, og allra sálna, þeirra sem látist hafa á liðnu ári. Á sunnudag- inn, 2. nóvember, verða messur víða um land helgaðar þessu um- fjöllunarefni. Í Fossvogskirkju verður vönduð tónlistardagskrá frá kl. 14-16.30 á vegum Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæma og prófastsdæm- anna í Reykjavík. Þar gefst fólki kostur á að koma og hlýða á tón- listarflutning, ritningarlestur og bæn og njóta kyrrðar kirkjunnar. Stundin hefst með tónlistarflutn- ingi Kirkjukórs Fella- og Hóla- kirkju, sem koma fram ásamt org- anista kirkjunnar, Lenku Mátéovu. Þá syngur Kammerkór Langholts- kirkju undir stjórn Jóns Stef- ánssonar, organista. Kl. 15 leikur Sigrún Þórsteinsdóttir, organisti Breiðholtskirkju, einleiksverk á orgel. Því næst syngur Kór Ás- kirkju undir stjórn Kára Þormar, organista, og loks flytur Kór Bú- staðakirkju tónlist ásamt organista sínum, Guðmundi Sigurðssyni. Prestarnir sr. Hreinn Hákonarson og sr. María Ágústsdóttir fara með bæn og ritningarorð. Skrifstofa Kirkjugarðanna verður opin frá kl. 14-17, starfsfólk vísar veg í görð- unum og Hjálparstarf kirkjunnar selur friðarkerti, bæði í Fossvogs- kirkjugarði og í Gufunesi. Verið velkomin í Fossvogskirkju á sunnudaginn. Þorvaldur og Margrét syngja í Neskirkju LOFGJÖRÐARSTUND verður í Neskirkju sunnudaginn 2. nóv- ember kl. 20. Létt tónlist, lofgjörð og fyrirbænir. Þorvaldur og Mar- grét syngja og leiða lofgjörðina. Sr. Örn Bárður Jónsson flytur hug- vekju og leiðir bænagjörð. Húnversk guðsþjónusta HIN árlega guðsþjónusta Húnvetn- ingafélagsins verður í Kópavogs- kirkju sunnudaginn 2. nóvember og hefst kl. 14. Stólræðu flytur Snorri Jónsson, fyrrverandi yf- irkennari, og séra Ægir Fr. Sig- urgeirsson þjónar fyrir altari. Húnakórinn syngur undir stjórn Eiríks Grímssonar. Húnvetningar lesa ritningarlestra og upphafs- og lokabæn. Orgalleik annast Tómas Guðni Eggertsson og Tómas R. Einarsson leikur á kontrabassa. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffi í Húnabúð. Kópavogskirkja. KK og Ellen í Léttmessu í Árbæjarkirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 2. nóv- ember kl: 20:00 koma systkinin Kristján og Ellen Kristjánsbörn í Léttmessu í Árbæjarkirkju og sjá um tónlistina ásamt Davíð Þór Jónssyni píanóleikara. Messuna ber upp á allra heilagra messu og mun dagskráin taka mið af því.. Systk- inin flytja lögin „When I think of Angels“og „Englar himins grétu í dag“ sem samin eru í minningu lát- inna. Einnig verða lög KK ,,Í Guðs friði“ og ,,Ástin sigrar allt“ leikin ásamt sálmunum ,,Hærra minn Guð til þín“, ,,Nú vil ég enn í nafni þínu“, ,,Ó, Jesú bróðir besti“, ,, Nú legg ég augun aftur“ og ,,Guð gaf mér eyra“. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og flytur hug- vekju. Messan mun hefjast á kerta- ljósagjörningi listakonunnar Mar- grétar Rósar Harðardóttur sem starfar í barnastarfi kirkjunnar. Þá geta þau sem vilja kveikt á bæna- kertum í minningu ástvina og tekin verður frá sérstök stund til íhug- unar. Eftir messuna er að sjálf- sögðu boðið uppá kaffisopa og gott samfélag í safnaðarheimilinu. Ekki vanrækja andlegu hliðina, mættu í Léttmessu í Árbæj- arkirkju. Pílagrímar og helgihald í Hallgrímskirkju Á SUNNUDAGSFUNDI í Hall- grímskirkju mun Jón Björnsson sálfræðingur og rithöfundur fjalla um pílagrímaferðir undir yf- irskriftinni „Pílagrímurinn - á leið- inni“. Fundurinn verður í Norð- ursal kirkjunnar og hefst kl. 12.30. Athugið breyttan fundartíma. Jón Björnsson hefur ritað bók um píla- grímsferð sína á leið til Jakobs- borgar á Spáni og er Íslendinga fróðastur um pílagrímsferðir. Efn- ið og yfirskriftin rímar við sunnu- dag sem kenndur er við hina heil- ögu og laðar íhugun um ferðalag mannsins í tíma og eilífð. Tvær messur verða í Hallgríms- kirkju 2. nóvember. Messa og barnastarf verður kl. 11. Í kvöld- messunni kl. 20 verður látinna minnst. Organisti í messum í Hall- grímskirkju þessa helgi er Björn Steinar Sólbergsson og sr. Sig- urður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og predikar. Öll þau sem vilja bera sorg sína fram fyrir Guð í kirkjunni eru sérstaklega hvött til kirkjugöngu. Einelti í Grensáskirkju RÆTT verður um einelti og afleið- ingar þess í unglingamessu í Grensáskirkju annað kvöld, sunnud. 2. nóv., kl. 20. Unglingamessurnar eru sam- starfsverkefni starfsmanna kirkj- unnar og unglinga úr kirkjustarf- inu. Þær eru með mjög einföldu sniði og byggjast á léttum söngv- um, lofgjörð og bæn. Að þessu sinni tala þær Helga Kolbeinsdóttir og Katrín Sig- urbjörg Sveinsdóttir um einelti og afleiðingar þess en þær hafa m.a. tekið þátt í stuðningshópi vegna eineltis á vegum Miðborgarstarfs KFUM og KFUK. Messan er að sjálfsögðu öllum opin, óháð aldri og búsetu. Eftir messu er boðið upp á hressingu. Tónlistarmessa, látinna minnst í Hafnarfjarðarkirkju Á MORGUN, sunnudaginn 2. nóv- ember, er Allra heilagra messa. Þá er látinna sérstaklega minnst og beðið fyrir ástvinum þeirra í kirkjum landsins. Tónlistarmessa fer þá fram í Hafnarfjarðarkirkju sem hefst kl.11.00. Prestur er sr. Gunnþór Þ. Ingason, sóknarprestur. Auk söngs kirkjukórs syngur Jóhanna Linnet sópransöngkona „Ó undur lífs“ eft- ir Jakob Hallgrímsson, „Friðarins Guð“ eftir Árni Thorsteinsson og „Ave Maria“ eftir F. Schubert. Eftir prédikun verða nöfn þeirra lesin upp frá prédikunarstóli sem látist hafa frá nóvemberbyrjun á síðasta ári og verið jarðsungnir frá Hafnarfjarðarkirkju og skráðir eru í kirkjubók hennar. Boðið er til helgrar kvöld- máltíðar í messunni. Hún felur það í sér einkum á þessum degi, að jarðnesk tilvera sameinast æðri víddum og nýjum heimi í anda og lífsmætti frelsarans, sem nærir kirkjuna hans bæði á jörðu og himni og sameinar þær. Norðfjarðarkirkja Morgunblaðið/Kristinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.