Morgunblaðið - 01.11.2003, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Í UPPHAFI var Hinn Eini. Og Hinn
Eini svaf á sínu græna eyra. Og allt
var harla gott.
Þar til einn dag að Hinn Eini
rumskaði. Og þegar Hann hafði
vaknað almennilega af svefni sínum
og opnað augun kvað við úr munni
Hans: „Ég er aleinn! Ég hef ekkert
til að veita mér félagsskap, ekkert til
að tala við, og verst af öllu: ekkert til
að elska!“
Svo mælti Hinn Eini og fallandi á
kné sér byrgði hann augu sín hönd-
um og grét sáran.
En þegar neyðin er stærst er
hjálpin næst. Hinum Eina hug-
kvæmdist allt í einu að skapa neista
af sjálfum sér sem Hann gæti átt
samneyti við og skipst á gagnkvæmri
elsku.
Og þetta gerði Hinn Eini. Skóp
hann neistana í óteljandi mörgum lit-
brigðum. Og þeir elskuðu skapara
sinn og hann þá. Og allt varð harla
gott á ný.
Þar til upp kom kurr nokkur meðal
neistanna. Einn þeirra mælti: „Vissu-
lega er vistin hjá föður/móður [því
Hinn Eini var og er kynlaus] vorri
dásamleg og unaðsleg. En hversu
yndisleg sem hún er svalar hún ekki
dýpstu þrá hjartna vorra, sem er að
veita ást af fúsum og frjálsum vilja.
Meðan ekkert er til utan kærleiks-
faðmur föður vors og móður þá get-
um við ekki valið um neitt: við eigum
engra kosta völ nema að elska. Og
slík ástúð er engin raunveruleg ást-
úð, því kærleikurinn verður að vera
valinn sem einn fjölmargra kosta –
annars er hann dauður og ómerkur.
Hafandi mælt þetta kváðu við
húrrahróp frá öllum hinum neistun-
um. En Hinn Hæsti kvað við sorg-
mæddur: „Á ég þá að segja skilið við
ykkur, börnin mín sem ég ann svo of-
urheitt? En allt í lagi, ef ykkar vilji
stendur staðfastur til þessa þá skal
ég gera allt sem í mínu valdi stendur
til að uppfylla þessa þrá ykkar sem er
jú aðeins endurspeglun kvalanna
sem ég mátti líða er ég uppgötvaði
einstæðingsskap minn.“
Og Hinn Hæsti tók til við að skapa
börnum sínum skilyrði til að veita og
þiggja ótilneydda fullkomna elsku.
Hann skapaði efnisheiminn (and-
stæðu sína) og setti honum lögmál til
að neistarnir hefðu eitthvað sem
reiða mætti sig á. Og þegar sköpun-
inni var lokið eftir milljarði ára fóru
neistarnir frá Guði og bjuggu um sig í
grófum efnislíkömum. Og þar með
hófst leikurinn mikli: að slíta af sér
klafa efnisins og veita og þiggja af
skapara sínum ótakmarkaðan og ótil-
neyddan kærleika.
Já, lesandi kær. Þú kannt að líta á
allt ofantalið sem tómt húmbúkk og
þvaður. Fínt er. Að taka afstöðu er til
alls fyrst og ef afstaðan er í stöðugri
gerjun og mótun mun hún að endingu
leiða upp til Sannleikans háu hallar.
Lifið heilir, samneistar kærir!
Megi allt verða harla gott á ný!
SVANUR KRISTJÁNSSON,
prófessor við HÍ.
Lífsgátan
leyst
Frá Svani Kristjánssyni
Í ALÞINGISKOSNINGUNUM í vor
urðu þau tíðindi að margt ungt fólk
náði kjöri til Alþingis og að talningu
atkvæða lokinni risu tveir turnar upp
úr í kjörfylgi – turn Samfylkingarinn-
ar og turn Sjálfstæðisflokksins. Auk
þess gerðist það að fjórflokkakerfið
brast í fyrsta sinn á lýðveldistíman-
um. Trúlega munu þau tíðindi teljast
mest í stjórnmálasögunni og að þau
voru ekki notuð í kosningabaráttunni
þó að á stökum stað slægi vinstri-
stjórnarglýjunni fyrir.
Undir jómfrúarræðum ungu þing-
mannanna, sem margir biðu eftir með
forvitni, varð margt fólk fyrir miklum
vonbrigðum. Unga fólkið féll hvað um
annað í þessari pólitísku manndóms-
vígslu og ræðurnar voru leiðréttar og
snyrtar framboðsræður og enginn
flytur nema einu sinni sína jómfrúar-
ræðu á elsta þinginu. Aldrei höfðu ný-
ir þingmenn haft annan eins efnivið.
Ný öld. Nýlokið atburðarás sem
þjappaði heiminum saman á einum
degi. Ný öld þegar sameiginlegur ótti
mannkynsins læsti sig um heims-
byggðina. Dagar sem engan hafði ór-
að fyrir. Þegar forystumenn allra
sterkustu stórveldanna annaðhvort
fleygðu hálflesnum áróðursræðum
eða flugu með hraðfleygustu flugvél-
um hver í fangið á öðrum í sameig-
inlegum ótta um eigið líf og féllust á
sviptingu mannréttinda og fangelsan-
ir án dóms en eftir sjónmati. 270 millj-
óna „stórveldi“ sem safnað hefur
magninu af eignum heimsins inn í
peningahólf um allan heiminn var nú
hrætt við að deyja og almenningur í
Bandaríkjunum sá nú í fyrsta sinn
með eigin augum sprengju „óvinar“
koma ofan úr loftinu og lenda á „Guðs
eigin landi“.
Í þessari stöðu komu ungu þing-
mennirnir til setu á elsta löggjafar-
þingi heimsins. Hátt á annan tug
nýrra þingmanna hafði ekki vilja til
að nota jómfrúarræðu sína til að
kynna hugmyndir sínar um hin raun-
verulegu verkefni mannkynsins á
næstu árum og áratugum. Nýtt gild-
ismat til að geta haldið jörðinni í
byggð.
Nýlega fengu ungu þingmennirnir
svo fyrstu kennslustund hinna eldri á
þinginu. Öryrkjaumræða tvö.
Þrátt fyrir málstaðinn getur slík
notkun orðanna leitt til falls lýðræð-
isins. Kannski þurfa íslenskir stjórn-
málamenn að snúa bökum saman.
Það gera þeir þegar allir deila sam-
eiginlegum ótta um líf sitt og lífið á
jörðinni. Um þetta snúast stjórnmál í
dag.
HRAFN SÆMUNDSSON,
fyrrv. atvinnumálafulltrúi.
Ætla þingmenn að
jarða lýðræðið?
Frá Hrafni Sæmundssyni