Morgunblaðið - 01.11.2003, Page 54

Morgunblaðið - 01.11.2003, Page 54
ÍÞRÓTTIR 54 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT JÚGÓSLAVINN Zeljko Sankovic hefur verið ráðinn þjálfari úrvals- deildarliðs Grindvíkinga til næstu fjögurra ára. Hann tekur við starfi Bjarna Jóhannssonar sem þjálfað hefur Grindvíkinga tvö undanfarin ár en Bjarni var á dögunum ráðinn þjálfari Breiðabliks. Sankovic er þriðji Júgóslavinn sem þjálfar meistaraflokk félags- ins. Lúkas Kostic, þjálfari U-17 ára landsliðsins, var sá fyrsti og Milan Stefán Jankovic, þjálfari Keflvík- inga, annar, en báðir voru þeir á óskalista Grindvíkinga um að taka við þjálfarastarfinu og var við þá rætt en þegar þær viðræður báru ekki árangur kom Sankovic inn í myndina. Sankovic er 49 ára, fæddur í Knin í Júgóslavíu sem nú tilheyrir Króatíu. Hann lék með Hajduk Split í yngri flokkum, lék 4 lands- leiki með U-18 ára liði Júgóslava og einnig með áhugamannalandsliði Krótatíu sem var þá hluti af Júgó- slavíu. Sankovic hætti snemma að spila og sneri sér þess í stað að þjálfun. Hann þjálfaði U-16 og U-18 ára landslið Króatíu, þá leikmenn eins og Davor Suker, Alen Boksic, Zvo- nimir Boban, Robert Prosinecki, Igor Stimac og Robert Jarni. Þeir urðu síðan allir heimsmeistarar 21- árs liða með Júgóslavíu 1989. Hannn var aðstoðarþjálfari Haj- duk Split 1986–87 og aðstoðarþjálf- ari Dinamo Zagreb 1987–88. Hann tók síðan við þjálfun Dinara Knin í 4. deild 1988 og fór með liðið upp í toppbaráttu 3. deildarinnar á tveimur árum. Árið 1990 tók Sankovic við þjálfun hjá unglinga- liði OFK Belgrad og aðstoðaði við þjálfun aðalliðsins. Sankovic þjálfaði tvö lið á Kýpur frá 1992–97 og 1997 kom hann til Ísafjarðar þar sem hann þjálfaði alla flokka. Þaðan fór hann til ÍBV sem yfir- þjálfari yngri flokka og tók síðan við þjálfun hjá 2. flokki Vals. Í sum- ar var hann þjálfari 2. flokks hjá Víkingi auk þess sem hann var að- stoðarmaður Sigurðar Jónssonar. Sankovic þjálfar Grindvíkinga HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Vináttulandsleikur Ólafsvík: Ísland - Pólland .....................16.30 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Ásgarður: Stjarnan - Fylkir/ÍR ................14 Framhús: Fram - KA/Þór .........................14 Kaplakriki: FH - Haukar...........................14 Hlíðarendi: Valur - Grótta/KR..................14 Víkin: Víkingur - ÍBV.................................14 Sunnudagur: Vináttulandsleikur Laugardalshöll: Ísland - Pólland .........19.40 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild karla: Egilsstaðir: Höttur - Selfoss .....................14 Grindavík: ÍG - Valur .................................18 Kennaraháskóli: ÍS - Þór A. .................14.45 Sunnudagur: Fyrirtækjabikarkeppni KKÍ Hópbílabikar karla, 8-liða úrslit, fyrri leikir: Ásvellir: Haukar - Tindastóll ....................20 Seljaskóli: ÍR - UMFG..........................19.15 Hópbílabikar kvenna, 8-liða úrslit, fyrri leikir: Ásvellir: Haukar - KR................................18 Kennaraháskóli: ÍS - UMFN ...............18.30 Mánudagur: Fyrirtækjabikarkeppni KKÍ Hópbílabikar karla, 8-liða úrslit, fyrri leikur: DHL-höllin: KR - UMFN.....................19.15 Hópbílabikar kvenna, 8-liða úrslit, fyrri leikur: Seljaskóli: ÍR - UMFN ..............................21 BLAK Laugardagur: 1. deild karla: Hagaskóli: Þróttur R. - Stjarnan.........13.30 1. deild kvenna: Digranes: HK - Þróttur R. ........................18 Bikarkeppni kvenna, 16 liða úrslit: Hagaskóli: ÍK - ÍS .................................17.30 UM HELGINA HANDKNATTLEIKUR Ísland – Pólland 31:28 Kaplakriki, vináttulandsleikur karla, föstu- dagur 31. október 2003. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 3:3, 4:5, 5:7, 7:9, 9:9, 10:10, 10:12, 13:12, 13:14, 16:14, 16:16, 18:17, 18:19, 20:19, 22:20, 23:22, 25:22, 26:23, 26:25, 29.25, 29:28, 31:28. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Ólafur Stefánsson 9/5, Dagur Sigurðsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Róbert Sig- hvatsson 3, Ragnar Óskarsson 1, Róbert Gunnarsson 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 7 (þar af fóru 2 aftur til mótherja), Guðmundur Hrafnkelsson 4 (þar af fór 1 aftur til mót- herja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Póllands: Jurkiewicz 5, Bielecki 5/1, Przybecki 4, Starczan 4, Wasiak 3, Nilsson 2, Kuchcznski 2, Jurasik 1, Lis 1, Paluch 1, Varin skot: Bernacki 14 (þar af fóru 6 aftur til mótherja), Marszalek 3 (þar af fór 1 aft- ur til mótherja), Wichary 1/1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Henrik La Cour Bruun og Jens Carl Nielson frá Danmörku. Áhorfendur: Um 1.250. KÖRFUKNATTLEIKUR Grindavík – Haukar 85:67 Íþróttahúsið í Grindavík, úrvalsdeild karla, Intersportdeildin, 31. október 2003. Gangur leiksins: 9:6, 21:6, 26:9, 36:13, 41:17, 46:21, 53:28, 59:31, 64:44, 66:54, 78:65, 85:67. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 22, Þorleifur Ólafsson 14, Darrel Lewis 14, Jóhann Ólafsson 11, Dan Trammel 10, Steinar Arason 9, Guðmundur Bragason 5. Fráköst: Vörn 24 - Sókn 15. Stig Hauka: Mike Manciel 34, Þórður Gunnþórsson 16, Sigurður Einarsson 8, Marel Guðlaugsson 5, Halldór Kristmanns- son 3, Ingvar Guðjónsson 1. Fráköst: Vörn 18 - Sókn 18. Villur: Grindavík 24 - Haukar 16. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson. Áhorfendur: Um 150. Keflavík – Snæfell 79:70 Íþróttahúsið í Keflavík: Gangur leiksins: 2:0, 5:2, 7:8, 19:8, 23:10, 25:10, 29:23, 36:29, 38:39, 40:44, 47:47, 49:50, 67:52, 69:63, 75:63, 77:67, 79:70. Stig Keflavíkur: Falur Harðarson 17, Nick Bradford 17, Derrick Allen 12, Gunnar Einarsson 10, Magnús Gunnarsson 10, Davíð Þór Jónsson 5, Arnar Freyr Jónsson 4, Jón Hafsteinsson 4. Fráköst: Vörn 29 - Sókn 12. Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 18, Hafþór Ingi Gunnarsson 13, Coery Dicker- son 12, Hlynur Bæringsson 12, Lýður Vignisson 9, Dondrell Whitmore 4, Andrés Heiðarsson 2. Fráköst: Vörn 15 - Sókn 13. Villur: Keflavík 23 - Snæfell 13. Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson og Sig- mundur Már Herbertsson voru góðir. Áhorfendur: Um 200. Þór Þ. – KFÍ 102:115 Íþróttahúsið í Þorlákshöfn: Gangur leiksins: 4:0, 14:7, 21:12, 26:18, 37:36, 45:42, 53:48, 54:52, 60:60, 64:66, 71:73, 77:77, 91:91, 97:99, 102:115. Stig Þórs: Leon Brisport 45, Billy Dreher 21, Gunnlaugur H. Erlendsson20, Ray Robins 11, Magnús Sigurðsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 1. Fráköst: Vörn 36 - Sókn 13. Stig KFÍ: Adam Spanich 37, Jeb Ivey 34, Pétur M Sigurðsson 16, Lúðvík Bjarnason 12, Haraldur J Jóhannsson 9, Sigurður G Þorsteinsson 2. Fráköst: Vörn 32 - Sókn 7. Villur: Þór 24- KFÍ 24. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Einar Þór Skarphéðinsson. Áhorfendur: Um 200. Staðan: Grindavík 5 5 0 440:407 10 Keflavík 5 3 2 478:431 6 Njarðvík 5 3 2 448:437 6 Haukar 5 3 2 396:399 6 Snæfell 5 3 2 405:381 6 Hamar 5 3 2 384:409 6 KR 5 3 2 477:453 6 Tindastóll 5 2 3 484:462 4 Þór Þorl. 5 2 3 474:500 4 Breiðablik 5 1 4 401:448 2 KFÍ 5 1 4 484:505 2 ÍR 5 1 4 437:476 2 1. deild karla Stjarnan - Fjölnir ..................................77:94 Skallagrímur - Þór A.............................92:74 SIGURPÁLL Geir Sveins- son úr GA lék frábært golf í gær á öðrum keppnisdegi á úrtökumótinu fyrir Evr- ópsku mótaröðina á Spáni. Hann lék á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari, sem reyndist næstbesta skor gærdagsins. Hann lék á 73 höggum á fyrsta keppnisdeginum og er því samtals á 2 höggum undir pari og er í 24.–29. sæti þegar mótið er hálfnað. Birgir Leifur Hafþórsson er í 51.–58. sæti á samtals einu höggi yfir pari og Björgvin Sigurbergsson er í 64.–70. sæti á samtals 3 höggum yfir pari. Portúgalinn Andtónio Sobrinho lék best allra í gær, á 65 höggum og þá kom Sigurpáll Geir á 67 högg- um. Síðan komu þrír kylf- ingar á 68 höggum. Sigurpáll er á samtals 140 höggum og er aðeins 6 höggum á eftir efsta manni. Birgir Leifur er á 143 höggum og Björgvin á 145 höggum. Sigurpáll fékk fugl á fyrstu holu gærdagsins, hann paraði næstu sjö hol- ur, fékk skolla á áttundu. Par á næstu þremur holum og síðan krækti hann í fjóra fugla í röð, og paraði þrjár síðustu holurnar. Um 30 kylfingar komast áfram á þriðja stig úrtökumótsins sem fram fer um næstu helgi. Sigurpáll Geir rétti úr kútnum á Evrópumótinu á Peralada Morgunblaðið/Brynjar Gauti Björgvin Sigurbergsson, Sigurpáll Geir Sveinsson og Birgir Leifur Hafþórsson. Gestirnir voru vart með í byrjunleiks og heimamenn að sama skapi ákveðnir í öllum sínum aðgerð- um. Bandaríkjamað- urinn, Dan Tram- mel, í liði heima- manna var í miklu stuði í fyrri hálfleik og sýndi sinn besta leik til þessa. Hann bauð áhorfendum upp á glæsi- legar troðslur og ekki síðri varnartil- þrif þegar hann varði hvern boltann af öðrum. Haukarnir voru agndofa í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik segir allt um þeirra frammistöðu. Heimamenn með örugga forustu í hálfleik 46:21. Grindvíkingar lentu í villuvand- ræðum í byrjun seinni hálfleiks og þurfti Dan Trammel að víkja af velli fljótlega eftir að hafa fengið á sig dæmdan ruðning í tvígang með stuttu millibili. Þá losnaði um Mike Manciel í liði Hauka sem fór að raða niður stig- unum en hann hafði aðeins sett niður 9 stig í fyrri hálfleik. Gestirnir náðu þó aldrei að minnka muninn þannig að spenna yrði. Heimamenn unnu því Hauka örugglega 85:67, og fögnuðu vel í lok leiks enda ósigraðir í deildinni og greinilegt að vilji er til að gera meira en það sem þeir hafa sýnt til þessa. „Vörnin var góð“ „Ég er mjög ánægður með vörn- ina lengstum í þessum leik en það vantaði aðeins upp á aðstoðina þegar leið á leikinn. Varnarvinnan bjó til þennan sigur. Strákarnir komu ákveðnir til leiks og menn koma í alla leiki ákveðnir að gera enn betur en áður,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga. „Hörmulegur leikur“ Reynir Kristjánsson þjálfari Hauka segir að liðið sé nánast óút- reiknanlegt. „Þetta sem við sýndum að þessu sinni var ein hörmung og nánast endurtekning á því sem við gerðum á Sauðárkróki á dögunum gegn Tindastól. Við eigum í millitíð- inni ágætan leik gegn ÍR og ég hélt að hlutirnir sem við unnum með í þeim leik væru á sínum stað, en svo var ekki. Ef ég vissi hvað væri að hjá okkur væri ég með meistaragráðu í sál- fræði og við erum á botninum hvað okkar getu varðar í þessum leik,“ sagði Reynir en bætti því við að stutt væri í næsta leik og ekki hægt að staldra við lengi yfir óförunum gegn Grindavík. Mike Manciel var yfirburðamaður í liði Hauka og til marks um það skoraði hann meira en helming stiga liðsins, 34 af alls 67, og að auki tók hann um ¾ hluta af fráköstum liðs- ins, 25 af alls 36 fráköstum. Háspenna í Þorlákshöfn Ísfirðingar gerðu góða ferð til Þor-lákshafnar og sigruðu í hörku- spennandi leik sem endaði í fram- lengingu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 91:91 en Ísfirðingar höfðu meiri kraft á loka- kafla leiksins og unnu, 102:115. Þórsarar hófu leikinn af töluverð- um krafti og unnu fyrsta leikhluta með 9 stiga mun. Ísfirðingar virkuðu eins og þreyttir eftir ferðalagið og hittu illa úr skotum sínum. Í öðrum leikhluta fóru skot Ísfirðinganna að rata rétta leið og höfðu þeir minnkað muninn í 3 stig í hálfleik. Ísfirðingar hitnuðu er á leið Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta en þó virtist sem Þórsarar ættu í erfiðleikum með hraða Ísfirð- inga sem hvað eftir annað komust í opin þriggja stiga skot sem rötuðu í körfuna. Fjórði leikhlutinn var æsispenn- andi og þegar 14 sekúndur voru eftir höfðu Þórsarar þriggja stiga forskot en þá skoraði Adam Spanich þriggja stiga körfu og jafnaði leikinn. Í framlengingu var jafnræði með liðunum til að byrja með en þá hættu Þórsarar gjörsamlega að hitta í körf- una og sigur Ísfirðinga blasti við. „Eigum von á liðsstyrk“ Hrafn Kristjánsson þjálfari Ísfirð- inga var að sjálfsögðu ánægður að leikslokum. Hann sagði að eins og endranær gæfu Ísfirðingar andstæð- ingunum forskot nema nú hefðu það aðeins verið tíu stig en ekki tuttugu eins og í undanfarandi leikjum. Þetta kvað hann vera ástæðu þess að þeir náðu að sigra á góðum endaspretti eins og þeir hefðu oft átt áður. „Þeg- ar við höfum fengið tvo stóra leik- menn til liðs við okkur sem verða til í slaginn eftir fríið verðum við erfiðir viðureignar.“ Magnús Jóakim Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Þórs vildi sem minnst segja en sagði að þeir hefðu átt afleitan dag og það hefði vantað Þórshjartað í leik sinna manna. Góð endurkoma Keflvíkinga Hart var barist í Keflavík í gær-kvöldi þar sem heimamenn höfðu betur gegn Snæfelli, 79:70. Leikurinn var kafla- skiptur framan af og skiptust liðin á um forystuna. Í hálfleik var aðeins eitt stig sem skildi liðin að, 38:39 en í þriðja leikhluta tóku Keflvíkingar svo öll völd og héldu þeim til loka leiks. Leikmenn Snæfells voru mistækir á lokasprettinum og talsvert var um mistök hjá báðum liðum. Eftir leik- inn eru liðin jöfn að stigum í öðru til sjöunda sæti. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og virtust staðráðnir í að láta ekki leikinn gegn Njarðvík- ingum í síðustu umferð endurtaka sig. Um miðbik fyrsta leikhluta höfðu þeir yfir 19:8 og virtust eiga greiða leið að körfu gestanna. Snæ- fellingar sóttu svo í sig veðrið eftir því sem leið á leikinn og þegar í ann- an leikhluta var komið höfðu þeir minnkað muninn niður í fimm stig. Gestirnir spiluðu annan fjórðung mjög vel á meðan leikmenn Keflavík- ur voru alveg á hælunum. Á meðan heimamenn hittu aðeins úr þremur tveggja stiga skotum af níu reyndum náðu gestirnir að jafna leikinn og gott betur því áður en flautað var til hálfleiks náðu þeir góðum leikkafla, breyttu stöðunni úr 36:29 í 36:39 áð- ur en heimamenn náðu að svara fyrir sig. En Keflvíkingar áttu enn eitt tromp á hendi og notuðu það vel í þriðja fjórðungnum. Annar þjálfara þeirra, Falur Harðarson, fór fremst- ur fyrir sínum mönnum og gerði fjórar þriggja stiga körfur á fimm mínútum – en á þeim tíma gerðu heimamenn átján stig gegn tveimur Snæfells. Róðurinn var því þungur fyrir gestina í lokin og fóru Keflvík- ingar með 15 stiga forskot í síðasta fjórðunginn. „Góð skorpa í þriðja leikhluta“ Guðjón Skúlason, annar þjálfara- Keflavíkurliðsins, var ánægður með síðari hálfleik sinna manna. „Fyrri hálfleikur var mjög lélegur hjá okk- ur, vörnin var slöpp og sóknarleik- urinn jafnvel slappari. Við héngum samt í þeim og ekki munaði nema einu stigi í hálfleik. Spilamennskan lagaðist mikið í seinni hálfleik, sér- staklega þó vörnin. Skorpan sem við tókum í þriðja leikhluta skóp síðan sigurinn. Hlutverkaskiptin eru á svolitlu reiki en það er að lagast mik- ið,“ bætti Guðjón við. Grindavík heldur enn sínu striki GRINDVÍKINGAR voru ekki með neina gestrisni þegar þeir tóku á móti Haukunum í Röstinni. Eftir að hafa pakkað þeim saman í fyrri hálfleik sigruðu heimamenn örugglega 85:67. Í Þorlákshöfn var mikil spenna í slag nýliðanna, Þórs og KFÍ en þar höfðu gestirnir betur, 102:115, eftir framlengdan leik en þetta er fyrsti sigur KFÍ á leiktíðinni. Keflavík hafði betur gegn Snæfelli á heimavelli, 79:70, og eru bæði liðin með sex stig ásamt fjórum öðrum liðum. Garðar Vignisson skrifar Jón Sigurmundsson skrifar Andri Karl skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.