Morgunblaðið - 01.11.2003, Page 57
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 57
TVE IR MÁNUÐ IR Á VERÐ I E INS
EKKERT STOFNGJALD
Allir þeir sem gerast áskrifendur
að SKJÁTVEIMUR fyrir 1. nóvember
fá myndlykil og 2 mánuði í áskrift
fyrir aðeins 2.995 kr.
eða 2.495 kr.
með áskriftarpökkum Símans.
www.skjar2.is
Tryggðu þér áskrift í síma 800 7474
eða í verslunum Símans.
Kringlunni s. 568 9017 - Laugavegi s.511 1717 - www.ntc.is
LANGUR LAUGARDAGUR
Spennandi Tilboð
L
jó
sm
yn
d
a
ri
:A
ld
ís
P
á
ls
d
ó
tt
ir
4 You
4 You
Diesel
Diesel
Vans
úlpa
peysa
bolur
gallabuxur
skór
11.990
4.990
4.990
9.990
7.990
Sparkz
Y London
Diesel
Converse
úlpa
peysa
gallabuxur
skór
9.990
3.990
9.990
8.990
Mia
Morgan
Diesel
Diesel
kápa
peysa
gallabuxur
skór
14.990
6.990
6.990
12.990
ÍSLENSK menning er ákaf-
lega áberandi í London um
þessar mundir, Nói albínói
var sýnd hér á London Film
Festival-kvikmyndahátíðinni
fyrir skömmu og verða tekn-
ar upp almennar sýningar á
henni t.d. í Ritzy-kvikmynda-
húsinu í Brixton innan tíðar.
Stormviðri eftir Sólveigu
Anspach var sömuleiðis sýnd
á kvikmyndahátíðinni, upp-
færsla leikhópsins Vestur-
ports á Rómeó og Júlíu fær
góða aðsókn í the Young Vic,
Ólafur Elíasson hefur slegið
rækilega í gegn með verki
sínu í Tate Modern og verið
er að sýna Cremaster-kvik-
myndasyrpuna eftir Matthew
Barney sem mun vera einn af
tengdasonum þjóðarinnar.
Fulltrúi hefðbundinnar
myndlistar mætti síðan til leiks síð-
astliðinn miðvikudag því þá opnaði
Tolli myndlistarsýningu í Arndean-
galleríinu í Cork Street. Þar sýnir
Tolli tuttugu og þrjár landslags-
myndir frá Íslandi og nefnist sýn-
ingin Paintings from Iceland eða
„Málverk frá Íslandi“. Þetta er
fyrsta einkasýning Tolla í London en
fyrir ellefu árum tók hann þátt í sam-
sýningu í Shad Thames. Sýningin í
Cork Street var formlega opnuð af
sendiherra Íslands í London Sverri
Hauki Gunnlaugssyni með ræðu þar
sem hann ræddi um hin sterku pens-
ildrög Tolla sem ná að grípa hina
mögnuðu birtu á norðurslóðum.
Margt var um manninn við opnun
sýningarinnar og meðal ann-
arra mætti Vladimir Ashke-
nazy sem heillaðist mjög af
sýningunni og keypti eitt
verkanna. Tolli var ánægður
með viðtökurnar og sagðist
vera sérstaklega ánægður
með að fá þetta einstaka
tækifæri til að sýna í London.
,,Það er búið að taka um tvö
ár að undirbúa þessa sýn-
ingu,“ sagði Tolli, en það er
Helga Ólafsson sem hefur
skipulagt sýninguna og unnið
að framkvæmdinni. Sýningin
er styrkt af nokkrum fjár-
sterkum aðilum svo sem
Baugi, Bakkavör og Kaup-
þingi. ,,Þetta væri ekki hægt
án þeirrar fjárhagsaðstoðar
sem við höfum hlotið,“ sagði
Tolli sem hafði vart undan við
að árita bækur og svara
spurningum sýningargesta. Hann
sagðist ekki hafa málað verkin sér-
staklega fyrir þessa sýningu en eftir
að hafa skoðað salinn gat hann valið
nákvæmlega þau verk sem pössuðu
inn í rýmið. Galleríið er á tveimur
hæðum í götu sem er þekkt fyrir
einkagalleríin sem hana fylla og lýk-
ur sýningunni í dag.
Tolli sýnir í London
London. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson
Vladimir Ashkenazy keypti mynd af Tolla.