Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁKVÖRÐUN Í VIKUNNI Utanríkisráðherra Liechtenstein segir að tekin verði ákvörðun um að- lögun EES að ESB á miðvikudag eða fimmtudag í samráði við Ísland og Noreg. Hann segir að allt verði gert til að stækkun ESB gangi snurðulaust fyrir sig. Ísraelar ævareiðir Ísraelsk stjórnvöld eru ævareið vegna þeirra fordóma sem þau telja koma fram í niðurstöðum skoð- anakönnunar sem gerð var á vegum Evrópusambandsins og birtar voru í gær. Sýna niðurstöðurnar að 59% Evrópubúa álíta Ísraelsríki ógnun við heimsfriðinn, fleiri en telja Íran, Norður-Kóreu og Bandaríkin helstu ógnunina við frið í heimi hér. Skíðasvæði opnað Kafsnjór er í Eyjafirði og segja má að fyrsta skíðasvæðið sé nú opn- að í Kjarnaskógi, en fjölmargir hafa skellt sér á gönguskíði í skóginum. Tæp 8% notað rítalín Tæplega 8% íslenskra unglinga í 10. bekk grunnskólanna hafa ein- hvern tíma notað lyfið rítalín án lyf- seðils. Rítalín er lyf við ofvirkni en það hefur örvandi áhrif á ein- staklinga sem ekki eru ofvirkir. Khodorkovskí hættur Míkhaíl Khodorkovskí, aðaleig- andi og forstjóri rússneska olíufé- lagsins Yukos, lýsti því yfir í gær að hann væri hættur störfum hjá fyr- irtækinu. Sagðist hann með þessu vilja forða fyrirtækinu frá því að verða fyrir enn frekari ofsóknum saksóknara í Moskvu. SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR þriðjudagur 4.nóvember 2003 Hefur þú haft áhrif á mannkynssöguna í dag? Hefur þetta líka komið fyrir þig? Að vakna og muna ekki hvað þú gerðir kvöldið áður. Getur verið að þú hafir óafvitandi breytt mannkynssögunni? Guðmundur Steingrímsson hefur skapað sér sess sem einn helsti pistlahöfundur þjóðarinnar. Nú stígur hann fram á ritvöllinn með nýja skáldsögu sem lætur leyndarmál sitt ekki uppi fyrr en á síðustu síðu. BÆ UR Skáld kemur til sögunnar Hávar Sigurjónsson ræðir við Bergsvein Birgisson um skáldsöguna Landslag er aldrei asnalegt SÝNINGIN staðfestir það sem vitað var að Matthías hefur verið með ein- dæmum afkastamikill, því að baki skáldferlinum liggur heil starfsævi blaðamannsins og ritstjórans. Vafa- laust væri það ríflegt efni í aðra sýn- ingu ef gera ætti því skil með viðlíka hætti. Matthías verður hálfvandræða- legur við spurninguna hvernig hon- um lítist á sýninguna. „Hún hefur verið unnin af alúð. Hins vegar datt mér fyrst í hug þeg- ar þetta bar á góma hvort það gæti verið að ég væri dauður án þess hafa tekið eftir því! Það er óneitanlega dálítið skrítin tilfinning að skoða þetta. Ég verð að viðurkenna að í fyrstu var ég gripinn tómleika- kennd. Ég spurði sjálfan mig hvort ég hefði lifað lífinu eins og ég hefði átt að gera. Eða halda mig meira til hlés við veröldina. Þá hefði ég ekki verið fyrir neinum og fengið meiri frið. En það var greinilega ekki í eðli mínu. Og mér finnst að of margir listamenn geri út á friðinn. Það er ekki þroskavænlegt,“ segir Matthías þegar við horfum yfir salinn og virðum fyrir okkur sýningarkassana og glerborðin þar sem bókum hans, handritum og blaðaúrklippum hefur verið fallega fyrir komið. Það er Þjóðmenningarhúsið í sam- starfi við Landsbókasafnið sem stendur að sýningunni en samhliða hefur verið sett upp vefsíða á Skóla- vefnum þar sem ítarlegar upplýs- ingar er að finna um skáldferil Matt- híasar ásamt ritaskrá. Þar má einnig sjá samtal við Matthías um ævi hans og skáldskap, viðtal sem unnið var sérstaklega fyrir Skólavefinn af þessu tilefni (skolavefurinn.is). „Mér finnst gaman að skoða þetta og ýmislegt rifjast upp fyrir mér sem ég var næstum búinn að gleyma,“ segir Matthías. „Mér þykir líka vænt um hversu vel hefur verið staðið að allri upplýsingaöflun varð- andi sýninguna og hvað því er komið skilvíslega fyrir á Skólavefnum. Hann er heimilislegt athvarf.“ Fræðin Matthías staldrar við fyrsta kass- ann þar sem fræðibókum hans hefur verið fyrir komið og við blasir tit- ilsíðan á Njálu í íslenskum skáld- skap. „Ég lærði norræn fræði í Há- skólanum og hafði framúrskarandi kennara. Ég skrifaði ritgerð í mál- fræði um Kristrúnu í Hamravík Hagalíns undir leiðsögn Halldórs Halldórssonar. Síðan skrifaði ég rit- gerð um Grím Thomsen undir hand- leiðslu Steingríms J. Þorsteins- sonar. Einar Ólafur Sveinsson trúði mér svo fyrir Njálu, treysti mér fyr- ir henni og það þótti mér mikið til um. Njála í íslenskum skáldskap var kandídatsritgerð mín í bók- menntum. Endurskrifaði hana svo til útgáfu.“ Ljóðin Á næsta borði hafa verið lögð út sýnishorn af ljóðabókum Matthías- ar. Það vekur strax athygli að sumar ljóðabækurnar eru fagurlega mynd- skreyttar af þjóðþekktum listmál- urum, Gunnlaugi Scheving, Erró og Louisu Matthíasdóttur. „Mér þótti fara vel á því að tengja saman mynd- list og ljóð með þessum hætti og ég er dálítið hreykinn af að hafa blásið myndunum í brjóst þessara frábæru listamanna. Ragnar (í Smára) vildi gefa þetta út og síðar Almenna bókafélagið. Þetta mæltist vel fyrir og Dagur ei meir sem Erró mynd- skreytti seldist upp á hálfum mán- uði. Ég var erlendis þegar bókin kom út og var í vandræðum með að eignast fáein eintök af bókinni síð- ar.“ Matthías bendir á handskrifað uppkast að ljóði sem hann hefur hripað á saurblað bókar sem hann var að lesa á ferðalagi. „Þetta ljóð hefur aldrei komið út í ljóðabók en það birtist svo í endanlegri mynd í skáldsögunni Vatnaskil sem kom út á síðasta ári.“ Hann bendir á annað blað sem breytingar hafa verið skrif- aðar á út á spássíuna. Ljóðið heitir Frétt og sýnir hvernig nátt- úrubarnið og blaðamaðurinn hafa mæst á miðri leið. Fréttin sem ljóðið segir af er vorkoman. „Mesta nautn- in er að taka ljóð sem maður hélt að væri fullbúið og umbylta því, ef nauðsyn krefur. Bora sig inn í orð og setningar eins og ormur í lauf. Leggjast yfir ljóðið og grandskoða hvert einasta orð, velta því fyrir sér og skoða alla kosti. Heilinn vekur mig ennþá upp á nóttunni með at- hugasemdum um orð sem ég hef skrifað daginn áður. Hann getur verið svolítið þreytandi, þessi heili! Alltaf að hugsa um orð og setningar. Heilinn, sagði prófessor Dungal í samtölum okkar, er merkilegasta líf- færið, minnst rannsakað og ofar okkar skilningi.“ Viðtölin Samtalsbækur Matthíasar við marga af þekktustu listamönnum þjóðarinnar á 20. öldinni hafa á sér nánast goðsagnakenndan blæ. Hann talaði við Jóhannes Kjarval, Ásmund Sveinsson, Halldór Laxness, Þór- berg Þórðarson, Tómas Guðmunds- son, Gunnlaug Scheving, Pál Ísólfs- son, Sverri Haraldsson og auðvitað fjölmarga aðra sem ekki urðu efni í heila bók, en minnistæð samtöl engu að síður. Morgunblaðið/Kristinn Alltaf að hugsa um orð Skáldið, fræðimaðurinn og ritstjórinn Matthías Johannessen er Skáld mánaðarins í Þjóðmenning- arhúsinu. Þar stendur yfir sýning á höfundarverki hans, ljóðabókum, leikritum, fræðiritum og samtalsbókum. Hávar Sigurjónsson fékk Matthías til að ganga með sér um sýninguna. „Skrifaði þær bækur sem ég vildi skrifa og orti þau ljóð sem ég vildi yrkja.“  Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 31 Viðskipti 14 Viðhorf 32 Úr verinu 14 Umræðan 33/34 Erlent 15/17 Minningar 35/38 Minn staður 18 Kirkjustarf 39 Höfuðborgin 19 Bréf 40 Akureyri 20 Dagbók 42/43 Suðurnes 21 Íþróttir 44/47 Austurland 22 Fólk 48/53 Daglegt líf 24/25 Bíó 50/53 Listir 26/32 Ljósvakar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Jazzhátíð Reykjavíkur. GÆÐI heysins sem bændur á Vesturlandi slógu og hirtu eftir 20. júní síðastliðið sumar voru lítil, segir Laufey Bjarnadóttir, héraðsráðunautur Vestur- lands. Rannsóknir á efnainnihaldi heysins sýna að þau hey sem náðust fyrir þann tíma eru hins vegar mjög góð. Laufey segir ástæðuna meðal annars þá að bændur hafi slegið sín bestu tún rétt fyrir föstudag- inn 20. júní, þar sem helgin hafði gengið undir heit- inu „besta helgi sumarsins“ hjá veðurfræðingum. Ætluðu þeir að fá sín orkumestu og próteinríkustu hey. „Við vitum að það rigndi laugardag og sunnu- dag þegar það átti að vera sól og blíða. Það gerði það að verkum að þessi hey, sem rigndi ofan í, töp- uðu mjög miklu næringargildi,“ segir Laufey. Ekki aðeins féll næringargildi heysins mikið heldur rigndi á meðan hlýtt var í veðri svo þau urðu ólystug fyrir mjólkurkýr. „Þetta átti að vera besta heyið þeirra og uppistaðan í fóðrinu í vetur en er svona hrapallega lélegt,“ segir Laufey. Hún veltir upp þeirri spurningu hve fjárhagslegur skaði bænda sé mikill vegna rigningar þessa helgi. Orku- gildið sé minna og próteinið líka. Bóndinn þurfi að kaupa meira kjarnfóður og kýrnar éti heyið illa. Þá mjólka þær minna nema þeim sem sé bætt orkutap- ið með aðkeyptu fóðri. Þurftu að slá snemma Ingvar Björnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar, segir hey sumarsins heldur minni að gæðum en í fyrra. Það hafi vorað snemma og grasið sprottið hratt. Við það tapaði heyið orku en próteinmagn var ágætt. „Bændur þurftu að vera á varðbergi og slá sérstaklega snemma,“ segir Ingvar sem fylgist með heyfeng á Norðausturlandi. „Þeir hefðu þurft að fara hálfum mánuði fyrr af stað í ár en í meðalári. Þau eru samt ágæt heyin.“ Runólfur Sigursveinsson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands segir heyin sem hirt voru í sumar breytilegri að gæðum en mörg undanfarin ár. Margir bændur hafi ekki náð að slá á kjörtíma sem hafi verið síðustu tvær vikurnar í júní. Það hafi að- allega verið vegna veðráttunnar. „Það var mjög góð sprettutíð en erfitt að eiga við heyöflunina,“ sagði Runólfur. „Það er meira um lak- ari hey, sérstaklega á austurkanti svæðisins og austan Mýrdalssands. Þar er augljóst að heyöflun var mjög erfið og við sjáum greinilegan mun þar. Í Rangárvalla- og Árnessýslum er meiri breytileiki innan bæja. Bændur eru með nokkuð gott fóður að hluta til en kannski lakara fóður með.“ Hey víða minni að gæðum ÞAÐ hefur verið mikið um að vera í Grafarvogskirkju síðustu daga, en þar hafa um 100 8 ára nemendur verið við leik og störf. Vetrarfrí hefur verið í skólunum í hverfinu og bauð kirkjan 8 ára bekknum að koma í kirkjuna og taka þátt í verkefni sem kallað er „Vinir í vetrarfríi“. Séra Vigfús Þór Árnason, prestur í Grafarvogskirkju, segir að mikil ánægja hefði verið með þetta framtak, jafnt meðal for- eldra og barnanna. Margt hefði verið í boði fyrir krakkana. Þeir hefðu átt kost á því að mála myndir, taka þátt í íþróttum og söng. Enn fremur hefði verið spjallað við krakkana um trúmál og fleira. Árni Þór sagðist gjarnan hafa viljað taka við fleiri börnum, en það hefði ekki verið húsrúm fyrir fleiri og því hefði þetta verkefni verið takmarkað við 8 ára börn. Vetrarfríi barna í Grafarvogi lauk í gær og krakkarnir eru því sestir á skólabekk að nýju. Morgunblaðið/Árni Sæberg Meðal þess sem börnin í Grafarvogskirkju gerðu í gær var að fræðast um starfsemi slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og lögreglunnar. Starfa í kirkjunni í vetrarfríinu sínu LÁTINN er Snorri Snorrason, skipstjóri og útgerðarmaður á Dalvík. Hann lést í bílslysi á Ólafsfjarð- arvegi á sunnudag. Snorri var fæddur á Dalvík hinn 14. febr- úar árið 1940. For- eldrar hans voru Snorri Arngrímsson og Kristín Júlíus- dóttir. Snorri var frumkvöðull í þróun veiða og vinnslu út- hafsrækju, en hann hóf fyrst rækjuveið- ar á djúpslóð fyrir rúmlega þrem- ur áratugum á Arnari EA og upp frá því á ýmsum rækjuskipum. Hann var aðaleigandi Söltunar- félags Dalvíkur hf. sem hóf fryst- ingu á úthafsrækju árið 1975. Árið 1977 keypti Söltunarfélagið togar- ann Dalborgu EA 317 sem var fyrsti sérbúni rækjuvinnslutogari Íslendinga. Snorri var mestallan sinn sjómannsferil með eigin útgerð og var alla tíð skipstjóri á skipum sínum. Hann gegndi enn fremur ýmsum trúnaðar- störfum og sat í nefndum á vegum Dalvíkurbæjar og var varamaður í bæjarstjórn um ára- bil. Þá átti hann sæti í stjórn Hafn- arsamlags Eyjafjarðar. Snorri lætur eftir sig eiginkonu, Önnu Soffíu E. Björnsdóttur, og sex börn. Kona hans slasaðist al- varlega í bílslysinu á sunnudag og liggur á gjörgæsludeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Er líðan hennar eftir atvikum. Andlát SNORRI SNORRASON LÖGREGLUNNI í Reykjavík barst um helgina tilkynning um mann sem var fastur í glugga á annarri hæð í húsi í austurborg- inni. Lögreglumenn fóru á staðinn og losuðu manninn úr glugganum en 3,5 metrar voru frá glugganum til jarðar. Maðurinn var búinn að vera þarna í 45 mínútur og var orðinn nokkuð þrekaður enda kalt í veðri. Ekki fylgir sögunni hvern- ig hann komst í þessar aðstæður en þess ber að geta að hann býr í húsinu. Fastur í glugga í 45 mínútur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.