Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 32
LISTIR 32 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ STOPPLEIKHÓPURINN frumsýn- ir í dag Landnámu eftir Valgeir Skag- fjörð, sem jafnframt leikstýrir, í Foldaskóla kl. 14. Hér er um að ræða fjörutíu mínútna sýningu, sem ætluð er 9–12 ára krökkum, þar sem greinir frá forsögu þess að fóstbræðurnir Ingólfur Arnarson og Hjörleifur Hróðmarsson yfirgáfu Noreg og lögðu í langferð til Íslands þar sem þeir settust að. Að sögn Eggerts Kaaber, sem leikur í sýningunni ásamt Katrínu Þorkelsdóttur, var hann búinn að ganga lengi með þá hugmynd í maganum að gera leiksýn- ingu um landnámið. „Mér fannst svo heillandi að takast á við þessa forfeður okkar og gaman að skoða þá með hliðsjón af nútíman- um. En mér vitandi er þetta fyrsta leikritið fyrir börn og unglinga þar sem verið er að takast á við landnám- ið eins og það sneri að Ingólfi og Hjör- leifi,“ segir Eggert. „Í sýningunni er- um við að skoða tildrög þess að Ingólfur og Hjörleifur komu hingað til lands. Auk þess fjöllum við um landnámið sjálft, fund öndvegissúln- anna og dráp þrælanna á Hjörleifi. Raunar má segja að leikritinu ljúki á þeim tímapunkti þegar Íslandssagan sjálf er rétt að hefjast,“ segir Katrín. Skemmtilegt efni um forna kappa Í sýningunni skipta Eggert og Katrín með sér á öðrum tug hlut- verka, en njóta einnig aðstoðar nýráð- inna aukaleikara. „Við réðum þrjá norska aukaleikara í fyrsta skiptið í sögu leikhópsins og þeir leika hlut- verk norsku bræðranna Hólmsteins, Hásteins og Hersteins, sem áttu í miklum útistöðum við þá Ingólf og Hjörleif sem varð til þess að þeir yf- irgáfu Noreg. Raunar skal tekið fram að við ljáum þessum aukaleikurum raddir okkar, en við gátum ráðið þá í gegnum Katrínu Þorvaldsdóttur sem bjó þá til handa okkur,“ segir Eggert og bendir á að þetta sé í fyrsta sinn sem notaðar séu brúður í sýningu Stoppleikhópsins. „Brúðuleikhúsið veitir okkur mikið frelsi til að nálgast hlutina á nýstárlegan hátt og einstak- lega gaman að prófa eitthvað svona nýtt,“ segir Eggert. Að sögn Katrínar er sýningin byggð upp eins og æfing tveggja leik- ara sem eru að fara að leika Land- námu. „Þannig erum við milli atriða að spá og spekúlera í sögunni með hliðsjón m.a. af hugmyndum nútíma- fólks,“ segir Katrín og bendir á að leikritið er ætlað sem innlegg inn í landnámssögukennslu grunnskóla- nema. „Það er einmitt gaman að geta boðið yngstu kynslóðinni upp á skemmtilegt og fróðlegt efni um þessa forna kappa okkar,“ segir Egg- ert. Ný rými sífelld áskorun Spurður um frumsýninguna segir Eggert þá hefð hafa skapast að frum- sýna alltaf í grunnskóla. „Við leggjum mikið upp úr því að vera ferðaleikhús sem sýnir fyrir krakkana í skólunum, þ.e. á þeirra heimavelli og í Folda- skóla er mjög gott leikrými,“ segir Eggert. „Reyndar eru aðstæðurnar í skólunum þar sem við sýnum afar mismunandi, en við erum orðin býsna sjóuð í því að takast á við hinar ýmsu kringumstæður,“ segir Katrín. „Það getur oft verið mikil áskor- un.Við náum samt alltaf að aðlaga sýningarnar skólunum þar sem við þekkjum aðstæður flestra skóla nú orðið býsna vel. Svo er bara svo gam- an að leika fyrir krakkana, því þeir eru einstaklega skemmtilegir áhorf- endur og kröfuharðir og þess vegna er alltaf gaman að takast á við ný verkefni fyrir þau,“ segir Eggert. Strax í næstu viku leggja Eggert og Katrín land undir fót því búið er að panta sýninguna norður í land. „Við höfum fengið mjög góðar viðtökur við Landnámu og skólar úti um allt land hafa þegar óskað eftir því að fá sýn- inguna til sín,“ segir Eggert. „Heillandi að takast á við forfeður okkar“ Morgunblaðið/Jim Smart Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir í Landnámu. TUULIKKI Lehtinen frá Finnlandi heldur píanótónleika í Norræna húsinu kl. 20 í kvöld. Á efnisskránni eru Partita í B-dúr eftir J.S. Bach, Sónata eftir N. Medtner, Sónat- ína eftir Ravel og Carnaval eftir Schumann. Tuulikki Lehtinen er þekkt í heimalandi sínu bæði sem einleikari og kammertónlistarmaður. Hún lauk námi frá Sibelíusarakademíunni í Helsinki. Þá var hún nemandi Györgi Sándor í Bandaríkjunum í nokkur ár. Sándor gaf út bók árið 1981sem heitir „On Piano Playing“ (Um píanóleik) og vinnur Tuulikki að því um þessar mundir að þýða bókina hans yfir á finnsku.Þess má geta að Sándor var nemandi Béla Bártoks. Tuulikki er mikils metinn tónlistar- kennari í Finnlandi og kennir við Joensuu-tónlistarháskólann í Karelíu. Hún kemur hingað til lands ásamt þremur nemenda sinna sem munu halda tónleika í Tónlistarskólanum í Reykjavík, Skipholti 33, 3. hæð kl. 17:00 fimmtud. 6. nóv. Tuulikki mun halda fyrirlestur um tækni fyrrum lærimeistara síns, György Sándors,að loknum tónleikunum á fimmtudag eða um kl. 18:00. Aðgangur er öllum heimill bæði á tónleikana kl. 17 og á fyrirlesturinn kl. 18. Þekktur finnskur píanóleikari Tuulikki Lehtinen Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- ræna húsinu kl. 12.30 á morgun, miðvikudag, syngja Valgerður Guðrún Guðnadóttir sópran og Hrólfur Sæmundsson barítón við píanóundirleik Iwonu Aspar Jagla. Á efnisskránni eru verk eftir Gabr- iel Fauré, Claude Debussy og Camille Saint-Saëns. Tónmál Camille Saint-Saëns (1835–1921) einkennist oft af ein- faldleika, þjóðlegum áhrifum og fyrirhafnarleysi. Hann tengist Fauré og Debussy á ýmsan hátt. Hann var t.d. einn af kennurum Fauré og mikill vinur hans. Dúett- arnir þrír, Viens, Pastorale og El Desdichado, fjalla á ólíka vegu um leynistigu ástarinnar í rómantísku ljósi. Gabriel Fauré (1845–1924) var afkastamikið tónskáld, og skiptast verk hans í þrjú tímabil og er smá- flokkurinn Poème d’un jour frá öðru tímabilinu sem einkenndist öðru fremur af impressjónísku stefnunni. Í flokknum eru þrjú ljóð sem fjalla um ástina og samskipti elskenda. Debussy (1862–1918) samdi í anda expressjónismans og lögin sem flutt verða, Ballades de Villon, varpa expressjónísku ljósi á mið- aldir. Þau eru samin við ljóð fimm- tándu aldar skáldsins François Vill- on. Ljóðin eru öll í ballöðuformi. Sönglög og ástar- dúettar í hádeginu Hrólfur Sæmundsson Valgerður Guðrún Guðnadóttir Kennaraháskóli Íslands, Kletti við Stakkahlíð kl. 16 Kynning á starfsemi og markmiðum háskóla- sjónvarpsins í Gautaborg. Lars-Åke Engblom, prófessor í fjölmiðla- og samskiptafræðum við Háskólann í Jönköping og Cecilia Anderson, starfsmaður háskólasjónvarpsins, munu kynna þessa starfsemi en þau eru hingað komin í samstarfi við fé- lagsvísindaskor félagsfræðideildar Háskóla Íslands og Kennaraháskól- ann. Lars-Åke Engblom var for- stöðumaður Norræna hússins í Reykjavík árin 1989–1993. Borgarbókasafn kl. 20 Hæ, dúdelí dúdelí dæ! – um sænska ljóðlist á ís- lensku, nefnist dagskrá er fjallar um áhrif frá sænskri ljóðlist á Íslandi á 20. öld og fléttað inn í hana sungnum og lesnum ljóðum. Hjörtur Pálsson, Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg rifja m.a. upp hlut Magnúsar Ás- geirssonar og ljóðaþýðinga hans og fleiri skálda og þýðenda sem mót- uðust af sænskri ljóðagerð og menn- ingarumhverfi. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is V ið karlar svífumst stundum einskis til að halda konum niðri en líklega er verst að eiga við þrýsting sem ekki er meðvitaður. Fyrir rúmum áratug tók kona þátt í stúdenta- pólitík og sat þá í stjórn með nokkrum ungum körlum, var þar eina konan. Hún hefur sagt frá því að eitt sinn hafi sér brugðið illa. Þá uppgötvaði hún að á fundunum var hún ómeðvitað farin að lækka tón- inn, reyna að tala með dýpri rödd en henni var eiginlegt, vafalaust til þess að hljóma eins og „einn af strákunum“ og láta taka meira mark á sér. Vonandi hafa aðstæður breyst í stúd- entapólitík á síðari árum, þar eru konur nú í meirihluta. Háskólavirkið er fallið og við ættum öll að fagna. Ef hæfar kon- ur eru heftar á þeirri forsendu einni að þær séu öðruvísi í laginu en við kemur það líka niður á okk- ur körlum þegar upp er staðið. Til allrar hamingju er ákveðið raunsæi farið að einkenna skoð- anir þeirra sem vilja tryggja að konur hætti öllum væfluskap. Í Garðabæ er nú rekinn skóli fyrir unga nemendur í anda svo- nefndrar Hjallastefnu sem merkir m.a. að kynin eru aðskilin, strákum og stelpum er ekki kennt saman í bekk. Þótt varasamt sé að alhæfa í þessu eins og öðru er það óhjákvæmilegt: strákar eru yf- irleitt frekari en stelpurnar, þeir taka oft völdin strax við fimm ára aldurinn. Allir sem gengið hafa í skóla kannast við þetta. En þarna er tryggt að stelpa sem vill fá at- hygli kennarans er ekki kveðin í kútinn af mjóróma smástrákum. Einhvern tíma hefði þetta verið talið rakið afturhald, að skipta í bekki eftir kyni. En reynslurökin fyrir þessari tilhögun eru sterk. Ekki er verið að hindra að krakkar kynnist hinu kyninu heldur verið að bregðast við ójafnræði sem á sér m.a. rætur í gömlum, úreltum hefðum. Kannski stafar þetta allt af því að við erum einfaldlega ólík að upplagi en það breytir engu um nauðsyn þess að gera litlar konur sjálfstæðar. Sé þetta rétt stefna í Hjalla- stefnuskólanum vakna ýmsar spurningar um hana á öðrum svið- um. Eftir að Kvennalistinn gekk á vit mæðra sinna er það opinber stefna allra stjórnmálaflokka í landinu að stuðla beri að jafnrétti kynjanna. Sums staðar starfa frá fornu fari kvenfélög stjórnmálaflokka en af hverju ekki að taka skrefið til fulls? Ef nauðsynlegt er að halda uppi félagi á borð við Hvöt í Sjálf- stæðisflokknum er um leið verið að viðurkenna gildi Hjallastefnunnar í pólitík hjá fullorðnum. Karlar og konur geta verið sammála um grundvallaratriði í stjórnmálum. Þau geta verið sammála um að rétt sé að nota lausnir markaðarins alls staðar þar sem þær henta, draga úr útþenslu ríkisvaldsins, leggja niður óþarfa stofnanir og hefta verstu órana í stjórnlyndu fólki. Þau geta verið sammála um þetta allt og margt fleira en líka við- urkennt að konur eigi erfitt upp- dráttar í flokksstarfinu. Allir stjórnmálaflokkar ættu því að skiptast í tvennt, annars vegar karlaflokk, hins vegar kvenna- flokk. Stefnuskráin yrði áfram sameiginleg en starfið að öðru leyti aðskilið þar til fólk hittist á Alþingi að loknum kosningum. Flokkarnir tveir myndu að sjálfsögðu eiga með sér svonefnt kosninga- bandalag til að nýta atkvæðin sem best. Samráðsnefnd beggja flokka myndi reyna stöðugt að samræma stefnuna í hverju einstöku máli en varla þyrfti að gráta þótt einhvers staðar væri hægt að greina mun. Allir vita að einstakir þingmenn eru oft algerlega á skjön við stefnu meirihluta flokksins í ákveðnum málum en þar með er flokkurinn ekki klofinn. Hann á að vera nógu víður til að þola ólíkar áherslur. Einhver spyr hvort karlarnir myndu ekki halda uppteknum hætti á þingi, hrifsa til sín ráð- herraembættin og mikilvægustu stöður í nefndum. Það efast ég mjög um. Konur sem væru orðnar þjálfaðar í að vinna saman í sínum flokki, stappa stálinu hver í aðra, myndu öðlast nægilegt sjálfstraust til að láta ekki gamlar karlahefðir taka af sér öll ráð. Þær læra að segja körlum að þegja meðan kon- an hefur orðið í samkundunni. Hitt er líklegra að þingkarlar yrðu að berjast hart fyrir jafnrétti sínu ef kjósendur skiluðu fleiri konum en körlum á þing. Vonandi færu konur samt vel með yfirburði sína enda aldrei að vita hverju við gætum annars tekið upp á. Við er- um svo ofdekraðir af óteljandi kyn- slóðum mæðra. Mótbárurnar verða margar, ekki bara frá körlum. Við erum oft svolítið smeykir við að tjá okkur um jafnréttismál af ótta við að upp komist um karlrembu. „Hvað finnst þér, elskan?“ gætu orðið við- brögð margra um leið og þeir horfa skjálfandi á makann. Hitt er verra að gamalreyndar konur í flokksstarfi eru vísar til að segja að jafnréttismálin séu í fínu lagi í þeirra flokki. Auðvitað sé hlutfallið í valdastöðum ekki jafnt, sei sei nei en það sé af því að konur séu ekki nógu duglegar að koma sér á fram- færi. Það er hárrétt en hvers vegna eru þær ekki nógu dugleg- ar? Ég held að ein helsta ástæðan sé sú sama og gerir strákana litlu í Garðabæ erfiða í bekk með stelp- um. Við getum ekki útrýmt kynja- muninum og eigum ekki að gera það. Kannski hentar það ánamaðk- inum að karlinn og konan séu í sama dýrinu en við, konur sem karlar, erum menn en ekki maðk- ar. Við viljum áfram fá að vera öðruvísi, ekkert krydd í lífinu er mikilvægara. Enginn skyldi ímynda sér að það sé auðvelt fyrir kynin að vinna saman. En það eig- um við samt að gera – á réttum forsendum. „Hvað finnst þér, elskan?“ Ef nauðsynlegt er að halda uppi félagi á borð við Hvöt í Sjálfstæðisflokknum er um leið verið að viðurkenna gildi Hjalla- stefnunnar í pólitík hjá fullorðnum. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.