Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 47 „FINGURINN er mölbrotinn og ég fer í aðgerð klukkan átta í fyrra- málið,“ sagði Róbert Sighvatsson, línumaður íslenska landsliðsins í handknattleik og þýska liðsins Wetzlar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en hann var þá ný- kominn frá lækni þýska liðsins. Þumalfingur hægri handar Ró- berts brotnaði undir lok þriðju og síðustu viðureignar Íslands og Pól- lands á sunnudagskvöldið þegar Róbert féll eftir baráttu um knött- inn við pólskan varnarmann. Strax var óttast það versta en það var ekki fyrr en síðdegis í gær eftir skoðun hjá lækni Wetzlar sem Ró- bert fékk staðfestingu á því að fingurinn væri brotinn. Hann fór í aðgerð árdegis í dag. Að henni lok- inni kemur í ljós hversu lengi Ró- bert verður frá keppni, en í versta falli getur það orðið frá 6 og upp í 8 vikur. „Það jákvæða er að það er ekki mikil bólga í kringum brotið og þess vegna get ég farið strax í að- gerð því hver dagur skiptir máli,“ sagði Róbert og sagði þessa stað- reynd vera mikið áfall fyrir sig en ekki síst félag sitt Wetzlar, sem ekki hefði úr stórum hópi leik- manna að ráða. „Ég var að koma frá lækninum og hef enn ekki heyrt í framkvæmdastjóra Wetzlar eftir að staðfestingin á brotinu lá fyrir, en ég er viss um að hann verður ekki hress með stöðu mála,“ sagði Róbert Sighvatsson handknattleiksmaður. Róbert Sighvatsson virðist illa fingurbrotinn JOHN Terry, varnarmaðurinn sterki hjá Chelsea og enska landsliðinu, hefur biðlað til knattspyrnustjórans Claudio Ranieri um að veita viðnám gegn því að félagið kaupi fleiri nýja leikmenn. Chelsea reyndi fyrir helgina að kaupa spænska landsliðsmanninn Michel Salgado frá Real Madr- id. Salgado ákvað að vera um kyrrt hjá Real. Meiðsli fyr- irliðans Marcels Desaillys og Williams Gallas hafa orðið til þess að Chelsea hefur falast eftir nýjum varnarmönnum, en Terry segir að það sé óþarfi. „Við þurfum ekki fleiri varnarmenn, Desailly og Gall- as hafa verið meiddir, en Ro- bert Huth hefur staðið sig frá- bærlega,“ segir Terry. Terry vill ekki fleiri Logi Ólafsson sagði við Morgun-blaðið í gær að endanlegur hóp- ur yrði tilkynntur í vikunni en hann kvaðst ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hópurinn yrði mjög ámóta og hann var í leikjunum við Þjóðverja. Lárus Orri Sigurðsson og Heiðar Helguson eru enn á sjúkralistanum og verða ekki með gegn Mexíkönum og þá er afar ólíklegt að Pétur Hafliði Marteinsson verði klár í slaginn, en hann hefur ekkert getað æft síðan hann meiddist á lokaæfingu íslenska landsliðsins gegn Þjóðverjum í Ham- borg í síðasta mánuði. Engin félög hafa enn sem komið er sett landsliðsmönnunum stólinn fyrir dyrnar varðandi förina til Kaliforníu en Charlton, lið Hermanns Hreiðars- sonar, hefur þó enn ekki gefið grænt ljós á að Hermann fari og hefur KSÍ átt í viðræðum við forráðamenn enska liðsins varðandi þessi mál. Al- an Curbishley, stjóri Charlton, var mjög á móti því að Hermann spilaði landsleikinn við Þjóðverja í Ham- borg þar sem hann var nýskriðinn úr meiðslum en Hermann lét þau orð eins og vind um eyru þjóta. Hann spilaði og var einn albesti leikmaður vallarins og hefur leikið sérlega vel með Charlton-liðinu í kjölfar lands- leiksins. „Við erum að vinna í þessu og telj- um okkur vera í mjög góðri stöðu. Ég er mjög bjartsýnn á að við fáum þá leikmenn sem við óskum eftir og ég tel ekki veita af því enda Mexíkó með mjög sterkt lið. Eins og horfur eru í dag þá stefnum við í þá átt fara með okkar sterkasta lið sem völ er á,“ sagði Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusam- bands Íslands, við Morgunblaðið í gær. Hópurinn sem mætti Þjóðverjum í Hamborg 11. október var þannig skipaður: Árni Gautur Arason, Birk- ir Kristinsson, Rúnar Kristinsson, Arnar Grétarsson, Hermann Hreið- arsson, Helgi Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Ríkharður Daðason, Brynjar Björn Gunnarsson, Arnar Þór Viðarsson, Eiður Smári Guð- johnsen, Ólafur Örn Bjarnason, Indriði Sigurðsson, Bjarni Guðjóns- son, Marel Baldvinsson, Ívar Ingi- marsson, Ívar Ingimarsson, Kristján Örn Sigurðsson og Veigar Páll Gunn- arsson. Allir þessir leikmenn eru heilir og flestir þeirra verða í lands- liðshópnum sem mætir Mexíkönum. Reuters Hermann Hreiðarsson, til hægri, í baráttu við Thomas Gravesen hjá Everton í leik liðanna í deild- arbikarkeppninni á dögunum. Hermann sýndi mikla keppnishörku í gærkvöldi er hann lék áfram eftir að hafa verið saumaður á höfði í hálfleik og lið hans vann mikilvægan útisigur á Birmingham.  GUNNAR Oddsson hefur fram- lengt þjálfarasamning sinn við 3. deildarlið Reynis Sandgerði í knatt- spyrnu um tvö ár. Gunnar, sem er leikjahæsti knattspyrnumaður lands- ins í efstu deild, þjálfaði Sandgerð- inga í sumar og lék fimm leiki með liðinu.  SIGURÐUR Lárusson tekur ekki við þjálfun 1. deildarliðs Þórs á Akur- eyri eins og líkur voru taldar á. Sam- kvæmt heimasíðu Þórs gekk það ekki upp vegna vinnu Sigurðar.  HALLDÓR Oddsson er kominn til liðs við 1. deildarlið Þórs í handknatt- leik en hann hefur dvalið í Danmörku um skeið. Halldór átti fast sæti í liði Þórsara síðasta vetur.  DANÍEL Ragnarsson handknatt- leiksmaður og samherjar hans hjá BM Torrevieja eru í efsta sæti spænsku 2. deildarinnar í handknatt- leik með fullt hús stiga að loknum sjö umferðum. Liðið stefnir því hraðbyri upp í 1. deild á ný eftir að hafa fallið úr deildinni í vor.  KAROL Bielecki, stórskytta pólska landsliðsins í handknattleik sem lék Íslendinga grátt í Laugar- dalshöll á sunnudaginn, leikur undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Magdeburg á næstu leiktíð. Magde- burg gerði fyrir nokkru samning við skyttuna hávöxnu sem nú leikur með pólsku meisturunum KS Vive Kielce. Bielecki er 21 árs gamall.  ALFREÐ hefur upp á síðkastið reynt að fá Bielecki til Magdeburg um næstu áramót til þess að fylla skarð Nenand Perunicic sem verður að öllum líkindum frá keppni allt þetta keppnistímabil. Eftir því sem næst verður komist vill pólska félagið ekki gefa Bielecki eftir. Perunicic er meiddur á öxl og kann svo að fara að hann hafi leikið sinn síðasta kappleik.  LARS Krogh Jeppesen, skytta danska landsliðsins í handknattleik og ein helsta driffjöður þýska liðsins Flensburg, hefur gert fimm ára samning við Barcelona á Spáni. Jeppesen gengur til liðs við Barce- lona á næsta sumri. Talið er líklegt að Flensburg ætli að tryggja sér Úkr- aínumanninn Oleg Velyky, félaga Guðjóns Vals Sigurðssonar, til að fylla skarð Jeppesens.  THOMAS Linke, varnarmaður Bayern München, var dæmdur í fjög- urra leikja bann í gær af þýska knatt- spyrnusambandinu – fyrir grófan leik. Hann fékk að sjá rauða spjaldið í leik á laugardaginn, er hann gaf leik- manni Schalke olnbogaskot. Þá hefur Bayern sektað hann fyrir atvikið.  BAKVÖRÐUR NBA-liðsins Atl- anta Hawks, Jason Terry, var úr- skurðaður í eins leiks bann eftir að hann gaf leikmanni Indiana Pacers, Anthony Johnson, olnbogaskot í leik liðanna á dögunum. FÓLK Charlton hefur ekki gefið „grænt ljós“ á Hermann LANDSLIÐSÞJÁLFARARNIR Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson eru þessa dagana að leggja drög að 18 manna landsliðshópi sem mætir Mexíkó í vináttuleik í knattspyrnu í San Francisco í Kaliforníu 19. nóvember, sem er alþjóðlegur leikdagur og því hefur KSÍ lagt ríka áherslu á að fá til leiks þá leikmenn sem þeir Ásgeir og Logi hafa óskað eftir. RÚNAR Kristinsson fékk í gær mikið hrós fyrir frammistöðu sína með Lokeren gegn Club Brugge í belgíska stórblaðinu Het Laaste Nieuws. Lokeren vann óvæntan sigur, 2:0, í leik liðanna í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið og Rúnar skoraði annað markanna og lagði hitt upp. „Íslendingurinn Rúnar Kristinsson var hreint stórkostlegur á laugardagskvöldið. Hann lék leikmenn Club Brugge oft grátt í síðari hálf- leiknum og frammistaða hans var sú glæsileg- asta sem hefur lengi sést. Hvað tækni og útsjón- arsemi varðar, er Rúnar í hæsta gæðaflokki í Belgíu. Þegar Rúnar á góðan dag viljum við vera á fremsta bekk,“ var sagt í umsögn blaðsins. Þá lýsti Franky Van Der Elst, hinn nýi þjálfari Lokeren, yfir ánægju með frammistöðu Rúnars. Sjálfur sagði Rúnar við blaðið að hann hefði ver- ið með hálsríg og varla getað snúið höfðinu til vinstri í fyrri hálfleiknum. Het Nieuwsblad, annað af stærstu blöðum Belgíu, gaf Rúnari 8 af 10 mögulegum í einkunn. Arnar Grétarsson fékk 7 og Arnar Þór Viðars- son fékk 6 í einkunn. Lokeren komst með sigrinum úr fallsæti í fyrsta skipti á tímabilinu. Liðið byrjaði sérlega illa og þjálfaranum, Paul Put, var sagt upp störf- um af þeim sökum í síðustu viku. Rúnar í hæsta gæðaflokki í Belgíu Morgunblaðið/Kristinn Rúnar Kristinsson lék frábærlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.