Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMARGIR tóku þátt í almenn- um stjórnmálaumræðum á lands- fundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á föstudagskvöldið. Þátttakendur í umræðunum komu víða við og ræddu margir vonbrigðin með úrslit síðustu alþingiskosninga og leituðu skýringa á þeim. Einnig kom fram gagnrýni á forystuna og að ekki væri nægilega haldið á lofti róttækum áherslum í málflutningi og stefnu flokksins. Aðrir kikna og halla undir flatt til hægri Svanhildur Kaaber, fráfarandi varaformaður VG, greindi frá þeirri ákvörðun sinni að gefa ekki kost á sér áfram sem varaformaður. Svan- hildur sagði við það tækifæri að VG væri flokkur framtíðarinnar: „Ég spyr, hvaða annar stjórnmálaflokkur stendur í fæturna þegar aðrir kikna og halla undir flatt til hægri með markaðsglampann í augunum og einkavæðingarbrosið á vörunum? Frá því að við urðum til, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, höfum við verið og erum, eina mótvægið við þá strauma sem breytt hafa sam- félagi okkar síðasta áratug. Við er- um eina stjórnarandstaðan á Íslandi um þessar mundir. Það er t.d. ekki hægt að kenna við stjórnarandstöðu þá endurnýtingu á gömlu hugmynd- unum hans Sighvatar Björgvinsson- ar sem Samfylkingin dustar nú rykið af,“ sagði hún. Stjórnmálaályktun minnir á danskættaðan eftirrétt Ólafur Þ. Jónsson hóf mál sitt á að minna á að setningardagur lands- fundarins 7. nóvember bæri upp á 86. afmælisdag byltingarinnar í Rússlandi. Ólafur sagði að miklar vonir hefðu verið bundnar við fram- tíð VG við stofnun flokksins. Dregið hefði úr þrótti flokksins fyrir byggðakosningarnar 2002 og hann hefði misst 17% af þingstyrk sínum í alþingiskosningunum í vor. Ólafur sagði flokkinn hafa gert mistök í kosningabaráttunni. Krafan um vinstri stjórn hefði yfirskyggt allar aðrar áherslur í stefnu flokksins og lítið verið haldið á lofti kröfum um hækkun lægstu launa, Ísland úr NATO, brottför hersins og andstöð- unni við aðild að Evrópusamband- inu. Gagnrýndi hann drögin að stjórnmálaályktun og sagði m.a. að ekkert væri þar minnst á ýmis rót- tæk baráttumál. „Plaggið minnir mig um of á danskættaðan eftirrétt, sem oft var boðið upp á í betri húsum í mínu ungdæmi og kallaðist frómas. Réttur þessi gat svo sem verið býsna bragðgóður, þótt uppistaðan í hon- um væri andrúmsloft en hann var aldrei étinn fyrr en allir voru orðnir pakksaddir,“ sagði Ólafur. Björgvin Leifsson mælti fyrir ályktunartillögu sem nokkrir lands- fundarfulltrúar leggja fyrir þingið um að stefna beri að fullum aðskiln- aði ríkis og kirkju. Björgvin fjallaði einnig um úrslit sveitarstjórna- og alþingiskosninganna og gagnrýndi að flokkurinn leitaði í allt of ríkum mæli út fyrir raðir flokksins að fram- bjóðendum. Ungt fólk er mjög áberandi á landsfundi VG og tók mikinn þátt í umræðunum. Sigfús Ólafsson sem kemur úr röðum yngri flokksmanna ræddi kosningabaráttu flokksins og sagði margt hafa tekist vel en úrslit- in hefðu verið mikil vonbrigði. Sigfús sagði að það hefðu verið mistök að auglýsa ekki í sjónvarpi. Fleiri fund- armenn tóku undir þetta og sögðu að flokkurinn ætti hiklaust að auglýsa baráttu sína í ríkissjónvarpinu fyrir kosningar. Árni Þór Sigurðsson, for- seti borgarstjórnar Reykjavíkur, sagði m.a. auglýsingar sjálfsagðan þátt í kosningabaráttu. „Er eitthvað betra fyrir flokk eins og þennan að nota auglýsingafé sitt í auðvalds- blaðið DV, sem er komið á hausinn, heldur en í ríkisrekið sjónvarp?“ sagði hann. Menntamál og jafnréttismál voru ofarlega á baugi í umræðunum. Drífa Snædal sagðist ævinlega hafa kynnt flokkinn sem femínistaflokk og sagði VG vera eina flokkinn sem hefði sýnt í verki að hann styddi kvenfrelsisbaráttu heilshugar. Á að skilgreina VG sem femínistaflokk Ekki voru þó allir fundarmenn sammála því að skilgreina ætti VG sem femínistaflokk. Jóhannes Ragn- arsson gagnrýndi að hvergi væri minnst á stéttabaráttuna í þeim gögnum sem liggja fyrir fundinum. „Eina stéttabaráttan sem ég hef heyrt fólk tala um innan þessa flokks er einhvers konar stéttabarátta á milli kynja. En slík stéttabarátta virðist eiga sér helst stað í hópi menntafólks í efri millistétt. Sú stéttabarátta nær ekki niður til þess fólks sem við ættum að höfða til. Menn hafa notað hugtök og lýst því yfir í nafni flokksins að Vinstri hreyfingin - grænt framboð sé fem- ínistaflokkur. Ég bendi þeim sem nota það hugtak á að þeir gera það ekki í mínu nafni. Hins vegar er ég sósíalisti og þið megið kalla mig kommúnista líka og ég er ekki einn um að vera það hér inni,“ sagði hann. Fyrir fundinum liggur tillaga og greinargerð nefndar um áherslur og starfshætti þar sem segir m.a.: „VG hefur á sínum fyrstu árum þróast of mikið í þá átt að vera flokkur þing- manna. Flokkurinn nýtir ekki nægi- lega vel krafta hins almenna félaga eða grasrótarinnar til að efla al- mannabaráttu fyrir einstökum stefnumálum sínum, né heldur dreg- ur flokkurinn grasrótina, hinn al- menna félaga, inn í umræðuna um mótun baráttuleiða og baráttuað- ferða.“ Miklar umræður fara fram um stöðu og stefnuáherslur VG á landsfundi flokksins „VG þróast of mikið í þá átt að vera flokkur þingmanna“ Morgunblaðið/Sverrir Margir tóku til máls í almennum stjórnmálaumræðum á fundi Vinstrihreyfingarinnar. Fundinum lýkur í dag með kosningu forystu flokksins. Í framboði til varaformanns er Katrín Jakobsdóttir en hún er lengst til hægri á myndinni. TILLAGA til þingsályktunar um friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum fékk góðar viðtökur þingmanna þegar mælt var fyrir henni. Fyrsti flutn- ingsmaður er Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs, en meðflutningsmaður er Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG. Þingmenn Samfylkingarinnar lýstu yfir stuðningi við tillöguna og það sama gerði Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Í tillögu Steingríms er lagt til að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að undirbúa og leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum. „Friðlýsingin taki til alls vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum að Kreppu og öðrum þver- ám meðtöldum með náttúrulegum rennslisháttum, þar sem hvers kyns röskun og mannvirkjagerð er bönn- uð,“ segir í tillögunni. „Sérstaklega verði hugað að því við undirbúning málsins hvernig friðlýsing Jökulsár á Fjöllum skuli tengjast núverandi þjóðgarði í Jökulsárgljúfrum og fyr- irhuguðum Vatnajökulsþjóðgarði og stofnun frekari þjóðgarða eða verndarsvæða norðan jökla.“ Í máli Steingríms kom m.a. fram að það yrði tæpast um það deilt að Jökulsá á Fjöllum og náttúrufyrir- bæri eins og Dettifoss og Jökulsár- gljúfur, að meðtöldu öllu hinu stór- brotna umhverfi árinnar allt frá upptökum Jökulsár við jaðra Dyngjujökuls og Brúarjökuls og nið- ur til sjávar í Öxarfirði, væri einstæð náttúrugersemi. „Það má segja um svæðið í heild að Jökulsá á Fjöllum sé með þverám sínum bandið sem tengir saman og gerir að einni heild eitthvert stórkostlegasta náttúru- fyrirbæri jarðarinnar,“ sagði hann. Steingrímur sagði að það yrðu tví- mælalaust tímamót ef tekin yrði ákvörðun um að friðlýsa vatnsfall og vatnasvið af þessu tagi „eigin gildis vegna“, eins og hann orðaði það. Enn uppi hugmyndir um að virkja Jökulsá á Fjöllum Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði að sér fyndist tillagan góð. „Mér finnst hún fyllilega tímabær,“ sagði hún. „Ég er afdráttarlaust þeirrar skoð- unar að alþingismenn eigi að sam- einast um að friðlýsa Jökulsá á Fjöll- um.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, tók í sama streng. Hann benti á hinn bóg- inn á að í fylgiskjali Orkustofnunar frá því í febrúar á síðasta ári, sem m.a. hefði verið lagt fram á Alþingi með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um virkjanaleyfi vegna Kúrahnjúka- virkjunar, væri vísað til hugmynda um að virkja Jökulsá á Fjöllum. Hann sagði það því borðleggjandi að víða blundaði í hugskotum manna, sem dreymdi drauma um virkjanir, að virkja Jökulsá á Fjöllum. „Ég held að það sé þarft verk okkar sem höfum staðið í deilum um virkjanir við Kárahnjúka […] að ráðast hér í eins konar sáttargjörð um náttúru- vernd á Íslandi. Ég tel að það sé ekkert eins vel fallið til þess að gera það með táknrænum hætti og friða Jökulsá á Fjöllum.“ Rannsóknir verði efldar á öræfum Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sagði í upphafi máls síns að hér væri hreyft miklu nauðsynjamáli. Kom fram í máli hans að hann tæki undir hvert orð þingsályktunartillögunn- ar. Sagði hann ennfremur að ekki væri hægt að líta á vatnasvæði Jök- ulsár á Fjöllum öðruvísi en að hafa í huga að auðvitað væri Vatnajökull sjálfur hluti af því vatnasvæði. „Ég vil við þetta tækifæri jafnframt lýsa því yfir að ég er þeirrar skoðunar að það eigi mjög að efla rannsóknir á öræfunum norðan Vatnajökuls, sér- staklega því svæði sem hér er fjallað um og tel raunar eðlilegt að þær rannsóknir verði hýstar í þeirri stofnun sem kölluð hefur verið Nátt- úrurannsóknastöðin við Mývatn. Ég hygg að heimamenn eigi að hafa stjórn þessarar rannsóknar í sínum höndum og ég tel líka að vísinda- menn eigi að vinna og vera staðsettir á þeim slóðum þar sem þeim er sér- staklega falið að sinna verkefnum eins og við tölum nú um í sambandi við þjóðgarða,“ sagði Halldór enn- fremur. Tillaga um friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum Forseti Alþingis tek- ur undir hvert orðTILLAGA liggur fyrir landsfundiVinstri hreyfingarinnar – grænsframboðs um að 150.000 kr. lág- markslaun verði bundin í lög. Flutningsmaður er Steingrímur Ólafsson en fleiri landsfund- arfulltrúar lýstu stuðningi við til- löguna við stjórnmálaumræður sl. föstudagskvöld. „Hlutverk Reykja- víkurborgar er stórt þegar litið er til þessa máls. Í krafti stöðu sinnar eiga því borgarfulltrúar Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs að koma á við gerð næstu kjara- samninga þeim lágmarkslaunum sem hér er kveðið á um, sem og að ekki verði samið við verktaka er hyggjast taka að sér verk fyrir Reykjavíkurborg nema þeir greiði starfsmönnum sínum a.m.k. 150.000 kr. lágmarkslaun fyrir dag- vinnu,“ segir í tillögunni. Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar Tillaga um 150 þúsund kr. lágmarkslaun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.