Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur í dag. Mannamót Bólstaðarhlíð 43. Fimmtudaginn 13. október verður fé- lagsmiðstöðin opin, m.a. bingó kl. 13.30. Árni Tryggvason leik- ari kemur í heimsókn. Spjall og kaffi, frítt inn. Félagsmiðstöðin verð- ur opin til 18 alla fimmtudaga í nóv- ember. Breytileg dag- skrá. Allir velkomnir. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt og biljardsalir opnir alla virka daga frá kl. 9–16. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Fjölbreytt vetrardagskrá hvern virkan dag frá kl. 9– 16.30. Á morgun m.a. almenn handavinna, kl. 9.30 sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug, frá hádegi spilasalur opinn, dans fellur niður. S. 575 7720. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kynning- arfundur á hug- myndum um þróun í félagsstarfi og aukinni þátttöku gesta í skipu- lagi starfsins verður haldinn þriðjudaginn 11. nóvember kl. 14. Allir áhugamenn um félagsstarf eru vel- komnir á fundinn. Vesturgata 7. Opið hús – kynningarfundur. Miðvikudaginn 12. nóv- ember kl.13–16 verður sérstök kynning á fé- lagsstarfinu og nýjum áherslum. Dagskrá: Kl. 13.30 Kór félagsstarfs aldraðra syngur undir stjórn Sigurbjargar P. Hólmgrímsdóttur. Kl. 13.45 Harpa Rún Jó- hannsdóttir for- stöðumaður og Ásdís Skúladóttir verk- efnastjóri kynna nýjar áherslur/nýja mögu- leika. Kl.14 sýna nem- endur Sigvalda línu- dans. Handverksfólk verður að störfum. All- ir aldurshópar vel- komnir. Veislukaffi. Kvenfélag Bústaða- sóknar. Félagsfundur mánudaginn 10. nóv- ember kl. 20 í safn- aðarheimilinu. Tísku- sýning. Kvenfélag Breiðholts, heldur fund þriðjudag- inn 11. nóvember kl. 20 í Breiðholtskirkju, bögglauppboð. Kvenfélag Grens- ássóknar, fundur í Safnaðarheimilinu mánudaginn 10. nóv- ember kl. 20, kynnt verður jólaföndur og skartgripir. Kvenfélögin Keðjan Hrönn og Aldan halda sameiginlegan skemmtifund föstudag- inn 14. nóvember í Flugvirkjasalnum Borgartúni 22, klukkan 20. Matur. Skátamiðstöðin. End- urfundir skáta eru ann- an mánudag í hverjum mánuði í Skátamiðstöð- inni við Hraunbæ. Næsta samverustund verður mánudaginn 10. nóvember. Magnús Hallgrímsson verk- fræðingur kemur og segir frá hjálparstarfi erlendis. NA (Ónefndir fíklar). Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðins- húsinu og á fimmtu- dögum í KFUM&K, Austurstræti. Styrkur verður með opið hús í Skógarhlíð 8 þriðjudaginn 11. nóv- ember kl. 20. Laufey Ámundadóttir og Helgi Sigurðsson ræða um rannsóknir á ættlægni krabbameina. Allir vel- komnir. SVDK, Hraunprýði, Hafnarfirði, heldur fund í húsi félagsins Hjallahrauni 9, þriðju- daginn 11. nóvember kl. 20. Spilað verður bingó. Allar konur vel- komnar. ITC-Harpa. Fundur verður þriðjudaginn 11. nóvember, kl. 20 á þriðju hæð í Borg- artúni 22. Gestir vel- komnir. Tölvupóstfang: itcharpa@hotmail.- com, heimasíða: http:// www.life.is/itcharpa. Upplýsingar í síma 553 0831, Guðbjörg. Minningarkort Minningarkort Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar (K.H.), er hægt að fá í Bóka- búð Böðvars, Reykja- víkurvegi 64, 220 Hafn- arfirði s. 565-1630 og á skrifstofu K.H., Suð- urgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544-5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingadeildar Landspítalans Kópa- vogi (fyrrverandi Kópavogshæli), í síma 560-2700, og á skrif- stofu Styrktarfélags vangefinna, s. 551- 5941. Í dag er sunnudagur 10. nóv- ember, 314. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögn- uður yðar verði fullkominn. (Jh. 16, 24.)     Á vefritinu Múrnumsegir að skoðanir varaþingmannsins Einars Karls Haraldssonar um trúfrelsi séu nokkuð á skjön við viðhorf flokks- ins í heild. „Einar Karl hefur þungar áhyggjur af frumvarpi um að- skilnað ríkis og kirkju, ekki síst kröfunni um jafnræði en hann telur að við séum „á brautum sem nálgast það að misnota þetta jafnræðisákvæði“ enda verði þetta „ekki á annan hátt skilið en ætl- unin sé að ríkið verði al- gjörlega hlutlaust gagn- vart öllum trúfélögum í landinu“. Áhyggjur Einars Karls eru ekki síst af því að í því felist „að við í vest- rænum lýðræðisríkjum eigum að viðurkenna Sharía-lögin, sem eru nánast trúarsetningar í mörgum slíkum hópum“ en þau séu „grimmilegt skálkaskjól fyrir ofbeldi gegn konum“, séu þar að auki „frá 9. öld og svona álíka úrelt og spánski rannsóknarrétturinn“.     Þeim á Múrnum virðistsem Einar Karl mis- skilji eitthvað, „því að í trúfrelsi og kröfunni um jafnrétti trúarhópa felst ekki að trúarhópar geti sett sér lög sem eru ofar landslögum. Ekki benda orð hans um að „sharia“ sé „nánast trúarsetning“ meðal múslima heldur til þess að hann hafi kynnt sér islam í þaula. Í kröf- unni um að sharia séu æðstu lög samfélagsins felst að ekki sé gerður aðskilnaður á milli trúar- legra og veraldlegra laga, en samt sem áður geta lög í ríkjum sem hafa þessa grundvall- arreglu verið mismun- andi. Í löndum þar sem ríkir trúfrelsi og jafnræði er á milli trúarhópa er tómt mál að tala um sharia innan einhverra trúarhópa. Lýsing Einars Karls á þessu virðist lituð af fordómum. Hitt er annað mál að kröfunni um jafnræði trúarhópa fylgir að múslimar hafi sama rétt til að iðka trú sína á Íslandi og kristnir menn. Það er greinilega þetta sem fer fyrir brjóstið á Einari Karli, sem sér ekkert nema of- beldi gegn konum þegar minnst er á islam. Þar með er verið að dæma gríðarstóran hóp fólks út frá sumum einstaklingum hans. Slík viðhorf köllum við fordóma, en for- dómar eru einmitt afar hentugir í baráttunni gegn trúfrelsi.“     Í lokin segir: „Það erstaðreynd að trúfrelsi er bundið í stjórn- arskránni. Trúin er ekki grundvöllur íslenska þjóðríkisins. Það er einn- ig staðreynd að öllu frelsi verður að fylgja jafn- ræði, annars væri það einungis nafnið tómt. Vissulega getur slíkt „opnað fyrir upplausnar- ástand í samfélaginu“. Frelsið hefur jafnan hættur í för með sér. En hver er valkosturinn?“ er spurt á Múrnum.is. STAKSTEINAR Frelsið hefur jafnan hættur í för með sér Víkverji skrifar... VÍKVERJI á ekki orð yfir öku-menn í borginni þegar rignir. Víkverji á ekki bíl og fer allra sinna ferða fótgangandi. Það er vissulega hressandi að ganga til vinnu í rign- ingu en skvettur úr drullupollum undan bílum eru allt annað mál. Vík- verji gekk að venju til vinnu á föstu- dagsmorguninn og ekki fannst þurr þráður á honum eftir gönguna. Ástæðan er ekki síst sú að strætóbíl- stjóra leiðar 6 tókst með ótrúlegri útsjónarsemi að keyra á fullri ferð (í götu þar sem hámarkshraðinn er 30) ofan í eina pollinn á götunni rétt við nefið á Víkverja sem hefði allt eins getað lagst í götuna og baðað sig í pollinum eftir að strætisvagninn hafði lokið sér af. x x x ERU strætisvagnabílstjórar svonapirraðir út í Víkverja fyrir að nýta sér ekki almenningssamgöngur til að koma sér til vinnu að þeir hafa tekið höndum saman og ákveðið að skvetta á hann úr öllum drullupoll- um á götunum? Eru ökumenn fólks- bifreiða afbrýðisamir af því þeir eru ekki eins heppnir og Víkverji að geta gengið til vinnu? Það er ekki nema von að Víkverji velti þessu fyrir sér, gegndrepa í vinnunni á föstudegi. Víkverji skorar á alla bílstjóra að sýna varkárni í akstri á votviðr- isdögum. Víkverji er nefnilega alveg að fá nóg af þessu og gæti tekið upp á því að elta bílstjóra og ausa yfir þá úr drullupollum þegar þeir koma út úr bílum sínum. x x x JÓLALJÓSIN eru farin að logavíða um borgina. Víkverja finnst það algjörlega tímabært enda er hann nú þegar kominn í kraftmikið jólaskap. Sumum finnst ljósin of snemma á ferðinni, en Víkverji getur ómögulega verið sammála því. Hann vonar þó að sem flestar verslanir sjái til þess að jólasveinarnir dundi sér sem lengst uppi í fjalli þennan veturinn. Í fyrra voru jólasveinar að villast til byggða of snemma og erfitt að útskýra það fyrir börnunum. Nógu erfitt finnst Víkverja að fá spurningar um tilvist jólasveinsins yfirhöfuð, hvað þá að þurfa að rétt- læta ótímabærar ferðir hans til mannabyggða. x x x VÍKVERJI skilur ekkert í því afhverju David Attenborough hélt ekki fyrirlestur sinn í stærri sal en Salnum í Kópavogi. Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins urðu „mörg hundruð manns frá að hverfa“. Vin- sældir Attenboroughs eru gífurlegar hér á landi, það sannast t.d. á vin- sældum heimildarþátta hans um lífs- hætti spendýra. Víkverji vonar að meistaranum verði boðið aftur til landsins sem fyrst og að stærri salur verði þá fenginn til fyrirlestr- arhaldsins. Morgunblaðið/Jim Smart Tilkomumikil sjón? Nei, argasti dónaskapur! ÞAÐ er dásamlegt að fá verðlaun. Svo virðist sem jafnvel séu veitt verðlaun fyrir hvað sem er. En oft er það svo með viðurkenning- ar, að þær segja meira um þá sem veita þær heldur en þá sem fá þær. Stundum er viðurkenningin veitt ein- hverju því sem pöpullinn á erfitt með að sætta sig við. En eftir veitinguna verða flestir sáttir og jafnvel stoltir af að fá að snerta við- urkenndan óskapnaðinn. Þeir eru til dæmis ófáir níð- ingarnir í heiminum sem hafa verið heiðraðir. Þar sem landslag hefur verið metið ljótt eða hættu- legt er kallað til mannfólk, sem hefur meiri gáfur en frumkraftarnir, til að um- skapa náttúruna þannig að hún falli vel inn í umhverf- ið. Einhverjar rannsóknir segja að fólki líði betur í sérhönnuðu og verðlaun- uðu umhverfi. Ef einhverj- um líður öðruvísi en niður- staða rannsóknar færði sönnur á, þá er hann ekki normal. Einhverra hluta vegna sækir fólkið samt í umhverfi frumkraftanna þegar það hefur tíma til eigin ráðstöfunar. Þar líður fólki best, hvað sem rann- sóknir segja. Þeim stöðum fer fækk- andi hér á landi þar sem ekki hefur verið komið fyrir flekkjum grenitrjáa sem mynda æxli til „fegrunar“ ósnortinnar náttúru. Og nú er komið að því að verð- launa nýjasta „hitt“ verk- takamáttarins, sem eru snjóflóðavarnargarðar. Bent hefur verið á að hleypa má snjósöfnun niður í litlum hættulausum spýj- um áður en snjómagnið verður óviðráðanlegt. En sú aðferð er ekki verktaka- væn og fær þess vegna ekki medalíu. Sést hefur stórfenglegra landslag en vinnuvéla- landslag. En það landslag er aldrei verðlaunað vegna þess að enginn makar krók- inn á þeirri sköpun og eng- inn veit hverjum á að veita heiðurinn. Pétur Tryggvi Hjálmarsson, Ísafirði. Markpóstdreifing Fréttablaðsins SONUR minn var að bera út Fréttablaðið, en þar eru krakkarnir látnir bera út mikinn auglýsingapóst með blaðinu. Fá þau ekkert borgað aukalega fyrir þetta, þ.e. blaðberar fá allt- af sömu laun sama hvað er settur mikill aukapóstur á þau. Hann þurfti stundum að fara aðra ferð með aug- lýsingapóstinn því það var ekki pláss í kerrunni með blaðinu og hann réð ekki við að bera út bæði blaðið og aukapóstinn. Ég lét son minn hætta útburði vegna þessa. Fréttablaðið veltir sér upp úr illri meðferð er- lendra starfsmanna við Kárahnjúka en er útgáfu- félag Fréttablaðsins nokk- uð betra, þeir níðast á sín- um blaðburðarbörnum sem fá ekki greitt fyrir að bera út aukalega markpóst – en það segir enginn neitt. Móðir. Tapað/fundið Reiðhjól í óskilum í Vogunum REIÐHJÓL, telpna-gíra- hjól fyrir 10–13 ára, er í óskilum í Vogahverfi. Upp- lýsingar í síma 553 3128. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Um umhverf- issköpun Morgunblaðið/Ásdís LÁRÉTT 1 í munnholi, 4 hittir, 7 blásturshljóðfærið, 8 lag- hent, 9 megna, 11 kyrrir, 13 kraftur, 14 árnar, 15 íþróttafélag, 17 jarð- vegur, 20 bókstafur, 22 áfanginn, 23 sleifin, 24 stal, 25 bera. LÓÐRÉTT 1 elur afkvæmi, 2 stinnt umslag, 3 vitlaus, 4 sleipt, 5 gerir gljáandi, 6 streyma, 10 tréð, 12 rödd, 13 slöngu, 15 stór dýr, 16 að baki, 18 ástæða, 19 duna, 20 múli, 21 heiti. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 gamanvísa, 8 undin, 9 kólga, 10 ann, 11 tínir, 13 Agnar, 15 svelg, 18 ámóta, 21 jag, 22 fagna, 23 ófætt, 24 gaulrifinn. Lóðrétt: 2 aldan, 3 asnar, 4 vikna, 5 sólin, 6 aumt, 7 maur, 12 ill, 14 góm, 15 sefa, 16 eigra, 17 gjall, 18 ágóði, 19 ólæti, 20 autt. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.