Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EINS og allri þjóðinni er væntan- lega kunnugt stendur yfir landssöfn- un til styrktar Sjónarhóli, þjónustu- miðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Caritas á Íslandi efnir til tónleika í Kristskirkju við Landakot sunnu- daginn 9. nóvember kl. 16-17 til styrktar landssöfnun Sjónarhóls – fyrir sérstök börn til betra lífs. Á efnisskrá eru verk eftir Atla Heimi Sveinsson, J.S. Bach, Ceccini, C. Franck, Honegger, Gounod, Mille, W.A. Mozart, M. Lightfood, Rach- maninoff, F. Schubert og A. Vivaldi. Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýs- dóttir, sópran, Guðný Guðmunds- dóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, selló, Áshildur Haraldsdóttir, flauta, Úlrik Ólason, orgel, Stúlknakór Reykja- víkur, undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Stofnun þjónustumiðstöðvar fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir er samstarfsverkefni Foreldrafélags barna með AD/HD (áður Foreldra- félag misþroska barna), Landssam- takanna Þroskahjálpar, Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra og Umhyggju, félags til stuðnings lang- veikum börnum. Þarfir fjölskyldna barna með sér- þarfir fyrir stuðning og leiðbeining- ar eru um margt þær sömu burtséð frá því hvert frávik barnsins er og oft geta skilin t.a.m. á milli sjúk- dóms, fötlunar eða þroskafrávika verið óljós. Mikil hagræðing felst í samvinnu þessara félaga að bættri þjónustu við allar fjölskyldur barna með sérþarfir á Íslandi. Ljóst er að slík samvinna eykur skilvirkni, auð- veldar samnýtingu þeirrar þekking- ar sem býr í hverju félagi og auð- veldar nýjum foreldrum barna með sérþarfir að átta sig strax á hvert þau geta leitað. Ætla má að um 4.000 til 5.000 börn á Íslandi hafi sérþarfir vegna langvinnra sjúkdóma, fötlun- ar, athyglisbrests, ofvirkni, mis- þroska og annarra þroskafrávika. Málefnið snertir því um 25 til 30 þús- und Íslendinga. Þá er einungis átt við nánustu fjölskyldu. Fyrirhugað er að á Sjónarhóli verði aðgengileg sérhæfð ráðgjafar- þjónusta með markmið sem öll miða að því að styðja foreldra í hlutverki sínu, vísa þeim veginn og fylgja þeim eftir í flóknu umhverfi stofnana og þjónustuaðila. Ráðgjafar Sjónarhóls munu kynna foreldrum þau réttindi sem þeir hafa til stuðnings opin- berra aðila og veita þeim aðstoð við að fá þeirra notið. Ef þurfa þykir kemur ráðgjafi á samvinnu þeirra sem veita viðkomandi fjölskyldu þjónustu, s.s. skóla, heilsugæslu, sjúkrahúsa, félagsþjónustu, svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra o.s.frv. Á þjónustumiðstöðinni Sjónarhóli verður foreldrum boðin fræðsla í formi námskeiða, aðgangs að sér- hæfðu bókasafni og heimasíðu. Jafn- framt er fyrirhugað að fræðslunni verði beint út á við til allra þeirra sem veita fjölskyldum barna með sérþarfir þjónustu og aðila sem starfa með börnum í samfélaginu, s.s. skólanna, íþróttafélaga, félaga- samtaka o.s.frv. Markmið fræðsl- unnar verður að skapa skilning vegna aðstæðna fjölskyldu barna með sérþarfir. Í því felst óbein þjón- usta við fjölskyldurnar og börnin. Þeir sem til þekkja vita að mjög er vandað til árlegra styrktartónleika Caritas á Íslandi í Kristskirkju, enda sést það á dagskrá tónleikanna. Ein- stök stemning skapast á aðventunni í kirkjunni sem gerir öllum gott. Að- standendur Sjónarhóls vilja því hvetja alla til að njóta góðra tónleika og styrkja um leið þarft og gott mál- efni. Miðaverð er kr. 2.000 sem renn- ur óskert til Sjónarhóls, sjá nánar á www.serstokborn.is. INGIBJÖRG KARLSDÓTTIR, f.h. stjórnar Sjónarhóls. Caritas-tónleikar í Kristskirkju til styrktar Sjónarhóli Frá Ingibjörgu Karlsdóttur: Í FRÉTTABLAÐINU 3. nóvember sl. kom fram að tölfræði tveggja op- inberra stofnana, sem heyra undir þig, stangist á. Um er að ræða emb- ætti Ríkislögreglustjóra og Umferð- arstofu og málefnið er fjöldi alvar- legra umferðarslysa í Reykjavík á árunum 2000 og 2001, sbr. töflu hér að neðan: Ríkislög- reglustjóri Umferðar- stofa 2000 79 44 2001 73 28 Þetta er hið undarlegasta mál þar sem Umferðarstofa byggir sínar töl- ur á lögregluskýrslum um umferð- arslys og embætti Ríkislögreglu- stjóra fær fjölda umferðarslysa gefinn upp hjá Umferðarstofu! Það er kunnara en frá þurfi að segja að opinber tölfræði í nútíma- legu samfélagi þarf að vera traust og góð ef ekki á illa að fara. Við þekkj- um dæmin um hið gagnstæða sbr. m.a. vonda tölfræði frá Kína og Sov- étríkjunum sálugu. Það eru spor sem hræða. Ég skora á þig að upplýsa hvort embættið hefur rétt fyrir sér í þessu máli og hvað fór hér úrskeiðis. Einn- ig skora ég á þig að grípa til þeirra ráðstafana, sem duga til að við Ís- lendingar fáum það umhverfi, sem tryggir okkur trausta og góða töl- fræði á þessu mikilvæga sviði. Hér er mikið í húfi því ótraust töl- fræði grefur undan baráttunni gegn umferðarslysum, sem eins og allir vita er þjóðhagslega mjög arðsöm. Fækkun slysa er auk þess „mjúkt mál“ því þegar árangur næst fækkar þeim, sem eiga um sárt að binda og það verður ekki metið til fjár. ÖRN SIGURÐSSON, Fjólugötu 23, 101 Reykjavík. Opið bréf til dómsmálaráðherra Frá Erni Sigurðssyni arkitekt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.