Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það gildir nú ekki lengur að vera bara með stýrið bundið á sömu rútunni, strákar. Ráðstefna um ávinning í upplýsingatækni Hagræði og ör- yggi í hávegum HVER er ávinningurupplýsingatækni-nnar á heilbrigðis- sviði? er yfirskrift ráð- stefnu sem Tölvumyndir hf. halda á Hótel KEA á Akureyri fimmudaginn 13. nóvember frá klukkan 13 til 17. Þar verða nokkur er- indi flutt, m.a. flytur Gunn- ar Hall, framkvæmdastjóri Theriak og Doc, erindi sem heitir „Getur öruggari lyfjagjöf og lækkun lyfja- kostnaðar farið saman?“ Um hvað fjallar erindi þitt, Gunnar? „Erindið fjallar um það hvernig bæta megi öryggi í meðhöndlun lyfja innan sjúkrastofnana með því að taka upp bætt verklag og hjálpartæki sem styðja það. Með því að taka upp nýjar að- ferðir má færa rök fyrir því að mistök við lyfjameðferð stór- minnki auk þess sem heildar- kostnaður vegna lyfja lækki um- talsvert. Ég mun einnig fjalla um innleiðingu á þessum hlutum hjá sjúkrahúsi í Þýskalandi og hvaða ávinningi sjúkrahúsið hefur náð.“ Er góð þróun í þessa veru fram- undan? „Hvað okkur hjá Theriak varð- ar hefur þróunin verið í þá veru. Í starfi okkar höfum við að leiðar- ljósi hvernig við getum hannað vöru sem eykur hagræði og ör- yggi á sama tíma. Við höfum m.a. hannað hugbúnað sem kallast Theriak Therapy Management. Kerið heldur utanum lyfjagjafir sem læknar skrá beint á rafrænan hátt. Með þessu móti er tryggt að skráning sé rétt, auðskiljanleg og engu gleymt. Kerfið bendir einnig læknum strax á hugsanlegar milli- verkanir eða ofnæmi sem hægt er þá að taka tillit til. Lyfjasaga sjúk- linga liggur ávallt fyrir og aðgengi að upplýsingum er ávallt við hönd- ina. Við lyfjagjöf kannar tölvu- kerfið hvort verið sé að gefa rétt lyf á réttum tíma og réttum sjúk- lingi. Sjúklingar og lyf eru strika- merkt til að auðvelda það að þetta sé tryggt. Auk hugbúnaðarins bjóðum við upp á mjög fullkominn búnað frá Ítalíu sem pakkar og merkir lyfjaskammtana með strikamerkjum. Með þessu móti sparast umtalsverður tími hjúkr- unarfræðinga og lyfjafræðinga við tiltektir á lyfjum þar sem bún- aðurinn gerir það sjálfvirkt. Með því að tryggja rétta lyfjagjöf hef- ur það sýnt sig að sjúklingar út- skrifast fyrr og minna er notað af lyfjum, því oft á tíðum þarf að gefa lyf til að lækna aukaverkanir sem upp geta komið af rangri lyfjagjöf. Það eru því fjölmargir þættir sem saman færa sterk rök fyrir því að þessir tveir þættir geti farið sam- an.“ Hvert er þitt svar við yfirskrift ráðstefnunnar um ávinninginn o.s.frv.? „Ég tel að ávinningur af innleið- ingu upplýsingatækni á heilbrigð- issviði hafi verið afar jákvæður hingað til án þess að menn hafi endi- lega gert sér grein fyr- ir því. Það liggur í aug- um uppi að öll sú tækni sem auðveldar aðgengi og notkun upplýsinga hefur ávinning í för með sér, ekki síst á þeim stofn- unum sem hafa heilbrigði fólks að viðfangsefni. Ýmislegt hefur áunnist hingað til en margt er enn óleyst. Menn í öðrum geirum at- vinnulífsins hafa áttað sig á mik- ilvægi upplýsingatækninnar og fjárfest umtalsvert meira í henni eins og t.d. fjármálageirinn. Menn verða að hætta að líta á fjárfest- ingu í heilbrigðistengdri upplýs- ingartækni sem kostnað heldur sem fjárfestingu í framtíðinni.“ Svo mörg voru þau orð. Að öðru leyti er dagskrá ráðstefunnar á þá lund, að eftir setningarorð Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og ávarp Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flytur Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Tölvumynda, erindi sem ber yfirskriftina „Tölvumyndir á sviði heilbrigðis- tengdrar upplýsingatækni“. Því næst flytur Davíð Lúðvíksson, formaður verkefnisstjórnar Heil- brigðistæknivettvangs, HTV, og forstöðumaður þjónustu og þró- unar hjá Samtökum iðnaðarins, erindi um stöðu og framtíðarsýn í heilbrigðistækni. Við af honum tekur María Heimisdóttir, læknir og formaður nefndar um rafræna sjúkraskrá á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi, en erindi hennar heitir „Klínísk upplýsingatækni á háskólasjúkrahúsi“. Þá kemur fram Ásta St. Thoroddsen, dósent við HÍ, og fjallar um ávinning af rafrænni hjúkrunarskráningu. Næstur á mælendaskrá er A.W. Lenderink, framkvæmdastjóri sjúkrahúsapóteksins Midden Brabant TweeSteden í Hollandi, sem fjallar um skýrslu um kosti og galla fylgjandi innleiðingu Theriak-hugbúnaðar í sjúkrahúsið í TweeSte- den. Þá kemur Gunnar Hall með ofangreint er- indi og síðan Ásgeir Böðvarsson yfirlæknir sem ræðir um rafræna lyfseðla. Þá kemur Garðar Már Birgisson, framkvæmdastjóri eMR, með er- indið „Upplýsingatækni: kostnað- ur eða fjárfesting?“ Botninn í ráð- stefuna slær síðan Gísli Aðalsteinsson hagfræðingur sem flytur erindi með yfirskriftinni „Á að fjármagna sjúkrahús eftir því hvað þau eyða miklu eða eftir því hverju þau afkasta?“ Gunnar Hall  Gunnar Hall er fæddur í Reykjavík 12. maí 1964. Stúdent frá MH 1984 og BS próf í tölv- unarfræði frá HÍ 1987. Hóf störf hjá Tölvumyndum að námi loknu. Hefur séð um þróun og verkefn- isstjórn fjölda kerfa fyrir marga aðila og hefur haft umsjón með lausnum á heilbrigðissviði. Síð- ustu þrjú ár framkvæmdastjóri Theriak, dótturfyrirtækis Tölvu- mynda, og framkvæmdastjóri Doc, sem einnig er dótturfyr- irtæki TM, frá maí sl. Eiginkona hans er Bjarnfríður Vala Ey- steinsdóttir og eiga þau þrjú börn, Bryndísi 13 ára, Bjarka 10 ára og Björgvin 5 ára. Ýmislegt hefur áunnist hingað til Daily Vits FRÁ A ll ta f ó d ýr ir Stanslaus orka H á g æ ð a fra m le ið sla -fyrir útlitið Range Rover TD VOUGE árg. 2003 ek. 15 þ. km. Einn með öllu, 19“ felgur. Verð 9.500 þús. Range Rover 4.4i árg. 2003 ek. 6 þ. km. Einn með öllu, 20“ felgur. Verð 10.900 þús. Til sýnis og sölu á bílasölunni bill.is sími 577 3777
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.