Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Árið 1917 fór Stephan í eftirminnilega boðsferð til Íslands, 64 ára að aldri og voru þá liðin 44 ár frá því að hann sigldi ásamt fjölskyldu sinni vestur um haf. Í Íslandsheimsókninni var alls staðar tek- ið vel á móti Stephani, m.a. á bernskuslóðum hans í Skagafirði þar sem skáldið hlaut eftirminnilegar móttökur. Stephan var orðinn ferðaþreyttur og far-inn að hlífa sér. Honum bauðst ferðfram að höfuðbólinu Grund í Eyjafirðien lét hjá líða að fara fyrst hann komstekki fram í kotin fremst í dalnum þar sem forfeður hans höfðu búið. Mest langaði hann að hitta Ólöfu frá Hlöðum. Hún hafði sent kvæði í veisluna á Akureyri en ekki komið sjálf, enda hlé- dræg og kærði sig ekki um margmenni. Skagfirðingar sendu Brynleif Tobíasson, skólapilt af ætt Gísla Konráðssonar, að sækja Stephan 31. júlí. Með í för var Guðrún Péturs- dóttir frá Víðivöllum í Blönduhlíð, sem var nokkru eldri en Stephan. Honum þótti hún fal- legur og skemmtilegur ferðafélagi og hann furð- aði sig á því að hún mundi eftir honum frá því í æsku. Þau komu við á Hlöðum á leiðinni vestur; það var eini sveitabærinn sem Stephan heimsótti í Eyjafirði. Hann hafði ekki lyst á neinu „nema á Ólöfu, – skorpinni og íboginni, sem áttræðri kerl- ingu, en yngri í sinni og svari en kvennaskóla- stúdent“. Stephan kyssti Ólöfu að skilnaði. Gist var á Hrauni í Öxnadal á leiðinni, fæðing- arstað Jónasar Hallgrímssonar. Um morguninn gengu ferðalangar upp að Hraunsvatni þar sem séra Hallgrímur faðir Jónasar drukknaði. Frá Hrauni var haldið að Víðivöllum og þar gisti Stephan. Á Vöglum í Blönduhlíð bjó Jónas Jónasson síð- ar kenndur við Hofdali, mikill vexti, svipmikill og hvatlegur í fasi, góðlyndur en skapheitur og ástríðumaður um skáldskap. Jónas hafði verið einlægur aðdáandi Stephans frá því hann fór á fjórtánda ári í vist að Vindheimum í Tungusveit. Húsfreyja þar var Hólmfríður Jóhannsdóttir, systir Eggerts vinar Stephans. Hann var þá rit- stjóri Heimskringlu og Aldarinnar og sendi syst- ur sinni blöðin. Þar komst Jónas fyrst í kynni við annan skáldskap en rímur og hreifst mjög. Um aldamótin komst hann svo yfir Á ferð og flugi, drakk bókina í sig eins og áfengi, þuldi kvæðið aftur og aftur þangað til hann kunni það utan að. Hann hafði ekki efni á Andvökum þegar þær komu út og honum tókst ekki að fá lestrarfélagið til að kaupa þær. Jónas hafði þó grun um að fleira héngi á spýtunni. Á móti kaupunum talaði séra Björn Jónsson á Miklabæ, mikill aðdáandi séra Matthíasar en Jónas sagði að hann hefði aldrei lært að meta Stephan. Jónas fékk Andvökur að lokum lánaðar hjá Gísla Sigurðssyni á Víðivöllum og las þær um nætur enda var vinnudagur hans langur. Jónas beið komu skáldsins með óþreyju. Að morgni 2. ágúst fékk hann skilaboð frá Gísla Sig- urðssyni á Víðivöllum um að Stephan hefði verið þar næturlangt. Veður var bjart og sólin skein. Jónas rétt gaf sér tíma til að þvo sér en þeysti svo að Víðivöllum. Gísli bauð honum til stofu og kynnti hann fyrir Stephani sem heitan aðdáanda sem hefði eitt sinn haldið erindi um hann. Steph- an tók Jónasi vinsamlega og þakkaði hlýhug til kvæðanna. Jónas varð fyrir vonbrigðum eins og fleiri. Honum kom í hug lýsing Kolbeins Jökl- araskálds í kvæði Stephans: „Og ei fyrir mann var hann mikill að sjá.“ Jónas hélt að Stephan væri hærri og meiri á velli en hann reyndist vera. En þegar hann hafði talað um stund við skáldið fann hann „sama spaka mikilmennið og í kvæð- unum“. Stephan talaði hægt og stundum var jafn- vel eins og hann þyrfti að leita að orðunum, „og komu þá viprur í andlit hans, ekki alveg ólíkar kvaladráttum. En þegar orðin, sem honum líkaði, voru fundin og setningin sögð, meitluð og lýsandi, þá birti yfir andlitinu svo yndislega, að manni hlýnaði inn að hjartarótum. Annan eins töfra- bjarma hef ég aldrei séð í svip nokkurs manns“. Ert þú Stebbi frá Seli? Upp úr hádegi var riðið af stað frá Víðivöllum og var Brynleifur Tobíasson leiðsögumaður. Ekki þurfti að toga orð úr hálsi hans, segir Jónas. Hann lýsti fjálglega bardaganum á Örlygsstöð- um þegar þeir komu þangað. Brynleifur var harðorður í garð Guðmundar biskups góða og spunnust af því orðaskipti. Brynleifur sagði Guð- mund hafa verið einn mesta óhappamanninn ís- lenskan á biskupsstóli. Þá spurði Stephan: „Ert þú kristinn maður, Brynleifur?“ Brynleifi varð fyrst orðfall en sagðist svo telja sig vera það. Þá sagði Stephan: „Hvernig getur þú þá farið því- líkum orðum um Guðmund góða, kristnasta Ís- lending, sem uppi hefur verið að minni hyggju, manninn, sem bókstaflega fetaði í fótspor Krists?“ Fátt varð um svör. Þá var riðið í Miklabæ til séra Björns Jóns- sonar, hins sama og hafði lagst gegn því að spandera fé lestrarfélagsins í Andvökur. Vel fór á með þeim Stephani og var tafið nokkuð lengi. Klerkur vildi heyra af stjórnmálaskoðunum skáldsins. Stephan sagði að enn hefði enginn flokkur getað dregið sig í dilk eftir eyrnamarkinu. „Hinu er ekki að leyna, að lengi hef ég rennt hýru auga til jafnaðarmennskunnar.“ Prestur segir að nú séu aðeins tveir flokkar í Kanada og spyr hvort hann neyti ekki kosningaréttarins. Stephan játar því: „Já, að vísu geri ég það. Þegar einungis tvennt er í boði og hvorugt gott, þá velur maður það illskárra.“ Haldið var áfram út Blönduhlíð og að Stóru- Ökrum. Þar bjó Sigríður Jónsdóttir fermingar- systir Stephans. Hún átti heima á Krossanesi fermingarárið. Þau töluðu þó ekki margt. „Var Sigríður heldur undirleit en kvaðst þó muna eftir Stebba frá Seli.“ Að kvöldi 2. ágúst var riðið frá Stóru-Ökrum og farið yfir Héraðsvötn á dragferju áleiðis til Víði- mýrar. Hópur Seylhreppinga tók á móti skáldinu. Á leið vestur grundirnar var komið við í Mikley, að hitta æskufélagann Daníel Árnason sem var einsetumaður, „ekki við allra skap og þótti uppi- vöðslusamur, einkum við vín“, segir Jónas frá Hofdölum. Þar er vægt til orða tekið því Stefán Vagnsson á Hjaltastöðum segir hann líkastan villidýri í ölæði og lýsir útliti hans svo: „Daníel var lágur vexti, en snarleg- ur. Hann var alskeggjaður og skeggvöxturinn svo mikill, að heita mátti að allt andlitið væri einn skeggflóki. Nefið var fremur stutt og broddurinn helblár. Hatt hafði hann jafnan á höfði og teygði hann svo langt fram, að nálega sá aldrei í augu honum. Sást því ekkert af andlitinu nema skeggflækj- an, og upp úr henni stóð svo helblár nefbroddurinn sem blágrýtisklettur upp úr skóg- arás.“ Daníel var lítið fyrir þvotta og nýtinn á föt og lét jafnan bæta þau eftir þörfum. Þó átti hann þokkaleg spariföt, „þar á meðal svartan duffels- frakka og vatnsstígvél, sem hann var í við hátíðleg tæki- færi“. Stephan vildi hitta Daníel en Jónasi þótti hann varla sýningarhæfur fyrir svo tiginn gest. Þegar hópurinn reið í hlað á Mikley stóð Daníel úti með húfu sína dregna niður svo varla sást í augun. Stephan gekk að honum og sagði: „Komdu blessaður og sæll, Daníel minn, nú þekkir þú mig ekki, sem varla er von.“ Daníel neitaði því stuttur í spuna. „Manstu ekki eftir Stebba frá Seli?“ spurði Stephan og þá glaðnaði yfir Daníel bónda. „Stebba frá Seli? Jú, víst man ég eftir honum, helvítis glæringjanum þeim. Ert þú Stebbi frá Seli?“ Stephan játaði því og Daníel leit upp með skyggninu á húfunni og glotti: „Nú, þú ert fjandakornið ekkert bermi- legri að sjá en ég, þótt þú hafir búið langan ald- ur þarna vestur í fullsælunni, en ég hafi orðið að krafsa mig áfram í kulda og snjó hérna á Ís- landi.“ Stephan gat ekki stillt sig um að brosa og sagði: „Satt segir þú, Daníel, og sannast hið fornkveðna, að hver hefur nokkuð til síns ágæt- is. Þú hefur bersöglina þér til réttlætingar á reikningsskiladeginum mikla.“ Veisla Skagfirðinga Fleiri Skagfirðingar voru sóttir heim í ferð Stephans um hans fornu heimaslóðir og skáld- inu svo haldið mikið samsæti. Sunnudaginn 12. ágúst var veður gott. Þegar leið að kvöldi var héraðið á iði. Menn komu ríð- andi á Sauðárkrók víða að á sínum bestu gæð- ingum. Skagfirðingar héldu skáldi sínu samsæti í „Templó“ sem var stærsta samkomuhúsið á Króknum. Jónas bóndi á Vöglum hafði sett saman kvæði við sláttinn í dumbungs- veðrinu undanfarna daga, tólf er- indi og lært jafnóðum. Hann risp- aði það upp í flýti þennan morgun og þeir Gísli á Víðivöllum riðu greitt af stað út á Sauðárkrók. Þeir náðu sætum yst við dyrnar því salurinn var að verða fullskipaður. Heiðursgesturinn sat við háborð, hátíðarnefndarmenn til beggja hliða og íslenski fáninn yfir. Jónas læknir stjórnaði veisl- unni. Ræðuhöld og kvæðalestur ágerðust eftir að borðhaldi lauk og kaffidrykkja hófst. Kvæðin voru misjöfn. Mörgum þótti Friðrik Hansen kennari og Pétur Jónsson frá Eyhildarholti fara með laglegust kvæði. Jónas hvíslaði að sessu- nauti sínum: Alltaf lít ég meir og meir myrkri slá á veginn. Skáldið mæta skírðu úr leir Skagfirðingagreyin. Sessunauturinn skoraði á Jónas að láta til sín heyra og hann kvaddi sér hljóðs, hár og hremmilegur. Fyrst ávarpaði hann skáldið með fáeinum slitróttum orðum. Þegar að bundna málinu kom jókst honum áræði og hann þrum- aði með sterkri röddu og hljómmikilli kvæði sem menn töldu jafnvel vera það besta sem Stephani var flutt í allri ferðinni. Það bergmálar orðfæri Stephans og hugsun en endurspeglar um leið þann styrk sem kvæði Stephans veittu Jónasi. Kvæðið hefst svo: Heill sé þér víkingur, vestrinu frá, velkominn aftur í Fjörðinn. Þiggðu nú ljóðin mín listasmá, lynghríslu undan vetrarsnjá, er óx upp við óræktarbörðin. „Mætti ég eiga miðann?“ sagði Stephan í hvert sinn sem hann þakkaði fyrir kvæði sem honum var flutt. Ekki gat Jónas látið af hendi þessa einu og lélegu uppskrift sem hann hafði en lofaði að senda Stephani kvæðið suður. Steingrímur Matthíasson flutti svo skemmti- lega ræðu að hláturinn bylgjaðist um salinn og Stephan nærri grét af hlátri. Sagði Steingrímur að sér fyndist meira til um manninn eftir því sem hann kynntist honum betur. Hann hefði kviðið því að gista í sama herbergi, því þá hlyti Stephan að verða andvaka við að yrkja og héldi þá vöku fyrir sér. En það fór þó á annan veg, skáldið sofnaði strax og hraut svo hátt að Stein- grímur hafði varla svefnfrið. „Þú svæfir líklega enn ef ég hefði ekki vakið þig svona,“ skaut Stephan að milli hláturhviða. Ólafur á Hellulandi hélt stutta tölu og ungur maður spratt óvænt upp og skoraði á Stephan að yrkja annað snilldarkvæði eins og „Illuga- drápu“. Stephan svaraði að bragði: „Því get ég ekki lofað, það glappast framúr manni þetta sem sumum þykir best.“ Hálfdan prófastur Guðjónsson talaði síðast- ur. Hann sagði að sig hefði „lengi langað til að ná til þessa karls, sem situr þarna uppi við há- borðið“. Hann hefði oft tekið harkalega á þeim prestunum. Sig hefði hann líka leikið grátt. „Ég átti til dæmis fuglsunga, sem mér þótti einkar vænt um. Vonaði ég að hann yxi, yrði víðfleygur og bæri hróður fóstra síns um víða veröld. En við það að kynnast Stephani G., fann ég, að fuglsunginn minn yrði aldrei fleygur, lagði ég því æ minni rækt við hann, þar til greyið vesl- aðist upp og dó, – með öðrum orðum og almenn- ari: Þessi kynngimagnaði karl, sem er gestur okkar í dag, drap leirskáldið í mér.“ Þar að auki hafði séra Hálfdan þóst vera góður íslensku- maður og lagt rækt við þá kunnáttu. „En svo kemur hann til skjalanna, þessi sjálfmennti al- þýðumaður, krækir í mig með sinni skörpu skáldakló, setur mig á kné sér og kennir mér ís- lenzku. Og þá þótti mér súrt í broti – í bili.“ Stephan stóð upp og þakkaði hverja ræðu og hélt eina sjálfur í lokin. Í upphafi hafði hann orð á því að hann væri orðinn slæptur og ringlaður af ferðalögum og hefði helst viljað gera eins og norska skáldið Ibsen, þegar honum voru haldn- ar stórveislur er hann kom heim eftir langdvalir erlendis. Hann stóð upp eftir hverja ræðu, hneigði sig og sagði einungis: „Ég þakka, ég þakka.“ Stephan sagði sig bresta orð til að tjá tilfinningar sínar og þá væri þögnin oft besta at- hvarfið. Hann þakkaði hlý orð í sinn garð og konu sinnar, „hún var auðvitað fallegasta konan í sveitinni sinni“. Mörg snjallyrði voru í þakk- arorðum Stephans. Hann þótti ekki beinlínis mælskur en tvítók sjaldan setningu, svo orð og líkingar minntu á kvæðin hans, rammbyggð og þróttmikil. Bókarkafli Vestur-Íslendingurinn Stephan G. Stephansson varð á tímabilinu 1899–1927 einn umdeildasti einstaklingur í samfélagi Vestur-Íslendinga, ekki síst vegna afstöðu sinnar til fyrri heimsstyrjaldarinnar. Enda var hann á undan sinni samtíð sem boðberi mannúðar, menningarlegrar fjölhyggju og friðsamlegrar sambúðar þjóða heimsins. Skáldið aflaði sér þó einnig nýrra aðdáenda á þessum tíma, einkum á Íslandi, líkt og kemur í ljós í frásögn Viðars Hreinssonar af eftirminnilegri boðsferð Stephans til Íslands. Á bernskuslóðum í Skagafirði Stephan ásamt Gesti, syni sínum, og Sigurði Jónssyni frá Víðimýri við kornskurð í Markerville. Stephan G. Stephansson prúðbúinn sumarið 1917. Andvökuskáld – ævisaga Stephans G. Steph- anssonar eftir Viðar Hreinsson er gefin út af Bjarti. Bókin er 482 bls. að lengd og prýdd fjölda mynda. Gjafir Skag- firðinga til Stephans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.