Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 31
á í ritdóminum að með sömu rökum bæri að greiða börnum lögmanna hærri bætur en börnum fisk- vinnslufólks að því gefnu að „sanna“ megi að launatekjur hinna fyrrnefndu séu að meðaltali hærri en hinna síðarnefndu. Ég tók þannig til orða að skiln- ingur Hæstaréttar á jafnræð- isreglu stjórnarskrárinnar eins og hann birtist í þessum dómi væri „lofsverður“. Það þurfti nefnilega kjark og innsæi til kveða upp dóm sem gekk þvert á viðteknar venjur við uppgjör slysamála. Þessi dómur var líka að mínu mati staðfesting á að við búum í réttarríki þar sem lög eru túlkuð og þeim framfylgt á mannúðlegan og réttlátan hátt. Enn um erfðamál Jón Steinar leysti mjög fimlega úr spurningu minni varðandi erfða- skrána og manninn sem féll fyrir hendi sonar síns. Án þess að fara endilega fram á skriflegt svar sting ég upp á því að Jón Steinar ræði með nemendum sínum annað dæmi úr erfðarétti: Til lögmanns kemur dauðvona maður sem er að baksa við að setja saman erfðaskrá. Hann kveðst eiga tvo syni, sá eldri sé giftur harðduglegri stúlku að vest- an en sá yngri hafi verið í tygjum við stúlku af afrískum uppruna og er gamla manninum ekkert sér- staklega vel við þann ráðahag. Hann vill setja klausu í erfða- skrána á þá lund að hafi yngri son- urinn við andlát föður síns byrjað sambúð með stúlku sem ekki sé ís- lenskur ríkisborgari þá erfi hann ekki meira en lög krefjast og bróðir hans fái því stærstan part eigna hans en að öðrum kosti skiptist eignir hans jafnt á milli þeirra tveggja. Nú er spurningin, er lík- legt að klausa af þessum toga hljóti náð fyrir augum dómstóla ef á reynir? Eins og ég sagði í ritdóminum þá er vert að taka undir með Jóni Steinari að þörf er á vandaðri vinnubrögðum í íslenskri lögfræði. En ég veit ekki hvort það er væn- legt til árangurs að hamra á því að réttarheimildirnar geymi alltaf eitt rétt svar og ýja að því að dómarar séu vísvitandi að fara út fyrir vald- heimildir sínar. Þessi sömu rök mætti nota til að setja tölvur eða önnur útreiknanleg fyrirbæri í staðinn fyrir dómara. Nei, það væri miklu vænlegra, að mínu mati, að viðurkenna að lögfræði er mannvís- indi þar sem reynir á fleiri hæfi- leika en hreinræktaða rökfræði og að dómarar eru settir í þá stöðu að taka erfiðar ákvarðanir sem stund- um jaðra við að vera pólitískar. Að þessu gefnu, hvernig dómara vilj- um við velja okkur, hvernig tryggj- um við sjálfstæði þeirra og hvernig þarf að búa þá undir starfann? Höfundur starfar sem lögfræð- ingur hjá Evrópuráðinu. Skoðanir sem birtast í greininni eru alfarið á ábyrgð höfundar og endurspegla ekki nauðsynlega viðhorf Evr- ópuráðsins. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 31 Lovísa Kristjánsdóttir, löggiltur fasteignasali. Fasteignaþjónustan Skúlagötu 30, 3. hæð, 101 Reykjavík, sími 552 6600 HJARÐARHAGI 42 - ÍBÚÐ 302 Opið hús í dag frá kl. 14.00-17.00 Björt og falleg 3ja-4ra herb. íbúð á 3. hæð í fjölbýli ásamt herbergi í risi og sérgeymslu í kjallara, samtals 92 fm, auk 24 fm bílskúrs. Skiptist í hol, stofu tvö rúmgóð herbergi bæði með skápum, endurnýjað flísalagt baðherbergi. Gott eld- hús. Parket og flísar á gólfum. Hús og bílskúr klætt utan með Steni. Snyrtileg sameign. Ragnheiður Ásta og Benedikt sýna íbúðina. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Öll eignin við Álftamýri 1-3 er til sölu/leigu, samtals ca 1.600 fm. 706 fm á tveimur hæðum, innréttað sem aðgerða- og læknastofur. 264 fm á annarri hæð, innréttað fyrir sjúkraþjálfun og skrifstofur. 602 fm verslun og lager innréttað sem apótek. Mjög góð staðsetning. Mjög góð aðkoma. Næg bílastæði. Mögulegur byggingarréttur. Verð tilboð. ÁLFTAMÝRI/TIL SÖLU/LEIGU Við höfum verið beðnir að útvega, að ósk viðskiptavinar að leita eftir eftirfarandi eignum fyrir ákveðna kaupendur. -Einbýli á svæði 107, allt að 35millj. -3ja herb íbúð í Lindahverfi, Kóp. -Einbýli í Árbæ, (ása hverfi). -120-150 sérhæð ásamt bílskúr í Kóp. AÐ AUKI VEGNA MIKILLAR EFTIRSPURNAR ÞÁ VANTAR OKKUR Á SÖLUSKRÁ ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR ATVINNUHÚSNÆÐIS. Uppl. veita Ísak Jóhannsson 897-4868 og /eða Ólafur Sævarsson 899-9700. SIGURÐUR ÖRN SIGURÐARSON, LÖGGILTUR FASTEIGNASALI Húsnæðiseigendur athugið! www.eigna.is – eigna@eigna.is – sími 530 4600 Ísak Jóhannsson Ólafur Sævarsson Opið hús í dag í Vallengi 6 á milli kl. 14 og 17 Hlíðasmára 15 Sími 595 9090 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is Glæsileg 111 fm 5 herbergja endaíbúð á efri hæð í tveggja hæða 6 íbúða húsi, 4 svefnherbergi og stofa, parket og flísar á gólfum, fallegar innrétting- ar, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með baðkari og sturtu. Íbúðin er laus til afhendingar fljótlega. Áhv. ca 6,5 millj. Verð 15,4 millj. Rakel tekur á móti ykkur á milli kl. 14 og 17 í dag. Verið velkomin. OPIÐ HÚS - HÆÐARSEL 8 - SÆLUREITUR Sérstaklega vandað og vel viðhaldið 236 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 31 fm bíl- skúr. Húsið er byggt árið 1981 og teiknað af Kjartani Sveinssyni. Allir gluggar í húsinu eru franskir gluggar úr gegnheilu tekki. Húsið skiptist m.a. í tvær stofur og sex herbergi. Sérstak- lega glæsilegur gróinn garður með rósahúsi teiknaður af Stanislas Boich. Einstök staðsetn- ing, en húsið stendur innst í litlum botnlanga. HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-16. V. 31,8 m. 3061 SPÍTALASTÍGUR - GLÆSILEG EIGN Sérlega glæsileg, uppgerð, 80 fm neðri hæð í húsi sem hefur allt verið tekið í gegn að utan. Eignin skiptist m.a. í hol, baðherbergi, eldhús, tvö herbergi og stofu. Nýjar raflagnir. Ný tafla. Allt húsið er nýklætt að utan. Búið er að endurnýja glugga og gler. Þak er yfirfarið. Glæsileg eign. V. 13,3 m. 3735 GEITLAND - MEÐ BÍLSKÚR Vorum að fá í einkasölu fallega 127 fm, 5 herb. íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Íbúðinni fylgir 21 fm bílskúr. Parket á gólfum. Tvennar svalir. V. 17,5 m. 3740 FURUGRUND - MEÐ AUKAÍBÚÐ Vorum að fá í einkasölu fallega 4ra herb. íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Fjórar íbúðir í stigagangi. Íbúðin skiptist m.a. í stóra stofu og þrjú herbergi. Nýlegt eldhús. Parket. Íbúðinni tilheyrir góð einstaklingsíbúð sem hefur verið leigð út. V. 18,4 m. 3741 HÁALEITISBRAUT - 4 SVEFNHERBERGI Falleg og rúmgóð 116 fm íbúð á 3. hæð í vel staðsettu húsi. Íbúðin skiptist í hol, gang, tvær stofur, eldhús, snyrtingu, fjögur herbergi og baðherbergi. Glæsi- legt útsýni. Í kjallara er sérgeymsla og sam.þvottahús. Nýlega standsett baðher- bergi og parket á gólfum.V. 13,9 m. 3732 FÍFUSEL - MEÐ AUKAHERB. 3ja-4ra herb. falleg íbúð á 3. hæð (efstu) í útsýnisblokk ásamt aukaherb. í kjallara og stæði í bílageymslu. Sérþvottahús. Stórar suðvestursvalir. Hagstætt. V. 12,7 m. 3739 GOÐHEIMAR - GLÆSILEG EIGN Gullfalleg og mikið endurnýjuð sex herbergja sérhæð á 2. hæð í virðulegu steinhúsi á þessum eftirsótta stað. Rúm- góður 25 fm bílskúr fylgir hæðinni. V. 17,9 m. 3742 Úrslitin í enska boltanum beint í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.