Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 34
FRÉTTIR 34 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vorum að fá í sölu glæsilegar og vandaðar 3ja herb. 83,3 fm og 4ra herb. 110,9 fm íbúðir ásamt einni 5 herb. 167,2 fm íbúð á rólegum og góðum stað í Grafarholtinu. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna. Sölumenn verða á staðnum milli kl. 14:00 og 16:00. Trausturbyggingaraðili. Skrifstofa okkar í Smáralind er opin alla daga milli 15 og 18 og um helgar 14 til 17. Verð m. bílskúr: 3ja herb. 14,5 millj. 4ra herb. 16,9-17,5 millj. 5 herb. 26 millj. (tvöfaldur bílskúr fylgir) Bílskúr fylgir öllum íbúðum. Sérinngangur í allar íbúðir. Aðeins 8 íbúðir í hvoru húsi. Sérgarður fylgir tveim 4ra herb. íbúðum. Afhending um áramót. Sölusýning í dag milli kl. 14 og 16 - Þorláksgeisli 43-45 SILFURTEIGUR 4 - OPIÐ HÚS Í DAG sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson löggiltur fasteignasali Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Nýkomin í sölu mjög mikið endurnýj- uð og falleg íbúð á 2. hæð. Glæsilegt og stórt eldhús. Þrjú herbergi. Björt stofa með útgengi út á rúmgóðar suðursvalir. Parket og flísar á gólfum. Íbúðinni fylgir einnig hlutdeild í tvö- földum bílskúr. Íbúðin er laus til af- hendingar í byrjun desember. Opið hús í dag frá kl. 14-16. Ívar og Aldís taka vel á móti fólki. Verð 14,9 millj. Nánari upplýsingar veitir Finnbogi í síma 895-1098. BÚJARÐIR - BÚJARÐIR Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða, m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumarki í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðsvegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til sölu sauðfjár og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is. BÚJARÐIR - BÚJARÐIR Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða, m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumarki í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðsvegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til sölu sauðfjár og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is. EYRARKOT – KJÓS ÖRSTUTT FRÁ REYKJAVÍK Til sölu jörðin Eyrarkot í Kjósarhreppi. Stærð jarðarinnar er um það bil 150 ha. Á jörðinni er 134 fm eldra íbúðarhús auk þess útihús sem vel gæti nýst sem t.d. hesthús og eða vinnustofa. Jörðin á land að sjó. Verðhugmynd 19,8 m. Áhugaverð jörð rétt við borgarmörkin. Jörð sem vert er að skoða. Myndir á skrifstofu og á netinu. 10780 BÚJARÐIR – BÚJARÐIR Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumark í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðsvegar um land ð. Erum einnig með á sölu krá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til á sölu sauðfjár- og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist ein- tak á skrifstofu. Sölumenn FM aðstoða. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is. 200 fm einbýli á tveimur hæðum ásamt 48 fm inn- byggðum bílskúr, samtals 248 fm. Er eitt það vand- aðasta á einum besta stað í Áslandinu í Hafnarfirði. FRÁBÆRT ÚTSÝNI. 4 rúm- góð herbergi. Glæsilegt eldhús og baðherbergi. Verð 35,0 m. Eiríkur Svanur sölumaður í síma 862 3377 verður á staðnum. VERIÐ VELKOMIN Í DAG FRÁ KL. 15-17. 1606 Fjarðargötu 17 - Hafnarfirði Sími 520 2600 - Fax 520 2601 Netfang as@as.is Heimasíða http://www.as.is Kári Halldórsson, löggiltur fasteignasali, Jónas Hólmgeirsson, Eiríkur Svanur Sigfússon, Birna Benediktsdóttir, Melkorka Guðmundsdóttir – OPIÐ HÚS – ERLUÁS 29 GOTT HÚS FYRIR VANDLÁTA ALLIANCE française (AF) í Reykjavík tók formlega í notkun nýtt húsnæði sitt í Tryggvagötu 8 í gær. Viðstaddir voru margir góðir gestir, þeirra á meðal Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Vig- dís Finnbogadóttir fyrrverandi for- seti Íslands og Xavier North, deild- arstjóri skrifstofu menningarmála og franskrar tungu hjá franska ut- anríkisráðuneytinu. Alliance française á Íslandi var stofnað árið 1911 og er eitt elsta menningartengslafélag Frakka í heiminum. Hlutverk þess er að vera fulltrúi franskrar menningar á Íslandi og stuðla að menningar- samskiptum milli þjóðanna. Þang- að getur fólk sótt frönskukennslu, fengið lánaðar franskar bækur, tónlist og myndbönd, sótt fyr- irlestra og skemmtanir ýmiss kon- ar og rætt um heima og geima. Meðlimir í AF eru nú um 500 tals- ins og fer vegur félagsins sífellt vaxandi. Morgunblaðið/Þorkell Góðir gestir samglöddust Alliance française með ný og falleg húsakynni. Alliance française fær nýtt húsnæði NOTENDUR farsímakerfa Og Vodafone á höfuðborgarsvæðinu mega búast við truflunum á farsíma- þjónustu félagsins í kvöld, sunnu- dagskvöld, og aðfaranótt mánudags vegna sameiningar kerfanna. Og Vodafone hefur rekið tvö farsíma- kerfi á höfuðborgarsvæðinu frá sam- einingu Íslandssíma og Tals. Á sunnudagskvöld verður annað kerfið lagt niður og lokið verður við að sameina kerfin á höfuðborgarsvæð- inu. „Sameiningin mun valda stuttu sambandsleysi við farsímanet fé- lagsins á milli kl. 22.30 og 23.00 á sunnudagskvöld hjá þeim notendum sem voru með símanúmer hjá Tali þegar þeir verða fluttir yfir á nýtt og sameinað kerfi. Þá má búast við að truflanir verði á þjónustu félagsins fram eftir aðfaranótt mánudags. Næstu tvær vikur þar á eftir eða fram til 24. nóvember munu tækni- menn Og Vodafone fínstilla kerfið. Að þessari vinnu lokinni rekur félag- ið nýtt og fullkomið farsímakerfi á höfuðborgarsvæðinu og verður með 30% fleiri senda í rekstri á svæðinu en var fyrir sameiningu.“ Og Vodafone biður, í fréttatil- kynningu, viðskiptavini velvirðingar á óþægindum sem þeir kunna að verða fyrir vegna þessara breytinga. Stutt truflun á farsíma- þjónustu Og Vodafone OFFITA er tiltöluleg algeng meðal fimmtugra á Akureyri og Hafnarfirði og eru konur á Akureyri mun feitari en konur í Hafnarfirði. Þetta kemur m.a. fram í nýrri rannsókn á stöðu áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma meðal fimmtugra á Akureyri og Hafnarfirði, en niðurstöðurnar eru birta í nýjasta hefti Læknablaðsins. Þær sýna að offita er tiltölulega al- geng bæði meðal karla og kvenna á þessum aldri en mesta athygli vekur staða áhættuþátta fimmtugra kvenna á Akureyri samanborið við fimmtug- ar í Hafnarfirði, að því er fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar. Samkvæmt niðurstöðunum var 21 cm munur á kviðarummáli kvenna á Ak- ureyri og Hafnarfirði, fimmtugar konur á Akureyri voru að meðaltali 5,4 kg þyngri og líkamsþyngdarstuð- ull þeirra einnig mun hærri en hjá jafnöldrum þeirra í Hafnarfirði. Þá leiðir rannsóknin í ljós að stór hluti þátttakenda á við offitu að stríða og segir í niðurstöðum rannsóknar- innar að það sé verulegt áhyggjuefni í ljósi þess að offitu fylgja bæði skertar lífslíkur auk þess að hafa mjög slæm áhrif á aðra áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma eins og blóðþrýsting, blóðfitur og sykursýki. „Það er því ljóst að baráttan við of- fitu og forvarnir gegn ofþyngd ættu að vera forgangsverkefni heilbrigð- isstétta ella er hætta á verulega auknum fjölda sjúklinga með sykur- sýki og hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta er í raun í samræmi við nið- urstöður Hjartaverndar þar sem sýnt hefur verið fram á að hlutfall of- feitra hefur aukist verulega síðast- liðna áratugi,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar. Fleiri reyktu á Akureyri Staða áhættuþátta var svipuð með- al karla á Akureyri og Hafnarfirði en reykingar voru algengari hjá báðum kynjum á Akureyri, 16% kvenna og 17% karla reyktu á móti 9 og 14% í Hafnarfirði. Rannsóknin fór þannig fram að öll- um íbúum Akureyrar og Hafnar- fjarðar fæddum 1950 var boðin þátt- taka. Á Akureyri var þátttökuhlutfallið 70% og 59% í Hafnarfirði í fyrri hluta rannsóknar- innar og var þátttakendum síðan boð- ið að koma að ári liðnu í samskonar mælingar. Veitt var almenn fræðsla um stöðu áhættuþátta hvers og eins og viðkomandi hvattur til breytinga á mataræði og aukinnar hreyfingar, en sú íhlutun hafði þó takmörkuð áhrif. Rannsóknina framkvæmdu þau Emil Sigurðsson læknir, Kristín Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur, Bragi Sigurðs- son læknir, Sigríður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og Vilmundur Guðnason læknir. Rannsókn á áhættuþáttum hjarta- sjúkdóma á Akureyri og í Hafnarfirði Stór hluti á við offitu að stríða Minningar á rúntinum 16. nóvember Rangar upplýsingar komu fram í frétt í Morgunblaðinu í gær um samkomu á Hótel Borg, en þar ætla eldri borgarar að segja frá gamla rúntinum í miðborg Reykja- víkur. Samkoman verður haldin sunnudaginn 16. nóvember kl. 15, en ekki í dag, 9. nóvember. Beðist er velvirðingar á mistökum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.