Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 27 Í dag verður leikinn úrslitarimma í B-riðli Champions League um áframhald í keppninni Leikurinn fer fram á Ásvöllum í kvöld og hefst kl. 20:00 Nú mæta allir handboltaunnendur og styðja íslenskan handknattleik ÁFRAM HAUKAR Haukar - Skopje HJÁ Íslensku óperunni er verið að æfa splunkunýja íslenska óperu fyrir unglinga, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem sýnd er íslensk ópera fyrir þennan aldurshóp hér á landi. Óperan heitir Dokaðu við og er byggð á ljóðum þriggja sjálda: Theodóru Thoroddsen (Þula), Þor- steins frá Hamri (úr ýmsum ljóða- bókum) og Péturs Gunnarssonar (Splunkunýr dagur). Handritið er eftir Messíönu Tómasdóttur en tón- listin eftir Kjartan Ólafsson. Í óperunni er rakin þroskasaga drengs. Hann fæddist í þjóðsögu en ferðast í gegnum margbrotið landið til nútímans. Þá er hann orðinn að ungum manni og kynnist ástinni. Með sönghlutverkin fara Garðar Thór Cortes tenór og Marta Guð- rún Halldórsdóttir sópran. Á svið- inu er einnig þriggja manna hljóm- sveit skipuð Kjartani Ólafssyni hljómborðsleikara, Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara og Stefáni Erni Arnarsyni sellóleikara. Dans- höfundur og dansari í sýningunni er Aino Freyja Järvelä, David Walt- ers hannar lýsingu og Messíana Tómasdóttir hannar leikmynd, bún- inga og brúður, auk þess sem hún er leikstjóri sýningarinnar. Óperan er samstarfsverkefni Strengjaleik- hússins og Íslensku óperunnar. Óperan verður frumsýnd 12. nóv- ember. Kolbeinn Bjarnason og Kjartan Ólafsson mynda tvo þriðju hluta hljóm- sveitarinnar – en sá síðarnefndi er jafnframt höfundur tónlistarinnar. Auk þeirra er í hljómsveitinni Stefán Örn Arnarson. Ný ópera fyrir unglinga Í TJARNARSAL og kaffistofu Ráð- húss Reykjavíkur stendur nú yfir málverkasýning Braga Þórs Guð- jónssonar. Verkin, sem eru öll olíu- málverk á striga, eru flest máluð á sl. þremur árum. Þetta er önnur einka- sýning Braga. Sýningin stendur til og með 24. nóvember. Morgunblaðið/Ásdís Málverk Braga í Ráðhúsinu Bókasafn Garðabæjar kl. 9.30 -12. Norræn bókasafnsvika stendur yfir í safninu. Þema vikunnar er Hafið og Norðrið og verðar sögu- stundir fyrir börn þar sem lesin verður grænlenska sagan Anng- annguujuk, brottnumdi drengurinn. Kl. 18 verður kveikt á kertum og lesinn texti úr bókinni Garman og Worse eftir Alexander Kielland. Á MORGUN Strandanornir nefnist skáldsaga Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Óboðinn gestur birtist óvænt í ár- legri veislu Kol- fríðar fyrir fram- liðna ættingja og vini – ófrýnileg skotta sem skelfir bæði hana og barnabörnin þrjú, Úrsúlu og Mess- íönu, tíu og tólf ára upprennandi norn- ir, og Valentínus stóra bróður þeirra. Til að kveða óværuna niður þarf fjöl- skyldan að fara alla leið norður á Galdrastrandir á vit fortíðarinnar og sú ferð verður ekki tíðindalaus. Í gamla daga var kuklað í hverri vík á Ströndum. Skyldi það vera þannig ennþá? Kristín Helga er höfundur átta bóka fyrir börn og unglinga og hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. völdu gestir Borgarbóka- safnsins bók hennar Í Mánaljósi bestu íslensku barnabók ársins 2001. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 204 síður, prentuð í Odda hf. Teikningar og kápumynd eru eftir Hall- dór Baldursson. Verð: 2.690 kr. Unglingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.