Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 29 og Bandaríkjanna þó svo að breytt valdahlutföll séu þar einungis einn þáttur og ekki sá þáttur er haft hefur mest áhrif. Mikilvæg afleiðing þess- arar breytingar er að Atlantshafsstefnan (Atl- anticism) heyrir sögunni til. Utanríkisstefna Bandaríkjanna og Evrópu snýst ekki lengur um bandalag Atlantshafsríkjanna í sama mæli og áð- ur. Menn hafa nú áhyggjur af öðrum málum, jafnt svæðisbundnum sem á heimsvísu og bregð- ast verður við þeim með breyttum aðferðum. Málið snýst því ekki lengur um að þróa stofnanir Atlantshafssamstarfsins að nýjum veruleika, þetta snýst ekki um að finna NATO nýtt hlutverk eða nýjan tilgang. Hið breytta eðli samskipta Evrópu og Bandaríkjanna gerir að verkum að það verður að finna samstarfinu nýjan grundvöll. Annars mun þetta að lokum leiða til sambúð- arslita og loks skilnaðar,“ segir Daalder. Stefna Bush ræður úrslitum Hann telur að stefna Bush-stjórnarinnar muni ráða úrslitum fyrir framtíð sam- starfsins. Þótt aðstæður hafi breyst í heiminum sé ekkert sem kalli á endalok samstarfsins. Sú stefna Bandaríkjastjórnar að vilja fara sínu fram og beita valdi Bandaríkjanna þrátt fyrir andstöðu alþjóðlegra stofnana hafi haft gífurlega slæm áhrif á ráðamenn í Evrópu jafnt sem almennings- álitið. Aðrir þættir hafi þarna einnig áhrif og þá ekki síst hinn persónulegi stíll Bush forseta. Nefnir Daalder digurbarkalegar yfirlýsingar for- setans og hina djúpu trúarlegu sannfæringu er einkenni málflutning hans sem dæmi um hluti er fari illa í Evrópubúa. Margir líti ekki lengur svo á að til staðar sé sameiginlegur grundvöllur til að- gerða og jafnvel óttist Bandaríkin. Með því að móta skynsamlega stefnu sé hægt að viðhalda sambandinu. Gangi menn hins vegar út frá Evrópu sem vísri og geri reglulega lítið úr eða horfi fram hjá viðhorfum hennar sé hætta á að Evrópa fari sína leið. Svo geti farið að Evrópa berji í borðið og segi hingað og ekki lengra. „Slík niðurstaða er ekki óhjákvæmileg. Hins vegar þolir samband Evrópu og Bandaríkjanna ekki áframhaldandi barsmíðar mikið lengur,“ segir Daalder og telur að eftirleikurinn í Írak geti orðið prófsteinninn á langlífi sambandsins. Daalder segir undir lok ritgerðar sinnar: „Það hversu einstrengingsleg stefna Bush er í utanrík- ismálum gæti verið jafnt mesti styrkur hennar sem mesti veikleikinn. Það fer ekki mikið fyrir efasemdum þessa dagana um stöðu Bandaríkj- anna, menn eru ekki á báðum áttum varðandi markmiðin og tilganginn. Það leikur heldur eng- inn vafi á því að þessi forseti gerir það sem hann segir og segir það sem hann gerir. Slík hrein- skilni getur verið af hinu góða í utanríkismálum. Það sem veldur hins vegar vandræðum, ekki síst hjá nánum bandamönnum Bandaríkjanna, er hversu þröng markmiðin eru í utanríkismálum og hversu ósveigjanleg nálgunin er. Hvíta húsið veit hvað það vill og enginn og ekkert getur sveigt það af braut. Það er litið á stefnubreytingu sem veik- leika ekki visku. Þeir sem vilja nálgast mál með öðrum hætti eru annaðhvort sniðgengnir eða litið á þá sem vitleysinga. Loks fer ekki mikið fyrir áhyggjum af því hvaða áhrif aðgerðir Bandaríkj- anna kunna að hafa á hagsmuni annarra ríkja.“ Voldug en áhrifalítil? Staða Bandaríkjanna gagnvart umheimin- um var einnig um- ræðuefnið í ræðu er Zbigniew Brzezinski, fyrrum þjóðaröryggisráð- gjafi Bandaríkjaforseta, flutti á ráðstefnu í Washington í síðasta mánuði. Hann velti fyrir sér ákveðinni þversögn. Máttur Bandaríkjanna hef- ur aldrei verið meiri. Staða Bandaríkjanna í heiminum hefur hins vegar sjaldan verið verri. Hvers vegna? spurði Brzezinski. „Hvað veldur þessu? Þetta eru staðreyndir. Þetta eru mælanlegar staðreyndir. Þetta eru einnig staðreyndir sem maður finnur fyrir þegar maður ræðir við vini í útlöndum sem er hlýtt til Bandaríkjanna og meta það sem við leggjum áherslu á. Þeir skilja hins vegar ekki stefnu okk- ar, hafa áhyggjur af aðgerðum okkar.“ Hann sagði að eftir harmleikinn sem átti sér stað ellefta september hafi heimssýn ráðandi afla í Banda- ríkjunum einkennst af ofsóknarbrjálæði. Það lýsi sér best í margítrekuðum yfirlýsingum um að þeir sem standi ekki með Bandaríkjunum séu á móti þeim. Brzezinski telur að meginvandinn í samskiptum Bandaríkjanna við önnur ríki þessa stundina sé ótti Bandaríkjanna við hættur í um- heiminum sem á köflum jaðri við ofsahræðslu. Þetta eigi til dæmis við um gjöreyðingarvopn. Hann sagði að Bandaríkjamenn yrðu að velta því fyrir sér hvort í raun væri hægt að gera kröfu til þess að veita heiminum forystu á grundvelli ótta og hræðslu. Gætu Bandaríkin aflað málstað sín- um stuðning jafnvel meðal vina ef því væri lýst yfir að ef menn væru ekki með þá væru þeir á móti? „Ég held að þetta kalli á alvarlega umræðu um hlutverk Bandaríkjanna í heiminum og ég held að sú umræða geti ekki falist í því að vísa til af- stæðra, óljósra og allt að því trúarlegra skilgrein- inga um stríð gegn hryðjuverkum sem megin- verkefni Bandaríkjanna í heiminum. Sú skilgreining þrengir um of og ofureinfaldar að mínu mati þau fjölmörgu atriði er taka verður á á breiðum grundvelli,“ sagði Brzezinski. Rétt eins og margir Bandaríkjamenn líta nú í eigin barm og velta fyrir sér hvort stefnu Banda- ríkjanna sé um að kenna hvernig komið er í sam- bandi Evrópu og Bandaríkjanna á sér víða í Evr- ópu stað umræða um þátt Evrópu í deilunum. Frakkland og Þýskaland héldu uppi harðri and- stöðu gegn stríðinu í Írak. En hvaða valkost lögðu þessi ríki fram á móti? Hvernig hafa þau brugðist við nú þegar kemur að uppbyggingar- starfi í Írak eftir að stjórn Saddams hefur verið hrakin frá völdum? Snerist andstaðan við stríðið um viðskiptahagsmuni eða umhyggju fyrir írösku þjóðinni? Þessi umræða skiptir miklu máli fyrir Íslend- inga. Landfræðileg staða okkar á milli Evrópu og Bandaríkjanna gerir að verkum að við eigum mikið undir því að sambandið yfir Atlantshafið rofni ekki. Samstarfið á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins hefur verið meginstoð íslenskrar utanríkisstefnu allt frá stofnun bandalagsins. Það er ljóst að breytingar eru framundan á starfsemi og jafnvel eðli bandalagsins. Á leiðtogafundi NATO í Prag á síðasta ári var mótuð sú stefna sem vonandi getur orðið grundvöllur endurnýj- unar samstarfsins. Til að það megi takast verðum við rétt eins og önnur ríki að leggja okkar af mörkum til að svo megi verða. Morgunblaðið/Kristinn Þegar betur væri að gáð kæmi hins veg- ar skýrar og skýrar í ljós að heimssýn Bandaríkjanna og Evrópu væri í grundvallaratriðum ólík. Margir í Evr- ópu tryðu því í raun að Bandaríkin væru ógn við stöðugleika í heiminum. Laugardagur 8. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.