Morgunblaðið - 05.12.2003, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 11
ERLENDAR rannsóknir gefa vís-
bendingu um að allt að 60–90% allra
Parkinsonsjúklinga þjáist af svefn-
röskunum. Talið er að taugahrörn-
un sem sjúkdómurinn veldur svo og
aukaverkanir lyfja séu tvær helstu
orsakirnar. Ráðstefna um nýjungar
í meðferð við Parkinsonsjúkdómn-
um verður haldin í Sunnusal á Hótel
Sögu í dag með yfirskriftinni „Við
pöntuðum ekki Parkinson“ sem
Parkinsonsamtökin á Íslandi standa
fyrir.
Rannsókn á svefnröskunum ís-
lenskra Parkinsonsjúklinga sem
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir tauga-
sjúkdómalæknir, Þórarinn Gíslason,
yfirlæknir svefnrannsókna á Land-
spítalanum, og Elsa Eiríksdóttir
svefnrannsóknarmaður hafa nú far-
ið af stað með er sú fyrsta sinnar
tegundar hér á landi. Með henni er
vonast til að hægt verði að kort-
leggja umfang og eðli svefntrufl-
anna hjá Parkinsonsjúkum og í
framhaldi af því að bjóða þeim sem
eiga við mestar truflanir að etja
frekari rannsóknir í því skyni að
reyna að draga úr einkennum.
Markmiðið er að reyna að ná til sem
allra flestra sjúklinga sem hafa
fengið greiningu hér á landi.
Ítarlegur spurningalisti
Rannsóknin byggist á ítarlegum
spurningalista sem þegar hefur ver-
ið sendur til 250 Parkinsonsjúkra á
Íslandi. Svörunin hefur verið sæmi-
leg, en þegar á þó stór hluti þátttak-
enda eftir að svara. Samkvæmt
rannsókn á Parkinsonsjúklingum
sem Sigurlaug hefur þegar gert er
talið að þeir sem greinst hafi með
Parkinsonveiki á Íslandi séu um 450
talsins. Þegar á því um helmingur
þeirra eftir að fá spurningalistann í
hendur. Samanburðarhópur verður
valinn með slembiúrtaki úr þjóðskrá
og verður miðað við að hann verði
sambærilegur rannsóknarhópnum
með tilliti til aldurs, kyns og búsetu.
Þegar búið verður að greina nið-
urstöður spurningalistans verður
þeim hópi þátttakenda sem verst
eru haldnir af svefntruflunum boðið
að taka þátt í framhaldsrannsókn
sem felur í sér nákvæma svefnrann-
sókn hjá svefnrannsóknarstofu
Landspítalans.
Algengustu svefntruflanir sem
Parkinsonsjúklingar hafa eru brota-
kenndur svefn, truflun á skipulagi
svefns, vöku og svefnstiga, dagsyfja,
afbrigðileg hegðun og öndunartrufl-
anir í svefni, t.d. kæfisvefn. Talið er
að sjúkdómurinn sjálfur sem og
lyfjagjöf geti haft áhrif þar á.
Lengi hefur verið vitað að Park-
insonsjúkir eiga við svefntruflanir
að etja en sjónir manna fóru að
beinast í auknum mæli að því eftir
að ljóst varð að sjúklingarnir áttu
það sumir til að sofna skyndilega,
t.d. undir stýri. Í framhaldi af því
var farið að rannsaka markvisst
áhrif lyfjagjafar á svefntruflanir.
Ákveðin tegund svefntruflana,
þegar vöðaspenna verður í draum-
svefni og viðkomandi gerir það sem
kallað er að „leika eftir draumum
sínum“ er meðal þess sem rann-
sóknir benda til að Parkinsonsjúk-
lingar glími við og hafi jafnvel glímt
við áður en þeir greindust með sjúk-
dóminn. „Getgátur hafa verið uppi
um fylgni þarna á milli, hvort það
eru sameiginlegar orsakir sem
valda þessu er enn óvitað,“ útskýrir
Elsa.
Að sögn Sigurlaugar og Elsu er
mjög misjafnt hvernig hægt er að
bæta svefn fólks, fer það algjörlega
eftir því hvaða svefntruflanir eiga í
hlut. „Viss lyf hafa áhrif á svefninn,
t.d. hjálpa til við að halda svefninum
yfir nóttina,“ segir Sigurlaug. „En
það þarf að meta hvert tilvik fyrir
sig.“
Spurningalistinn er mjög ítarleg-
ur og munu niðurstöður hans gefa
ýmiskonar upplýsingar um Parkin-
sonsjúka á Íslandi, verði þátttaka
næg. Listinn samanstendur af
spurningum er snúa að svefni,
svefnröskunum, dagsyfju, líðan og
lífsgæðum.
Mikilvægt að fá sem flesta
Sigurlaug segir mikilvægt að fá
sem flesta til þátttöku. „Það er mik-
ilvægt að sjá hvenær á sjúkdóms-
ferlinu svefntruflanir fara að gera
vart við sig, hvort þær eru frá byrj-
un og hverjar þeirra eru frá byrjun.
Síðan hvort það breytist með vax-
andi meðferð eða með þróun sjúk-
dómsins. En við þurfum að fá svör-
un frá 2⁄3 þeirra sem fá
spurningalistann sendan til að
könnunin sé marktæk.“
Um 15–18% þeirra sem greinst
hafa með Parkinsonsjúkdóminn á
Íslandi fá fyrstu einkenni fyrir
fimmtugt. Sigurlaug segir þennan
hóp langt frá því einsleitan enda tal-
ið að um fleiri en einn sjúkdóm sé
að ræða sem valdi truflunum á sama
boðefnakerfi í heila og valdi því
svipuðum einkennum.
Parkinsonsjúklingum sem ekki
hafa þegar fengið spurningalistann
sendan en vilja taka þátt í rann-
sókninni er bent á að hafa samband
í síma 543-5710 eða 543-9301.
Ráðstefna Parkinsonsamtakanna um nýjungar í meðferð á Hótel Sögu í dag
Svefnraskanir Parkinson-
sjúklinga rannsakaðar
Morgunblaðið/Jim Smart
Elsa Eiríksdóttir og Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir segja mikilvægt að fá sem
flesta Parkinsonsjúklinga til að taka þátt í rannsókninni.
LISTAHÁTÍÐ lesblindra verður
haldin í Háskólabíói á sunnudag,
en þar eru þátttakendur nokkrir
fremstu listamenn þjóðarinnar
sem eru lesblindir, auk þess sem
Ron Davis, upphafsmaður Davis-
kerfisins, heldur fyrirlestur um til-
urð kerfisins og hvernig má nota
það til að virkja afburðahæfileika
lesblindra.
Lesblind.com stendur fyrir há-
tíðinni í samstarfi við Háskóla Ís-
lands, Prentsmiðjuna Odda, tíma-
ritið Lifandi vísindi og
hugbúnaðarhúsið Emojo. Aðgang-
ur er ókeypis og öllum opinn. Axel
Guðmundsson, Davis-leiðbeinandi
og einn af forsvarsmönnum vefsíð-
unnar Lesblind.com, segir að þó
engar opinberar tölur séu til yfir
fjölda fólks með lesblindu hafi sér-
kennari metið það svo að u.þ.b. tí-
undi hver Íslendingur sé lesblind-
ur. Axel fullyrðir að það sé algengt
að lesblindir hafi ákveðna náðar-
gáfu í t.d. fjármálum og ýmsum
listum.
Listahátíð
lesblindra á
sunnudag
Kringlunni - sími 568 1822
Náttföt, náttkjólar &
náttsloppar
Verslunin hættir
Gríptu tækifærið
og fáðu glæsilega
antikmuni og húsgögn
á einstöku verði
Mikill afsláttur
Opið alla helgina
Grensásvegi 14, sími 588 9595
Mikið úrval
Skyrtur kr. 1.750 • Sloppar kr. 4.900
Náttföt frá kr. 2.500
Laugavegi 34, sími 551 4301- Opið sunnudag 13-18
Kringlunni 8-12, sími 553 3600,
www.olympia.is
DÖMU OG HERRA
náttfatnaður
nærfatnaður
sloppar
HVORKI fleiri né færri en 18 til-
boð bárust frá verktökum víðs veg-
ar af landinu í útboði Vegagerð-
arinnar á Grundartangavegi. Um er
að ræða 2,6 km nýjan kafla frá
þjóðveginum að hafnarsvæði
Grundartangahafnar.
Á verkinu að vera lokið í sept-
ember á næsta ári.
Áætlun Vegagerðarinnar var upp
á 48,8 milljónir króna.
Ellefu tilboð voru undir áætlun,
það lægsta frá Jöfnun ehf. á Sel-
fossi upp á 38,5 milljónir. Næstu
boð komu frá Þrótti í Skilmanna-
hreppi, 39,7 milljónir, og Skóflunni
á Akranesi, 39,9 milljónir. Hæsta
tilboð var frá Vélaleigu Halldórs
Sigurðssonar og Vélaleigunni
Klakki á Akranesi, eða 72,4 millj-
ónir, og Loftorka var næsthæst
með 65 milljóna kr. tilboð.
Átján tilboð
í Grundar-
tangaveg