Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 30 39 12 /2 00 3 Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands 1.000.000.000 kr. 1. flokkur 2003. Nafnverð útgáfu Heildarnafnverð flokksins er 1.000.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa Skuldabréf 1. flokks 2003 eru til rúmlega 5 ára og greiðist verðbættur höfuðstóll skuldarinnar í einu lagi 5. nóvember 2008. Skuldabréfin hafa tvo vaxtagjalddaga á ári, 5. maí og 5 nóvember, fyrst 5. maí 2004 og síðast 5. nóvember 2008. Útgáfudagur bréfsins er 1. september 2003. Skuldabréfið ber 6,90% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður OGVODA 03 1 Skráningardagur Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá12. desember 2003. Upplýsingar og gögn Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Landsbanki Íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Skráningarlýsingu og önnur gögn, sem vitnað er til í lýsingunni, er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. Vefsíða www.landsbanki.is Og fjarskipti hf. PHARMACO hefur samið við fjár- málafyrirtækin ABN AMRO Rot- hschild og Merill Lynch Internatio- nal um ráðgjöf í tengslum við skráningu félagsins á hlutabréfa- markað í London. Í tilkynningu Pharmaco til Kauphallar Íslands í gær segir að stefnt sé að skráningu félagsins í London á næsta ári. Halldór Kristmannsson, forstöðu- maður innri og ytri samskipta Pharmaco, segir að skráning á hluta- bréfamarkað í London sé til að tryggja að hægt verði að fylgja eftir frekari vexti félagsins. „Pharmaco er orðið mjög stórt félag á íslenskan mælikvarða og hefur sett sér metn- aðarfull markmið um áframhaldandi vöxt. Félagið hefur sagt að það ætli að vaxa með fjárfestingum og sam- einingum við erlend fyrirtæki en til þess þarf gott aðgengi að fjármagni. Við metum stöðuna þannig að mark- aðurinn á Íslandi sé að verða of lítill fyrir Pharmaco. Við teljum London áhugaverðan kost fyrir okkar hlut- hafa þar sem mörg af stærstu fyr- irtækjum Evrópu eru þar skráð og markaðurinn sá stærsti í Evrópu. Þannig verði velta með bréf félags- ins og aðgengi að fjármagni auðveld- ara.“ Hann segir að vinnan við að skrá félag inn á þennan markað sé mjög mikil og því sé ekki hægt að segja nákvæmlega til um tímasetningu á þessu stigi, nema hvað stefnt sé að því að skráningin eigi sér stað á næsta ári. Halldór segir Pharmaco verða áfram skráð í Kauphöll Íslands en nú sé að hefjast vinna með ráðgjöfum þar sem metnir verði þeir valkostir sem uppi séu. Hlutabréf Pharmaco verði skráð í London skekkir samanburður við Danmörku myndina. Danir segja sjálfir að það eigi alls ekki að miða við þá þar sem ástandið þar sé afbrigðilegt. Fjár- málakerfið í Danmörku hefur verið að reyna að brjótast út úr því sem þeir kalla nánast ólögmætt ástand en samkvæmt löggjöf hafa þeir ekki mátt innheimta þessi gjöld. Það er hins vegar aðeins að fara að breyt- ast, eins og fram kemur í fréttinni.“ Guðjón segir að frekar eigi að miða við Noreg, Svíþjóð og jafnvel Finnland hvað varðar gjöld af deb- etkortum. „Í þeim samanburði veit ég að við komum ágætlega út. Því er vart sanngjarnt að gefa undir fótinn með það að ástandið sé verra hjá okkur. Ef Danmörk er frátalin finnst mér samanburðurinn sýna að við stönd- um vel að vígi gagnvart Norður- löndunum hvað varðar verðsam- keppni. Við erum alls ekki með hærri debetkortagjöld,“ segir Guð- jón. NEYTENDUR á Íslandi njóta sam- bærilegra og jafnvel betri kjara á debetkortum en neytendur annars staðar á Norðurlöndum, að sögn Guðjóns Rúnarssonar fram- kvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að gjald fyrir hverja færslu sem eig- andi debetkorts greiðir sé 12 til 13 krónur á Íslandi, 16 til 22 krónur í Noregi en slík gjöld tíðkist ekki í Danmörku og Svíþjóð. Árgjald de- betkorts sé hins vegar lægra hér- lendis, eða 250 til 275 krónur, en allt að 2.900 krónur í hinum löndunum. Samanburður við Danmörku skekkir myndina Guðjón telur að skilja megi frétt Morgunblaðsins þannig að Íslend- ingar séu sér á parti hvað færslu- gjöld varðar. „Það er hins vegar þvert á móti. Reyndar er vísað í Noreg, sem er hárrétt, þeir eru dýrari. Hins vegar „Sambærileg kjör á debetkortum“ BRESKA barnafatakeðjan Adams, sem opnaði nýverið verslun í Smáralind, íhugar að opna tvær verslanir til við- bótar á Íslandi á næstu árum. Þetta kemur fram á frétta- vefnum iccoventry.co.uk. Þar kemur einnig fram að Adams ætli að opna tvær verslanir í Madríd á Spáni og leiti að heppilegri staðsetningu fyrir verslun í Barcelona. Adams-barnafatakeðjan er einnig að leita tækifæra í Austur-Evrópu, Rússlandi og Tékklandi. Adams selur fatnað og fylgihluti fyrir börn að 10 ára aldri. Adams hefur selt barnafatnað á Bretlands- markaði í 70 ár og rekur yfir 400 verslanir á Bretlandseyj- um. Einnig eru reknar um 100 verslanir í Evrópu og Mið-Austurlöndum undir merkjum þess og var Ísland 17. landið sem Adams opnaði verslun í. Adams íhugar að opna fleiri verslanir AMY Pascal, aðstoðarforstjóri Sony Pictures, er samkvæmt nýjum lista bandaríska tímaritsins Holly- wood Reporter áhrifamesta konan í heimi afþreyingariðnaðarins. Nafn- bótina á hún einkum að þakka vel- gengni kvikmyndarinnar um kóngulóarmanninn, en tekjur vegna myndarinnar nema 800 millj- ónum Bandaríkjadala, eða tæpum sextíu milljörðum íslenskra króna. Pascal ber einnig ábyrgð á fleiri vinsælum kvikmyndum, eins og Daddy Day Care og Bad Boys 2. Af öðrum konum á listanum má nefna Opruh Winfrey, sem er í sjötta sæti, og JK Rowling, sem er í 55. sæti og er jafnframt efsti rithöfundurinn á listanum. „Það er ekki nóg með það að fyr- irtækið hafi þénað fimm milljarða Bandaríkjadala á heimsvísu annað árið í röð, heldur hefur Amy Pascal verið einkar lunkin við að veðja á rétta hesta, sem sést best á því hvað hefur skilað sér af tekjum í kassann í miðasölunni, en það er frábær mælistika á áhrif í Hollywood,“ segir Christy Grosz, ritstjóri Holly- wood Reporter, í samtali við BBC. Niðursveiflan á tónlistarmarkaði í heiminum varð þess valdandi að forstjórar í tónlistariðnaðinum duttu út af topp-tíu listanum. Leikkonan Julia Roberts hafnaði í 13. sæti listans. Reuters Stjórnandi Sony áhrifa- mest kvenna í Hollywood Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.