Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 35
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 35 Tré- og álrimlagardínur Sólvarnargardínur Felligardínur Flekar Strimlar NÝTT Bambusgardínur NÝTT Tauvængir og efni Smíðum og saumum eftir máli Stuttur afgreiðslutími Pílutjöld ehf. Faxafeni12, 108 Reykjavík s. 553 0095, www.pilu.is A u aurum Bankastræti 4 Sími 551 2770 GÓÐIR HÁLSAR! Nýtt Jólavörur frá Bretlandi 4 stk. í pakka Verð kr. 2.900 Diskamottur Klapparstíg 44, sími 562 3614 FARSÍMANOTKUN hefur marg- faldast á undanförnum árum, ekki síst meðal barna og unglinga. Eins og öll tækni hefur hún jákvæðar og neikvæðar hliðar. Aðalatriðið er að notfæra sér tæknina á skyn- samlegan hátt en ánetjast henni ekki. Farsímar senda frá sér og taka á móti útvarpsbylgjum. Útvarps- bylgjur hafa verið notaðar lengi, en mikil notkun farsíma hefur vakið spurningar um áhrif þeirra á heilsu- far fólks, t.d. um tengsl farsímanotk- unar við háþrýsting, höfuðverk, heilabilun, krabbamein eða ofhitnun höfuðkúpu eða heila. Ef svo væri gæti farsímanotkun orðið alvarlegt lýðheilsuvandamál í framtíðinni. Vísindarannsóknir hafa ekki sýnt fram á tengsl farsíma við sjúkdóma eða heilsuvanda. Þó er staðfest að farsímanotkun er hættuleg í um- ferðinni og að hún getur verið streituvaldandi. Ekki er vitað um langtímaáhrif á heilsu þar sem um nýlega tækni er að ræða. Ekki er talið nauðsynlegt að banna notkun farsíma vegna hugs- anlegra áhrifa þeirra á heilsufar. Hins vegar hafa t.d. stofnanir eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, bandaríska Fæðu- og lyfja- málastofnunin og breska heilbrigð- isráðuneytið ráðlagt fólki að tak- marka lengd símtala og að nota helst ekki farsíma í umferð. Sér- staklega eru foreldrar beðnir að gæta þess að börn og ungmenni noti farsímann í hófi. Ástæðan fyrir því að fjalla sérstaklega um börn og ungmenni er að höfuðkúpa þeirra er þynnri og taugakerfið ekki eins þroskað. Skertur svefn og hreyfingarleysi Ástæða er til að nefna önnur vandamál sem tengjast far- símanotkun og varða heilsu og vel- ferð barna og ungmenna. Benda má á að notkun farsíma get- ur skert svefn þar sem ekki er óalgengt að send séu SMS-boð eða hringt að næturlagi. Notkun farsíma eykur á hreyf- ingarleysi barna, sem er nægilegt vandamál nú þegar. Einelti hefur tíðkast með notkun farsíma. Hugs- anlega, sem þó er ekki sannað, getur notkun farsíma haft áhrif á fé- lagslega færni fólks, þar sem ekki er nauðsynlegt að eiga samskipti sem fólgin eru í nálægð við aðra mann- eskju. Jákvæð áhrif farsíma á heilsu og velferð fólks á öllum aldri eru að hann auðveldar samskipti. Fyrir for- eldra er farsíminn ákveðið örygg- istæki. Fyrir fatlaða er farsíminn dýrmætt tæki til að geta átt sam- skipti við aðra. Hægt er að nota far- símann til að koma jákvæðum, og reyndar neikvæðum, skilaboðum til hóps af fólki. Kennarar hafa bæði já- kvæða og neikvæða reynslu af far- símum í kennslu. For- eldrar verða að bera ábyrgð á uppeldi barna sinna og setja ákveðnar reglur um notkun far- síma og hafa eftirlit með því hvernig þeir eru notaðir. Anna Björg Aradóttir hjúkr- unarfræðingur Landlæknisembætt- inu  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU Börn og farsímanotkun Notkun far- síma eykur hreyfingarleysi barna. VINKONURNAR Heiður Ýr, Svala, Drífa og Birta Mjöll, sem allar eru í 9. bekk í Öldutúnsskóla, fylgjast grannt með unglingatískunni og nú er enginn maður með mönnum nema að vera með efnismikla litríka trefla eða einlit sjöl um hálsinn. Mik- ið úrval trefla og sjala er að finna í tískubúðunum. Alls ekki er þó nauð- synlegt að fjárfesta í þessu þarfa- þingi í búðunum því margir prjóna- treflar og sjöl, sem unglingunum finnast spennandi, leynast inni í mömmu- og ömmuskápum, ef vel er að gáð. Þegar þær stöllur eru spurð- ar nánar út í tískustraumana, svara þær því til að tískan sé mjög fjöl- breytt og nánast allt gangi. Stelp- urnar séu þó helst í gallabuxum, annaðhvort útvíðum eða beinum með brett upp á. Bolirnir séu gjarn- an hafðir þröngir og sumir með flegnu hálsmáli þannig að öðrum megin sé hægt að láta þá lafa niður á öxlina. Utan yfir bolina eru hett- umittispeysur úr „joggingefni“ vin- sælar og svo mittisúlpur með hettu og skinnkraga, ef kalt er í veðri. Derhúfur og derennisbönd þykja líka svolítið spennandi. Hjá strákun- unum segja þær að tískan sé keimlík stelputískunni þar sem gallabuxur og bolir séu efst á vinsældalistanum.  TÍSKA Morgunblaðið/Eggert Stöllurnar: Svala Eyjólfsdóttir, Heiður Ýr Guðjónsdóttir, Drífa Andrésdóttir og Birta Mjöll Klemensdóttir fylgjast grannt með tískustraumunum og eru auðvitað allar komnar með hlýtt hálstau. Svala fékk sinn trefil í jólagjöf í fyrra, Heiður Ýr er með trefilinn hennar mömmu sem henni finnst voða fínn og Drífa keypti sinn trefil í Vero Moda í haust. Birta Mjöll fékk þennan fína trefil að láni hjá vinkonu sinni en amma hennar prjónaði hann. Ömmutreflar spennandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.