Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 26
AKUREYRI 26 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Samkvæmisbuxur Jakkar Toppar Kjólar Yfirhafnir með skinni Snilldarbók um manninn Grím Thomsen. Ástir hans og barneignir. Vináttu við konunga. Lífssorg óhemjunnar frá Fredericia. Loksins er þjóðsagan um hinn grálynda Grím kveðin í kútinn. Lífsþorsti og leyndar ástir er átakasaga um manninn sem hefur fengið kaldar kveðjur eftirtímans. Meistaraverk. VAR GRÍMUR THOMSEN VARMENNI? BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR „Fróðleg lesning og skemmtileg“...“ Lára Magnúsardóttir • Mbl. 18. nóv. 2003 Ein með öllu Spektro www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889, fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Árnesapóteki Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Multivitamín, steinefnablanda ásamt spirulínu, Lecthini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum. NÚ Í upphafi aðventu fagnar Þela- merkuskóli í Hörgárbyggð 40 ára starfsamæli. Þessara tímamóta er minnst með sögusýningu í húsnæði skólans í dag, föstudag, frá kl. 16- 19 og á morgun, laugardag, frá kl. 13-17. Á meðan á sýningunni stend- ur er boðið upp á kaffi í matsal og nemendur sem stunda nám í Tón- listarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri. Tæplega 100 nemendur eru í Þelamerkurskóla í 1.-10. bekk, að sögn Önnu Lilju Sigurðardóttur skólastjóra. Samkennsla er í 1. og 2. bekk, 3. og 4. bekk og 5. og 6. bekk en í öðrum hópum er hver árgang- ur fyrir sig í náminu. Hörgárbyggð og Arnarnes- hreppur reka Þelamerkurskóla og sagði Anna Lilja að sveitarfélögin styddu vel við bakið á skólanum og rækju hann af myndarskap. Mjög góð íþróttaaðstaða er á staðnum, þar sem er bæði íþróttahús og sundlaug. Þelamerkurskóli var áður heima- vistarskóli en nú eru allir nem- endur keyrðir milli heimilis og skóla og sjá fimm skólabílstjórar um aksturinn. Starfsmenn skólans eru 19 auk lausafólks. Þelamerkurskóli 40 ára Tímamótanna minnst með sögusýningu Í útiskóla fengu yngstu nemendurnir að sækja jólatré fyrir Þelamerkurskóla í skógræktina ofan skólans. öðru en að framlenging starfsleyf- isins fáist nú eins og áður. „Menn vilja losna við þessa starfsemi af úti- vistarsvæði bæjarins eins og bæj- arstjórn hefur margoft ítrekað. Og þar sem ekki er um auðugan garð að gresja í landi Akureyrarbæjar er eina leiðin að leita að nýjum stað fyrir utan bæinn.“ Sorpeyðing Eyjafjarðar hefur horft til jarðarinnar Skúta í Hörg- árbyggð sem hugsanlegan sorpurð- unarstað og óskað eftir leyfi frá sveitarstjórn til að hefja þar rann- sóknir. Erindið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar í vikunni en af- greiðslu málsins frestað til næsta fundar. Á fundi héraðsnefndar nýlega kom m.a. fram það sjónarmið og kannski væri um of horft á svæðið á milli Glerár og Hörgár undir þessa starfsemi. Guðmundur sagði að vissulega væri horft til þess að starf- semin væri sem næst Akureyri, sem er langstærsta sveitarfélagið í Eyja- firði. „En auðvitað geta svo aðrir þættir kollvarpað því, t.d. ef svæðið á Skút- um væri ekki í myndinni.“ Einnig hefur verið bent á að Akureyrarbær eigi jörðina Skjaldarvík en Guð- mundur sagði að menn væru háðir leyfi frá sveitarstjórn Hörgárbyggð- ar engu að síður. „En það hefur ver- ið það viðhorf, ekki bara hjá Ak- ureyringum, að í Skjaldarvík séu menn farnir að horfa til þess að að svæðið verði nýtt sem byggingar- land einhvern tíma í framtíðinni.“ SORPEYÐING Eyjafjarðar hefur sótt um framlengingu á starfsleyfi fyrir sorpurðun á Glerárdal ofan Akureyrar til Úrvinnslustofnunar. Enn hefur ekki fundist nýr urðunarstaður fyrir sorp í Eyjafirði en bæj- arstjórn Akureyrar hefur tekið ákvörðun um að hætta urðun sorps á Glerárdal og til stóð að hætta því nú um áramótin þegar starfsleyfið rynni út. Að sögn Guðmundar Guðlaugssonar, framkvæmdastjóra Sorpeyðing- ar Eyjafjarðar, er þetta í þriðja sinn sem sótt er um framleng- ingu starfsleyfis á Glerárdal. Guðmundur sagði að leyfið væri jafnan gefið út til fjögurra ára í senn og hann á ekki von á Sorp af Eyjafjarðarsvæðinu áfram urðað á Glerárdal Sótt um framlengingu á starfsleyfi í þriðja sinn Jólatónleikar | Tvennir nemenda- tónleikar verða haldnir í Laug- arborg um helgina á vegum Tónlist- arskóla Eyjafjarðar. Fyrri tónleikarnir verða í kvöld, föstudagskvöldið 5. desember, kl. 20:30 þar sem fram koma nemendur á blásturshljóðfæri, píanó, hljóm- borð, fiðlu og harmónikku. Þeir síð- ari verða á morgun, laugardaginn 6. desember, kl. 13:30 þar sem fram koma nemendur á blásturshljóð- færi, píanó, hljómborð og gítar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Hans og Gréta | Óperudeild Tón- listarskólans á Akureyri flytur óp- eruna Hans og Grétu eftir Engilbert Humperdinck í Ketilhúsinu á Akur- eyri á laugardag, 6. desember kl. 20.30. Flytjendur eru nemendur óp- erudeildar ásamt kór Tónlistarskól- ans og píanóleikara. Leikstjóri er Sigríður Aðalsteinsdóttir og undir- leik annast Daníel Þorsteinsson. Óperan er byggð á ævintýrinu um Hans og Grétu og er jafnan sýnd um jólaleytið í þýskumælandi löndum. Óperan verður flutt á íslensku í þýð- ingu Jakobs Jóhanns Smára og er ætluð áheyrendum á öllum aldri, ekki síst grunnskólanemum sem fá frítt inn en almennt miðaverð er kr. 500. Aðrar sýningar verða mánudaginn 8. des., þriðjudaginn 9. des. og mið- vikudaginn10. des. kl. 18.30 í Ketil- húsinu. Tónleikar | Óskar Pétursson held- ur útgáfutónleika ásamt Jónsa í Svörtum fötum og Karlakór Ak- ureyrar-Geysi í KA-heimilinu nk. sunnudag, 7. desember kl. 17. Forsala aðgöngumiða er í Penn- anum/Bókval Hafnarstræti, Penn- anum/Eymundsson Glerártorgi og KA-heimilinu. Hátíðartónleikar | Í tilefni af út- gáfu hljómdisksins Áfram veginn með karlakórnum Heimi, verða há- tíðartónleikar haldnir í Glerár- kirkju á Akureyri á föstudagskvöld, 5. desember og hefjast þeir kl. 20.30. Þar mun kórinn syngja margar af perlum íslenskra og er- lendra sönglaga. Einsöngvarar verða sópraninn Margrét Stefáns- dóttir, Sigfús Pétursson, kenndur við Álftagerði, og bassasöngvarinn Stefán Reynisson. Undirleikari er Thomas R. Higgerson. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason. Miðar á tón- leikana eru seldir við innganginn. Karlakórinn Heimir hefur starf- að samfleytt í yfir 75 ár og er tíma- mótunum fagnað með útgáfu hljómdisksins en á honum er að finna lög eins og Undir bláhimni, Fram í heiðanna ró, Erla, Sprettur og Ísland. Sýningu lýkur | Sýningu Péturs og Tuma Magnússona, Trompet úr járni og veltuminkur, í Galleríi +, Brekkugötu 35 á Akureyri lýkur á sunnudag, 7. desember. Sýningin er opin laugar- og sunnudaga frá kl. 12– 17 og aðra daga eftir samkomulagi. Smáskúlptúrar | Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Jón Laxdal verða með til sýnis og sölu smáskúlptúra og myndir í Kompunni frá og með laugardeginum 6. desember. Komp- an er lítið sýningarrými á vinnustofu þeirra í Kaupvangsstræti 23, en Að- alheiður hefur rekið Kompuna sl. 6 ár. Vinnustofan verður opin alla daga fram til jóla frá kl. 14 til 17.    SAMVER hf. hefur keypt meiri- hluta hlutafjár í Aksjón ehf. og er stefnt að sameiningu félaganna á næsta ári. Aksjón og Samver eru rótgróin fyrirtæki í sjónvarpsrekstri. Samver var stofnað árið 1984 og rak um tíma Eyfirska sjónvarpsfélagið og hefur verið umsvifamikið í fram- leiðslu sjónvarpsefnis á landsvísu. Aksjón hefur frá árinu 1997 staðið fyrir rekstri bæjarsjónvarps á Ak- ureyri. Með sameiningu félaganna er stefnt að því að efla starfsemi sjónvarpsstöðvarinnar og sækja fram við framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir landsmarkað, segir í frétt. Félag í eigu stofnenda Aksjón mun eignast fjórðungshlut í samein- uðu fyrirtæki Aksjón og Samvers. Sjónvarpsáhorfendur munu strax í desember verða varir við endur- bætta dagskrá Aksjón, og á árinu 2004 verður kannaður grundvöllur fyrir stækkun sendisvæðsins stöðv- arinnar og nýjungar verða kynntar í dagskrárgerð. Samver og Aksjón sameinuð         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.