Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Egill Örn Einars-son fæddist á Hafranesi við Reyð- arfjörð 26. apríl 1910. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 28. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðrún V. Hálfdánardóttir, f. á Hafranesi við Reyð- arfjörð 26. júlí 1880, d. 30. júlí 1963, og Einar S. Friðriksson bóndi, f. á Bleiksá við Eskifjörð 31. maí 1878, d. 28. júlí 1953. Systkini Egils eru Anna Oddný, f. 5. okt. 1903, d. 1. maí 1988, Jó- hanna f. 17. sept. 1906, d. 8. jan. 1995, Friðrik, f. 9. maí 1909, d. 27. sept. 2001, Þóra Sigurðardóttir Kemp (kjördóttir), f. 8. febr. 1913, d. 30. júní 1991, Skúli, f. 26. nóv. 1914, d. 15. okt. 2003, Hálfdán Vík- ingur, f. 31. maí 1917, og Lára, f. 27. nóv. 1919, d. 13. jan. 2001. Upp- eldissystir Egils var Oddný Jó- hannsdóttir, f. 14. mars 1901, d. 4. ur, b) Hildur Björk, f. 5. okt. 1983, og c) Einar Skúli, f. 15. sept. 1989. 3) Anna Guðríður, f. 19. sept. 1964, maki Atli Norðdahl, f. 7. ágúst 1967, börn þeirra Inga Hrönn, f. 4. febr. 1988, Ingibjörg Ásta, f. 2. nóv. 1997, og Vignir Snær Norð- dahl, f. 19. maí 1999. 4) Egill Örn, f. 27. jan. 1970, maki Helga Fjóla Sæmundsdóttir, f. 27. sept. 1976, sonur óskírður. B) Einar, f. 15. mars 1942, kvæntur Höllu Svan- þórsdóttur, f. 8. des. 1943. Börn þeirra eru: 1) Svanhildur, f. 6. júní 1962, maki Sveinn Birgisson, f. 17. júní 1959, börn þeirra Íris Þöll, f. 28. des.1982, Agla Ösp, f. 19. jan. 1990, og Einar Sveinn, f. 5. ágúst 1999. Fóstursynir Svanhildar, syn- ir Sveins, eru Birgir, f. 14. mars 1978, dóttir hans Sunneva Björk, og Lárus, f. 12. mars 1985. 2) Agla Björk, f. 23. ágúst 1964, var gift Alberti Axelssyni, f. 24. júlí 1962, börn þeirra a) Halla Ýr, f. 4. júlí 1981, maki Hallur Lund, b) Tinna Rut, f. 4. apríl 1985, og c) Vera Ósk, f. 16. nóv. 1991. 3) Svanþór, f. 20. sept. 1976, maki Jóna Þórunn Guðmundsdóttir, f. 4. júlí 1979, sonur þeirra Jason Daði, f. 31. des. 1999. Útför Egils verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. des. 1961. Egill kvæntist 28. sept. 1935 eftirlifandi eiginkonu sinni Ingu Ingvarsdóttur frá Ísa- firði f. 16. sept. 1916. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Árna- dóttir, f. 20. nóv. 1878, d. 3. ágúst 1950, og Ingvar Pétursson, f. 28. sept. 1879, d. 27. jan. 1953. Börn Egils og Ingu eru: A) Þor- gerður, f. 18. apríl 1935, gift Einari Jóns- syni, f. 15. sept. 1935. Börn þeirra eru: 1) Brynhildur Inga, f. 15. júlí 1955, maki Sigur- björn Ásgeirsson, f. 4. okt. 1952, börn þeirra: a) Ásgeir, f. 21. jan. 1976, maki Elín Ósk Jónsdóttir, b) Þorgerður Inga, f. 25. júlí 1978, maki Baldur Friðbjörnsson, börn þeirra Kristín Erla og Bryndís Inga. 2) Sigurlaug Sandra, f. 26. jan. 1960, maki Skúli K. Skúlason, f. 3. júní 1959, börn þeirra: a) El- ísabet Jean, f. 28. jan. 1981, maki Haukur Hannesson, sonur óskírð- Elsku afi. Það var að morgni 28. nóvember sem við systkinin fengum símhring- ingu um að þú hefðir andast þá um nóttina. Á þeirri stundu myndaðist tómarúm í hjörtum okkar. Minningarnar tóku að hrannast upp enda eigum við þær margar og ógleymanlegar. Við vorum svo lánsöm að alast upp í sama húsi og þið amma í Karfavogi 17. Þið bjugguð á þeirri efri og við á þeirri neðri. Alltaf töluðum við um afa og ömmu uppi, jafnvel eftir að þið fluttuð í burtu. Það var svo gott að getað farið upp á loft og fengið ristað brauð og kókómjólk. Ósjaldan fórum við svo upp á kvöldin, svona rétt fyrir svefninn og fengum ískalda mjólk og eina lengju af Síríus suðusúkkulaði. Það var ekki síðra að heimsækja ykkur eftir að þið fluttuð í þjónustu- íbúð fyrir aldraða. Þér þótti alltaf gott að heyra í okk- ur krökkunum og vildir sjá okkur sem oftast. Það leið ekki sá dagur að það væri ekki talað saman í síma, jafnvel bara til þess að bjóða góða nótt eða fá ráð í sambandi við elda- mennsku. Þú varst alveg frábær kokkur og kenndir okkur mikið í sambandi við mat og veiðar því þú varst einnig frábær skytta. Margar sögurnar fengum við að heyra frá þinni æskuslóð, Hafranesi við Reyðarfjörð. Þú sagðir okkur sögur af hundunum á bænum, önd- unum, fjörunni, fjöllunum og sögur af sjóferðum þínum á stríðsárunum. Þú varst sannkölluð hetja í augum okkar barnanna. Við erum svo lánsöm að hafa átt þig að. Sögurnar þínar munu lifa með okkur og börnunum okkar. Þú varst svo ríkur að vera orðinn langa- langafi fyrir þónokkrum árum. Við gætum skrifað endalaust en restina segjum við þér bara þegar við förum að sofa á kvöldin og hugsum til þín í staðinn fyrir símtölin. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði og þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar. Söknuður ömmu er einnig mikill. Þú varst henni svo góður og færðir henni alltaf ís á daginn því þú vissir að það væri það besta sem hún fengi. Elsku afi, þú tendraðir ljós í hjört- um okkar sem mun lifa til eilífðar. Sjáumst síðar. Brynhildur Inga Einarsdóttir, Sigurlaug Sandra Einarsdóttir, Anna Guðríður Einarsdóttir, Egill Örn Einarsson, makar, börn og barnabörn. Í dag verður til moldar borinn afi okkar Egill Örn Einarsson, sem kenndur er við bæinn Hafranes í Reyðarfirði. Í fjölskyldunni er hann ávallt kallaður Egill afi. Egill afi var Austfirðingur í húð og hár og varla leið sá dagur að hann segði ekki sög- ur frá uppvaxtarárum sínum í Hafra- nesi við Reyðarfjörð. Þar ólst hann upp með systkinum sínum og vensla- fólki til tvítugs, en þá hleypti hann heimdraganum og fluttist til Reykja- víkur. Egill afi var glæsilegur maður og hvar sem hann fór var eftir honum tekið. Hann var heilsuhraustur alla ævi og ákafleg vel ern og allt fram í andlátið fór hann með ljóð og sagði sögur svo unun var á að hlýða. Hann var fylginn sér og ýtinn og til marks um það var ekki sama hver fór út í búð og valdi fyrir hann saltkjöt og soðningu. En Egill afi var góður og sann- gjarn við okkur og hafði stórt hjarta og trausta vini. Við afabörnin erum þakklát for- sjóninni hversu vel hún vandaði valið, því hann reyndist okkur og börnum okkar elskuríkur afi og sannur vinur og fylgdist vel með öllum okkar gerð- um og framförum bæði í gleði og sorg. Á uppvaxtarárum Egils var Hafra- nes í þjóðbraut þess tíma, þar var út- ræði stundað frá næstu bæjum og oft var margt um manninn. Þar var góð lending og hafnaraðstaða frá náttúr- unnar hendi. Á þeim árum voru ekki akvegir og aðföng voru flutt að og frá bæjum á hestum, árabátum eða borin á baki. Við þessar aðstæður ólust börnin upp, en þau höfðu nóg að bíta og brenna. Fyrir því sáu foreldrarnir með útsjónarsemi og dugnaði. Þótt oft væri margt um manninn á bænum var samt erfitt að þreyja þorrann og góuna og ætla má að fjarlægð milli bæja og erfiðar samgöngur hafi leitt af sér einsemd og einangrun, en um leið leiddi það af sér samkennd og hjálpsemi við nágranna og samferða- menn. Þyrfti að byggja hús, báts- kænu eða aðstoða við gegningar eða veita fylgd á hestum yfir vegleysur og vötn, var það alltaf sjálfsagt og eðlilegt. Endurgjald fyrir slíkt þekktist ekki. Þetta var fyrir tíma gististaða og því var gisting veitt og matur fram borinn og ekki til þess ætlast að fyrir yrði greitt. Þetta var fyrir tíma byggingameistara og stéttafélaga, en á tímum þjóðhaga völunda og sjálfmenntaðra einstak- linga. Við þessar aðstæður ólst Egill afi upp. Þar lærði hann að bjarga sér við misgóðar aðstæður á hverjum tíma og þar liggja spor hans og minn- ingar. Afa er sárt saknað, en hann var saddur lífdaga og löngu tilbúinn að kveðja þetta tilverustig, við erum þakklát fyrir minningarnar sem sefa sorg en létta lund. Við vottum Ingu ömmu, og fjölskyldunni samúð okk- ar. Við viljum að lokum vitna til kvæðis Þorsteins Valdimarssonar og gera hans orð að okkar, en hann segir svo: Sumir kveðja og síðan ekki söguna meir. – Aðrir með söng sem aldrei deyr. Svanhildur, Agla Björk og Svanþór Einarsbörn. Það er skrýtið að hugsa um þá staðreynd að þú ert dáinn og ert ekki lengur hérna hjá okkur. Skrýtið að hugsa til þess að þú eigir ekki eftir að hringja á morgun klukkan níu til að bjóða góða nótt, og að við eigum ekki eftir að sjá þig aftur. „En svona er lífið og lífsins sorgir, minna sjaldan á brunnar borgir“ eins og hún amma segir. Allt tekur þetta nú enda. En það sem situr eftir eru minningar. Allt frá því að við stelp- urnar vorum litlar og fórum með þér og ömmu í Kolaportið að kaupa lakkrísrúllur, kókosbollur og hin heimsfræga ísfirska harðfisk. Til jóla- og saltkjötveislna í Barrholtinu og heimsókna á Skjól og munum við geyma þær hjá okkur alltaf. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Vertu sæll afi. Guð og englarnir varðveiti þig. Halla Ýr, Tinna Rut og Vera Ósk. EGILL EINARSSON Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. (Ásmundur Eiríksson.) Elsku Egill afi, takk fyrir allt, góða nótt. Íris Þöll, Agla Ösp og Einar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku Egill afi, Guð geymi þig. Jason Daði. HINSTA KVEÐJA ✝ Erla EgilsdóttirThorarensen fæddist í Sigtúnum á Selfossi 29. apríl 1923. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Daní- elsdóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1900, d. 29. desember 1994, og Egill Grímsson Thorarensen kaup- félagstjóri á Sel- fossi, f. 7. jannúar 1897, d. 15. janúar 1961. Systkini Erlu eru: a) Grímur, kaupfélags- tjóri á Selfossi, f. 7. júní 1920, d. 3. ágúst 1991, maki Bryndís Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1918. b) Benedikt, framkvæmdastjóri Þorlákshöfn, f. 1. febrúar 1926, maki Guð- Guðmundur Björnsson læknir, f. 10. október 1957. Börn þeirra eru a) Erla, nemi í Kennarahá- skóla Íslands, Laugarvatni, f. 21. júní 1980, í sambúð með Jónasi Rafni Stefánssyni, nema og sölu- manni f. 23. maí 1979. b) Björn, nemi í Kvennaskólanum í Reykjavík, f. 27. nóvember 1985, c) Ólafur, nemi í Menntaskólan- um við Sund, f. 18. ágúst 1987. Erla stundaði nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík en dvaldi síðan erlendis á seinni stríðsár- unum og stundaði nám við Hum- anistiska menntaskólann í Sigt- una í Svíþjóð. Hún starfaði um hríð hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík og síðan sem húsmóð- ir. Á árunum 1974–1987 starfaði hún í verslun Halldórs Sigurðs- sonar gullsmiðs við Skólavörðu- stíg. Erla og Ólafur voru frum- byggjar í Háaleitishverfi og reistu sér hús í þríbýli í Safa- mýri árið 1961 og þar hafa þau síðan átt fallegt heimili. Útför Erlu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. björg Magnúsdóttir símstöðvarstjóri, f. 16. apríl 1923. c) Jónína Guðrún hús- freyja, f. 15. mars 1928, d. 26. mars 1997, maki Gunnar Pálsson skrifstofu- stjóri, f. 29. mars 1924, d. 12. nóvem- ber 1998. Hinn 15. júlí 1947 gekk Erla að eiga Ólaf Sveinsson, verslunarmann í Reykjavík, f. 11. des- ember 1916, sonur Sveins Jóns Einarssonar bónda, steinsmiðs og kaupmanns í Brá- ræði í Reykjavík, f. 9. nóvember 1872, d. 23. október 1960, og Helgu Ólafsdóttur húsmóður, f. 17. september 1878, d, 4. júní 1953. Dóttir þeirra er Helga sölufulltrúi, f. 6. júní 1956, maki Edda heiti ég Thorarensen sagði hún þegar hún heilsaði mér í fyrsta sinn snemma árs 1979, en þá var ég læknaneminn sem var að slá mér upp með einkadóttur hennar, síðar eiginkonu minni. Ég spurði seinna, en heitir hún ekki Erla Egilsdóttir? Jú, víst! var svarið, en hún hefur alltaf verið kölluð Edda því að litla systir hennar gat ekki sagt þetta skýrar og hún er stolt af því að vera Thorarensen. Okkur varð strax mjög vel til vina og alla tíð síðan höfðum við náið og gott samband. Ég sat hjá henni á spítalanum um daginn og við fórum yfir málin, mér og henni var ljóst að það myndi fljótlega verða knúið að dyrum í hinsta sinn. Hún var dóttir jarlsins í Sigtún- um, það fór ekki á milli mála. Tígu- leg í fasi, hnyttin í tilsvörum, með reisn sem aðeins ekta íslenskur að- all getur státað af. Víst mótaði upp- eldið hana. Á þeim tíma sem hún var unglingur var fjölskyldan með það sem við köllum nú heimilishjálp. Á þeim tíma var það ekki algengt á Ís- landi að það væri þjónustufólk og bílstjóri á heimilinu, það er það ekki enn þann dag í dag. Heimsborgari – já, víst var hún það, ekki þannig að hún hafi þvælst um allan heiminn, heldur var það á einhvern hátt inn- byggt í hana. Erla dvaldi t.d. öll seinni stríðsárin erlendis í umsjá sænskra vina og viðskiptafélaga föð- ur hennar. Hún hefði ekki getað fengið betri mann en hann Óla tengdaföður minn sem bar hana í gullstóli alla tíð, ekki þannig að það kostaði mikla peninga, heldur af virðingu, kærleik, umhyggju og til- litssemi. Sólargeislinn í lífi þeirra varð hún Helga mín sem öllu þeirra lífi breytti og gerði Erlu að stoltri móður. Fyrir þau var það áreiðan- lega ákveðinn léttir að fá tækifæri til að ala upp lítið barn og öðlast þannig dýpt og innihald í sitt líf. Betri móður en Erlu er ekki hægt að hugsa sér. Svo komu barnabörn- in. Það voru miklar skylmingar hjá okkur hjónunum til að koma í veg fyrir að þau yrðu ofdekruð af ömmu og afa sem rúmlega allt vildu fyrir þau gera. Þau hafa gefið þeim það sem þau þurftu, ástúð, athygli, um- hyggju, þarfar leiðbeiningar, og fyrst og fremst styrk til að hafa trú á sjálfum sér ásamt virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Hún var ein- stök kona, líklega ein af síðustu al- vöru hefðarkonunum á Íslandi í þeim skilningi sem ég legg í það orð. Nú reynum við og barnabörnin að hugsa vel um afa sem á um sárt að binda þegar ástin í lífinu hans er horfin yfir móðuna miklu. Ég er þakklátur fyrir þau andlegu verð- mæti sem Erla gaf mér og mínum. Eftir innihaldsríkt líf og nú erfið veikindi er hún hvíldinni fegin. Sérstakar þakkir færi ég vini mín- um Magna Jónssyni lækni sem ann- aðist Erlu síðustu árin af einstakri alúð og umhyggju og tók af mér þann þunga kross sem erfið veikindi nánustu ættingja lækna eru. Einnig fær starfsfólk lungnadeildar Land- spítalans Fossvogi sérstakar þakkir fyrir frábæra hjúkrun og umönnun – þau eru á heimsmælikvarða. Guðmundur Björnsson. Elsku amma mín. Ef ég mætti velja einhvern í lífi mínu sem mætti lifa að eilífu værir það þú, amma mín. En því miður er það ekki hægt og ég veit líka að þér líður mun bet- ur þar sem þú ert núna. Þú varst alveg einstök, þú fékkst mig alltaf til þess að brosa og hugsa um góðu hlutina í lífinu. Í hvert sinn sem ég var hjá þér spurðir þú mig hvort mér liði ekki vel og hvort ég væri ánægð með lífið, ekki bara einu sinni eða tvisvar, þú vildir vera alveg viss um að mér liði vel og það geri ég, amma mín. Við fjölskyldan söknum þín mikið og sérstaklega afi, en við reynum að vera sterk og hugsa um hvað við vorum heppin að hafa haft þig í lífi okkar. Ég á margar fallegar minningar um þig og sem betur fer munu þær lifa að eilífu. Mjúku hendurnar þínar, fal- lega brosið þitt og sérstaklega hvað það var gaman að tala við þig. Þú sagðir mér svo margt skemmtilegt frá því að þú varst ung þegar þú bjóst á Selfossi og stalst í bæinn með mjólkurbílnum og sagðir mér frá kærastanum þínum í Svíþjóð sem þú samdir lag um. Þú sagðir svo skemmtilega frá og ég gat hlustað á þig segja frá endalaust. Ég á eftir að sakna þess að tala við þig en það huggar mig að ég veit að þú munt hlusta á mig þaðan sem þú ert. Þú baðst okkur að hugsa vel um afa og ég lofa að standa við það. Að lokum langar mig að segja þér hvað mér þykir vænt um þig, amma mín, og segja þér hvað ég er stolt að vera barnabarn þitt og nafna. Ég hef ekki aðeins misst ömmu mína heldur einnig mína bestu vinkonu. Erla Guðmundsdóttir. ERLA EGILSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.